Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 10. tölublað 106. árgangur
GILITRUTT
SNÝR AFTUR Í
BARNAÓPERU
DRAUMAR
ERU ÞEMA
ÁRSINS
NÆSTA SKREF
UPPBYGGINGAR
LANDSLIÐSINS
FERSKIR VINDAR Í GARÐI 41 EM 2018 16 SÍÐURMYRKIR MÚSÍKDAGAR 12
Heilsutjútt
Tilboðsdagar 9.–21. janúar í öllum verslunum Lyfju
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stefnt er að því að flytja bráðadeild
og rannsóknir úr Landspítalanum í
Fossvogi yfir í meðferðarkjarna nýs
Landspítala árið 2023. Áformað er
að hefja framkvæmdir í sumar.
Benedikt Olgeirsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Land-
spítalans, segir megnið af starfsemi í
Fossvogi flytjast burt árið 2023.
„Við hefjum byggingu meðferðar-
kjarnans í ár og erum að hanna rann-
sóknarhúsið. Vonandi byrjum við á
því á næsta ári. Stefnt er að því að
klára þessar tvær stóru byggingar
árið 2023. Annars vegar á að sam-
eina bráðastarfsemi spítalans í með-
ferðarkjarnanum. Hins vegar á að
sameina rannsóknarstarfsemi í
rannsóknarhúsinu. Hún er nú mjög
dreifð,“ segir Benedikt.
Hann segir að samhliða verði sam-
bærileg starfsemi við Hringbraut, til
dæmis skurðstofur og bráðastarf-
semi, flutt í meðferðarkjarnann. Þá
taki við endurnýjun á gamla hús-
næðinu til að taka við starfsemi sem
eftir verður í Fossvogi. „Þessi flétta
tekur eitt til tvö ár,“ segir hann.
Núverandi húsnæði verði t.d. nýtt
undir stoðstarfsemi og starfsemi
göngudeilda. Engar ákvarðanir hafi
verið teknar um framtíðarnotkun
gamla Borgarspítalans. Mat á því sé
verkefni næstu tveggja ára.
Spítalinn úr Fossvogi
Bráðadeild og rannsóknir flytjast í nýjar byggingar við Hringbraut árið 2023
Önnur starfsemi í Fossvogi flutt 2024-25 Óvíst hvað tekur við í Fossvogi
MFærri munu … »6
Bílastæðin áskorun
» Kristinn Jón Eysteinsson,
skipulagsfræðingur hjá Reykja-
víkurborg, segir samgöngur og
framboð bílastæða vera mikla
áskorun í nýjum Landspítala.
» Flest bendi til að draga þurfi
mikið úr bílferðum á svæðið.
Magdalena Sigurðardóttir var búin
að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu
með rottu og ungum hennar þegar
hún áttaði sig á því að botninum var
náð. Hún hafði verið í virkri vímu-
efna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og
búin að missa allt frá sér. Hún komst
í meðferð í Hlaðgerðarkoti þar sem
hún dvaldi í rúmt hálft ár og hefur
verið edrú upp frá því, síðan eru liðin
fimm ár. Í dag starfar hún sem fíkni-
ráðgjafi og hjálpar konum sem eru í
sömu stöðu og hún var í.
Magdalena segir ekki alltaf auð-
velt að bjarga fólki úr þessum að-
stæðum og ekki allir tilbúnir í það.
„Þeir sem ég hef náð mestum
árangri með eru þeir sem eru nógu
mikið búnir á því og eiga ekkert eft-
ir, eins og ég var sjálf.“ »11
Svaf í
rusla-
geymslu
Morgunblaðið/Hanna
Ráðgjafi Magdalena Sigurðardóttir
segir trúna hafa hjálpað sér.
Lífið á götunni orð-
ið harðara og hraðara
Björgunarsveitir þurftu að sinna á þriðja tug út-
kalla á höfuðborgarsvæðinu og suður með sjó
fyrri hluta kvölds í gær, þegar kröftug lægð með
miklu hvassviðri gekk yfir. Það var samkvæmt
veðurspám og því hafði ráðrúm gefist til ýmissa
fyrirbyggjandi ráðstafana. Staðin var vakt í að-
gerðastjórn lögreglu, slökkviliðs og björgunar-
sveita en aðgerðahópar fóru í ýmis verkefni og
til aðstoðar svo sem þegar lausir munir fuku,
þakplötur losnuðu og svo framvegis. Þessi mynd
var tekin þegar festa þurfti vinnulyftu sem hafði
losnað við Hamraborg í Kópavogi.
Hvassviðrinu fylgdi ausandi rigning sem vara
mun fram á daginn í dag, svo að snjó á láglendi
tekur væntanlega upp að mestu leyti. Búast má
við skaplegu veðri á Faxaflóasvæðinu í dag en
hvasst verður af suðri á Snæfellsnesi eftir há-
degi. Á Suðausturlandi rignir í dag svo ástæða
þótti til þess að vara við vatnavöxtum þar, sem
eru raunar algengir á Vatnajökulssvæðinu. Fyr-
ir norðan verður í dag skaplegt veður með suð-
lægum áttum – enda þótt enginn gangi að því
gruflandi að á þessum tíma árs er allra veðra
von á landinu bláa.
Kröftug lægð og hvassviðri en allt fór vel
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alls hafa yfir fimm þúsund konur
á Íslandi ritað undir yfirlýsingar í
tengslum við #metoo-byltinguna
þar sem krafist er aðgerða gegn
kynbundnu ofbeldi, áreitni og mis-
munun. 462 konur í íþróttum sendu
í gær frá sér samskonar yfirlýsingu
og tólf aðrir hópar kvenna hafa
gert. Meðfylgjandi voru 62 frásagn-
ir af kynferðislegri áreitni, kyn-
ferðislegu ofbeldi og mismunun.
Þessar frásagnir eru alls orðnar um
600 talsins. Fyrsta yfirlýsingin birt-
ist frá konum í stjórnmálum í lok
nóvember. »2
Yfir 5.000 konur
hafa krafist aðgerða