Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Niðurstaða greiningar Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi á vigtun og endurvigtun á afla er að fyrirliggjandi
gögn og úttektir staðfesti að framkvæmd og framfylgni
við ákvæði laga séu almennt til fyrirmyndar. Engin rök
standi til þess að ráðast í grundvallarbreytingar á nú-
gildandi framkvæmd.
Staðhæfingar um kerfisbundið svindl í vigtun séu
rangar og vísbendingar séu um að fáir aðilar standi að
baki meginhluta frávika sem finnast, segir í fréttabréfi
SFS. Bent er á að þegar þrjú af þeim fyrirtækjum sem
voru ítrekað með verulegt frávik í mælingum séu tekin
út úr heildinni sé meðaltalsfrávikið hverfandi.
„Núverandi fyrirkomulag endurvigtunar hefur
reynst vel og stuðlað að meiri gæðum og auknu verð-
mæti sjávararfurða. Eftir að í land er komið er fiskiker
vigtað á hafnarvog, ekið er með það inn í vinnslu, ísinn
tekinn frá og aflinn vigtaður. Þessi síðari vigtun er kölluð
endurvigtun og hún tryggir nákvæma vigtun og flokkun
afla. Niðurstaðan úr henni dregst frá aflamarki viðkom-
andi skips. Leyfi til endurvigtunar er gefið út af Fiski-
stofu. Það eru löggiltir vigtarmenn sem sjá um hana og
að færa til bókar rétt magn afla,“ segir í fréttabréfinu.
Fullt gagnsæi til staðar
Sumarið 2017 voru gerðar lagabreytingar er vörð-
uðu framkvæmd, eftirlit og viðurlög vegna brota gegn
ákvæðum laga og reglugerða um endurvigtun. Eftirlit
var hert og viðurlög þyngd. Fiskistofa hefur nú heimild
til að fylgjast með allri vigtun vigtunarleyfishafa í allt að
sex vikur ef hann verður uppvís að verulegu fráviki á ís-
hlutfalli í afla skips miðað við meðaltal í fyrri löndunum.
Vigtunarleyfishafi ber allan kostnað af eftirliti þennan
tíma.
Með þeim breytingum sem gerðar voru á fram-
kvæmd, eftirliti og viðurlögum gagnvart brotum við
endurvigtun síðastliðið sumar telur SFS að réttar
áherslur hafi verið settar við breytingar á reglum um
endurvigtun. Þá sé ekki síður mikilvægt að niðurstöður
vigtunar alls landaðs afla eru birtar opinberlega á
heimasíðu Fiskistofu, þannig að fullt gagnsæi sé til stað-
ar, segir í frétt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Framkvæmd við endur-
vigtun til fyrirmyndar
Ekki ástæða til að breyta kerfinu Fáir að baki frávikum
Vel ísaður fiskur Núverandi fyrirkomulag endur-
vigtunar hefur stuðlað að auknu verðmæti, að mati SFS.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að sameining
sjúkrahúsa í nýjum Landspítala við
Hringbraut kalli á aukna notkun al-
menningssamgangna. Flytja á megn-
ið af starfsemi sjúkrahússins í Foss-
vogi í nýjan Landspítala 2023.
Kristinn Jón
Eysteinsson,
skipulagsfræðing-
ur hjá Reykjavík-
urborg, skrifaði
meistararitgerð
um áhrif nýs
Landspítala
(NLSH) á ferða-
myndun og bíla-
stæðamál. Rit-
gerðin var lögð
fram við Tækni-
og verkfræðideild Háskólans í
Reykjavík árið 2013 til meistaraprófs
í skipulagsfræði og samgöngum.
Kristinn Jón skoðaði þar m.a.
mögulega eftirspurn starfsfólks,
nemenda og kennara eftir bílastæð-
um. Þá miðað við áætlaðan heildar-
fjölda allra ferðamáta sama hóps.
Áætlunin tók mið af gildandi deili-
skipulagi svæðisins frá 2013.
Lækki um tugi prósenta
„Minnka gæti þurft hlutdeild
þeirra sem koma á einkabílum niður í
33-41%,“ skrifaði Kristinn Jón í rit-
gerð sinni. Hann vísaði svo til skífu-
rita (sjá hægri hluta grafs hér til hlið-
ar) um nauðsynlega skiptingu á
ferðavenjum fyrir nýjan Landspítala
m.t.t. framboðs bílastæða. Hlutfall
ferða á bíl var 33-37% eftir fyrsta
áfanga en 37-41% eftir seinni áfanga.
Tölurnar sýndu þau markmið „sem
stefna þarf að í ferðavenjum fyrir
NLSH eftir fyrri og síðari áfanga,
með og án framboðs á bílastæðum
utan lóðar Landspítalans. Til saman-
burðar er hlutdeild ferða einkabílsins
árið 2011 67% hjá Landspítalanum og
56% hjá Háskóla Íslands. Þess má
geta að samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar 2010-2030 er al-
mennt markmið fyrir hlutdeild ferða
á einkabíl 58%. Það má því ljóst vera
að miðað við núverandi ferðavenjur er
þetta mikil breyting og mikil áskorun
fyrir stjórnendur og starfsfólk NLSH
í samgöngumálum,“ skrifaði Kristinn
Jón.
Skv. minnisblaði spítalans haustið
2014 sýndu „ferðavenjukannanir í
nóvember 2011 og mars 2014 … að
nánast engin breyting varð á ferða-
venjum á þessu tímabili“. Fyrirspurn
um nýrri tölur var send til spítalans
síðdegis í gær. Svar hafði ekki borist
um kvöldmatarleytið.
Spurður um fyrrgreint hlutfall bíl-
ferða segir Kristinn Jón að aðeins um
40% allra þeirra sem starfa á svæðinu
muni geta ferðast þangað með einka-
bíl á daginn, að undanskildum nætur-
vöktum. „Aðrir þurfa að koma til
vinnu á þetta svæði með almennings-
samgöngum, gangandi eða hjólandi,“
segir Kristinn Jón.
Þessi áætlun er með tilliti til þarfar
þeirra sem sækja þjónustu Landspít-
alans fyrir bílastæði.
Sjúklingum mun fjölga
Hann bendir á að gert sé ráð fyrir
frekari fólksfjölgun næstu áratugi.
Jafnframt muni eldra fólki fjölga með
hækkandi lífaldri. Því muni sjúkling-
um að óbreyttu fjölga. Notkun sjúk-
linga og gesta á bílastæðum geti því
mögulega fækkað stæðum til umráða
fyrir starfsmenn.
Hann benti í ritgerðinni á að bíla-
stæðastjórnun mundi ráða því hvern-
ig þessi þróun yrði til framtíðar. Á því
var þó ekki tekið sérstaklega.
Þá kom þar fram að árið 2015 voru
um 2.500 starfsmenn í 1.900 stöðu-
gildum við Hringbraut og Eiríksgötu
og 1.280 starfsmenn í 950 stöðugild-
um í Fossvogi. Ætlað var að alls 3.900
starfsmenn mundu starfa á nýjum
Landspítala eftir 1. áfanga.
Samkvæmt talningu Kristins Jóns
voru um 655 bílastæði við Landspít-
alann í Fossvogi. Til samanburðar sé
gert ráð fyrir 1.600 stæðum í 1.
áfanga spítalans, 400 stæðum með
byggingu síðari áfanga og 150 stæð-
um í randbyggð. Hún tilheyri þó ekki
starfsemi nýs Landspítala.
Færri munu geta ekið á spítalann
Skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg segir hlutfall bílferða á Landspítalann þurfa að lækka
Með nýjum Landspítala muni framboð bílastæða og eftirspurn kalla á meiri almenningssamgöngur
Morgunblaðið/Hanna
Landspítalinn í Fossvogi Talning Kristins Jóns Eysteinssonar benti til að um 655 bílastæði væru við sjúkrahúsið.
1.600 stæði í 1. áfanga
» Á vef Nýja Landspítalans
segir að í drögum að nýju deili-
skipulagi sé gert ráð fyrir að í
1. áfanga verði 1.600 bílastæði
á lóðinni en að henni full-
byggðri verði þau um 2.000.
» Morgunblaðið sendi fyrir-
spurn um fjölda stæða í gær-
morgun. Svar hafði ekki borist
í gærkvöldi en slæmt veður
setti strik í reikninginn.
Hlutdeild einkabíla í ferðum á Landspítalann
Aðalskipulag Reykjavíkur-
borgar 2010–2030
Markmið fyrir hlutdeild*
ferða á einkabíl, 58%
Hlutdeild* ferða í einkabíl
árið 2011, 67%
Áætluð hlutdeild* ferða í
einkabíl, 33-41%
Nýi Landspítalinn á
Hringbraut eftir fyrri og
síðari áfanga
1. áfangi: 33-37%
2. áfangi: 37-41%
Núverandi starfsemi
Landspítalans
Heimild: Greinargerð SPITAL, 2012 Heimild: Aðalskipulag Reykjavíkur
2010-2030, júní 2014
Heimild: Kristinn Jón Eysteinsson,
Nýr Landspítali, áhrif á ferðamynd-
un og bílastæðamál, júní 2013*Hver bíll í stæði táknar 11-13,5% hlutdeild
Kristinn Jón
Eysteinsson