Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
„Þau munu fá fræðslu um vinsam-
lega snertingu, hvar mörkin liggja,
hvernig þekkja skuli eigin tilfinning-
ar og muninn á því að knúsa einhvern
sem manni þykir vænt um eða knúsa
þann sem maður er mögulega skot-
inn í. Þá verður einnig fjallað um
hvað það er að vera skotinn í ein-
hverjum og hvort það sé í lagi að vera
skotinn í stelpu ef maður er sjálfur
stelpa eða hvort maður verði að vera
skotin í strák,“ segir hún.
Á meðan á tilraunaverkefninu
stendur verða hreinlætisvörur, s.s.
dömubindi og túrtappar á salernum
skólanna og félagsmiðstöðva, auk
þess sem smokkar verða einnig að-
gengilegir hjá félagsmiðstöðvunum,
en tilgangur þessa er m.a. sá að auð-
velda ungmennum aðgengi að vörn-
um og draga úr kynsjúkdómum.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Með þessu verður kynfræðsla mun
markvissari í skólakerfinu en áður og
gefst nemendum, allt frá 1. bekk og
upp í 10. bekk, tækifæri til að byggja
ofan á fyrri þekkingu sína,“ segir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir,
verkefnastjóri jafnréttismála hjá
skóla- og frístundasviði Reykjavík-
urborgar, í samtali við Morgunblaðið
og vísar í máli sínu til þess að skóla-
og frístundaráð hefur nú samþykkt
að setja af stað tilraunaverkefni um
kynfræðslu í tveimur grunnskólum á
næsta skólaári.
Verkefnið byggist á tillögu starfs-
hóps sem skilaði skýrslu sinni í árs-
byrjun 2017. Hafa Seljaskóli, fé-
lagsmiðstöðin Hólmasel og
Heilsugæslan í Mjódd þegar sam-
þykkt að taka þátt í verkefninu, svo
og Foldaskóli, félagsmiðstöðin Fjör-
gyn og Heilsugæsla Grafarvogs. En
fræðslustarfið verður á sameigin-
legri ábyrgð kennara, frístundaráð-
gjafa og skólahjúkrunarfræðinga.
Allir hópar með eftir þrjú ár
Aðspurð segir Kolbrún Hrund
fræðslu eingöngu fara fram í ung-
lingadeild á fyrsta ári verkefnisins,
en á öðru ári mun miðstigið bætast
við og á þriðja ári eiga allir nemend-
ur skólanna tveggja að fá kyn-
fræðslu.
„Eins og staðan er núna þá fá nem-
endur kynþroskafræðslu í 6. bekk og
fræðslu um kynlíf, kynsjúkdóma og
getnaðarvarnir í 9. bekk, en tíminn
sem settur er í kynfræðsluna er oft
skammur þó að sumir kennarar sinni
þessu vissulega vel,“ segir Kolbrún
Hrund og bendir á að tilraunaverk-
efnið eigi að veita nemendum mun
betri fræðslu en nú er gert.
„Það sem við viljum gera með
þessu er að víkka út hugtakið „kyn-
fræðsla“. Þannig munum við t.a.m.
taka meira tillit til tilfinninga ein-
staklinga, hópþrýstings hvers konar,
marka fólks, samskipta og virðingar.
Það verður því áhersla lögð á mun
fleiri atriði en einungis kynþroska
eða kynlífi,“ segir hún.
Aðspurð segir Kolbrún Hrund
yngstu krakka grunnskólanna ekki
fá fræðslu um kynlíf heldur fremur
um snertingu og eðlileg samskipti.
Tilraun með kynfræðslu
frá 1. upp í 10. bekk
Tveir grunnskólar og tvær félagsmiðstöðvar taka þátt
Morgunblaðið/Hari
Grunnskóli Tveir skólar í Reykjavík munu á næsta skólaári taka þátt í til-
raunaverkefni til þriggja ára þar sem lögð verður áhersla á bætta fræðslu.
5.290.000 kr.2.390.000 kr.
Kia Sorento LuxuryKia Rio LX
2.590.000 kr.3.990.000 kr.
Kia Ceed LX SWKia Sportage EX
1.290.000 kr.3.190.000 kr. 1.750.000 kr.2.050.000 kr.
Kia Picanto LXKia Carens EX Kia Rio EXKia Rio LX
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir bílar
Allt að 6 ára ábyrgð fylgir
NOTAÐIR BÍLAR
www.notadir.is
Kletthálsi 2
110 Reykjavík
590 2160
Opnunartímar:
Virka daga 10–18
Laugardaga 12–16
*
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
Raðnúmer: 291336 Raðnúmer: 992880 Raðnúmer: 992798 Raðnúmer: 992711
Raðnúmer: 992706 Raðnúmer: 992876 Raðnúmer: 291319 Raðnúmer: 321209
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Árgerð 2017, ekinn 30 þús. km,
bensín, 1.368 cc, 100 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2017, ekinn 15 þús. km,
dísil, 1.685 cc, 142 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2015, ekinn 50 þús. km,
dísil, 2.199 cc, 200 hö, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn.
Árgerð 2016, ekinn 17 þús. km,
bensín, 998 cc, 100 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2015, ekinn 31 þús. km,
dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn.
Árgerð 2016, ekinn 37 þús. km,
dísil, 1.685 cc, 142 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn, 7 manna.
Árgerð 2015, ekinn 89 þús. km,
bensín, 1.396 cc, 109 hö, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn
Árgerð 2014, ekinn 31 þús. km,
bensín, 998 cc, 69 hö, beinskiptur,
framhjóladrifinn
Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit
sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á kia.com/abyrgd
Birt með fyrirvara á verðbreytingum, innslátarvillum og myndavíxli.
*
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Notaðir
ÁR
EFTIR AF
ÁBYRGÐ
Flug á vegum Icelandair til San
Francisco í Bandaríkjunum hefst í
vor. Borgin er 23. áfangastaðurinn í
Norður-Ameríku sem Icelandair
býður upp á í leiðakerfi sínu, en til
þessarar Kyrrahafsborgar verður
flogið fjórum sinnum í viku frá 1.
júní næstkomandi fram í október á
Boeing 767 breiðþotu. Alls flýgur
Icelandair til sex nýrra áfangastaða
á árinu; Cleveland, Dallas, Kansas
City, Baltimore, San Francisco í
Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi.
„San Francisco opnar nýja leið inn
á Kaliforníumarkað og flug á Balti-
moreflugvöll styrkir stöðu okkar á
austurströndinni. Kansas City, stór
borg í miðjum Bandaríkjunum, opn-
ar svo áður lokaða markaði fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu og tengiflug
okkar til og frá Evrópu,“ segir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair. – San Francisco, sem var
í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur
fyrir rúmum áratug, er ein þekkt-
asta og vinsælasta ferðamannaborg í
heimi og hin 9. fjölmennasta í
Bandaríkjunum.
Flugáætlun Icelandair verður í ár
um 10% umfangsmeiri en á sl. ári og
er áætlað að farþegar verði um 4,5
milljónir. Nú í vor mun Icelandair
taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta
Boeing 737 MAX 8 flugvélar og
verða alls 33 flugvélar nýttar til far-
þegaflugsins í sumar, 26 Boeing 757
og fjórar Boeing 767-300 auk nýju
vélanna. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Kyrrahafsborg San Francisco þykir vera bæði menningar- og nútímaborg.
San Francisco er
nýr áfangastaður
Icelandair á sex nýja staði vestra