Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Utanríkisráðherrar Breta, Frakka og Þjóðverja stigu fram í gær ásamt Federicu Mogherini, utanríkismála- stjóra Evrópusambandsins, og lýstu því yfir að samkomulagið sem gert var við Írana árið 2015 um kjarn- orkuáætlun landsins væri enn í fullu gildi. Kom yfirlýsingin í kjölfar við- ræðna þeirra við Javad Zarif, utan- ríkisráðherra Írans. Afstaða Evrópusambandsríkj- anna er í ósamræmi við afstöðu Bandaríkjastjórnar, en Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í október síðastliðnum að staðfesta það að Íranar stæðu við sinn hluta samkomulagsins. Gert er ráð fyrir að Trump muni ákveða í dag hvort Bandaríkjastjórn hefji aftur refsiað- gerðir á hendur Írönum, er felldar voru úr gildi þegar samkomulagið var undirritað. Írönum haldið í skefjum Mogherini sagði að samkomulagið hefði náð fram helstu markmiðum sínum, sem væri að halda kjarnorku- vopnaáætlun Írana í skefjum. Sagði hún brýnt að halda í samkomulagið, þar sem það gerði heiminn að örugg- ari stað en ella og kæmi um leið í veg fyrir kjarnorkuvopnakapphlaup í Mið-Austurlöndum. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, tók í sama streng og sagði að það væri undir andstæðingum sam- komulagsins komið að sýna fram á betri leiðir til þess að aftra Írönum frá því að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Sagði hann jafnframt ljóst að Íranar hefðu staðið algjörlega við samkomulagið. Óvíst hvað Trump hyggst gera Heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar innan bandaríska stjórnkerf- isins sögðust ekki gera ráð fyrir því að Trump myndi hefja á ný þær refsiaðgerðir sem komið var á fót í aðdraganda samkomulagsins. Það væri hins vegar ekki loku fyrir það skotið að Trump myndi skipa fyrir um aðrar aðgerðir gegn Íran vegna mannréttindabrota þeirra og stuðn- ings ríkisins við erlend öfgasamtök. Javad Zarif, utanríkisráðherra Ír- ans, sagði í gær að ef Bandaríkin teldu sig ekki bundin af samkomu- laginu væru allar forsendur fyrir því að Íranir héldu sig við ákvæði þess brostnar. Þá myndu Íranar svara öll- um refsiaðgerðum Bandaríkjanna af fullri hörku. ESB styður Írana  Bretar, Frakkar og Þjóðverjar segja kjarnorkusamning- inn við Írana enn í fullu gildi  Ákvörðunar Trumps beðið AFP Kjarnorkumál Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, Sigmar Gabr- iel, utanríkisráðherra Þjóðverja, Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, og Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, lesa yfirlýsingu sína í gær. Undirbúningur fyrir vetrarólympíuleikana í Pyeong- chang í Suður-Kóreu er nú í hámarki, en leikarnir eiga að hefjast í næsta mánuði. Suðurkóreski flugherinn sendi í fyrradag listflugsveit sína, Svörtu ernina, til þess að teikna ólympíumerkið á himininn fyrir ofan aðalleikvang leikanna. AFP Ólympíuleikarnir í fullum undirbúningi Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu hafnað beiðni Ekvador um að Julian Assange, stofnandi Wiki- leaks, fengi stöðu sendiráðsstarfs- manns. Assange hefur dvalist í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012, en hann vildi forðast framsal til Svíþjóðar. Sænsk stjórn- völd felldu niður rannsókn á máli Assange í fyrra, en bresk stjórnvöld vilja enn hafa hendur í hári hans fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum breskra dómstóla. Assange fær ekki diplómatapassa Julian Assange STÓRA-BRETLAND Lögregluyfirvöld í Santa Barbara- sýslu í Kaliforníu staðfestu í fyrri- nótt að 17 manns hefðu látist í mikl- um aurskriðum sem urðu í bænum Montecito, rétt norðvestan við Los Angeles. Um 28 slösuðust í hamför- unum og 30.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Úrhell- isrigning hefur verið síðustu daga á þessum slóðum og ýtti vatnsflóðið ógrynni af aur á undan sér. Margir þekktir einstaklingar úr skemmtanaiðnaðinum búa í Monte- cito, þar á meðal spjallþáttastjórn- andinn Oprah Winfrey. 17 látnir í aurskrið- um í Kaliforníu BANDARÍKIN Park Sang-ki, dómsmálaráð- herra Suður- Kóreu, olli nokkru fjaðra- foki á mörkuðum þegar hann greindi frá því að suðurkóresk yfirvöld væru að undirbúa laga- setningu sem myndi banna viðskipti með bitcoin og aðrar rafmyntir. Sagði hann viðskiptin minna helst á veðmálastarfsemi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar drógu síðar í land og sögðu þetta eingöngu tillögur sem þyrfti að ræða nánar, en í millitíðinni féll verðgildi bitcoin um 18% á kór- eskum mörkuðum. Náði myntin þó sér aftur á strik síðar um daginn, og hafði hún einungis tapað um 6% af markaðsvirði sínu þegar upp var staðið. Um 20% af öllum viðskiptum með bitcoin fara um Suður-Kóreu. Íhuga að banna við- skipti með bitcoin SUÐUR-KÓREA Park Sang-ki Franska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði náð að endurheimta suma af þeim skartgripum sem bíræfnir þjófar höfðu á brott með sér úr Ritz- hótelinu í París í fyrrakvöld. Tveggja manna er enn leitað í tengslum við ránið, en þrír voru handteknir strax í kjölfar þess um nóttina. Hið fimm manna ræningjagengi braut sér leið inn í gegnum starfs- mannainngang, en mennirnir voru vopnaðir öxum. Þar náðu þeir að ryðja sér leið í skartgripaverslun á jarðhæð hótelsins og létu mennirnir þar greipar sópa. Það vildi þó ekki betur til en svo, að öryggiskerfi hót- elsins lokaði þrjá af mönnunum inni, ásamt skartgripum sem metnir eru á um fjórar milljónir evra. Hinir handteknu munu allir vera „góðkunningjar lögreglunnar“. Tveggja þjófa enn leitað AFP Þjófnaður Parísarlögreglan var fljót á vettvang og handtók þrjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.