Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Starf starfsmannastjóra er ekki kjörið til vinsælda, en mér fannst alltaf Stefán vera sjálfum sér samkvæmur í ákvörðunum og geta þannig réttlætt gerðir sínar opinskátt. Næst var hann ráðinn forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Hafi hann verið á heimavelli í fyrri störfum, þá var hann það þar. Þekking hans og áhugi á högum landbúnaðar- ins, ótrúlegt minni hans og for- vitni um menn og málefni gerði hann að lifandi uppsláttarriti. Það var hægt að fletta upp í hon- um nöfnum á bæjum og bændum um allt land. Árið 1984 var Stef- án ráðinn einn af bankastjórum Búnaðarbankans. Þar nutu sín allir þeir kostir sem hér hafa ver- ið taldir. Ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán hafi verið farsæll bankastjóri á erf- iðum tímum. Ég hóf störf í Bún- aðarbankanum ári á undan Stef- áni. Strax myndaðist náið vináttusamband milli okkar og fjölskyldna okkar sem hefur haldist óslitið til dagsins í dag. Flestir ánægjulegir og eftir- minnilegir atburðir í lífi mínu og fjölskyldu minnar tengjast á ein- hvern hátt Stefáni og fjölskyldu hans. Á síðustu árum eru það ut- anlandsferðirnar og leikhúsferð- irnar með þeim Stefáni og Arn- þrúði sem standa upp úr. Á yngri árum þótti mér frændi minn ótrúlega heppinn í ýmsum fjár- festingum. Ég kallaði hann Fæt- ter Höjben, eftir heppna frænd- anum í dönsku Andrésblöðunum. En seinna áttaði ég mig á að mest var þetta frekar gott við- skiptavit og útsjónarsemi en heppni. En víst var hann heppinn og heppnastur, eða snjallastur, var hann í makavali þegar hann fékk hana Arnþrúði fyrir eigin- konu. Mér hefur oft fundist að Stefán hafi valið sér kvonfang búið sömu mannkostum og móðir hans var. Hann naut þess nú í veikindum sínum að hafa styrka stoð sér við hlið. Það er okkur mikill harmur að þrjú Skinnastaðarsystkinanna skuli hafa kvatt þetta líf á innan við ári. Stefán og Hanna systir hans voru okkar nánustu vinir. Við Martha sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Arn- þrúðar og fjölskyldunnar. Hugur okkar er hjá þeim öllum. Gunnar Már Hauksson. Jólaundirbúningur okkar systra hófst alltaf með sama hætti. Samviskusamlega sett- umst við niður með sparibaukana okkar og undirbjuggum ferð í Búnaðarbankann. Ungar kom- umst við að samkomulagi um að Marta María, eldri systir mín, ætti alla gullpeningana sem safn- ast höfðu yfir árið en ég, litli lukkunnar pamfíllinn, fékk alla silfurpeningana í staðinn. Alsæl með þyngri baukinn, fullan af silfri, klæddist ég síðan mínu fín- asta pússi og svo var lagt af stað í bankann. Þar var tekið veglega á móti okkur á skrifstofu banka- stjórans, og á meðan við tróðum okkur út af jólasmákökum var aurinn talinn. Sannleiksstundin rann upp þegar ritarinn mætti með niðurstöðurnar og banka- stjórinn sjálfur sá um að lesa upp söfnunarvelgengni banka- barnanna á árinu. Stefán þekkti ég samt betur sem bónda en bankastjóra. Öll sumur vorum við í Vindási ýmist að ríða út, heyja og í hestaferðum á hálendinu. Stefán var hlátur- mildur, með prakkaralegt bros og þægilega, ljúfa nærveru. Reglulega plötuðum við krakk- arnir hann í sögustund, en þá fór hann alltaf með sömu söguna, Búkollu. Söguna sagði hann löt- urhægt, með djúpri röddu og alltaf var hún nákvæmlega eins. Síðar reyndi barnapía að gleðja okkur systur með því að fara með sömu sögu, en komst ekkert áfram því söguna kunnum við svo vel eftir Stefáni að það þurfti reglulega að stoppa og leiðrétta frásögnina. Stefáns Búkolla er hin eina sanna Búkollusaga og enn í dag myndi ég leiðrétta illa framsetta Búkollu. Stefán, þegar ég hugsa til þín sé ég fyrir mér sólríkan dag í hestaferð. Þú ert hlæjandi í reið- buxunum, rösklega að leggja á bak á viljugasta hesti ferðarinn- ar, en viljugri hesta en þína var vart hægt að finna. Elsku Stefán, það er sárt að kveðja en ég veit fyrir víst að á móti þér er tekið með stóði gæðinga. Við sjáumst aftur síðar. Þitt Vindásbarnabarn, Ingibjörg Friðriksdóttir. Stefán Pálsson hefur söðlað hest sinn og haldið inn á hinar grænu grundir eilífðarinnar, þar sem himinn og jörð mætast og reiðskjóti Stefáns fer örugglega á flugaskeiði eins og Sleipnir Óðins. Sá er þetta ritar telur það eitt af sínum gæfusporum á lífs- leiðinni að hafa kynnst Stefáni Pálssyni ungur að árum, átt hann að sem hollan ráðgjafa og vin og Búnaðarbankafólkið, en þar fór hann fyrir liði um árabil sem bankastjóri. Stefán var fæddur á Skinna- stað í Öxarfirði og jafnframt ætt- aður frá Hólum í Austur-Skafta- fellssýslu. Hann var því að uppruna og lífshugsjón sveita- maður sem trúði á mátt moldar- innar og var bændum trúr í starfi sínu bæði sem framkvæmda- stjóri Stofnlánadeildarinnar og bankastjóri Búnaðarbankans. Stefán gjörþekkti landið allt og þau Arnþrúður bundust mörgu fólki tryggðaböndum. En í gegn- um hestamennskuna svalaði hann sinni búskaparþrá, hann var alltaf mjög virkur í starfi hestamanna og var m.a. formað- ur Landssambands hestamanna í fimm ár. Þau Arnþrúður sóttu alltaf landsmótin og hafði Stefán næmt auga fyrir glæsileika hestsins og þekkti vel að „sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fáksspori yfir grund,“ enda var hann og fjölskyldan vel ríðandi. Og áttu þau hjón hestabúgarð með nokkrum vinum sínum að Vind- ási í Hvolhreppi. Það sýnir hins- vegar hug hans til æskustöðv- anna að þegar um hægðist byggðu þau hjón sumarhús að Skinnastað og áttu þar margar gleðistundir enda reiðleiðirnar góðar í Öxarfirði og Norður- Þingeyjarsýslu. Þar sló hjarta hans og æskuminningarnar urðu að lifandi ævintýrum á ný á fal- legu ævikvöldi, hugur hans og hönd var bundinn þessu fallega héraði og fólkið norður þar hon- um kært. Þarna í fallegri hlíð reis unaðsreitur fjölskyldunnar þar sem húsbóndinn þekkti landið, kunni sögurnar og höfðu þau hjón gaman af að fá góða gesti þangað. Stefán var afkastamaður og bæði fljótur að borða og vinna, hann átti auðvelt með að taka af- stöðu til mála og var því borðið hreint og málin afgreidd jafnóð- um. Hann var bankamaður, lærði til viðskipta í Samvinnuskólanum og til bankamála í Englandi og rúmlega tvítugur var hann kom- inn til starfa í Búnaðarbanka Ís- lands þar sem hann starfaði síð- an í 43 ár. Hann var kröfuharður um góðan rekstur bankans og fylgdist vel með landsmálum og veðrabrigðum í atvinnulífi lands- ins, vissi nákvæmlega hvenær mátti slá í klárinn og hvenær bar að hægja ferðina. Þeim er þetta ritar þótti gott að vinna með Stefáni og leita álits hans á mál- um sem sneru að stjórnmálum og atvinnulífi. Bankaráð Búnaðar- bankans var skipað heilsteyptum einstaklingum og samstarfið við Stefán og bankastjórana og starfsfólk bankans einstakt og gott. Þá var hugarfarið hvað get ég gert fyrir landið mitt og við- skiptavinina, en ekki það hugar- far sem því miður tók við eftir einkavæðinguna, þegar hóg- værðin hvarf og eigendurnir hugsuðu meira um sjálfs síns hönd og eigin gróða. Stefán var hollráður drengskaparmaður sem lifði margan hamingjudag með fjölskyldu sinni og vinum og var vinfastur og trygglyndur. Við Margrét vottum Arnþrúði og fjölskyldunni, okkar dýpstu samúð og kveðjum góðan vin með söknuði og orðum skáldsins: Við brottför þína brugðu fjöllin lit og blámi himins varð að mistri gráu. (HP) Blessuð sé minning Stefáns Pálssonar. Guðni Ágústsson. Góðvinur minn Stefán Pálsson er allur. Mér er ljúft að minnast þessa heiðursmanns örfáum orð- um sem yljuð eru mikilli þökk fyrir mæt kynni. Þau hófust þeg- ar Stefán stýrði Stofnlánadeild landbúnaðarins af miklum sóma og átti bændur alls staðar að af landinu að kunningjum góðum yfir í einlæga vináttu og þökk fyrir skjóta og örugga afgreiðslu mála. Þau voru mörg málin sem ég var að reyna að fylgja sem bezt eftir fyrir bændur eystra sem ekki voru á hverjum degi hér í Reykjavík og í Stefáni átti ég sannarlega hauk í horni, alltaf tilbúinn að hlusta, alltaf reiðubú- inn að taka til skoðunar rök- semdir bændanna og sanngjarna þörf á fyrirgreiðslu. Sanngirni var ein þeirra eðliseiginda sem Stefán átti, hann rasaði í engu um ráð fram, fór vandlega yfir málin og fékk þau leyst furðu- mörg flókin og erfið á stundum. Sama veit ég að gilti um hann sem bankastjóra Búnaðarbank- ans, en mér er ánægjuefni að hafa lagt þar lið og í engu brást hann trausti manna þar, allt gjört eins og bezt var á kosið, viðmót hans gagnvart viðskipta- vinum var rómað og engin ein- kunn í starfi er betri en það. Mér eru samt enn minnisstæð- ari kynnin af manninum sjálfum, hinum smáglettna manni með þennan smitandi glaða hlátur, en hann var alvörumaður um margt, hafði trúmennskuna að föstum fylginaut, alúðarfull framkoma hans og ljúfmennska samfara ákveðni og rökhyggju, allt skap- aði þetta honum verulegar vin- sældir í öllum störfum. Hann eignaðist framúrskar- andi lífsförunaut þar sem var hún Arnþrúður skólasystir mín, samhent gengu þau lífsleiðina og missir Arnþrúðar því mikill. Við Hanna sendum henni og þeirra fólki öllu einlægar samúðar- kveðjur. Með Stefáni Pálssyni er genginn hinn farsæli og vamm- lausi sæmdarmaður er átti lífs- sögu ágæta. Megi hann njóta alls hins bezta á ókunnum eilífðar- lendum. Helgi Seljan. Ég kynntist Stefáni ekki fyrr en hann var kominn á miðjan ald- ur, en hann var einn af þessum samferðamönnum sem ég hefði gjarnan viljað kynnast miklu fyrr. Leiðir okkar lágu fyrst og fremst saman í frístundum við búskaparstúss á Vindási í Hvol- hreppi og þar var Stefán svo sannarlega á heimavelli. Við kepptumst vitanlega um að vera fyrri til að komast í traktorinn að morgni dags enda fylgdi því ákveðin yfirburðastaða á meðan hinir heimilismennirnir voru að dunda við eitthvað miklu óæðra. Allir dagar í búskapnum með honum voru skemmtilegir. Stef- án var einstakur dugnaðarforkur og það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, óþolinmæð- in og ákafinn við að koma verk- um af stað, að ég tali nú ekki um að ljúka þeim á sem skemmstum tíma, setti skemmtilegt mark sitt á samstarfið í Vindási. Það var oft æði mannmargt á frístundaheimilinu og býsna ólík- ar skoðanir meðal félaganna um menn og málefni og vitanlega höfðum við öll ávallt rétt fyrir okkur. Stefán var býsna laginn við að telja fólk á sína skoðun án þess að hafa hátt, en þó var hann fastur fyrir og trúr hugsjónum sínum. Hann var svo vel að sér um bændur og búalið um allt land eftir störf sín að við lá að kalla mætti hann alfræðiorðabók um þau efni. Hann þekkti bara alla alls staðar. Við Stefán áttum einnig tals- verð samskipti á viðskiptasviðinu og þar mætti ég sama mannin- um, föstum fyrir og með skýra sýn á hagsmuni þess fyrirtækis sem honum var trúað fyrir, en um leið var hann tilbúinn að hlusta og skoða af sanngirni önn- ur þau sjónarmið sem uppi kunnu að vera. Við dætur mínar, Marta María og Ingibjörg Guðný, sendum Arnþrúði og börnum, tengda- börnum og barnabörnum auk systkina Stefáns og öðrum ætt- mennum samúðarkveðjur. Stefán Pálsson var tryggur og góður vinur. Friðrik Pálsson. Við félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg minnumst Stefáns Pálssonar með þakklæti fyrir gefandi samveru og vinskap á liðnum árum. Við þökkum hon- um fyrir ósérhlífni og einlægan áhuga á að veita góðgerðar- og mannúðarmálum Rótarý- hreyfingarinnar liðsinni sitt. Stefán var einn af stofnfélög- um klúbbsins. Hann tók að sér ýmis trúnaðarstörf í þágu hreyf- ingarinnar og sinnti þeim af ein- urð og trúmennsku sem ein- kenndu öll hans störf. Stefán hafði jafnframt mikil áhrif á að móta starfsemina og það gerði hann með þeirri ljúfmennsku sem honum var í blóð borin. Eftir Stefáni var tekið hvar sem hann kom. Hávaxinn og grannur með bros á vör heilsaði hann öllum jafnt og gat rætt um hin margvíslegustu málefni af þekkingu. Þau sem kynntust Stefáni á lífsleiðinni fundu ekki bara fyrir reyndan bankamann með farsælan feril á þeim vett- vangi að baki, heldur einnig mannvininn og náttúrubarnið sem hafði ævilangan áhuga á hestum og útiveru. Ég færi eiginkonu Stefáns, Arnþrúði og börnum þeirra inni- legar samúðarkveðjur frá fé- lögum úr Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg og bið góðan Guð að umvefja þau með kær- leika sínum. Svanhildur Blöndal, forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg. Stefán vinur minn er látinn eftir erfið veikindi. Tengsl okkar Stefáns eru þannig að konur okk- ar eru bræðradætur. Stefán var mjög myndarlegur á velli og vakti oft athygli þegar hann var sestur í hnakkinn en sameigin- legt áhugamál okkar var hesta- mennska og fjölskyldur okkar tengdust því. Þá var Stefán mik- ill fjölskyldumaður og tryggur vinur vina sinna. Hann var líka hjálpsamur þegar á þurfti að halda. Þegar mín fjölskylda var búsett á Húsavík voru samskipti okkar ekki mikil þótt við vissum hvor af öðrum, en þegar við flutt- um tl Reykjavíkur 1971 urðu samskipti fjölskyldnanna mikil og snerust mjög um áhugamál okkar. Stefán hafði þegar tryggt okkur pláss í hesthúsi fyrir þau hross sem við komum með. Sam- an byggðum við svo hesthús með öðrum hjá Gusti í Kópavogi. En 1987 byggði svo þessi sami hópur hesthús í Víðidal á svæði Fáks. Það var svo 1984 sem þessi hópur kaupir jörðina Vindás í gamla Hvolhreppi, nú Rangárþing eystra, og hefur haft aðstöðu þar síðan. Í þessum hópi auk fjöl- skyldna okkar Stefáns voru Þor- leifur Pálsson og Guðbjörg, kona hans, og Friðrik Pálsson og Ólöf, kona hans. Þessi sambúð í Vind- ási hefur gengið ótrúlega vel. Stefán var áhugasamur um við- hald jarðarinnar og við áttum þar margar ánægjustundir með þeim hjónum. Hópurinn fór í hestaferðir, sem hófust reyndar áður en við eignuðumst Vindás, í 30 sumur og var búinn að fara víða um land. Stefán sóttist eftir því að eignast duglega og sterka hesta sem komust hratt yfir. Þá var hann mjög virkur í samtök- um hestamanna. Hann var kos- inn í stjórn Landssambands hestamannafélaga 1978 og var formaður 1981 til 1986. Hann var einnig sæmdur gullmerki sam- bandsins. Hann var líka mjög virkur í fé- lagsstarfi Fáks. Þau hjón, Arn- þrúður og Stefán, reistu sér hús norður í Öxarfirði í landi Skinna- staðar, en þar var Stefán fæddur og uppalinn. Þetta var mikill griðastaður og greinilegt að þau hjón nutu þess að dvelja þar. Stefán tók þá að jafnaði með sér nokkur hross til að geta riðið þar út og heimsótt vinafólk sitt þar. Í þessari minningargrein fjalla ég ekki um störf Stefáns sem bankastjóra, en læt það öðrum eftir sem betur þekkja til en get þó ekki stillt mig um að birta hér vísu sem ég sendi Stefáni þegar hann var ráðinn bankastjóri Búnaðarbankans. Hún hljóðar svo: Til hamingju með starfið Stefán minn, þú stendur fyrir þínu, og brátt mun koma að bankinn þinn var bráðheppinn í þessu vali sínu. Eftir svo langa samvinnu og samstarf sem fjölskyldur okkar hafa átt í gegnum tíðina er margs að sakna en mestu skiptir að minningarnar eru góðar. Við Ingibjörg sendum þér, Þrúða mín, og börnum ykkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur svo og eftirlif- andi bræðrum Stefáns. Kári Arnórsson. Með miklu þakklæti og hlýju hjarta kveð ég minn kæra vin, Stefán Pálsson. Í áratugi hefur verið djúp vinátta milli fjöl- skyldna okkar og sá sérstaki og mikli samgangur sem fylgir því að vera í hestabandi – en það er eins konar hjónaband. Ólöf systir mín og Friðrik voru í hestabandi með Stefáni og Arnþrúði, ásamt Þorleifi bróður hans og Guð- björgu Kristinsdóttur hans konu, og hjónunum Kára Arnórssyni og Ingibjörgu Áskelsdóttur. Hestaband þýðir að fólk hittist nánast hvern dag á vetrum, sinn- ir hrossum og húsum, og ríður út í öllum veðrum – en samvera á sumrum er mismikil. Hún gerist vart meiri en hjá þessum hópi, þau ráku saman heimili á sumrin. Þau áttu saman jörðina Vindás í Fljótshlíð og dvöldu þar bróður- part sumars í áratugi, umkringd börnum sínum, hrossum og gest- um á öllum aldri. Alltaf nóg að gera, bústörf og heyannir, og rat- ljóst til útreiða dag og nótt. Langar ævintýralegar ferðir um víðernin – þvílík leið til að kynn- ast ættjörð sinni! Á hestbaki finnur maður hjartslátt landsins. Á þessum árum stóð ég álengdar, alltaf velkomin og vel tekið í Vindási, en það var ekki fyrr en ég sjálf eignaðist mín hross, fyrir kannski 20 árum eða svo, og hóf útreiðar – meira af vilja en mætti – að ég fékk vina- bæjaraðild að hestabandinu. Þá kynntist ég þessum góðu vinum á heimavelli, í hesthúsinu, í stússi og samvinnu – og síðast en ekki síst við útreiðar. Þarna urðum við vinir í hversdeginum og það er sú vinátta sem hefur auðgað líf mitt á einstakan hátt. Stefán var mér einstaklega góður. Ég komst alltaf í gott skap nálægt honum, mér leið vel því það var svo bjart í kringum hann. Við spjölluðum um alla heima og geima, hvort sem við studdum okkur fram á heykvísl eða áðum í Rauðhólum, umræðuefnin voru óþrjótandi. Stefán var velviljaður, næmur, fróður, reyndur, forvitinn, skemmtilegur. Lýsandi blá aug- un í útiteknu andliti, brosið stórt, hárið mikið og hvítt seinustu ár- in. Hann var hár og grannur – hvergi aukagramm á ferð – og einhvern veginn var karakterinn eins. Stefán var hár og grannur í sér, sinaber og hreinn og beinn. Hjartans þakkir elsku vinur fyrir alla þína hlýju og gæsku í minn garð – og enn meira vil ég þakka þá órofa vináttu sem þið öll í hestabandinu sýnduð henni systur minni í hennar miklu próf- raun. Þar fundum við öll hvað vinátta er. Minning Stefáns lifir með okk- ur öllum sem þekktum hann og hans góðu verk. Blessuð sé hans minning. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við mæðgur Arnþrúði, börnunum, afkomend- um og ástvinum öllum. Guðrún Pétursdóttir. Það var árið 1970 að fundum okkar Stefáns Pálssonar bar fyrst saman. Í Búnaðarbankan- um hafði verið ákveðið að stofna nýja deild, hagdeild, og var staða auglýst til að veita henni for- stöðu. Til þess að afla mér frek- ari upplýsinga varð það úr að ég fór í bankann og var vísað á starfsmannastjórann, sem þá var Stefán Pálsson. Eftir viðtal við hann sótti ég um þessa stöðu og fékk. Þar með hófust kynni okk- ar og síðar samstarf sem entist í næstu 30 ár. Trúlega er það sjaldgæft að nú um stundir hald- ist samstarf manna svo lengi sem raun ber vitni. Stefán hafði eðli- lega mikil áhrif á það hverjir réð- ust til starfa í bankanum og kom sér þá vel að hann hafði eðlislæga hæfileika til að greina hvað í hverjum og einum bjó enda varð sú raunin að bankinn hafði ein- valaliði á að skipa sem var mjög annt um framgang fyrirtækisins. Starfsmenn voru dreifðir um allt land því bankinn rak útibú víðs vegar um landið. Sá er þessar línur ritar á góðar minningar frá þessum árum um eftirlitsferðirn- ar með Stefáni og reyndar fleir- um í útibúin og góðar móttökur starfsmanna útibúanna. Stefán var bjartsýnismaður og jákvæð- ur í viðhorfum enda varð honum mikið úr starfi sínu og var virtur vel í því umhverfi sem hann vann í. Það leiddi til þess að honum voru falin margþætt trúnaðar- störf. Hann sat í stjórn starfs- mannafélagsins um árabil, í stjórn eftirlaunasjóðs starfs- manna, fyrst sem fulltrúi starfs- manna 1971-1975 og síðar fulltrúi bankans 1989-1997. Í stjórn við- skiptabanka og sparisjóða var hann einnig og fulltrúi þeirra í samskiptum við Seðlabanka Ís- lands. Þá má geta þátttöku hans í stjórn Reiknistofu bankanna, Kaupþingi og Framleiðnisjóði. Hann vann ötullega fyrir fjár- festingarsjóði landbúnaðarins og eftir að Stofnlánadeild landbún- aðarins varð sjálfstæður sjóður réðist hann sem framkvæmda- stjóri hennar. Bankastjóri Bún- aðarbankans varð hann svo þeg- ar Þórhallur Tryggvason lét af störfum 1. janúar 1984 og gegndi því starfi þar til hann hætti fyrir aldurs sakir 10. mars 2001. Þegar Stefán var ungur maður norður á Skinnastað var hann mjög áhugasamur um öll sveitastörf og búskap en sjúkdómur olli því að hann sá fram á að geta ekki farið í bændaskóla og tekið svo við búi á föðurleifð sinni eins og hugur hans hafði staðið til. Þetta varð honum áfall en að sama skapi mega samstarfsmenn hans hrósa happi yfir að fá hann á þann vettvang sem hann helg- aði líf sitt. Það er ástæða til að þakka Stefáni áratugalangt sam- starf og samvinnu sem gott er að ylja sér við þegar minningar hrannast upp frá liðnum árum. Að leiðarlokum viljum við hjónin flytja Arnþrúði eiginkonu hans, börnum þeirra og barnabörnum einlægar samúðarkveðjur. Jón Adolf Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.