Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 26

Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 upp í hugann. Ég átti því láni að fagna að starfa við hlið Áslaugar um árabil auk þess sem kynni okkar þróuðust í einlæga vináttu sem varð dýrmætari með hverju árinu. Hún gaf mikið af sér og var mér mikilvæg fyrirmynd í mörgu tilliti. Leiðir okkar Áslaugar lágu fyrst saman þegar við hófum störf við Fossvogsskóla haustið 1972, ég þá nýútskrifaður kenn- ari. Skólinn var þá nýlega tekinn til starfa og hafði þá sérstöðu að vera opinn skóli, tilraunaverkefni sem kallaði á mikla samvinnu starfsmannahópsins, sem var fá- mennur og þéttur. Menn deildu gjarnan reynslu sinni á litlu kenn- arastofunni og studdu við bak hver annars. Áslaug var óspör á hvatningu og hrós og var í blóð borinn faglegur metnaður. Framhald varð á samstarfi okkar Áslaugar allnokkru síðar þegar hún réði mig til starfa sem sérkennslufulltrúa á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurumdæmis haustið 1990. Við áttum í kjölfarið mikið og farsælt samstarf sem gjarnan tengdist úrlausn flókinna og viðkvæmra mála sem brýnt var að finna viðunandi flöt á og uppbyggingu sérhæfðra kennslu- úrræða, s.s. sérdeilda fyrir ein- hverf börn. Það var alltaf hægt að leita til Áslaugar og fá hennar álit. Starf fræðslustjórans var sannarlega erilsamt og margir boltar á lofti en þrátt fyrir mikið annríki tók hún sér ætíð tíma til að hlusta og lét sig varða hvert og eitt mál. Hún hafði einstakt lag á að virkja krafta fólksins í kring- um sig, hafði trú á sínu fólki og var ætíð opin fyrir hvers kyns ný- breytni sem gat orðið skólastarfi til framdráttar og gefið nemend- um ný tækifæri. Tæpast verður deilt um að Reykjavíkurborg var á þessum tíma í forustuhlutverki á fjölmörgum sviðum varðandi nýjar áherslur í skólastarfi s.s. greiningu á lestrarvanda, ný- sköpunarstarf og danskennslu innan grunnskólanna. Ekki má gleyma þeim góða eiginleika Áslaugar að vera frjálsleg í fasi og taka sig ekki of hátíðlega. Hún kunni svo sannar- lega að gleðjast og slá á létta strengi með sínu fólki. Það var því oft glatt á hjalla og mikið hlegið í návist hennar á Fræðsluskrifstof- unni. Ég hitti Áslaugu síðast 10. nóvember síðastliðinn, en þá hitt- umst við stöllur í Gáfukvennafé- laginu svokallaða; nánar sam- starfskonur Áslaugar á Fræðsluskrifstofunni í hennar tíð sem fræðslustjóra. Það höfum við gert árlega með tilheyrandi um- gjörð og borið saman bækur um framvindu í menntamálum og fleira áhugavert hverju sinni. Sú sem hafði frumkvæði að stofnun félagsins og gaf því nafn var Guð- rún heitin Þórsdóttir, sem féll frá í blóma lífsins og er sárt saknað. Eins og nærri má geta var Áslaug þungavigtin með tilliti til nafn- giftar félagsins. Þrátt fyrir að hún ætti orðið erfitt með að fara um lét hún það ekki aftra sér frá því að koma og hafði á orði þegar við kvöddum að það væri svo gaman og mikilvægt að hittast að við þyrftum að hittast oftar. Það þótti okkur hinum afar vænt um. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Eyrún Ísfold Gísladóttir. Víða eru vegamót. Vinir og ættingjar kveðjast og halda svo hver sína leið. Undir björtu skini ofurmánans fagra reikar hugur minn aftur til haustsins 1951 þegar stúdents- efni MA flykktust inn í kennslu- stofur gamla skólans, sumir heils- andi gömlum félögum en aðrir könnuðust varla við nokkurn mann. Ég var ný í bekknum. Þeg- ar fram liðu stundir fór ég að gefa einni bekkjarsystur minni gaum fyrir glæsileik og fjör. Hún var námskona mikil, elskaði söng og dans og var félagslynd með af- brigðum. Þarna var komin Áslaug Brynjólfsdóttir, ættuð frá Krossanesi, sem var við utan- verðan Eyjafjörð. Áslaug ólst upp í stórum og mannvænlegum systkinahópi í hlýju og kærleiks- ríku skjóli hæfileikaríkra for- eldra, þar sem andi menningar og manndóms sveif yfir vötnum. Vonir foreldranna rættust, börn- in fóru öll menntaveginn og luku prófum með glans frá MA og til merkustu háskóla. Þau urðu eft- irsóttir starfskraftar og oftar en ekki yfirmenn og stjórnendur. Nú lít ég aftur til baka til 17. júní 1952, þar sem við stúdent- arnir stóðum í hópi með hvítu kollana á höfðinu og komið var að kveðjustund og óráðin framtíð beið okkur. Ég var á því þroskastigi að ég ríghélt mér í þátíðina, rétt dýfði tá í nútíðina en framtíðin var mér eins og geimvísindi. Það var allt annað uppi á teningnum hjá Ás- laugu. Hún var búin að festa ráð sitt. Unnustinn var glæsilegur stúdent úr öðru skólaumhverfi og þau Áslaug búin að kortleggja framtíð sína langt fram í tímann. Hann var að fara í langt nám í jarðvísindum en hún setti sína menntunarmöguleika á bið, en steig seiglu sína og óeigingirni í botn til að styðja eiginmann sinn. Þau fóru með börn sín, sem voru orðin fjögur, milli hinna ólíkustu landa og bjuggu oft við aðstæður sem fáar konur hefðu staðið sig í, en hún var ekki alin upp með upp- gjöf sem valmöguleika! Áslaug naut mikils barnaláns. Afkomendur hennar hafa upp til hópa skarað fram úr á fjölmörg- um sviðum, m.a. listgreina og vís- inda. Ekki höfðum við Áslaug kynnst ennþá. Nokkur ár liðu, en svo sneri hún heim með börnin sín. Við vorum þá báðar orðnar einstæðar mæður með samtals sjö börn. Þá loks lágu leiðir okkar saman og héldu vináttuböndin óslitin allt til enda. En hvaða öfl voru þar að verki? Trúlega sam- eiginleg áhugamál, svipað skop- skyn, ljóð og tónlist. En fyrst og fremst börn og velferð þeirra. Áslaug lauk kennaraprófi með láði og varð strax virt sem kenn- ari, skólastjóri og síðar fræðslu- stjóri. Hún var í mörgum fé- lögum, til dæmis Delta Kappa Gamma, alþjóðlegu félagi kvenna í fræðslustörfum – þar sinnti hún ýmsum stjórnunarstörfum og sótti sem slík mörg þing út um heim. Allt sem hún tók að sér vann hún af lífi og sál, ekki síst að því að halda félögum okkar úr MA saman. Hún var ekki aðeins potturinn og pannan í leik og starfi, hún var líka eldurinn sjálf- ur sem undir kraumaði. Þín verður lengi minnst, kæra vinkona, því fólki eins og þér er ekki hægt að gleyma. Herdís Egilsdóttir. Ég kveð með söknuði vinkonu mína Áslaugu Brynjólfsdóttur. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1986 þegar ég gerðist kennsluráðgjafi á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur. Áslaug var fræðslustjóri og var samvinna okkar frá fyrsta degi afar góð. Hún var skilningsríkur stjórn- andi og treysti samstarfsfólki sínu af heilindum. Það ríkti glað- værð og mikill áhugi fyrir bætt- um kennsluaðferðum. Hún studdi alla góða framþróun í grunnskól- um borgarinnar, meðal annars stuðlaði hún að mikilli samvinnu við Kennaraháskólann. Sem dæmi um þá góðu samvinnu kom hún á starfsleikninámi í nokkrum grunnskólum borgarinnar þar sem lektor við KHÍ þjálfaði leið- beinendur með vönduðu námi og hafði síðan yfirumsjón með nám- inu í grunnskólunum. Hún studdi líka stofnun deildar við KHÍ sem annaðist sértæka lestraraðstoð við nemendur. Einnig stóð hún fyrir þýðingu og staðfærslu á lestrarprófum sem reynst höfðu vel í Danmörku , en með þeim var unnt að meta lesskilning nem- enda á aldrinum 8–11 ára og í samvinnu við Menntamálaráðu- neytið voru samin lestrarpróf fyr- ir 12 ára nemendur sem sérstak- lega mældu lesskilning nemendanna. Mörg námskeið voru haldin fyrir grunnskóla- kennara í náinni samvinnu kennsluráðgjafa Fræðsluskrif- stofunnar og kennara KHÍ, þar sem kennarar úr fjölmörgum skólum borgarinnar komu saman til að fylgjast með því besta sem þekktist í hinum ýmsu greinum og má þar sérstaklega nefna lestrarkennslu, stærðfræði og náttúrufræði. Hún lagði ríka áherslu á gott samstarf við félag- ið „Heimili og skóli“ og átti góða samvinnu við fræðslustjóra Norð- urlandaríkjanna. Hún efndi líka til skólaheimsóknar til Kína með skólastjórum borgarinnar. Að- eins fátt eitt er hægt að nefna af öllu því sem Áslaug stuðlaði að til bætts skólastarfs í borginni. Eftir að leiðir skildu við vinnu varðandi skólamál héldum við fimm samstarfskonur áfram að hittast árlega og síðast vorum við fjórar saman á Kjarvalsstöðum 10. nóvember þar sem Áslaug var hress að vanda þó að líkaminn væri farinn að gefa sig. Hún hafði verið skömmu áður á fundi með framsóknarmönnum og var áhugasöm um þjóðmál og ekki síst skólamál. Við áttum skemmtilega stund saman og ákváðum að hittast bráðlega aft- ur. Um jólin sendi Áslaug okkur Jóni yndislega og innihaldsríka jólakveðju sem ég mun halda upp á sem hinstu kveðju frá henni. Við Jón Freyr þökkum Ás- laugu fyrir frábært samstarf og vináttu og biðjum henni blessun- ar. Börnum Áslaugar og öllum af- komendum hennar vottum við innilega samúð. Matthildur Guðmundsdóttir. Áslaug Brynjólfsdóttir var kvenskörungur. Hún var einn af brautryðjendunum innan kvennahreyfingar Framsóknar- flokksins og meðal þeirra for- ystukvenna flokksins sem höfðu mikil áhrif á framgang kvenna innan hans. Áslaug var víðsýn kvenréttindakona og átti ekki í vandræðum með að sjá skýrt hvert flokkurinn ætti að stefna. Hann skyldi leggja áherslu á fullt jafnrétti, bæði hvað málefnin varðaði sem og þátttöku kvenna að fullu til jafns við karla í öllum valdastöðum. Hún var ekkert fyr- ir hálfkák í þessum efnum, talaði tæpitungulaust og beint frá hjart- anu á samkomum flokksins. Þeg- ar hún talaði sperrtu hlustendur eyrun, enda spillti það ekki fyrir að hún hafði húmor í betra lagi. Það var því stórskemmtilegt og uppbyggilegt að hlýða á rök- semdir hennar. Flokkurinn mat félagsstarf Áslaugar og voru henni veitt Jafnréttisverðlaun Framsóknarflokksins ásamt stöllum sínum þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Sigrúnu Sturludóttur árið 2005 fyrir fram- úrskarandi jafnréttisstarf, m.a. undirbúning stofnunar Lands- sambands framsóknarkvenna. Við þau tímamót þakkaði Áslaug verðlaunin með vísu; Konum í Framsókn fjölgar nú skjótt, félög ný stofnuð á koldimmri nótt. Þeim karlpeningi sem kvinnurnar hræðist, kannski grunur og ótti að þeim nú læðist, að kvennanna valdarán kom’ alltof fljótt. Nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þau lóð sem Áslaug lagði á vogarskálar framsóknarkvenna, þar á meðal mínar, í flokksstarfi hennar til áratuga. Einnig þakka ég hlýhug hennar og hvatningu, sem skipti máli á ögurstundu. Það eru kvenréttindakonur eins og Áslaug sem valda því að konur gefast ekki upp heldur halda áfram að berjast innan stjórn- málahreyfinga þótt fast blási á móti um stund. Þær skilja og hvetja. Fjölskyldu Áslaugar og vinum votta ég mína innilegustu samúð við fráfall hennar. Guð blessi minningu Áslaugar. Siv Friðleifsdóttir. Merkur frumkvöðull og for- ystukona á sviði menntamála hef- ur kvatt okkur. Áslaug Brynjólfs- dóttir var framsækin kona sem brann fyrir mennta-, uppeldis og jafnréttismál. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum frá Akureyri árið 1952 og cand.phil frá HÍ ári seinna, eftir það lá leið hennar til útlanda. Hún lauk síð- an kennaraprófi frá KÍ 1971 og sérkennsluprófi 1986 en auk þess var hún með meistarapróf í upp- eldis- og kennslufræðum frá KÍ 1988. Hún átti farsælan feril að baki innan menntakerfisins, ýmist sem kennari, yfirkennari; skóla- stjóri og fræðslustjóri í Reykja- vík í 14 ár. Það er sama hver er spurður, alltaf var vitnisburður hennar afburðagóður og var Ás- laug margrómuð fyrir fag- mennsku sína, vinnusemi og glað- lyndi. Hún barðist fyrir bættu skólastarfi í Reykjavík og hafði metnað fyrir góðri menntun barna og ungmenna. Henni fannst oft ganga hægt að breyta rótgrónu skólakerfi. Svo vitnað sé til orða Áslaugar þá skrifar hún 1992: „Því miður er öllu skóla- starfi þröngur stakkur skorinn. Hér er enn tvísetinn skóli, skóla- tími hefur ekki lengst og tíma- skortur hrjáir allt skólastarf. Skólanum hafa ekki verið búin skilyrði til að gegna því hlutverki sem honum er ætlað að sinna.“ Áslaug var yfirkennari við Foss- vogsskóla þegar skólinn var til- raunaskóli með opna kennslu- hætti. Óhætt er að fullyrða að sú fagmennska, sköpun og kraftur sem einkenndi skólastarfið á þessum árum hafi verið upphafið af því sem nú einkennir skólastarf víða um land. Áslaug var víðförul og dvaldi oft í útlöndum til lengri tíma. Hún og fjölskylda hennar bjuggu í heilt ár í El Salvador á vegum Sameinuðu þjóðanna ásamt því að hafa búið í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Áslaug tók einn- ig mjög virkan þátt í alþjóðlegu starfi á vegum Delta, Kappa, Gamma, Félags kvenna í fræðslu- störfum. Má þar sérstaklega nefna þátttöku í skipulagningu veglegrar Evrópuráðstefnu á vegum samtakanna í Reykjavík árið 2003. En yfirskrift ráðstefn- unnar var: Gróska – hæfni – for- ysta. Framsóknarflokkurinn var þess heiðurs að njótandi að hafa Áslaugu Brynjólfsdóttur innan- borðs. Hún var alla tíð virkur fé- lagsmaður og lagði sín lóð á vo- gaskálarnar í flokksstarfinu við góðan orðstír. Hún var ötul bar- áttukona fyrir jafnrétti og vann að stofnun Landssambands fram- sóknarkvenna árið 1981. Áslaug var sæmd jafnréttisviðurkenn- ingu Framsóknarflokksins árið 2005. Ég hitti Áslaugu síðast í kosningabaráttunni síðastliðið haust, þegar fyrrverandi ráð- herrar og þingmenn Framsókn- arflokksins héldu góðan fund til að styðja við baráttuna. Sú mikla hvatning sem Áslaug veitti er mér ógleymanleg. Á sama tíma og ég vil þakka Áslaugu fyrir hennar ómetanlega og óeigin- gjarna starf í þágu Framsóknar- flokksins og til mennta- og upp- eldismála, votta ég ættingjum hennar innilega samúð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- málaráðherra. Áslaug Brynjólfsdóttir ✝ GuðmundurPétursson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1931. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 30. desember 2017. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Guðmundsson sjó- maður, f. 30. júní 1902, d. 21. ágúst 1968, og Vilborg Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 25. júlí 1902, d. 18. desember 1961. Systkini Guð- mundar eru Axel Arthúr, f. 20.6. 1924, d. 8.9. 2003, Haraldur Haf- steinn, f. 23.2. 1933, d. 5.11. 2014, Ellert Hallur, f. 29.8. 1937, Nína Ágústa f. 22.2.1944, Hulda Erla f. 5.6. 1945. Guðmundur kvæntist Erlu Hlín Hjálmarsdóttur, f. 18.8. 1933, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Jóna Vilborg, f. 5.5. 1955. Dóttir hennar er Fanney Dögg Valdimarsdóttir. 2) Pétur Sturla, f. 9.8. 1956. Fyrir átti Guðmundur dótturina 3) Ásdísi Ernu, f. 17.2. 1954. Börn hennar eru Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir, Aldís Björgvinsdóttir og Pálmi Ernir Pálmason. Móðir Ásdísar er Eygló Svava Jónsdóttir, f. 9.5. 1935. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Hólmfríður Guð- mundsdóttur frá Árskógs- strönd, f. 25.6. 1924. Þau giftust 31.12. 1964. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason, f. 25.10. 1903, d. 8.4. 1983, og Þór- laug Gunnlaugsdóttir, f. 6.1. 1903, d. 16.6. 1977. Synir Guð- mundar og Hólmfríðar eru 1) Úlfar, f. 28.6. 1961, maki Ellen Sigurðardóttir, f. 26.2. 1962. Börn þeirra eru Erla og Valur. Fyrir átti Úlfar dótturina Unni Lilju með fyrrverandi eiginkonu sinni Kristínu Sigurðardóttir, f. 25.3. 1962. Uppeldissonur Úlf- ars er Ingi Björn Ómarsson, sonur Ellenar frá fyrra hjóna- bandi. 2) Elvar, fæddur 19.11. 1963, maki Halldóra Pálsdóttir, f. 12.9. 1965. Dóttir Elvars er Hólmfríður og móðir hennar og fyrrverandi sam- býliskona Elvars er Bjarnveig Eiríks- dóttir, f. 23.8. 1958, börn Halldóru eru Birgir Páll Bjarna- son og Elísa Þórhildur Krist- geirsdóttir, uppeldisdóttir Elv- ars. Dóttir Hólmfríðar er Elín Eyfjörð Guðmundsdóttir, f. 20.6. 45, maki Björn Arnoldsson, f. 23.7. 45, þeirra börn eru Sig- urður Ingibergur, stúlka d. 19.9. 1965, Arnold og Guðmundur Hrafn. Uppeldisdóttir Guðmundar var Nína Elínborg Einarsdóttir, f. 9.4. 1953, d. 14.8. 2009, dóttir Hólmfríðar úr fyrra sambandi. Börn hennar eru Veronica Fríða Callahan, Gunnar Geir Arnar- son, Candace Marie Connelly og Elisabeth-Anne Noga. Guðmundur ólst upp í Klepps- holtinu í Reykjavík sem í þá daga var uppi í sveit. Hann hóf störf 15 ára gamall á Kefla- víkurflugvelli í mötuneyti hers- ins. Tvítugur að aldri hóf Guð- mundur störf sem slökkviliðs- maður á Keflavíkurflugvelli og starfaði hann þar í 42 ár, lengst af sem varðstjóri. Samhliða starfi sínu í slökkviliðinu vann Guðmundur ýmis störf, var lengi sendibifreiðastjóri og rak um tíma verslunina Torfusel í Bankastræti. Guðmundur keppti í körfu- bolta á yngri árum og varð Ís- landsmeistari í þeirri grein árið 1952. Hann stundaði einnig sund og aðra líkamsrækt nær dag- lega fram á níræðisaldurinn. Jarðarför Guðmundar fer fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ í dag, 12. janúar 2018, klukkan 15. Guðmundur Pétursson, fyrr- verandi slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, er látinn. Litli Pét. „Little Pete is gone“ hefðum við sagt 1955. Af hverju litli Pét? Jú, það var annar stór Gunnar Pétursson í liðinu sem var aðgreindur og kallaður stóri Pét, eða „big Pete“. Á þessum árum fyrir 1961 réðu ríkjum í liðinu okkar al- mennir amerískir borgarar, mjög mislitur hópur sem uppnefndi okkur Íslendingana til að þekkja hvern og einn okkar. Maður minnist Guðmundar með hreykni og hlýju, hann var mjög vel gef- inn og ráðagóður. Eftir að ég varð slökkvistjóri sá ég betur hvað bjó í þessum ágæta dreng. Ég minnist þess þegar Guðmundur fór að tefla við Rúdolf heitinn og fleiri hvað hann fór létt með að máta þá alla. Í neyðinni reyndi ég Guðmund mjög traustan. Við vorum tveir, ég og ónefndur með grímur inni í brennandi húsi að leita að ung- barni sem sagt var að væri inni í húsinu. Það var kafreykur og sáust ekki handa skil þegar allt í einu rofaði til og við gátum leitað af okkur allan grun um týnt barn. Þegar rofaði til hjá okkur þá var Guðmundur að verki og reyk- ræsti þannig að árangur hlaust í björgunaraðgerðum, svona gerði hann. Guðmundur var óborganlegur samherji þannig að þegar ég var að búa til fjárhagsáætlun þá gat ég gert ráð fyrir útsjónarsemi Guðmundar sem leið til sparnað- ar þar sem hann útvegaði ýmis verðmæti endurgjaldslaust með miklum sóma. Guðmundur átti drjúgan þátt í að afla sér frægðar sem stóð áratugum saman. Fyrir hönd okkar allra félaga Litla Pét. sendi ég Hólmfríði konu hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu litla Péturs. Haraldur Stefánsson. Guðmundur Pétursson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt er á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.