Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Við bjóðum gott úrval af
reimum í flesta snjósleða,
fjórhjól og bíla.
...ekki bara jeppar!
Reimar í bíla,
vélsleða og fjórhjól
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú hefur kost á því, reyndu þá að
gefa þér svolítinn tíma til einveru. Vertu fyrst/
ur til að viðurkenna mistök þín, þú færð fyrir-
gefningu. Ekki draga það úr hömlu að taka til.
20. apríl - 20. maí
Naut Enginn verður óbarinn biskup, það er
gott að hafa það í huga þegar á móti blæs.
Það kemur á daginn að þú hafðir rétt fyrir þér í
vissu máli, ekki ofmetnast þó.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er margt sem þú þarft að af-
greiða í skyndi. Kapp er best með forsjá; þér
liggur ekkert á því hlutirnir verða hér líka á
morgun. Allt bendir til stöðuhækkunar fljót-
lega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér er að takast að koma lagi á hlutina
og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú
hefur lagt á þig. Gefðu af þér, þú færð það
margfalt til baka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skalt grípa tækifærið til að kanna
heiminn. Ef þú gerir það ekki núna er hætt við
að langt verði í næsta tækifæri. Þú hefur
margt á þinni könnu, það er í lagi að láta aðra
hjálpa til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Næstu mánuðir eru svo sannarlega
tími einhvers konar áfanga í lífi þínu. Láttu
furðuleg ummæli sem vind um eyru þjóta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þolinmæði er dyggð og af henni áttu nóg.
Hver er sinnar gæfu smiður og það á við jafnt í
starfi sem leik. Láttu börnin ganga fyrir
vinnunni næstu vikur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð furðulegar hugmyndir og
sumar þeirra virka ekki. Einhverra hluta vegna
finnst þér þú hafa beðið ósigur en hugsaðu
málið og þá sérðu hið rétta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki persónuleg kynni hafa
áhrif á framgöngu þína á vinnustað. Enginn vill
hætta á að gera sig að fífli fyrir framan aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Farðu í gegnum málin og athugaðu hvaða
breytinga er þörf til þess að þú náir árangri.
Gagnlegar umræður gera alla hluti fram-
kvæmanlegri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur lagt mikla vinnu í verkefni
þitt og sérð nú fyrir endann á því. Makinn rek-
ur hornin í allt, láttu það sem vind um eyru
þjóta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu óhrædd/ur við að henda göml-
um hlutum og því sem skiptir þig ekki lengur
máli. Ferðalög eru fram undan til fjarlægra
landa.
Mér varð á í messunni, þegar égskrifaði Vísnahornið fyrir
miðvikudaginn, að doka ekki við –
gá hvort fleiri en Björn Ingólfsson
brygðust ekki við „annmörkum“ Ár-
manns Þorgrímssonar því að lengi
er von á einum! Og það gerðist ein-
mitt núna! Sigrún Haraldsdóttir átti
síðasta orðið og hún skaut því inn
strax eftir hádegi á mánudag!:
Vont finnst mér á linum, stuttum löppum
langt að paufast eftir hörðum klöppum,
hrapa niður hræðilega kletta,
hrygginn þurfa að sveigja, fetta og bretta
óttast tröllin, grimma varga og vinda,
vonast til að finna götur kinda.
Mætti ég þá fremur finn’ ann Sokka
frjálslega um götur með mig brokka.
Sigmundur Benediktsson hafði
orð á því á þriðjudag að það væri
dæmigert þegar veðrið breyttist svo
hratt að vísurnar héldu ekki í við
það – „í morgun þræsingur og rign-
ing, en kl. 15. 30 hafði birt til og sást
í sólsetrið“:
Reyting þolum reyndar oft
regnið skolar völlinn.
Þræsings gola, þrútið loft,
þokan kolar fjöllin.
Virðast hnittin veðratjöld
viðmið hitt sem fólu.
Upp að stytta er í kvöld
og í glittir sólu.
Fía á Sandi tók undir og sagði að
þessar væru orðnar úreltar því nú
væri komin hláka:
Hérna spretta hélublóm
hríð er úti og rosi.
Inni á Leir er auðn og tóm
ekki von ég brosi.
Hér er úti hríðin dimm
herjar vindsins kraftur.
Ég kíkti á gluggann kl. 5
og kúrði mig síðan aftur.
Innan dyra ósköp fátt
enga frétt ég spyr.
Nú er úti norðanátt
nú er fjúk við dyr.
Búin stórhríð, búið vín
best að sýna kjark og þor.
Senn á himni sólin skín
sjálfsagt kemur aftur vor.
Hér leikur Magnús Halldórsson
sér að „tilbrigðum við ufsilon ý, í og
i, ekki alveg skáldsaga samt“:
Deigla var í dýinu
og djúpgrænn litur á slýinu,
minna var þó af mýinu,
maður einn sá það í fríinu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mínir annmarkar og
umhleypingar
„GLEYMDU VESKINU – VIÐ FJÖLLUM UM ÞAÐ
Á NÆSTU ÖNN. VIÐ SKULUM EINBEITA
OKKUR AÐ „UPP MEÐ HENDURNAR“ HJÁ ÞÉR.“
„EKKI VERA FÝLUPÚKI. HANN VAR BÚINN
AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ Í ALLAN DAG AÐ ÞÚ
KVEIKTIR Í ÞESSUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... gleðin sem fylgir því
að byrja hvern nýjan
dag, saman.
SÆLL
ODDI!
JÓN VAR AÐ SEGJA MÉR AÐ HANN
ÓSKI ÞESS HELST AÐ ÞÚ GELTIR EINS
OG BRJÁLÆÐINGUR FRAMAN Í HANN
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
TIL HAMINGJU
MEÐ AFMÆLIÐ,
JÓN!
ÉG ER FARINN TIL
ÞESS AÐ RÁÐAST Á
KASTALA KONUNGSINS
ÉG MUN MÆTA
ÖRVUM! SVERÐUM!
BRENNANDI OLÍU!
ÉG MUN
HÆTTA LÍFI
OG LIMUM!
SKEMMTU
ÞÉR!
HÚN ÞEKKIR MIG!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Í dag hefst EM karla í handbolta íKróatíu. Víkverji ætlar ekki að
missa af því. Í dag mun hann byrja
á því að fara í gegnum EM-blað
sem fylgir Mogganum í dag og
fyrsti leikur er á dagskrá seinni
partinn.
x x x
Fornir fjendur bíða okkar manna ífyrsta leik, eða Svíar. Nú eru
Svíar með leynivopn. Þeir eru
nefnilega komnir með íslenskan
þjálfara. Sú taktík hefur reynst
mörgum vel. Spyrjið bara Norð-
menn, Þjóðverja og Dani.
x x x
Víkverja finnst eins og Íslend-ingar hafi ansi oft mætt Svíum
í fyrsta leik á stómótunum í hand-
bolta. En það verður óneitanlega
nokkuð sérstakt að sjá Íslending á
hliðarlínunni hjá Svíum.
x x x
Þegar handboltamótin í janúarhafa verið skemmtileg, og Ís-
lendingum tekist vel upp, þá stytta
þau janúarmánuð svo um munar.
Fín leið til að brjóta upp veturinn
er að fylgjast með leikjum hand-
boltalandsliðsins. Þegar líður á
mótið fer að styttast í þorrablótin.
x x x
Ekki virðast margir Íslendingargera sér ferð frá Íslandi til að
styðja handboltalandsliðið á stór-
mótum svona yfirleitt. Í sam-
anburði við stuðninginn sem fót-
bolta- og körfuboltalandsliðin hafa
fengið á síðustu árum. Þó er það
misjafnt eftir því hvar handbolta-
landsliðið spilar. Hefur það fengið
ágætan stuðning á stórmótum í
Danmörku og Svíþjóð á síðustu ár-
um enda margir Íslendingar búsett-
ir á svæðinu.
x x x
Helsta ástæða þess að fáir gerasér ferð frá Íslandi á stórmótin
í handboltanum er væntanlega dag-
setningarnar frekar en eitthvað
annað. Ferðahugurinn er ef til vill
ekki mikill í fólki í janúar. Auk þess
fá margir háa kreditkortareikninga
í hausinn á þeim mánuði.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn er ber byrðar
vorar dag eftir dag, Guð er hjálpráð
vort.
(Sálmarnir 68:20)