Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 38
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta hefur verið eins og opið hjóna-
band, stundum erum við saman en
stundum sundur,“ segja myndlist-
arkonurnar Þórdís Jóhannesdóttir og
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir þar sem
þær eru að setja verk sín inn í gall-
eríið Berg Contemorary að Klapp-
arstíg 16. Og þær bæta við: „Þetta
samstarf hefur verið lífrænt og fljót-
andi og við höfum viljað halda því
þannig … Við blöndum verkum okk-
ar hér saman því við getum ekki slitið
okkur hvor frá annarri.“ Og þær
hlæja.
Ingunn Fjóla og Þórdís eru að vísa
til þess að síðasta áratug hafa þær
sett upp margar sýningar með verk-
um og innsetningum sem þær hafa
unnið saman undir hatti Hugsteyp-
unnar. Samhliða hafa þær þó unnið
að sínum eigin verkum og þannig er
það á sýningunni Bending sem þær
opna í Berg á morgun, laugardag,
klukkan 17. Þar gefur ekki að líta
verk Hugsteypunnar heldur verk
Þórdísar, sem byggjast á ljós-
myndum sem hún útfærir á þrívíðan
og skúlptúrískan hátt, og Ingunnar
Fjólu sem vinnur með málverk og vís-
ar til hefðarinnar á margbreytilegan
en jafnframt skúlptúrískan hátt.
Nánast alið hvor aðra upp
Þær Ingunn Fjóla og Þórdís segj-
ast báðar hafa nýlokið mastersnámi í
myndlist og þar hafi þær þurft að
kafa ofan í sjálfar sig og verkin. Þótt
þessi verk séu ekki eins og þau sem
þær sýndu á útskriftarsýningum sín-
um megi finna fyrir þeim hug-
myndum sem þær hafa haldið áfram
að vinna með.
„Þessi verk hér unnum við hvor í
sínu lagi, þótt við höfum sýnt hvor
annarri hvað við erum að gera. Þegar
við komum hingað inn með öll verkin
sáum við að tvö verk, eitt frá hvorri
okkar, voru nánast eins. Efniviðurinn
var ekki sá sami en myndbyggingin
og litirnir nánast eins. Það fannst
okkur áhugavert,“ segir Þórdís. „Við
áttuðum okkur þá á því að við höfum
nánast alið hvor aðra upp í myndlist-
inni, enda búnar að vera samferða í
þessu í tíu ár, síðan við sýndum fyrst
saman í START Art við Laugaveg.“
Ljósmyndirnar bara hráefni
Grunnefni í verkum Þórdísar eru
ljósmyndir sem eru yfirleitt prent-
aðar á álplötur sem hún mótaðar á
þrívíðan hátt; stundum þannig að ál-
inu er eins og flett upp og klætt í ab-
strakt myndirnar.
„Aðalstefið í þeim myndabanka
sem ég vinn með núna eru myndir
sem ég hef tekið af öðrum myndlist-
arverkum og á sýningum, allskonar
form sem mér finnst passa þessum
myndum. Ég læt myndefnið kalla
fram ákveðin form,“ segir hún.
Þórdís bætir við að hún hafi reynt
að gera tvívíð ljósmyndaverk en það
hafi bara alltaf kallað á hana að brjóta
flötinn frekar upp.
Ingunn Fjóla skýtur inn í að Þórdís
hafi alltaf verið að taka ljósmyndir en
þær hafi í sjálfu sér ekki verið nóg
fyrir hana; hún hafi því unnið úr þeim
á ýmsan hátt, gert úr þeim vídeó og
innsetningar og smám saman fikrað
sig í átt að þeim aðferðum sem hún
beitir nú.
„Já, það er satt. Og ég er ánægð
með það hvar ég er stödd með verkin
núna,“ segir Þórdís.
„Hvað varðar ljósmyndina sem
þetta byrjar alltaf á, þá finnst mér
bara mikilvægt að hún hitti einhverja
lokaniðurstöðu og saman verði það að
eind. Ég vel ljósmyndir sem ég hef
áhuga á að vinna með en það skiptir
ekki máli hvað þær endilega sýna.
Ljósmyndirnar eru bara hráefni.“
Þrívíð málverk
Ingunn Fjóla hefur iðulega skapað
innsetningar sem hafa vakið verð-
skuldaða athygli, meðal annars úr
þéttriðnum strengjum og línum sem
breyta rýmum, en hér sýnir hún stök
verk. Þau byggjast öll á grunni henn-
ar í málverki, hún málar á við, á þræði
og á veggi, hleður upp málningu og
staflar upp, notar ljós á sum verkin
og efnisþætti sem hreyfast við um-
gang og breyta verkunum.
„Áhorfandinn er mikilvægur í
þessum verkum,“ segir hún. „Ég
hugsa mikið um áhorfandann, um
mismunandi sjónarhorn, og að reyna
að draga áhorfandann að verkinu.
Þau hafa í sjálfu sér öll eiginleika
skúlptúra, því þau breytast eftir því
hvaðan er horft – engu að síður set ég
þau fram sem málverk.
Mér finnst næstum því að verkin
séu ekki til fyrr en einhver upplifir
þau.“
Þegar haft er á orði að efniviðurinn
og samstilling hans skipti Ingunni
Fjólu augsýnilega miklu, segir hún að
í því megi sjá málarann í henni.
„Ég vinn mikið með efni og geri til-
raunir með mismunandi áferðir.“
Hún bendir sem dæmi á verk þar sem
málningu er í orðsins fyllstu merk-
ingu staflað upp og málaðan striga
sem í öðru er brotinn saman. „Þessi
verk eru mun malerískari en margar
innsetningar mínar,“ segir Ingunn
Fjóla svo. „Það er alltaf í mér tog-
streita milli þess sem er ótrúlega
strangt og niðurnjörvað og svo þess
sem er frjálsara og kaótískara.“
Hún þagnar og hugar sig um, bæt-
ir svo við: „Mörg verka minna hafa
verið þrívíð málverk í innsetning-
arformi og hér er ég í tilraunum í
minni og að mörgu leyti afmarkaðri
skala; þetta eru líka þrívíð málverk
og á stundum með svolitlum sjón-
blekkingum.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjálfstæðar Ingunn Fjóla og Þórdís á sýningu sinni í Berg Contemporary. Ingunn Fjóla á verkin til hægri og
vinstri, „þrívíð málverk“ eins og hún kallar þau, en Þórdís skapaði þrívíða ál-ljósmyndaverkið í miðjunni.
Stundum saman en stundum sundur
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og
Þórdís Jóhannesdóttir sýna í Berg
Þegar ásakanir um kynferðislega
áreitni komu fram á hendur leik-
aranum Kevin Spacey ákvað leik-
stjórinn Ridley Scott að kvikmynda
aftur senurnar sem hann hafði leikið
í í kvikmyndinni All the Money in
the World, og fékk Christopher
Plummer í hlutverkið.
Ákvörðunin hefur verið lofuð,
meðal annars af hinum leikurunum
sem þurftu einnig að mæta í tökur
að nýju. En nú hafa komið fram upp-
lýsingar um laun þeirra sem þykja
styðja ásakanir um kynjabundið
misrétti í skemmtanaiðnaðinum
vestanhafs. Meðan aðalleikkonan
Michelle Williams fékk lágmarks-
laun, 80 dali á dag, fyrir 10 aukadag-
ana fékk hinn aðalleikarinn, Mark
Wahlberg, sömu greiðslur – en 1,5
milljóna dala eingreiðslu að auki; um
160 milljónir króna.
Ójafnvægi Wahlberg fékk 800 dali,
og 1,5 milljónir dala að auki, en
Michelle Williams aðeins 800 dalina.
Gríðarlegur launamunur
Með því að velja hráefnið
af kostgæfni, nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland
verslanir, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup,
Sunnubúðin, Pure Food Hall
flugstöðinni Keflavík.