Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bandaríska söngvaskáldið Sam
Ervin Beam gaf út sína fyrstu
breiðskífu, The Creek Drank the
Cradle, árið 2002 undir lista-
mannsnafninu Iron & Wine, eða
Járn og vín. Platan sú hafði að
geyma hugljúfar ballöður í þjóð-
laga- og kántrístíl og einföldum
útsetningum og hlaut Beam fljót-
lega athygli og vinsældir fyrir.
Næstu plötur urðu meiri um sig
og flóknari hvað útsetningar varð-
ar, fleiri tónlistarmenn komu að
þeim og þróaðist Iron & Wine frá
því að vera ýmist sólólistamaður
eða heil hljómsveit, þ.e. á tón-
leikum.
Síðasta og sjötta hljóðversskífa
Iron & Wine, Beast Epic, kom út í
fyrra en Beam hefur einnig gefið
út plötur í samstarfi við aðra og
stuttskífur auk þess að gefa út á
netinu. Þá hefur hann líka gefið út
plötur með fágætu efni í takmörk-
uðu upplagi og lög hans hafa verið
flutt í ýmsum bandarískum kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum.
Iron & Wine heldur tónleika í
Eldborg í Hörpu á sunnudaginn,
14. janúar, kl. 20 en um upphitun
sér sænska tvíeykið Pale Honey.
Hart og mjúkt
Listamannsnafnið Iron & Wine
er skemmtilega skrítið en hug-
myndina að því fékk Beam í kjör-
búð þegar hann kom auga á fæðu-
bótarefni með heitinu Beef, Iron &
Wine, þ.e. Nautakjöt, járn og vín.
Þegar hann er spurður að því af
hverju hann hafi ákveðið að sleppa
nautakjötinu segir Beam að hon-
um hafi þótt ógeðslegt að hafa það
með. „Þetta er áhugaverð orðapör-
un,“ segir hann svo sposkur um
járn og vín og að orðin eigi ágæt-
lega við listsköpun hans. „Þessar
þversagnir í lífinu, hið harða og
hið mjúka sem ég reyni að fanga í
lögum mínum og textum,“ útskýrir
hann.
– Og þetta listamannsnafn fest-
ist líklega betur í minni en Sam
Beam?
„Hárrétt,“ svarar Beam kíminn.
Myndlist, kvikmyndir
og svo tónlist
Beam er með BA-gráðu í mynd-
list og MFA-gráðu í kvikmynda-
gerð og að háskólanámi loknu
vann hann m.a. við gerð kvik-
mynda og sjónvarpsauglýsinga og
kenndi einnig kvikmyndagerð í
tveimur háskólum í Miami. Tón-
listin var framan af áhugamál hjá
Beam, hann samdi lög og texta
heima hjá sér og áheyrendur hans
voru eiginkona og börn.
Hann er spurður að því hvort
myndlist og kvikmyndir hafi haft
mikil áhrif á hann sem tónlistar-
mann og segir hann að vissulega
smitist listræn sköpun milli þess-
ara listgreina, þótt ólíkar séu.
„Ég held að textarnir mínir séu
umfram allt myndrænir, ég er
ekki mikið að útskýra hlutina í
þaula þótt sumir séu auðvtiað
beinskeyttari en aðrir,“ segir hann
og líkir sumum textunum við mál-
verk. Í grunninn snúist þessar
ólíku greinar um að miðla ein-
hverju til áhorfenda og áheyrenda.
„Gæti orðið skemmtilegt“
Beam segist sem ungur maður
aldrei hafa átt von á því að starfa
við tónlist. „Þegar tækifærið gafst
sagði ég bara já, þetta gæti orðið
skemmtilegt!“ segir hann og hlær
að upprifjuninni.
Upphafið að tónlistarferlinum
má rekja til æskuvinar Beam,
Bens Bridwells, söngvara hljóm-
sveitarinnar Band of Horses.
Beam lét bróður Bridwells, Mich-
ael, hafa prufuupptöku af einu
laga sinna sem komst í hendur rit-
stjóra tímaritsins Yeti sem setti
lagið á safndisk sem fylgdi tíma-
ritinu. Þannig vakti lagið athygli
eins af eigendum plötútgáfunnar
Sub Pop Records sem bauð Beam
samning. Þá hafði Beam verið að
semja og spila heima hjá sér í ein
sjö ár.
Ögrar sjálfum sér
– Þú gafst út sjöttu hljóðvers-
plötuna þína í fyrra. Hvernig tel-
urðu að þú hafir þróast sem tón-
listarmaður, ef þú lítur yfir þessar
plötur?
„Ég hef án efa ögrað mér sem
listamaður og farið ólíkar leiðir.
En ég skal ekki segja, ég er ekki
mjög góður í sjálfsskoðun,“ segir
Beam og hlær. Hann njóti þess að
kanna nýjar slóðir og þyki spenn-
andi að vita ekki hvað er handan
hornsins.
– Á nýjustu plötunni ertu snúinn
aftur til einfaldleikans sem ein-
kenndi fyrstu plötuna þína. Var
það meðvituð ákvörðun?
„Ég lít á hana þannig að ég sé
að fylgja ákveðnum hring frekar
en að fara afturábak. Á síðustu ár-
um hef ég prófað margar ólíkar
nálganir, umfangsmeiri útsetn-
ingar og það var skemmtilegt en
lögin á þessari plötu kröfðust ann-
ars konar nálgunar, meiri áherslu
á textana frekar en flóknar útsetn-
ingar,“ svarar Beam.
Tilfinning sem verður
sterkari með aldrinum
– Þú hefur sagt frá því að fram-
rás tímans hafi verið þér hugleikin
í textagerðinni. Veldur hún þér
áhyggjum, finnst þér tíminn líða of
hratt og árin þjóta hjá? Börnin
vaxa auðvitað alltof hratt!
„Já, algjörlega,“ svarar Beam,
sem er 43 ára og fimm barna fað-
ir. „Mér hefur alltaf fundist það og
með aldrinum magnast þessi til-
finning. En allar sögur fjalla með
einum eða öðrum hætti um tíma,
eitthvað gerist í upphafi og þaðan
er haldið í ákveðna átt,“ bendir
hann á réttilega. Beam kemur
fram ásamt hljómsveit í Eldborg á
sunnudaginn og segist hann bæði
njóta þess að halda tónleika einn
og með öðrum. „Ég tel mig hepp-
inn að geta gert hvort tveggja,“
segir hann og bætir við að hann
hlakki mikið til tónleikanna á Ís-
landi. Hingað hafi hann aldrei
komið. „Það verða mörg ný lög en
líka mörg gömul,“ segir hann um
efnisskrána enda úr mörgum lög-
um að velja af 16 ára ferli.
Hratt flýr stund
Iron & Wine heldur tónleika í Eldborg á sunnudag
Reynir að fanga hið harða og mjúka í tónum og textum
Skapandi Sam Beam gengur undir listamannsnafninu Iron & Wine. Hann
er fimm barna faðir og líklega sést hér í fætur þriggja þeirra.
Kvikmyndahátíðin Stockfish
verður haldin í fjórða sinn 1.-11.
mars næstkomandi í Bíó Paradís
og líkt og fyrri ár verða kvik-
myndir frá fjölmörgum löndum
sýndar og erlendir og íslenskir
kvikmyndagerðarmenn verða
gestir hátíðarinnar.
Meðal þeirra kvikmynda sem
sýndar verða er rússneska kvik-
myndin Loveless, eða Nelyubov
eins og hún heitir á frummálinu,
eftir leikstjórann Andrey Zvyag-
instev, þann sama og gerði hina
marglofuðu Leviathan. Loveless
hlaut dómaraverðlaun kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes í
fyrra og er framlag Rússa til
Óskarsverðlaunanna í ár.
Heimildarmyndin Komunia
eftir pólska leikstjórann Önnu
Zamecka verður einnig sýnd en
hún hlaut Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin fyrir rúmum mánuði
sem besta heimildarmyndin. Þá
hefur einnig verið tilkynnt að
norska heimildarmyndin Golden
Dawn Girls, eftir Håvard Bust-
nes, verði á dagskrá hátíðar-
innar.
Norski leikstjórinn Iram Haq
sækir hátíðina í annað sinn og
sýnir nýjustu kvikmynd sína,
What will people say? eða Hva
vil folk si á frummálinu en hún
var nýlega frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Um 30 kvikmyndir í fullri
lengd verða sýndar á hátíðinni
auk valinna verka kvikmynda-
gerðarmanna sem boðið verður
til landsins á hina endurvöktu
hátíð, að því er fram kemur í til-
kynningu. Á meðal gesta verða
þekktir verðlaunaleikstjórar og
aðrir alþjóðlegir kvikmynda-
gerðarmenn.
Loveless og Komunia á Stockfish
Verðlaunahafi Pólska kvikmynda-
gerðarkonan Anna Zamecka á Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaununum í
fyrra. Hún hlaut verðlaun fyrir
bestu heimildarmyndina, Komunia.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas.
Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas.
Síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s
Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s
Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Medea (Nýja sviðið)
Lau 13/1 kl. 20:00 Frum Mið 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s
Sun 14/1 kl. 20:00 2. s Fim 18/1 kl. 20:00 5. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Þri 16/1 kl. 20:00 3. s Mið 24/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 12/1 kl. 20:00 43. s Fim 18/1 kl. 20:00 45. s Lau 20/1 kl. 20:00 47. s
Lau 13/1 kl. 20:00 44. s Fös 19/1 kl. 20:00 46. s Sun 28/1 kl. 20:00 48. s
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 3. s Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Lau 27/1 kl. 13:00 7. s
Sun 14/1 kl. 13:00 4. s Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00
Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 18/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 12/1 kl. 20:00 Sun 21/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00
Fös 12/1 kl. 22:30 Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30
Lau 13/1 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00
Lau 13/1 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00
Sun 14/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30
Fös 19/1 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 20:00
Fös 19/1 kl. 22:30 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30
Lau 20/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 20:00
Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 14/1 kl. 15:00 2.sýn Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn
Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Matur