Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 44
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 12. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Banaslys á Suðurlandsvegi
2. Flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys
3. Stormurinn í beinni
4. Sagði nauðgunina kannski hafa gert …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Manndráp á Íslandi er yfirskrift há-
degiserindis Helga Gunnlaugssonar
afbrotafræðings sem flutt verður í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl.
12. Erindið er flutt í tengslum við yfir-
standandi sýningu safnsins, Mál 214,
eftir Jack Latham sem fjallar um
Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Í
erindinu verður þróun manndrápa á
Íslandi tekin fyrir og því lýst hvað
einkennir þau almennt.
Manndráp á Íslandi
Frjáls framlög
nefnist tónleika-
uppistand Kára
Viðarssonar sem
fram fer í Tjarnar-
bíói í kvöld kl.
20.30. Kári lofar
„sprenghlægi-
legri, grátbros-
legri og afkára-
legri gleðistund“ þar sem hann opni
„myndlíkingargluggann inn í sund-
urslitið sálartetrið upp á gátt, lekur
sínum leyndustu leyndarmálum og
leikur leifturhress lög í fjölmörgum
mismunandi tónlistarstílum“.
Tónleikauppistand
Kára í Tjarnarbíói
Þrjár íslenskar bækur rata inn á
Heiðurslista alþjóðlegu IBBY-
samtakanna 2018. Þetta eru Vetrarfrí
eftir Hildi Knútsdóttur,
Tvíburar takast á –
stríðið er hafið eftir
Hilmar Örn Ósk-
arsson og Íslandsbók
barnanna eftir Mar-
gréti Tryggvadóttur
og Lindu Ólafs-
dóttur.
Þrjár íslenskar bækur á
Heiðurslista IBBY
Á laugardag Suðvestan og sunnan 10-18 og skúrir eða él, en létt-
skýjað norðaustantil. Slydda eða rigning syðra og vestra um kvöld-
ið. Hiti 0-4 stig. Á sunnudag Allhvöss suðvestanátt og snjókoma í
fyrstu, síðan él. Léttir til á Norðaustur- og Austurlandi síðdegis.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvöss sunnanátt og vætusamt, hiti 3 til 8
stig. Mikil úrkoma suðaustantil á landinu.
VEÐUR
„Auðvitað er þetta sérstakt.
Athyglin á mig verður meiri
vegna þess að ég er Íslend-
ingur en að vinna fyrir
sænska handbolta-
sambandið. Mér finnst það
ekki skrítið og reyni að
svara þeim spurningum
sem koma. Þegar leikurinn
byrjar þá gildir að vinna,“
segir Kristján Andrésson,
þjálfari Svía, sem mæta Ís-
lendingum í fyrsta leik á EM
í handbolta í dag. »1
Kristján er fyrsti
mótherji Íslands
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu
vann í gær sinn stærsta sigur á úti-
velli frá upphafi þegar það sigraði
Indónesíu, 6:0, í
vináttulandsleik
þjóðanna að við-
stöddum 20 þús-
und áhorf-
endum í
Yogyakarta.
Sex leik-
menn
skor-
uðu í
leiknum og
allir gerðu þeir
sitt fyrsta mark
fyrir A-landsliðið
en einn þeirra var
í hópi sex nýliða
sem spiluðu sinn
fyrsta landsleik. »4
Stærsti sigur Íslands á
útivelli í sögunni
Það var sannkölluð háspenna í báð-
um undanúrslitaleikjum Maltbikars
kvenna í körfubolta í Laugardalshöll-
inni í gærkvöld. Að endingu varð þó
ljóst að það verða ríkjandi meistarar
Keflavíkur og Njarðvík sem mætast í
Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum á
morgun. Njarðvík hefur ekki unnið
leik í Dominos-deildinni í vetur en sló
út Skallagrím. »2-3
Háspenna, lífshætta í
Laugardalshöllinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Ef ekkert verður að gert er hætta á
að Íslendingar verði hvorki góðir í
íslensku né ensku,“ segir Hafdís
Ingvarsdóttir, ein höfunda og rit-
stjóra bókarinnar Language
Development across the Life Span.
Hafdís segir bókina byggða á sjö ára
rannsókn íslenskra fræðimanna á
áhrifum ensku sem alþjóðlegs
tungumáls hér á landi.
Hafdís segir að rannsóknirnar nái
aftur til ársins 2009 og markmiðið
hafi verið að fá heildaryfirsýn yfir
stöðu enskunnar á Íslandi, hversu
mikið fólk notar hana, hvernig hún
sé kennd og hver séu viðhorf barna,
unglinga og fullorðinna til ensku.
Einnig viðhorf háskólasamfélagsins
og atvinnulífsins.
„Niðurstaða rannsóknarinnar var
sú að Íslendingar væru svolítið eins
og strúturinn. Enska hefur enn
stöðu erlends tungumáls í námskrá,
sem gengur ekki,“ segir Hafdís og
bætir við að enska hafi enga form-
lega stöðu í þjóðfélaginu þrátt fyrir
mikla notkun og þá sérstaklega í há-
skólum og atvinnulífinu.
Íslenskar bókmenntir á ensku
Hafdís segir að yfir 90% af öllu
lesefni háskólans séu á ensku. Það
sé meira að segja enskt lesefni í ís-
lenskum bókmenntum og í mörgum
deildum er kennsluefni 100% á
ensku.
Nemendur lesa námsefnið á ensku
og er svo gert að skila
því frá sér á íslensku.
Verkefnin eru metin
út frá því hvernig
nemendur tjá sig á ís-
lensku um það sem
þeir lærðu á ensku.
„Þetta fyrirkomulag
einkennir Norðurlönd,“
segir Hafdís og bendir
á að það þurfi að taka
þetta fyrirkomulag til skoðunar.
,,Það er dulin áskorun til háskól-
anna að horfast í augu við þetta og
breyta áherslum í kennslu.“
Hafís segir að mýtan um hvað Ís-
lendingar séu góðir í ensku standist
ekki skoðun.
,,Við höfum 2.000 orða yfirborðs-
enskuna en ekki 10.000 orða dýptina
sem við þurfum virkilega á að
halda.“
Hafdís segir að leggja verði meiri
og markvissari áherslu á orðaforða
til þess að styðja við íslenskuna.
,,Enskan kemur ekki til með að
útrýma íslenskunni,“ segir Hafdís.
Hún bendir á að nú sé kominn tími
til þess að horfast í augu við vandann
og bregðast við ef ekki eigi illa að
fara.
90% námsefnis háskóla á ensku
Hvorki góð í
íslensku né ensku
Auka orðaforða
Ljósmynd/Valgerður Jónasdóttir
Málþing Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, ritstjórar Language Development across the Life Span.
Er enska að taka yfir á Íslandi, nota
börn ensku frekar en íslensku og
eru Íslendingar góðir í
ensku?
Leitast verður við að
svara þessum spurningum
þegar útgáfu bókarinnar
Language Development
across the Life Span verður
fagnað á málþingi í Veröld -
húsi Vigdísar í dag kl.
16.00.
Bókin er niðurstaða sjö ára rann-
sókna íslenskra fræðimanna á
áhrifum ensku sem alþjóðlegs
tungumáls á Íslandi. Ritstjórar bók-
arinnar eru Birna Arnbjörnsdóttir,
prófessor í annarsmálsfræðum, og
Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor i
kennslufræðum erlendra tungu-
mála. Aðrir sem tóku þátt í rann-
sókn og skrifum bókarinnar eru Ás-
rún Jóhannsdóttir, Guðmundur
Edgarsson og dr. Anna Jeeves.
Eru Íslendingar góðir í ensku?
RANNSÓKNIR