Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 1
Fallegt samspil náttúru og lita við Dyrhólaey nú þegar þorr- inn gengur í garð. Roðagylltur himinn og hvít klakabönd mynda fallega heildarsýn á stuttum vetrardögum. Kaldur lit- ur íssins myndar andstæðu við heitan lit sólarinnar sem minn- ir á að daginn er tekið að lengja. Nú þarf að þreyja þorrann og góuna áður en vora tekur á ný. Klakabönd við Dyrhólaey í byrjun þorra Morgunblaðið/RAX F Ö S T U D A G U R 1 9. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  16. tölublað  106. árgangur  EF MAÐUR GERIR EKKI NEITT GERIST HELDUR EKKI NEITT FJÖLBREYTNI TUNGUMÁLA LANGA BLOKKIN Í BREIÐHOLTI HEILLAÐI TIL LJÓSMYNDUNAR ÞÝÐING ÍSLENSKRA BÓKA 10 DAVID BARREIRO 38INGVAR MARKÞJÁLFI 12  Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneig- ingu að sögn Hildar Bjargar Helga- dóttur krabbameinslæknis. Stökk- breyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. „Það hefur ekki verið talað mikið um CDKN2A en það er einnig gen sem er sterkt í ættgengu sortuæxli á Íslandi,“ segir Hildur Björg. Þeir sem bera þessa arfgengu stökk- breytingu eru í gríðarlega mikilli hættu á að fá sortuæxli. „Um áttrætt eru nærri 100% þeirra sem eru með þetta gen búnir að fá sortuæxli eða annað krabbamein,“ segir Hildur Björg en genastökkbreytingin CDKN2A, reykingar og mikil sólböð geta verið banvæn blanda. Á Íslandi greinast upp undir 40 til 50 einstaklingar á ári með sortu- æxli. Helstu áhættuhóparnir eru ungar konur sem eru mikið í sól- böðum og eldri karlar sem hafa alla tíð verið í útivinnu. ingveldur@mbl.is »14 Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli  Gangi áform um stóraukna notk- un almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga. Þetta segir Birgir Finnsson, að- stoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs- ins á höfuðborgarsvæðinu, í tilefni af nýrri samgöngustefnu Reykja- víkur. Samkvæmt henni á að lækka hlutfall bílferða úr 75% nú í 58% 2030. Vegna umfjöllunar Morgun- blaðsins um samgöngur við nýjan Landspítala sendi spítalinn yfir- lýsingu til blaðsins í gær þar sem segir að við nýjan spítala verði um 1.600 stæði. Til samanburðar bendi síðasta könnun á ferðavenjum starfsmanna til að 63% þeirra mæti til vinnu á bíl. Af því leiði að um 1.400 starfsmenn muni hafa til ráð- stöfunar 1.600 stæði. »11 Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil veltuaukning íslenskra deb- etkorta erlendis á nýliðnu ári er að stórum hluta rakin til aukinnar netverslunar ungs fólks. Það hag- nýtir sér í miklum mæli nýja teg- und debetkorta sem gerir því kleift að versla á netinu. Velta íslenskra debetkorta er- lendis nam tæpum 43 milljörðum króna á síðasta ári. Jókst hún um ríflega 53% frá fyrra ári þegar hún nam rúmum 28 milljörðum króna. Aukningin er margfalt meiri en kortanotkunin almennt. Þannig jókst notkun kreditkorta erlendis um tæp 11% milli ára. Nam hún um 102 milljörð- um á nýliðnu ári, samanborið við ríflega 92 millj- arða árið 2016. Þá jókst kort- anotkun Íslend- inga, bæði með debet- og kred- itkort, um tæp 4,6% milli ára. Þá miklu sprengingu sem orðið hefur í notkun íslenskra debet- korta erlendis má rekja til aukinna notkunarmöguleika kortanna, að sögn sérfræðings. „Nú er farið að gefa út debet- kort sem hafa að geyma fullt kortanúmer ásamt CVC-öryggis- númeri og þessi kort er hægt að nota með alveg sama hætti og kreditkort bæði í verslunum er- lendis og í netverslunum,“ segir Bjarki Már Flosason, þróunar- stjóri greiðslulausna hjá Íslands- banka. Hann segir að hin nýja tækni hafi leitt til þess að fólk sé farið að nýta þessi kort í meira mæli, bæði á ferðum erlendis og á netinu. „Tilfinning mín er sú að aukn- ingin sé mikil á báðum sviðum og þarna gefst ungu fólki tækifæri til að nýta debetkortið sitt á netinu og þarf ekki lengur fyrirframgreitt kreditkort eins og áður var.“ Notkun íslenskra debet- korta stórjókst erlendis  Veltan jókst um ríflega 53% í fyrra miðað við fyrra ár MDebetkortin straujuð »16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.