Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
j a n ú a r ú t s a l a n í f u l l u m
g a n g i 2 0 - 5 0 % a f s l á t t u r
a f ú t s ö l u v ö r u m
1 0 % a f s l á t t u r a f n ý j u m
v ö r u m o g s é r p ö n t u n u m
Bowery Leðurstóll + skemill kr. 260.600 NÚ KR. 156.360
15%
afsláttur
ryksugur
15%
afsláttur
Gerið góð kaup!
15-50% afsláttur
af gæðavörum ORMSSON
janúar
dagar
lágmúla 8
SÍmI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
eyjuháfar · veggháfarAirforce
Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir
fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði.
20-50%
afsláttur
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Miðstöð íslenskra bókmennta veitti í
fyrra erlendum útgáfufyrirtækjum
styrki að upphæð rúmlega 15 millj-
ónir króna til að þýða íslenskar bækur
á erlend tungumál til útgáfu. Samtals
voru veittir 77 styrkir. Umsóknir voru
mun fleiri eða 98. Hæstu styrkirnir
námu 600 þúsund krónum og voru
þeir vegna þýðinga á verkum eftir
Hildi Knútsdóttur og Steinunni Jó-
hannesdóttur á frönsku og eftir Einar
Kárason á þýsku. Lægstu styrkir
voru 15 þúsund krónur, til ljóðaþýð-
inga.
Almennir styrkir til þýðinga úr ís-
lensku á erlend mál eru veittir tvisvar
á ári, að vori og hausti. Styrktar eru
jafnt þýðingar á skáldskap og ritum
almenns efnis að því tilskildu að út-
gáfa eða flutningur verkanna og dreif-
ing innan málsvæðisins sé tryggð.
Umsóknarfrestur um fyrri úthlutun á
þessu ári er til 15. febrúar. Til að
koma til greina við úthlutun verður að
liggja fyrir kynning á þýðanda og út-
gefnum verkum hans. Þýðandi þarf
að hafa tungumálið sem þýtt er á að
móðurmáli. Þá þarf að liggja fyrir
samningur við íslenskan rétthafa
verksins og samningur við þýðanda
verksins. Leggja þarf fram upplýs-
ingar um verkið ásamt sýnishorni úr
þýðingu með upprunalegum texta.
Þýðing sýnishorna styrkt
Miðstöðin veitir einnig styrki til
þýðinga á sýnishorni úr verki sem
ætlað er að nota í kynningu vegna út-
gáfu erlendis. Þeir sem geta sótt um
eru þýðendur, höfundar, útgefendur
og umboðsmenn. Ekki er veittur
styrkur ef höfundur er þýðandi.
Mælst er til þess að þýðandinn sé með
tungumálið að móðurmáli. Þýðing-
unni þarf að skila til Miðstöðvar ís-
lenskra bókmennta áður en að úthlut-
un kemur. Í fyrra voru veittir 45
kynningarþýðingarstyrkir að upphæð
tæplega ein milljón króna.
Algengast er að íslensk verk séu
þýdd á ensku, frönsku og þýsku en
fjölbreytnin í tungumálunum er þó
mikil. Þannig eru dæmi um þýðingar
á arabísku, úkraínsku, ungversku,
kínversku, indversku, makedónsku og
amharic sem er opinbert tungumál í
Eþíópíu.
Morgunblaðið/Hari
Bækur Íslenska er lítið málsvæði og bækur á íslensku ná til fámenns
lesendahóps. Með þýðingum á erlend mál má stækka lesendahópinn.
Fimmtán milljónir til að þýða ís-
lenskar bækur á erlend tungumál
Flestar þýðingar á ensku, frönsku og þýsku Talsverð fjölbreytni tungumála
Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hef-
ur óskað eftir að embætti landlæknis
geri úttekt á starfsemi Meðferðar-
heimilisins í Krýsuvík. Stjórnin telur
nauðsynlegt að taka af allan vafa um
árangur þess starfs sem unnið hefur
verið á heimilinu í kjölfar nýlegrar
umfjöllunar DV um meðferðarheim-
ilið í Krýsuvík sem stjórnin kallar
harkalega og villandi í yfirlýsingu
sem hún sendi frá sér í gær.
„Stjórnin vísar þessari gagnrýni á
bug en telur nauðsynlegt að taka af
allan vafa um árangur þess faglega
starfs sem unnið hefur verið á Með-
ferðarheimilinu í Krýsuvík. Þess
vegna leitar stjórn samtakanna nú
til landlæknisembættisins sem lög-
um samkvæmt ber að hafa eftirlit
með starfsemi sem þessari,“ segir
m.a. í yfirlýsingunni.
Í Krýsuvík er einstaklingsmiðuð
langtímameðferð þar sem gert er
ráð fyrir að skjólstæðingar dvelji í
sex mánuði áður en þeir útskrifast.
„Þátttaka í meðferðinni er krefjandi
og tekur oft á þá einstaklinga sem
hana sækja og því eru margir sem
ekki ná að ljúka henni. Rannsóknir
sýna að þeim sem dvelja lengur í
meðferð vegnar betur en hinum sem
stoppa stutt. Fjöldi meðferðarrýma í
Krýsuvík er takmarkaður og langur
biðlisti eftir að komast að,“ segir í
yfirlýsingunni.
Þá er vísað í árangursmat óháðra
aðila, sem gert hefur verið á nokk-
urra ára fresti, þar sem kemur fram
að af þeim sem útskrifast úr með-
ferðinni eftir 6 mánuði voru 56,3 -
65,6% án vímuefna ári eftir að með-
ferð lauk en 31,3 - 40% að tveimur
árum liðnum. Af þeim sem voru
lengur en 3 mánuði en luku ekki
meðferð voru 10,3-27,8% án vímu-
efna ári eftir meðferð en 4,3-26,7%
tveimur árum eftir meðferð.
„Krýsuvíkursamtökin leggja
áherslu á að starfa á faglegum
grunni og hafa ekkert að fela,“ ritar
stjórn Krýsuvíkursamtakanna í yfir-
lýsinguna.
Óska eftir úttekt á
starfinu í Krýsuvík
Morgunblaðið/RAX
Úttekt Starfsemi Meðferðarheim-
ilisins í Krýsuvík verður metin.
Skýrslan „Hagir og líðan ungs fólks
á Fljótsdalshéraði“ og skýrsla um
vímuefnanotkun ungs fólks á
Fljótsdalshéraði sem unnar voru af
fyrirtækinu Rannsóknum og grein-
ingu fyrir sveitarfélagið voru lagð-
ar fram til kynningar á fundi ung-
mennaráðs Fljótsdalshéraðs í
desember sl.
„Við erum ánægð með niðurstöð-
urnar, sem sýna m.a. að vímuefna-
notkun barna og ungmenna er enn í
lágmarki. Aðrar niðurstöður eru
jafnframt góðar, leitnin er í rétta
átt og í samræmi við landsmeðaltöl.
Nemendur hérna eru fáir, eða um
100. Það þarf ekki annað en að eitt-
hvað komi upp á í vinahópi til að
það komi einstaka sveifla í gröfin.
Okkur finnst gott að geta stuðst við
skýrsluna í mótun skóla- og frí-
stundastarfs barnanna og til að
geta fylgst með þróun mála,“ segir
Bylgja Borgþórsdóttir, verk-
efnastýra íþrótta-, tómstunda- og
forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði.
Nafnlaus könnun er lögð árlega
fyrir nemendur hjá 85% grunnskóla
landsins og byggist skýrslan á
gögnum upp úr henni.
ernayr@mbl.is
Hagir og líðan ung-
menna á réttri leið