Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðs-
stjóri Slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu, segir stóraukna áherslu á al-
menningssamgöngur við nýjan
Landspítala geta reynst áskorun fyrir
sjúkraflutninga í framtíðinni.
Hann segir aðspurður að ef áform
um stóraukna notkun almennings-
samgangna ganga ekki upp geti það
reynst áskorun fyrir slökkviliðið.
Fækkun bílastæða sé liður í þessari
stefnumótun borgaryfirvalda.
„Við höfum lýst áhyggjum af því að
ef þessi markmið ganga ekki eftir geti
það haft áhrif á starfsemi okkar. Það
geta orðið vand-
ræði á svæðum
eins og við Land-
spítalann. Fólk
finnur auðvitað
leið til að leggja
bílunum. Ein-
hvers staðar þarf
fólk að leggja,“
segir Birgir.
Hann segir að-
spurður að
sjúkraflutningar á
höfuðborgarsvæðinu séu að aukast.
Með sameiningu stóru sjúkrahúsanna
á Hringbraut muni sjúkraflutningum
milli stofnana eitthvað fækka. Á móti
komi til dæmis að hjúkrunarheimilum
og öldruðum sé að fjölga og að eldra
fólk búi lengur í heimahúsum.
Fyrst og fremst 60 ára og eldri
„Hópurinn sem nýtir þessa þjón-
ustu er fyrst og fremst 60 ára og eldri.
Fólki í þessum hópi fjölgar hraðar en
í öðrum hópum. Sú fjölgun er m.a.
lögð til grundvallar varðandi bygg-
ingu nýs Landspítala.“
Spurður hvernig sjúkraflutningar
til og frá Landspítalanum ganga
núna, með hliðsjón af umferðinni,
segir Birgir aksturinn taka sinn tíma,
einkum á háannatíma.
„Við erum ekki að fara þessa flutn-
inga á forgangi. Þetta gengur rólega.
Það þarf að gefa því þann tíma sem
þarf. Við höfum fjölgað sjúkrabílum
til að takast á við fjölgun ferða og að
þær taka orðið lengri tíma.“
Erfiðara á annatíma
Hann segir það sama gilda um
bráðaflutninga á spítalana í Fossvogi
og við Hringbraut.
„Á annatíma eru sjúkraflutningar
að sjálfsögðu erfiðari. Það gefur
augaleið. Þegar bílarnir eru margir
gengur umferðin hægar. Við höfum
reynt að bregðast við því með ýmsum
aðgerðum. Það er í undirbúningi að
við fáum forgang á umferðarljós,
græna bylgju, líkt og almenningssam-
göngur, þegar við ökum á bláum ljós-
um. Það mun hafa jákvæð áhrif. Sér-
stakar akreinar fyrir strætisvagna
hjálpa okkur líka mjög mikið og það
er hluti af borgarlínunni að fjölga
þeim og bæta tengingar milli hverfa,“
segir Birgir.
Spurður hvort grípa þurfi til ein-
hverra ráðstafana til að greiða fyrir
umferð sjúkraflutningabíla, þegar
bráðamóttaka fer úr Fossvogi á
Hringbraut, segir Birgir slökkviliðið
hafa tekið þátt í þeirri vinnu með nýja
Landspítalanum. Forgangsakreinar
fyrir sjúkrabíla innan spítalasvæðis-
ins muni þar gegna lykilhlutverki.
Fái græna bylgju við aksturinn
„Aðkoman að spítalanum verður
þannig að við nýtum forgangsakrein-
ar strætisvagna og fáum græna
bylgju með stýringu umferðarljósa
þegar við nálgumst spítalann og svo
sérakgrein fyrir bráðaflutninga á
spítalasvæðinu,“ segir Birgir.
Fjallað var um fjölda bílastæða við
nýjan Landspítala í Morgunblaðinu í
gær. Sagði meðal annars á forsíðu að
samkvæmt rannsókn Kristins Jóns
Eysteinssonar, skipulagsfræðings
hjá Reykjavíkurborg, myndu verða
bílastæði fyrir 40% starfsmanna nýja
spítalans yfir daginn.
Áður hafði verið fjallað um rann-
sókn Kristins Jóns í Morgunblaðinu
12. janúar sl. Vitnað var til meistara-
ritgerðar hans um málið. Sagði þar að
„minnka gæti þurft hlutdeild þeirra
sem koma á einkabílum niður í 33-
41%“. Hlutfall ferða á bíl var áætlað
33-37% eftir fyrsta áfanga nýs Land-
spítala en 37-41% eftir seinni áfanga.
Kristinn Jón skoðaði þar m.a.
mögulega eftirspurn starfsfólks,
nemenda og kennara eftir bílastæð-
um, en ekki aðeins starfsfólks. Að því
leyti gætti ónákvæmni í forsíðufrétt
blaðsins í gær og í umfjöllun um sama
atriði í fréttaskýringu á bls. 6.
Jafnframt var vitnað til minnis-
blaðs Landspítalans frá 2014 um að
75% starfsmanna kæmu oftast á bíl.
Nákvæmara hefði verið að segja að
68% hefðu oftast ferðast á bíl og 7%
oftast á bíl með öðrum bílstjóra.
Yfirlýsing frá Landspítalanum
Vegna umfjöllunar Morgunblaðs-
ins um þessi mál barst yfirlýsing frá
Landspítalanum um málið.
Kom þar fram að við Hringbraut
starfi nú um 2.700 manns og 1.900 í
Fossvogi. Milli 8-16 starfi hins vegar
1.500 manns við Hringbraut og 700 í
Fossvogi, alls um 2.200 manns.
„Í augnablikinu er gert ráð fyrir
1.600 bílastæðum í framtíðinni hjá
Landspítala við Hringbraut. Ef 2.200
manns myndu koma til vinnu á einka-
bílum, þá fengju 73% þeirra bílastæði.
Tölfræði frá árinu 2014 sýnir hins
vegar að 75% starfsfólks Landspítala
ferðuðust þá oftast með bíl til vinnu.
Sú tala var komin niður í 63% árið
2016 samkvæmt ferðavenjukönnun
Landspítala þá. Næsta mæling verð-
ur gerð í mars 2018. Af þessu leiðir að
ef 63 prósent af áætluðum 2.200
starfsmönnum Landspítala við
Hringbraut í framtíðinni mæta til
vinnu á bíl, þá eru það 1.400 manns og
hafa til ráðstöfunar um 1.600 stæði,“
sagði meðal annars í yfirlýsingunni.
Í kjölfar hennar sendi Morgunblað-
ið fyrirspurn til spítalans um bíla-
stæðaþörf sjúklinga og gesta við nýj-
an Landspítala. Svarið er í vinnslu.
Fram kom í ritgerð Kristins Jóns
2013 að 1.130 stæði voru þá í boði inn-
an lóðar Landspítala við Hringbraut,
þar af 155 gjaldskyld. Auk bílastæða
starfsmanna við Eiríksgötu 5 og um-
liggjandi stæða væru stæðin alls
1.310. Þá væru stæði í íbúðagötum.
Gæti tafið sjúkrabíla við spítalann
Aðstoðarslökkviliðsstjóri bendir á áhættuna af því ef áform um stóraukna notkun strætós rætast ekki
Það geti skapað vandamál við Landspítalann Starfsmenn nýs spítala verða hvattir til að taka strætó
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breytingar Gríðarleg uppbygging er fyrirhuguð við Landspítalann á næstu
árum. Höfuðstöðvar slökkviliðsins eru skammt frá spítalasvæðinu.
Birgir
Finnsson
Gestur Ólafs-
son, arkitekt
og skipulags-
fræðingur, tel-
ur óraunhæft
að draga úr
hlutdeild bíl-
ferða í sam-
göngum á
höfuðborgar-
svæðinu úr
75% nú í 58% árið 2030.
Haft var Þorsteini R. Her-
mannssyni, samgöngustjóra
Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í
gær að horft væri til þessa
markmiðs við hönnun umferð-
armannvirkja við nýjan Land-
spítala. Ætlunin væri að auka
notkun almenningssamgangna.
Fram hefur komið í skýrslum
ráðgjafarfyrirtækisins COWI
vegna borgarlínu að hamlandi
aðgerðir séu nauðsynlegar til
að tryggja árangur hágæða-
kerfis almenningssamgangna.
Gestur, sem hefur tekið þátt
í störfum samtakanna Betri
spítala, gagnrýnir þessa
stefnu.
„Reynslan sýnir að það er
mjög varhugavert að þvinga
fólk til þess að breyta ferða-
venjum sínum og oft heldur
ekki æskilegt. Ef starfsmenn
LSH og sjúklingar geta ekki
lagt bílum sínum á lóð spít-
alans má búast við miklum
mótmælum ef þeir fara að
leggja bílum sínum á aðliggj-
andi svæðum,“ segir Gestur,
sem telur rétt að endurskoða
áform um nýjan Landspítala
meðal annars m.t.t. umferðar-
mála.
Varhugavert
að þvinga
GAGNRÝNI ARKITEKTS
Gestur
Ólafsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?