Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 16
● Björgvin Ingi
Ólafsson, yfir-
maður stefnu-
mótunar og mark-
aðsmála hjá
Íslandsbanka, lét
af störfum hjá
bankanum í gær
að eigin ósk.
Þetta staðfestir
Edda Her-
mannsdóttir, sam-
skiptastjóri Íslandsbanka. Hún segir
að ekki verði ráðið í hans stað. Þær
einingar sem heyrðu undir hann,
greining, markaðsmál og stefnumót-
un, muni heyra áfram undir skrif-
stofu bankastjóra.
Björgvin Ingi hættur
Björgvin Ingi
Ólafsson
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
19. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.7 103.2 102.95
Sterlingspund 141.7 142.38 142.04
Kanadadalur 82.55 83.03 82.79
Dönsk króna 16.863 16.961 16.912
Norsk króna 13.035 13.111 13.073
Sænsk króna 12.75 12.824 12.787
Svissn. franki 106.62 107.22 106.92
Japanskt jen 0.9274 0.9328 0.9301
SDR 147.79 148.67 148.23
Evra 125.6 126.3 125.95
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9051
Hrávöruverð
Gull 1329.75 ($/únsa)
Ál 2186.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.35 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ísland hefur árum saman glímt við
þann vanda að framleiðni vinnuafls er
almennt lág í alþjóðlegum saman-
burði. Sjávarútvegur er eini atvinnu-
vegurinn sem skarar framúr á þenn-
an mælikvarða.
„Þetta lýsir
vandamáli en er í
leiðinni gullið
tækifæri til að
auka efnahags-
lega velmegun
hér á landi,“ segir
Ingólfur Bender,
aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðar-
ins. „Ekki síst í
ljósi þess að við
erum með fullt at-
vinnustig og erum að leita leiða til að
knýja áfram hagvöxt án þess að
skapa meiri þenslu. Hið eiginlega
markmið með því að auka framleiðni
er að skapa grundvöll fyrir aukna vel-
megun í landinu.“
Fram kom í ViðskiptaMogga í gær
að framleiðni vinnuafls væri mun lak-
ari hér á landi í helstu atvinnugrein-
um en annars staðar á Norðurlönd-
um, nema í sjávarútvegi auk raforku-
og vatnsframleiðslu, sem er á pari.
Að meðaltali er framleiðnin 22% lak-
ari en annars staðar á Norðurlönd-
um.
Margt sem við getum gert
Ingólfur segir að hluta þess að
framleiðni vinnuafls sé minni hér-
lendis megi rekja til þess að mark-
aðurinn sé smár og byggðin dreifð
sem leiði til óhagkvæmni í rekstri.
„En það er margt sem við getum
bætt til að auka framleiðni vinnuafls:
Stöðugra starfsumhverfi fyrir fyrir-
tæki leiðir til aukinna fjárfestinga í
hagkvæmni, bæta má menntakerfið
svo það styðji betur við þarfir at-
vinnulífsins, efla þarf nýsköpun til að
tryggja framleiðnivöxt og að gæta
þess að innviðir séu traustir, hag-
kvæmir og skilvirkir. Rannsóknir
sýna að þessir þættir leiða til bættrar
framleiðni og þannig ekki að ástæðu-
lausu að Samtök iðnaðarins leggja
sérstaka áherslu á þá,“ segir hann.
Stöðugleiki lykilatriði
Almennur og víðtækur stöðugleiki
er einn af lykilþáttum þess að stuðla
að aukinni framleiðni, að sögn Ing-
ólfs. „Það nægir ekki að verðbólga sé
lág og í kringum markmið Seðla-
bankans heldur þarf að ríkja stöðug-
leiki í þróun gengis krónu, launakjör-
um og regluverki svo dæmi sé tekið.
Ef þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi
treysta stjórnendur fyrirtækja sér
síður til þess að fjárfesta í atvinnu-
tækjum og öðrum þáttum sem aukið
geta framleiðni til framtíðar vegna
óvissu og halda að sér höndum.“
Ingólfur vekur athygli á að Ísland
sé eftirbátur annarra ríkja í fjárfest-
ingum til rannsókna og þróunar sé
litið til hlutfalls af landsframleiðslu.
„Hvatar til rannsókna og þróunar eru
í mörgum löndum meiri en hér. Gæta
þarf að samkeppnisstöðu landsins
hvað það varðar. Slíkt hefur beina
skírskotun í framleiðnivöxt og aukin
lífsgæði. Samtök iðnaðarins hafa tal-
að fyrir því að þak á endurgreiðslur
vegna þróunarstarfs verði afnumið.“
Gullið tækifæri til
að auka velmegun
Morgunblaðið/Golli
Stöðugleiki Víðtækur stöðugleiki er einn af lykilþáttum þess að stuðla að
aukinni framleiðni, að sögn Ingólfs Bender, aðalhagfræðings SI.
Framleiðni vinnuafls hefur lengi verið lakari hérlendis
Ingólfur
Bender
um Mastercard Maestro-kortum yfir
í Debet Mastercard. Þau eru líkari
kreditkortum að því leyti að framan á
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á meðan kortanotkun Íslendinga vex
nokkuð stöðugt og nam tæpum 4,6% í
fyrra hefur hrein sprenging orðið í
notkun íslenskra debetkorta erlendis.
Nam aukningin í þeirri tegund korta
tæpum 55% í fyrra. Mest varð aukn-
ingin í apríl þegar hún jókst um 86%
frá sama mánuði árið 2016. Minnst
varð aukningin hins vegar í mars þeg-
ar hún nam 22% milli ára. Í heildina
straujuðu handhafar íslenskra debet-
korta þau fyrir tæpa 4,5 milljarða er-
lendis í fyrra. árið áður nam fjárhæð-
in tæpum 2,9 milljörðum króna.
Sérfræðingur segir að aukningin
komi bæði fram í verslunum erlendis
og í vefverslun.
„Við sáum þessa aukningu koma
fram þegar við skiptum úr svokölluð-
þeim er fullt kortanúmer ásamt CVC-
öryggisnúmeri.
Á sama tíma og unga fólkið nýtir
sér þessa tækni sjáum við sífellt fleiri
nýta sér þessi kort erlendis. Það eru
miklu fleiri verslanir um heiminn sem
taka við þessum debetkortum en Ma-
estro-kortunum. Fólk er jafnt og þétt
að átta sig á því að það er hægt að
nota debetkortin erlendis,“ segir
Bjarki Már Flosason, þróunarstjóri
greiðslulausna hjá Íslandsbanka.
Þegar rýnt er í tölur yfir greiðslu-
miðlun sem Seðlabanki Íslands held-
ur utan um sést að á meðan spreng-
ingin varð í notkun debetkortanna
erlendis jókst heildarnotkun þeirra
innanlands um 5,5% frá fyrra ári. Enn
minni er aukningin í heildarveltu
kreditkorta innanlands. Nam hún
samkvæmt sömu tölum 2,1% á ný-
liðnu ári.
Debetkortin straujuð
Notkun íslenskra debetkorta erlendis jókst um 86% í apríl
Notkun kreditkorta erlendis jókst um tæp 11% í fyrra
Velta íslenskra
debetkorta erlendis
Milljarðar króna
Heimild: Seðlabanki Íslands
2015 2016 2017
21,8
28,1
43
● Samkeppniseftirlitið telur ekki
ástæðu til að aðhafast vegna kaupa
Sjávargrundar ehf. á öllu hlutafé í
hreinlætisfyrirtækinu Tandri hf.
Eins og segir í ákvörðun eftirlitsins
á heimasíðu þess þá felst starfsemi
Tandurs í innflutningi, framleiðslu,
sölu og dreifingu á hreinlætisvörum
til fyrirtækja og stofnana um land
allt.
Sjávargrund er að 80% hluta í
eigu Sjávarsýnar, fjárfestingarfélags
Bjarna Ármannssonar fjárfestis, og
að 20% hluta í eigu Svansgrundar,
að því er fram kemur á heimasíð-
unni.
Velta Tandurs nam um 1,5 millj-
örðum króna árið 2016.
Aðhafast ekki vegna
kaupa á Tandri hf.
Allt um
sjávarútveg
Halldór Benja-
mín Þorbergs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka at-
vinnulífsins,
segir í samtali
við Morgun-
blaðið að erfitt
sé að ná mjög
miklum fram-
leiðnistökkum.
„Framleiðni eykst hægum og
jöfnum skrefum yfir lengra tíma-
bil þegar þúsundir og tugþús-
undir starfsmanna öðlast
reynslu og aukna færni í þeim
störfum sem þeir sinna. Ekki
t.d. með styttri vinnuviku. Fram-
undan eru miklar tæknibreyt-
ingar sem munu halda áfram að
valda miklum framleiðnibreyt-
ingum innan einstakra atvinnu-
greina með aukinni sjálf-
virknivæðingu. Við eigum að
taka þessum breytingum fagn-
andi og leggja okkur í líma við
að flýta þeim.“
Eykst hægum skrefum
ERFITT AÐ NÁ STÓRUM STÖKKUM Í FRAMLEIÐNI
Halldór Benjamín
Þorbergsson