Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
Viðra sig Frostið kemur ekki í veg fyrir að fólk fari út með hunda sína, enda kunna ferfætlingarnir afskaplega vel við að fá að spígspora útivið, eins og þessi káti hvutti við Gróttu í gær.
Eggert
Í liðinni viku hef ég
oft verið spurður hvaða
brölt sé í mér að fara að
eltast við borgarmál.
Því er til að svara að ég
hef alltaf haft áhuga á
borgarmálum, að segja
má frá fæðingu. Fyrstu
ár ævi minnar bjó ég í
einu helsta kennileiti í
Reykjavík, í fjölbýlis-
húsinu á horni Löngu-
hlíðar og Miklubrautar,
við Klambratúnið. Þar varð ég vitni
að upphafi einnar merkustu fram-
kvæmdar borgarinnar þegar Mikla-
brautin var grafin upp og lögð undir
hana jarðvegsþétting. Ég var senni-
lega 4 ára þegar framkvæmdir hóf-
ust og þeim lauk þegar ég var rétt
innan við tvítugt þegar Elliðaár-
brekkan var lögð að nýju. Svo flutti
ég ofar í Hlíðarnar, sem næst í „kál-
garðana“, og horfði á byggðina þétt-
ast og síðasta búskapinn leggjast af.
Málefni höfuðborgarinnar hafa
verið mér hugleikin hvar sem ég hef
búið, hvort heldur ég hef búið í
Reykjavík, Vestmannaeyjum, í
Garðabæ eða í sveit á Djúpavogi og í
námi í Bandaríkjunum, þar sem ég
upplifði mjög sérstakan borgar-
vanda.
Sú reynsla sem ég öðlaðist sem
ungur drengur í litlu sjávarþorpi
austur á landi hefur reynst mér dýr-
mæt við að móta afstöðu til þess lífs
sem lifað er í landinu. Það jók á
reynsluna þegar ég starfaði í Út-
vegsbankanum í Vestmannaeyjum,
eftir að hafa unnið í frystihúsi Ís-
félagsins í Vestmannaeyjum á ung-
lingsárum.
Við námið í Bandaríkjunum bjó ég
í borg í hnignun og niðurníðslu, rétt
fyrir sunnan New York, sem næst
við nafla alþjóðafjár-
mála. Borgin, sem er
hið ákjósanlegasta upp-
byggingarsvæði er enn
í niðurníðslu vegna
skorts á forystu.
Ég hef áhuga á að
nýta þessa reynslu
mína og bjóða Reykvík-
ingum upp á starfs-
krafta mína við að
byggja upp betri borg í
anda þeirra hugmynda
sem ég er með og að
sjálfsögðu stefnumála
Sjálfstæðisflokksins.
Borgin hefur staðnað og ekki verið
það forystuafl sem hún þarf að vera á
höfuðborgarsvæðinu.
Rekstur borgar á ekki að vera
vandamál, heldur áhugavert við-
fangsefni. Ef ekki er unnið markvisst
að mikilvægustu stefnumálunum og
horft fram í tímann, verða til vanda-
mál. Á undanförnum 20 árum hafa
hrannast upp vandamál.
Hver eru viðfangsefnin?
Það er enginn skortur á viðfangs-
efnum í nærumhverfi borgar. Það
eru einnig skyldur sem hvíla á höf-
uðborg.
Skyldur höfuðborgar eru við
stjórnsýslu, heilbrigðismál, mennt-
un, menningu, vísindi og listir. En
fyrst og fremst eru skyldurnar við
þarfir íbúa borgarinnar. Þarfirnar
eru af ýmsum toga. Sumt er aldurs-
tengt, annað er almennt. Borgin
Reykjavík hefur tækifæri og efni til
að rækja skyldur sveitarfélags mun
betur en lítil sveitarfélög.
Hvert aldursskeið hefur sínar
þarfir, auk þess sem heildarhags-
munir hljóta alltaf að ráða för. Úr-
lausn sérhagsmuna er alltaf á kostn-
að annarra. Þegar spurt er, hvað
ætlar þú að gera fyrir gamla fólkið?
þá liggur nærri að svara að allt, sem
gert verður, verði gert á kostnað
unga fólksins.
Hvað er brýnast?
Húsnæðismál eru velferðarmál og
spurning um lífsgæði fólks. Húsnæð-
ismálin hafa verið vanrækt og snúast
að stórum hluta um skortstefnu nú-
verandi stjórnenda borgarinnar.
Borgin hefur misst unga fólkið til ná-
grannasveitarfélaganna og einnig
mörg stór og öflug atvinnufyrirtæki.
Stjórnkerfið og pólitíska kerfið hefur
verið of upptekið af „þéttingu byggð-
ar“ verkefnum. Það er alveg ljóst að
á næstu árum verður veruleg fólks-
fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Sú
fjölgun er bæði náttúruleg og með
aðflutningi,
íbúa vantar um 14 þúsund nýjar
íbúðir! Lausnin fæst ekki með aukn-
um lánum. Auknar lánveitingar
hækka aðeins íbúðaverð. Hvernig á
að takast á við 30 þúsund nýja íbúa á
höfuðborgarsvæðið á næstu 15 ár-
um? Það hækkar aðeins verð á íbúð-
arhúsnæði ef ekki er byggt til að
mæta þörfum fyrir þessa fjölgun
íbúa.
Burðarás í menningu og listum
Reykjavík er höfuðborg landsins
og í raun burðarás menningar- og
listalífs í landinu. Menningartengd
ferðaþjónusta er vannýtt tækifæri
enda eigum við listamenn á sviði fjöl-
margra listgreina, t.d. bókmennta,
tónlistar, málaralistar og kvik-
myndagerðar svo dæmi séu nefnd.
Fyrir ferðamenn er gaman að geta
notið þessa afreksfólks á heimaslóð
og kynnst því betur.
Tækifæri í menningu og listum eru
ekki nýtt nægilega vel borginni til
framdráttar. Reykjavíkurborg hefur
t.d. ekki lagt næga áherslu á stuðn-
ing við Listaháskólann við að leysa
húsnæðisvanda skólans.
Velferðarmál
Félagsleg vandamál hafa sprottið
upp af nýjum toga. Fjölgun öryrkja,
einkum geðfatlaðra og önnur félags-
leg vandamál eru borginni og þjóð-
inni dýr. Taka þarf á rót vandans
sem m.a. tengist skólakerfinu í brott-
falli nemenda.
Það þarf að efla forvarnir og að-
stoða fólk til sjálfsbjargar. Leggja
þarf áherslu á margvíslega endur-
hæfingu bæði þeirra sem hafa skerta
starfsgetu vegna örorku og einnig
eldri borgara til að auka lífsgæði
þeirra og þátttöku í daglegu lífi og
starfi. Borgin á að sinna málefnum
fatlaðra mjög vel, bæði hvað varðar
þjónustu t.d. núna á sviði notenda-
stýrðrar persónulegrar aðstoðar –
NPA, ferðaþjónustu fatlaðra og fleiri
þátta.
Landspítali og heilsugæsla
Landspítali háskólasjúkrahús á að
vera þar sem hann er við Hringbraut
og byggja skal áfram þar upp í sam-
ræmi við stefnu Alþingis, samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og Reykjavíkurborgar. Alls ekki á að
breyta þeim áformum, sem núna eru
í gangi, heldur þarf Reykjavíkurborg
að leysa umferðarvandamálin. Það
þarf að gera það hvort sem Landspít-
ali er við Hringbraut eða eitthvað
annað á því svæði.
Huga þarf að staðarvali og þarfa-
greiningu fyrir nýja spítalabyggingu
á höfuðborgarsvæðinu sem byggð
yrði á næstu áratugum. Það er bæði
öryggismál að vera ekki með alla
sjúkrahússtarfsemi Íslendinga í
einni byggingu og einnig er þörf fyrir
annað sjúkrahús á næstu áratugum
vegna stækkunar höfuðborgarsvæð-
isins. Borgin á að hafa frumkvæði að
því hvernig nýta skal Landspítalann
í Fossvogi (gamla Borgarspítalann)
og lóðina umhverfis.
Sjálfstætt starfandi heilsugæsla
og önnur heilbrigðisþjónustu hefur
reynst Reykvíkingum vel m.a. í nýrri
heilsugæslustöð, Höfða, á síðasta ári.
Það er sérstaklega mikilvægt til að
bæta þjónustu og ekki síður fjölga
atvinnutækifærum í greininni að efla
sjálfstætt starfandi heilsugæslu og
heilbrigðisþjónustu ef það er neyt-
endum til hagsbóta.
Stefnumótun til framtíðar
Uppbygging og stefnumótun til
lengri framtíðar er nokkuð sem ég vil
leggja meiri áherslu á. Það vantar al-
gjörlega málefnasvið hjá borginni
sem horfir til lengri tíma hvað varðar
þróun borgarinnar. Allt of oft virðist
vera skortur á langtíma hugsun hvað
það varðar.
Borgin stundar mikinn fjandskap
við íbúa sína þegar viðburðir eru í
Laugardalnum. Þá er brugðist við
bílastæðavanda með sektar-
greiðslum! Er það úrlausn á vanda?
Vísir að langtímahugsun er í til-
teknum verkefnum en ekki hvað
varðar borgina í heild og einstaka
málflokka hennar. Lóðaskortur, van-
ræksla við að þjóna íbúum og at-
vinnufyrirtækjum, vanræksla við
þróun verslunar, t.d. við Laugaveg,
og fjandskapur við flugvöll eru örfá
dæmi um ráðaleysið. Það skortir
stefnufestu og að fylgja eftir málum
á skilvirkan hátt.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Borgin stundar mik-
inn fjandskap við
íbúa sína þegar við-
burðir eru í Laugar-
dalnum. Þá er brugðist
við bílastæðavanda með
sektargreiðslum!
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Brölt í borgarmál