Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist í
Keflavík 28. júní
1943. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 7. jan-
úar 2018.
Foreldrar hennar
voru Þuríður Hall-
dórsdóttir, f. 29. maí
1920, d. 6. febrúar
2011, og Árni Bjarn-
mundur Árnason, f.
4. maí 1919, d. 11. janúar 1972.
Systkini Sigríðar eru Árni Vig-
fús, f. 1942, d. 1991, Magnús, f.
1947, Birgir, f. 1956, og Bjarn-
hildur Helga, f. 1958.
Sigríður var gift Hjörleifi Ing-
ólfssyni, f. 1940, d. 2006. Þau
skildu. Börn Sigríðar eru: 1) Arna
Björk Hjörleifsdóttir, f. 8.
1997. 3) Árni Jakob Hjörleifsson,
f. 11. október 1974, d. 28. febrúar
2009. Kona hans var Geirþrúður
Ósk Geirsdóttir, f. 10. febrúar
1977. Sonur þeirra var Kristófer
Örn, f. 19. júlí 1996, d. 19. júlí
2014.
Sigríður bjó í Keflavík alla sína
ævi. Hún gekk í Barnaskóla
Keflavíkur og Gagnfræðaskóla
Keflavíkur. Hún útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands árið 1964
og starfaði við hjúkrun það sem
eftir var starfsævinnar. Hún var
skólahjúkrunarfræðingur í Kefla-
vík um árabil, starfaði við Sjúkra-
hús Keflavíkur og sem deildar-
stjóri á hjúkrunarheimilinu
Garðvangi.
Sigríður var félagi í Soroptim-
istaklúbbi Keflavíkur og starfaði
þar í stjórn og nefndum. Hún var
í stjórn Styrktarfélags Sjúkra-
húss Keflavíkur og í Suðurnesja-
deild hjúkrunarfræðinga.
Útför Sigríðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 19. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
september 1965, d.
31. desember 2013.
Hún giftist Högna
Sturlusyni, þau
skildu. Synir Örnu
eru Magnús Ingi
Gunnlaugsson, f.
1988, og Hjörleifur
Svavar Högnason, f.
1991. Kona hans er
Lilja Ósk Trausta-
dóttir, f. 25. mars
1994, og eiga þau
eina dóttur, Evu Dögg, f. 21. maí
2015. 2) Ingvi Þór Sigríðarson, f.
9. janúar 1971. Faðir hans er Ey-
þór Stefánsson, f. 7. nóvember
1939. Kona Ingva Þórs er Aðal-
heiður Ósk Gunnarsdóttir, f. 19.
desember 1967. Börn þeirra eru
Kristjana Vigdís, f. 29. apríl 1993,
og Arnþór Ingi, f. 16. janúar
Elskuleg móðir mín kvaddi
okkur eins og hún hafði óskað sér
á Sjúkrahúsi Keflavíkur eftir
stutt veikindi, þar sem allir hugs-
uðu einstaklega fallega og fag-
lega um hana. Henni þótti líka
mjög gott að það var hægt að
tölta yfir Mangatún, beint heim í
Veghúsin.
Mamma var, að ég tel, ein af
þessum sterku, stoltu og sjálf-
stæðu konum. Hún var hjúkrun-
arfræðingur af lífi og sál, að-
hlynning hvers konar átti hug
hennar allan. Eftir skilnaðinn var
oft þröngt í búi, en hún notaði
sumarfríin til að vinna, til dæmis
á sjúkrahúsinu á Blönduósi og
hjúkrunarheimilinu Skjóli, kall-
aði það að stoppa í fjárlagagötin.
Verandi þessi stolti og sjálfstæði
einstaklingur náði hún smám
saman sæmilegu jafnvægi á þau
mál. Ég spurði hana einhvern
tímann að því hvort hún ætlaði
ekki að finna sér mann til að deila
lífinu með, hún sagðist ekki
nenna að standa í því að tína upp
óhrein nærföt og sokka eftir ein-
hvern kall, eða elda á ákveðnum
tímum. Heldur vildi hún njóta
frelsisins, ferðast og ráða sér
sjálf, ekki láta segja sér fyrir
verkum. Hún var dugleg að
skreppa í heimsóknir á Horna-
fjörð og til Þýskalands, skellti sér
á vélsleða eða línuskauta, hún var
alltaf til í að prufa og njóta lífsins.
Henni fannst gaman að ferðast
erlendis í sólina og fóru Siggurn-
ar oftast saman, hún og Sigga
Ey. Það er misjafnt hvað við sinn-
um því að fylgjast með fólkinu
okkar en mamma var að skreppa
í heimsóknir og reyndi að fylgjast
vel með öllu fólkinu sínu. Sam-
heldni hollsystra hennar og
hjálpsemi er aðdáunarverð. Hún
átti margar góðar vinkonur.
Í lífi allra skiptast á skin og
skúrir, oft var glatt á hjalla hjá
öllum hópnum hennar, mikið líf
og fjör. Að eðlisfari var mamma
lífsglöð og félagslynd, en það
reyndi verulega á að halda í
gleðina síðustu árin. Hún missti
Árna Jakob son sinn og svo
seinna Örnu Björk dóttur sína. Á
þessum tíma kom styrkur hennar
vel í ljós og yfirvegun en eins og
allir vita sem misst hafa börnin
sín verður breyting innra með
þeim. Smám saman púslaði hún
sér saman, ákveðin í að halda
áfram, en þegar Kristófer Örn,
sonur Árna Jakobs, féll einnig
fyrir eigin hendi brast eitthvað
innra með henni sem hún réði
ekki við, tárin bara komu. En
þrátt fyrir allt langaði hana að
lifa og njóta þess að sjá fólkið sitt
vaxa og dafna. Það er stutt síðan
ég kom að henni við eldhúsborðið
og tárin streymdu niður. Ég
spurði hana hvort hún væri að
gráta vegna þess að hún væri að
deyja. Já, sagði hún, yfir eðlileg-
asta hlut í heimi. Hann er bara
óvelkominn núna, svaraði ég.
Hún játti því. Það er alltaf eitt-
hvað að lifa fyrir, þrátt fyrir allt
missti hún aldrei löngunina til að
fylgjast með fólkinu sínu í leik og
starfi. Á sjúkrahúsinu tók hún
alltaf á móti mér með bros á vör
og heilsaði: Hæ elskan. Ég sagði
eitt sinn við hana að hún væri
alltaf brosandi, hún svaraði því til
að það væri svo miklu léttara.
Eitt sinn, þegar við vorum
guttar, vorum við á leið norður til
Helgu og Helga, ég, Addi og
mamma. Á undan okkur var bíll
sem keyrði allt of hægt fyrir okk-
ur bræðurna. Mamma tók fram
úr og þegar við fórum framhjá
bílnum sögðum við báðir: Vissum
það, það er kelling að keyra
(þetta var reyndar ung kona, lík-
lega 25 ára), en mamma var töff-
ari, aldrei kelling.
Brosum, það er svo miklu létt-
ara. Ég þakka móður minni allt.
Ingvi Þór Sigríðarson,
Veghúsum.
Ég hefði viljað hafa tengda-
móður mína hjá okkur lengur en
fæ víst engu ráðið um það. Þegar
við keyptum Veghús fyrir rúmum
þremur árum buðum við henni að
flytja þangað með okkur. Hún
var búin að ganga í gegnum mjög
erfiða tíma, missa tvö af börnun-
um sínum, Örnu Björk og Árna
Jakob, og sonarson sinn, Krist-
ófer Örn. Okkur fannst hún þurfa
á því að halda að vera meira með
fjölskyldunni. Hún þurfti ekki
langan umhugsunarfrest og
ákvað að láta slag standa. Sigga
var mjög ánægð með að húsið
sem langafi hennar og afi byggðu
væri komið aftur í eigu fjölskyldu
hennar og fannst gaman að fylgj-
ast með þeim endurbótum sem
við höfum gert á húsinu. Hún
mundi eftir sér sem barn í Veg-
húsum þegar afi hennar og amma
bjuggu þar. Margir voru hissa á
því að hún byggi þarna með okk-
ur og ég var stundum spurð að
því hvernig það gengi. Ég svaraði
því, sannleikanum samkvæmt, að
það gengi mjög vel. Sigga var
yndisleg kona og okkur kom
mjög vel saman. Hún fullvissaði
mig um að henni liði vel og væri
alsæl með að búa hjá okkur.
Okkur Ingva og krökkunum okk-
ar fannst líka gott að hafa hana
hjá okkur.
Sigga var sterk og sjálfstæð
kona sem vildi þó alltaf halda í
kvenleikann. Hún var jákvæð og
glaðlynd að eðlisfari og reyndi
alltaf að sjá það jákvæða í lífinu
þó hún hafi gengið í gegnum erf-
iða tíma. Húmorinn var til staðar
fram á það síðasta.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að vera samferða Siggu. Megi
ljós eilífðarinnar lýsa henni.
Aðalheiður Ósk Gunn-
arsdóttir, Veghúsum.
Frænka mín, Sigríður Árna-
dóttir hjúkrunarfræðingur, er
fallin frá 74 ára að aldri. Fráfall
hennar beinir huganum áratugi
aftur í tímann að hópi okkar
frændsystkina, barna systkin-
anna frá Veghúsum við Suður-
götu í Keflavík um miðja síðustu
öld. Við vorum á áþekkum aldri
og hefur tíminn þegar höggvið
stór skörð í hópinn. Nálægðin,
samheldni og samgangur fjöl-
skyldnanna var mikill með
Suðurgötuna og Veghús sem
segul. Afi Árni Vigfús smíðaði
báta í Veghúsum og þar var alltaf
eitthvað að gerast og gaman fyrir
okkur að sniglast þar um, fylgjast
með, hlusta, spjalla og taka nokk-
urn þátt. Umhverfið og þessi tími
lifir í minningunni.
Sigríður lærði hjúkrun og
starfaði víða á heilbrigðisstofnun-
um og við skólahjúkrun. Hún
festi rætur í Keflavík með fjöl-
skyldu sinni. En mikil áföll steðj-
uðu að og lífið tók sinn toll í sár-
um ástvinamissi, tveggja barna
og barnabarns, einnig föður og
eldri bróður á góðum aldri.
Frænka bjó yfir dýrmætum
eðliskostum, æðruleysi, yfirveg-
un og jákvæðni. Hún fékk grein-
ingu alvarlegs sjúkdóms fyrir um
tveimur mánuðum og brást við af
mikilli yfirvegun og tók sínar
ákvarðanir. Hún naut umönnun-
ar á Sjúkrahúsinu í Keflavík og
heimahjúkrunar í Veghúsum,
með stuðningi og umhyggju son-
arfjölskyldu sinnar. En Veghús
hafði hún eignast ásamt Yngva
syni sínum og fjölskyldu hans
fyrir nokkrum árum.
Veghús voru henni áhuga- og
metnaðarmál og hún naut þess að
eiga þar heima. Eftirminnilegt og
þakklátt var að koma þar og rifja
upp gamla tíma, sameiginlega
reynslu og kynnast áhuga
frænku, vangaveltum, innlifun í
umhverfið við Suðurgötuna og
næmleika á það sem hefði mátt
fara betur í seinni tíð.
Við Helga Hrönn sendum
Yngva, Aðalheiði, barnabörnum
Sigríðar og öðrum ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Bergmann.
Sigríður Árnadóttir, skóla-
systir okkar úr Hjúkrunarskóla
Íslands, lést 7. janúar síðastliðinn
Sigríður
Árnadóttir
✝ Jón Steinarfæddist 31.
desember 1947 í
Reykjavík. Hann
lést á líknardeild
Øya Helsehus í
Þrándheimi í Nor-
egi 9. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Hansson versl-
unarmaður, f. 17.6.
1920, d. 3.3. 1989,
og Sigríður Axelsdóttir hús-
móðir, f. 21.12. 1922, d. 16.6.
1995.
Systkini hans eru Gunnar
Sverrir, f. 11.5. 1951, María
Helga, f. 14.11. 1953, og Anna
Sigríður, f. 12.11. 1959.
Hinn 23. júní 1971 kvæntist
hann Sigrúnu Guðmundsdóttur,
f. 4.11. 1947, d. 28.6. 2003. Hún
var prófessor í uppeldisfræði
við NTNU í Þrándheimi. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Pétursson vélstjóri, f. 26.2.
1917, d. 16.5. 1960, og Jóhanna
Magnúsína Guðjónsdóttir hús-
Birmingham árið 1977. Hann
starfaði við rannsóknir hjá
Orkustofnun 1977-1981 og var
yfirmaður jarðhitadeildar Stan-
ford-háskóla í Kaliforníu í
Bandaríkjunum 1981-1985. Ár-
in 1982-1985 var hann dósent
við skólann. Árin 1986-1989 var
Jón Steinar skólastjóri Jarð-
hitaskóla Sameinuðu þjóðanna
á Íslandi. Árið 1989 flutti Jón
Steinar ásamt konu sinni Sig-
rúnu og börnum til Þrándheims
í Noregi. Þar tók hann við
stöðu dósents í olíuverkfræði
við NTNU og var þar prófessor
1991 til 2014 er hann fór á
eftirlaun.
Jón Steinar gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir utan
vinnu og fjölskyldu. Hann
stofnaði Þrándheimsdeild Sam-
taka olíuverkfræðinga (SPE) og
varð seinna heiðursfélagi þar.
Hann var líka félagi í Norsku
tækni- og vísindaakademíunni
(NTVA). Þá sat hann í bæjar-
stjórn Þrándheims fyrir Hægri
flokkinn 2003 til 2010. Árið
2002 varð hann félagi í
Saltfisksklúbbnum í Þránd-
heimi.
Útför Jón Steinars fer fram
frá Svanholm Serimonirom í
Þrándheimi í dag, 19. janúar
2018, klukkan 11.
móðir, f. 6.9. 1923.
Synir Sigrúnar
og Jóns Steinars
eru tveir; Guð-
mundur Steinar
verkfræðingur, f
23.1. 1975, og
Magnús Ari verk-
fræðingur, f. 20.1.
1978. Sambýlis-
kona Magnúsar er
Ina-Terese Lundr-
ing læknir, f. 28.2.
1986.
Jón Steinar kvæntist aftur
30. maí 2009. Síðari kona hans
heitir Rigmor Kvarme, f. 9.10.
1957. Dóttir hennar frá fyrra
sambandi er Kine Kvarme
Tørring, f. 23.8. 1984. Maður
Kine er Ståle Kvarme Tørring,
f. 16.6. 1981. Saman eiga þau
tvö börn; Vilja, f. 1.10. 2008, og
Indie, f. 30.5. 2016.
Jón Steinar útskrifaðist frá
Heriott-Watt háskólanum í
Skotlandi med BSc. í efnaverk-
fræði og með doktorsgráðu í
sömu grein frá Háskólanum í
Elsku pabbi. Þú lifðir í 70 ár og
níu daga. Það var of skammur tími.
Þú vannst hins vegar vel úr honum
og komst miklu í verk. Nú þegar ég
lít um öxl kemur fyrst upp í hugann
hvernig þú varst sem faðir. Þú
varst alltaf nálægur og alltaf til
staðar. Þú kenndir mér margt en
gafst mér um leið frelsi og stuðning
til að finna út úr hinu. Þú kenndir
mér að hugsa sjálfstætt og taka
engu sem gefnu. Ef ég vildi vita
svarið við einhverju væri best að
finna það út sjálfur. Að maður
skyldi spyrja spurninga en ekki
treysta gefnum og viðteknum
sannleika. Að maður skyldi ávallt
vera forvitinn.
Þú reyndir alltaf að styðja þá
sem voru hjálparþurfi. Eitt sinn
kvartaði ég undan því að aðrir
fengu meiri hjálp frá þér en ég,
sonur þinn. Þá svaraðir þú að ég
þyrfti þess ekki með. Nú eru mörg
ár liðin og ég orðinn fullorðinn
maður og nú sé ég að þetta er
kannski eitt það besta sem þú
kenndir mér.
Þú sagðir gjarnan að ég ætti
ekki að bíða þess að aðrir beindu
lífi mínu í tiltekinn farveg. Þess í
stað skyldi ég taka örlögin í eigin
hendur. Ég skal reyna að fylgja því
og mun kenna krökkum mínum
þetta þegar sá tími kemur.
Magnús Ari Jónsson.
Kæri góði pabbi. Þú hefur virki-
lega verið mér sem faðir síðan þú
komst inn í líf okkar fyrir 13 árum
og verið til staðar fyrir mig í
gegnum þykkt og þunnt. Verið
einn af klettunum í lífi mínu. Þú
varst umhyggjusamur og sýndir
mér virkilegan áhuga. Ég hef alltaf
dáðst að áhuga þínum á fólkinu í
kringum þig. Þú hafðir ekki aðeins
áhuga á fólki heldur varstu vel upp-
lýstur um heimsmálin. Það verður
leitun að öðrum eins manni og þér.
Við vorum ekki alltaf sammála í
pólitík, en þú ýttir undir góðar um-
ræður og bæði vorum við upptekin
af réttlætinu. Þú varst Ståle góð
fyrirmynd og leiðbeinandi og þótti
honum óendanlega vænt um þig.
Vilija og Indie, börnin okkar, elsk-
uðu þig. Þegar Vilija var spurð í
skólanum hvar hún hefði lært hið
langa og erfiða orð supercalifragil-
istiscexpialidoucious svaraði hún
stolt: „Hjá afa.“ Þú hefur sett mark
þitt á líf okkar og er ég þakklát fyr-
ir að þú hittir mömmu í apríl 2005.
Við munum lifa áfram í þínum
anda. Takk fyrir allt. Elskum þig.
Kine Kvarme.
Jón Steinar, eða „Indó“ eins og
ég man að systir mín kallaði þig oft,
hefur nú kvatt okkur. Við kveðjum
þig nú svo allt of snemma eins og
systur mína á undan þér. Ég er
þakklátur fyrir að þú komst inn í
fjölskyldu okkar og horfði ég sem
ungur maður til þeirrar vináttu,
virðingar og ástar sem þið systir
áttuð. Ég var stoltur af ykkur og
þeim hlutum sem þið áorkuðuð í líf-
inu. Ég man líka hvað við glödd-
umst þegar þú kynntist Rigmor
eftir að systir dó. Ég hugsaði að
maður sem elskar eins og þú þyrfti
að elska aftur.
Börnum mínum þótti mikið til
þín koma og munum við fjölskyld-
an minnast þín með þakklæti og
kærleika.
Guðjón Ingi Guðmundsson.
Ég kynntist Jóni þegar við vor-
um 16 ára. Ég man þegar hann
steig út úr rútunni í Independence,
Missouri, í 30 gráða hita íklæddur
dökkum ullarjakkafötum og með
undrunarsvip á andlitinu. Hann
var að koma sem skiptinemi og átti
ég að vera ameríski bróðir hans í
eitt ár. Við vorum saman í skól-
anum, fórum á tvöföld stefnumót,
vorum saman í hlaupaliði skólans
og sátum í nefndum. Við kenndum
hvor öðrum myndarleg blótsyrði
og ýmislegt annað heimskulegt
sem ungir menn gera. Þetta var
yndislegt ár bæði fyrir hann og
fjölskyldu mína.
Jón eignaðist strax marga vini
með sínu létta brosi og innilega
hlátri. Í gegnum árin höfum við
haldið sambandi og heimsótt hvor
annan í Kansas, Missouri, Yellow-
stone-þjóðgarðinum, á Íslandi og
nú síðast í Þrándheimi 2011. Jón
fræddi okkur um hinn stóra heim.
Hann var hreinn og beinn og með
góðan húmor. Hans einlæga vin-
átta mun lifa með okkur.
Við yngri bróðir minn, Randy,
fjölskyldur okkar og margir af
bekkjarfélögum Jóns munum
halda áfram að hugsa hlýtt til bróð-
ur okkar, víkingsins.
Mike Kassen,
Shawnee, Kansas.
Kynni okkar Jóns Steinars hóf-
ust á nokkuð óvenjulegan hátt,
með því að mér var úthlutað skrif-
borðinu hans þegar ég kom til
starfa um tíma á Orkustofnun er
hann hafði horfið til starfa í Stan-
ford í Kaliforníu. Þetta mun hafa
verið árið 1982 en líklega hittumst
við fyrst síðla árs 1985 eða snemma
á árinu 1986, þegar hann fór að
grennslast fyrir um WRI 5-ráð-
stefnuna um samspil bergs og
vatns, sem haldin var hér á landi
sumarið 1986. Þá var hann að taka
við stjórn Jarðhitaskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna (JHSÞ), en
þar unnum við saman í eitt ár á
miklum umbrotatímum á Orku-
stofnun þegar starfsmönnum þar
var fækkað um hátt í 30 manns á
árunum 1986-1987. Þetta var mikill
skellur fyrir marga sem unnið
höfðu að jarðhitarannsóknum í
meira en áratug að þurfa allt í einu
að finna sér nýjan starfsvettvang.
Þrátt fyrir að leiðir okkar skildi
hélst vinátta okkar Jóns Steinars
áfram og tæpum áratug eftir að
þau hjónin, hann og Sigrún Guð-
mundsdóttir, fluttu til starfa við há-
skólann í Þrándheimi ásamt sonum
sínum tveimur vildi svo til að ég
fékk það verkefni að kanna grjót-
námur í Sirevåg sunnan við Stav-
anger. Í tengslum við ferðir mínar
þangað gafst mér tækifæri að
endurnýja kynnin og heimsækja
þau hjón til Þrándheims en auk
þess kom Jón Steinar í heimsókn
til Sirevåg. Hann hafði nefnilega
óbilandi áhuga á því sem aðrir voru
að sýsla og var stöðugt að stinga að
manni hugmyndum að verkefnum,
enda frjór og hugmyndaríkur með
afbrigðum.
Í Þrándheimi starfaði Jón Stein-
ar við kennslu og rannsóknir hans
sneru einkum að flæði og geymslu
á gasi. Í því sambandi stofnaði
hann fyrirtæki sem vann að undir-
búningi fyrir gaspípu frá olíu- og
gaslindum Noregs yfir til Helsinki
og annað fyrirtæki sem vann að því
að geyma gas á hydrat-formi á
stærð við snjóbolta. Þessi aðferð
gæti í framtíðinni átt eftir að auð-
velda flutning og nýtingu á gasi.
Sigrúnu missti Jón Steinar árið
2003 og varð það honum mikið áfall,
enda þau einstaklega samrýnd alla
tíð. Það er rétt að rifja það upp hér
að ástæðan fyrir því að þau héldu til
Þrándheims árið 1989 var sú að
Sigrúnu bauðst staða við háskólann
þar í borg. Þetta var tækifæri sem
þau gátu ekki sleppt og hann fylgdi
sinni konu austur yfir hafið.
Jón Steinar kunni að lifa lífinu og
var einstaklega drjúgur verk-
maður. Árið 2014 fór hann að finna
fyrir orkuleysi og tók þá ákvörðun
að draga sig í hlé frá kennslu. Síðar
kom í ljós að það var lifrin sem var
að plaga hann og í apríl 2016 fékk
hann nýja lifur og lífið virtist blasa
við á ný. Á því eina og hálfa ári sem
hann lifði eftir þá aðgerð tókst hon-
um að ljúka við bók um flæði olíu og
gass í pípum og hefur bókin fengið
lofsamlega dóma gagnrýnenda.
Það kom því eins og reiðarslag þeg-
ar hann greindist með krabbamein
í byrjun nóvember og að það skyldi
leggja hann að velli svo fljótt sem
varð.
Það verða mikil viðbrigði að geta
ekki lengur spjallað í síma eða á
Skype við góðan vin og þegið góð
ráð, en meiri er missir þeirra Rig-
mor, Gumma, Magga, systra og
bróður. Þeim votta ég mína dýpstu
samúð.
Ómar Bjarki Smárason
jarðfræðingur.
Okkur barst sú harmafregn að
Jón Steinar Guðmundsson væri
látinn.
Jón Steinar fluttist til Þránd-
heims og varð prófessor í olíuverk-
fræði við Tækniháskólann í Þránd-
heimi (NTNU). Það leið ekki á
löngu þar til hann hóf afskipti af
stjórnmálum á vegum Hægri-
flokksins í Þrándheimi.
Jón Steinar gegndi ýmsum
Jón Steinar
Guðmundsson