Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 21

Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 21
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá var nákvæmlega einn mánuð- ur liðinn frá því að önnur úr okk- ar hópi lést, en það var Jóna Fjalldal sem dó 7. desember síðastliðinn. Þær fæddust báðar og ólust upp í Keflavík, en reynd- ar komu fjórar í okkar holl frá Keflavík. Sigga Árna, eins og við köll- uðum hana alltaf, bjó alla ævi í Keflavík og vann við hjúkrun alla starfsævina í Reykjanesbæ. Hún vann líka að félagsmálum innan Hjúkrunarfélags Íslands og í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur. Öll sín störf vann hún af kjarki og dugnaði með þeirri reisn sem hún hafði til að bera í ríkum mæli. Sigga var góður félagi sem átti gott með að umgangast aðra og var höfðingi heim að sækja. Eig- inmaður hennar var Hjörleifur Ingólfsson en þau slitu samvistir. Börn Siggu voru þrjú, þau Arna Björk, Ingvi Þór og Árni Jakob. Þau ól hún upp og hélt með þeim heimili eftir skilnað þeirra Hjör- leifs, en hann féll frá árið 2006. Sigga missti tvö barna sinna, þau Árna Jakob sem lést árið 2009 og Örnu Björk sem lést 31. desem- ber 2013. Þetta voru þung högg og merkilegt að hún skyldi standa þau af sér. En hún átti ennþá Ingva Þór og fjölskyldu hans að og þau reyndust henni af- ar vel; tóku hana til sín á sitt heimili og þar leið henni vel. Ingvi Þór, sem starfar sem húsa- smíðameistari, keypti hús lang- afa síns Veghús og vinnur að því að koma því í upprunalegt horf og þar átti heimili Siggu að standa. En nú er vegferð Siggu okkar Árna í þessum heimi lokið, alvar- legur sjúkdómur greindist hjá henni sem ekki varð við ráðið. Við skólasystur úr HSÍ þökk- um henni samfylgdina og allt sem hún var okkur. Á kveðjustund koma mér í hug orð úr Jobsbók: Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og drottinn tók, lofað veri nafn drottins. Við sendum ástvinum hennar og öllu venslafólki innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd holl- systranna, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir. „Sýnum drenglyndi, verum einlægar í vináttu.“ Sigríður lifði svo sannarlega með þessi orð að leiðarljósi. Hún var einn af stofnfélögum í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur og gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn, m.a. embætti formanns. Margs er að minnast eftir margra ára vináttu, en klúbbur- inn var stofnaður í júní árið 1975. Við fórum í margar ferðir víða um land en minnisstæðast er þó er við fórum saman á Norræna vinadaga í Lundi í Svíþjóð og bættum svo við nokkrum dögum í Kaupmannahöfn á heimleið. Sigríður vildi gera þeim gott sem stóðu á einhvern hátt höll- um fæti. Hún var reiðubúin að hjálpa og veita þjónustu. Sigríð- ur var heilsteypt kona og æðru- laus. Klúbbsystur þakka fyrir hlýja samfylgd, við geymum minningu um elskulega systur. Vertu ekki grátinn við gröfina mína, góði, ég sef ekki þar. Ég er leikandi í ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. (Mary E. Frye, þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Kveðja frá Soroptimista- klúbbi Keflavíkur, Guðrún Jónsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ MargrétBjörgvins- dóttir fæddist í Reykjavík 28. október 1938. Hún lést á Landspítalanum 12. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Björgvin Ólafsson og Klementína Margrét Klem- ensdóttir. Margrét átti sex systur; Magdalenu, Kolbrúnu, Dröfn, Mjöll, Drífu og Hrönn. Margrét giftist Þráni Viggós- syni vélfræðingi 19. febrúar 1961. Börn þeirra eru 1) Viggó, giftur Phillipu Mary Griffith, þau eiga þrjú börn; Þráin Bruce, Helenu Amy og Lilju Margréti. 2) Íris, gift Jóni Þráins- syni, þau eiga tvö börn; Þráin Orra og Margréti Kar- en. 3) Hinrik, giftur Dóru Kjartansdóttur Welding, þau eiga tvær dætur; Rebekku og Viktoríu. Dóttir Rebekku er Díana Marín. Útför Margrétar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 19. janúar 2018, klukk- an 15. Tengdamóðir mín, Margrét Björgvinsdóttir, eða Gréta, eins og hún var ávallt kölluð, var yndis- leg kona, hlý og góð manneskja. Nærvera hennar var töfrandi á marga lund, hún svo falleg, lífs- glöð og skemmtileg. Við sátum oft við kertaljós og hlustuðum á hug- ljúfa tónlist eða hún sagði mér frá lífinu í gamla daga. Henni fannst dásamlegt að rifja upp gleðistund- irnar með systrum sínum og móð- ur sinni, einkum þegar þær dvöldu á sumrin í Laugardalnum, agnar- litlu koti við Laugarvatn, sem amma Gógó átti, og þangað voru allir velkomnir og máttu gista. Þar var spjallað mikið og margt og oft- ar en ekki slegið á létta strengi. Var ég svo lánsöm að fá einnig að njóta þeirra stunda. Þær eru einar hjartfólgnustu minningar okkar hjóna, sumardvölin í kúrukotinu krúttlega hennar ömmu Gógó. Gréta kenndi mér svo ótal margt varðandi matseld og heim- ilisstörf, leiddi mig af hæversku áfram og benti á sinn undurljúfa og hlýja máta á hluti sem betur máttu fara. Hún kenndi mér einnig mikið um grundvallargildi lífsins, hug- rekki, auðmýkt, þakklæti, æðru- leysi og fyrirgefninguna; svo og að sýna samferðarmönnum sínum jafnan virðingu og kærleika. Dætrum mínum var hún einstök fyrirmynd, og er söknuður þeirra sár. Hún var glaðsinna, hún virti fólk eins og það var, elskaði það, reyndi aldrei að breyta öðrum. Gréta gekk svo sannarlega á undan með góðu fordæmi, hún gekk á vegi kærleikans, var elskuð af öllum sem henni kynntust. Hún Gréta mín var með galopið hjartað öllum, og veitti ótæpilega af ástúð sinni. Hún notaði ætíð kærleiksrík orð, t.a.m. talaði svo fallega til hundanna minna að maður gat tárast og auðvitað líka hlegið. Ástvinir hennar voru henni líf og yndi; hún lifði í sátt og sam- lyndi við Guð og menn og hafði framar öðru gaman af lífinu. Þá var hún ætíð svo vel til höfð, fal- lega og smekklega klædd, og fín um hárið. Gullfalleg kona, há- vaxin, teinrétt í baki, elskuleg í framgöngu og brosmild. Ferðirnar sem við höfum farið saman í hafa allar verið dásamleg- ar, sú síðasta ferð hinum megin á hnöttinn, til Viggós eldri sonar hennar og fjölskyldu hans, sem búsett eru á Nýja Sjálandi. Förin sú var ógleymanleg, Gréta mín alltaf til í allt, með okkur í öllu, sama hvað gigtin hrjáði hana og líkaminn aumur. Glaðværðin yfir- vann það allt saman og þakklætið margfalt að auðnast að fara þessa löngu ferð. Gréta þakkaði svo sannarlega fyrir hið góða í lífinu, og fyrir það sem henni hafði verið gefið. Hún ástundaði fagurt líferni, þar sem einlægni, örlæti og hjartagæska við allt sem lífsanda dró var haft að leiðarljósi. Gréta, tengdamóðir mín, mun ávallt vera ein fallegasta fyrir- myndin mín í lífinu. Blessuð sé minning góðrar konu. Dóra Kjartansdóttir Welding. Elsku amma, það er skrýtið að ég muni aldrei hitta þig aftur. Ég verð að byrja á því að þakka þér fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eyða með þér frá því ég var lít- ill. Ég er svo þakklátur að hafa átt ömmu sem vildi allt fyrir mig gera. Ég bað þig um að gera allt milli himins og jarðar; sumir hlut- ir sem ég bað þig um voru yfirleitt frekar heimskulegir en þú bakk- aðir mig samt alltaf upp. Þegar ég var yngri fannst mér ekkert skemmtilegra en að fá að gista heima hjá þér, en við vorum saman vinirnir þegar afi var að gæda á sumrin. Núna er ég svo svakalega þakklátur fyrir það hversu dugleg þú varst þó þú hafir verið að eiga við öll þín veikindi. Það er nefnilega þannig að við njótum góðs af því. Sjálfur get ég eiginlega ekki lýst því hversu ánægður ég er að eiga allt það handverk sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina og ég veit að fólkið í kringum þig er það líka. Amma, þú varst alltaf svo góð við alla í kringum þig og lést öllum líða svo vel. Þú varst með ótrúlega góða nærveru, sem ég á eftir að sakna alveg óendanlega mikið. Ég ætla sjálfur að reyna að taka þig meira til fyrirmyndar hvað varðar alla þá jákvæðni sem þú bjóst yfir. Það er í raun alveg ótrúlegt hversu já- kvæð þú varst. Afi var kannski ekki alltaf sammála þér en þið vor- uð þetta yin-yang sem einkennir oft góð hjónabönd. Það stoppaði þig ekkert, þú varst á fullu í handvinnunni, leirn- um og fleira en ekki síst er það blessuð vatnsleikfimin, eða vatns- ballettinn eins og afi kallar þetta. Ég gleymdi nefnilega að hrósa þér fyrir að hafa náð að draga afa með þér í hana. Gamli kallinn hefur al- veg svakalega gott af því að fá þessa hreyfingu sem er svo mik- ilvæg fyrir fólk á ykkar aldri. Þegar þú, mamma og Gréta komuð í heimsókn til okkar Guð- rúnar í Elverum man ég hvað við hlógum og skemmtum okkur vel í bílnum frá flugvellinum og mamma sagði við mig að það ættu nú örugglega ekki margir svona ömmu eins og ég. Í þeirri sömu ferð fattaði ég í raun og veru hvað- an ég hefði kaupsýkina. Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða nei- kvætt en þú vildir oft kaupa allt sem þú sást. Það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að ég og mamma erum nefnilega alveg eins hvað þetta varðar við erum kaupsjúk og hvatvís alveg eins og þú. Mér þykir það svo sárt að þú munir ekki fá að hitta væntanlegt barnabarnabarn þitt í sumar, en ég veit að þér finnst það enn erfið- ara en mér. Ég mun segja honum frá öllu því sem þú gerðir fyrir mig og hversu góð og yndisleg amma þú varst. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af afa Þráni því að við munum hugsa alveg óendanlega vel um hann. Við munum öll reyna að fylla í það risastóra skarð sem þú skilur eftir þig en það gæti samt reynst erfitt. Amma mín, ég vona innilega að þú sért komin á betri stað, að þú sért komin á stað þar sem þér líður svakalega vel. Ég vona að það sé mátulega heitt hjá þér og ég vona að þú sért að slaka á í sólbaði með Amarula í hönd og sért að spjalla við ömmu Gógó. Með ástarkveðju, besti strákurinn hennar ömmu, Þráinn Orri. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir uppáhaldskonunni okkar, vinkonu og okkar helstu fyrirmynd, henni ömmu Grétu. Hún amma var einstök kona og áttuðum við okkur fljótt á því að hún væri okkar helsta vinkona því það var alltaf gleði og stutt í hlát- ur þar sem hún var. Við lærðum margt af henni ömmu, hún var svo lífsglöð, jákvæð, góð við aðra og lét ekkert stoppa sig. Við dáðumst að því hvað hún amma var alltaf vel til höfð og glæsileg. Okkur þótti ekkert skemmtilegra en að máta skóna hennar, fikta með málningardótið hennar og setja á okkur hatta og smellueyrnalokk- ana hennar. Því í augum okkar var hún prinsessa, átti veski í stíl við öll dress, slæður í tugatali og endalaust af glingri. Svo kenndi hún okkur líka að baka og það fór heilt sumar í það að gera sömu kökuna aftur og aftur því skúffu- kakan með appelsínukreminu var svo góð. Við nutum þess að vera hjá ömmu og afa því þolinmæðin og umhyggjan var svo mikil. Frá Þingvöllum eigum við margar góðar minningar úr bú- staðnum þeirra. Á meðan afi fór út á bátinn bökuðum við vöfflur með ömmu og biðum spenntar eftir því að fá afa heim með fisk. Svo fórum við líka oft fjögur sam- an í Yfir, þar sem við stilltum okk- ur upp sitt hvoru megin við bú- staðinn og köstuðum bolta á milli. Þegar líða fór á kvöldið fórum við svo að spila. Það er varla í frásög- ur færandi en við frænkurnar tók- um eitt sinn upp á því að svindla á gömlu hjónunum í spili. Það komst nú fljótt upp því staðan var orðin 13-0 fyrir okkur, og enn þann dag í dag erum við stimpl- aðar helstu spilasvindlarar fjöl- skyldunnar. Við hlustuðum líka á sæta tónlist þar sem amma og afi sýndu okkur hvernig þau dönsuðu í gamla daga og við tókum sporin með þeim. Eftir dansinn lokuðum við okkur inni í herbergi eða fór- um upp á loft og bjuggum til leik- rit eða dansatriði sem við sýndum þeim svo – því þau voru bestu áhorfendurnir og dáðust að okk- ur. Við gætum haldið endalaust áfram því þessar minningar eru okkur ómetanlegar. Það eru for- réttindi að fá að eyða svona mikl- um tíma með ömmu sinni og afa. Fyrir þetta erum við ævinlega þakklátar og tökum þetta með okkur áfram út í lífið. Nú vakir elsku amma Gréta yf- ir okkur, passar upp á okkur og er með okkur í anda. Það er sárt að kveðja þann sem maður elskar mest. En við hittumst aftur síðar. Sofðu rótt, elsku amma okkar. Viktoría og Gréta Karen. Það er gæfa sérhvers manns að kynnast góðu fólki. Mín gæfa var að kynnast konunni minni og hennar fjölskyldu, þá sérstaklega Grétu. Elskulegri og betri kona er vandfundin. Hún var stórglæsi- leg, alltaf svo falleg og vel til höfð. Gréta var hlý og einlæg og var alltaf tilbúin að hjálpa öllum og þess nutu barnabörnin hennar í ríkum mæli. Gaman var að koma á Barðaströndina, þar sem þau hjónin áttu fallegt heimili og höfðu þau gaman af því að taka á móti gestum. Ég minnist allra úti- legu- og utanlandsferðanna sem við fórum í saman, þá var oft glatt á hjalla. Mér er sérstaklega minn- isstæð ferð okkar um hálfan hnöttinn til Nýja-Sjálands í brúð- kaup hjá barnabarni, það stoppaði hana ekkert! Ég kveð með söknuði þessa yndislegu konu sem hefur reynst mér svo vel. Jón Þráinsson. Í dag kveðjum við hana Grétu okkar, hans Þráins. Gréta hafði einstakt jafnaðargeð, var vel greind og hafði mjög gott minni, fylgdist vel með öllu. Minningar- brotin hrannast að þegar þú hverfur á brott. Mikil og sterk fjölskyldutengsl hafa einkennt okkar litlu fjölskyldu en Þráinn og mamma eru bara tvö systkinin og því gaman að koma í afmæli og veislur hjá Grétu þar sem hún átti svo stóra fjölskyldu. Við systkinin eigum margar góðar minningar með Grétu og Þráni, sumarbústaðaferðir, veiði- ferðir og fjölskylduboð um hver jól og afmæli. Það var fastur liður á gamlárskvöld að Gréta kom með sitt fólk á heimili móður okkar, þar var slegið á létta strengi, skot- ið upp flugeldum og farið á brennu. Hún var hrókur alls fagn- aðar, hún hafði þann eiginleika að draga alltaf fram það jákvæða í fari allra. Nú um áramótin hittist fjölskyldan eins og vanalega en við tókum eftir því að Gréta var ekki alveg nógu hress, en jákvæðnin skein úr andliti hennar. Gréta bjó manni sínum og börnum fagurt heimili og var allt- af gaman að koma í heimsókn á Barðaströndina. Ég, Erla, Gunn- ar og mamma okkar Ingveldur, Gréta og Þráinn höfum átt marg- ar notalegar samverustundir, allt frá því við vorum lítil til dagsins í dag. Það eru stundir sem okkur þykir vænt um og eru okkur dýr- mætar. Gréta var ein af þessum stóru, sterku persónum sem við vorum svo lánsöm að umgangast í gegnum árin. Elsku Gréta, nú hefur þú kvatt þennan heim og farið á vit nýrra heimkynna, við kveðjum þig með þakklæti, það var mannbætandi að umgangast þig. Elsku Þráinn og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð í söknuði ykkar. Ásgerður, Erla og Gunnar. Í dag er til moldar borin Mar- grét Björgvinsdóttir, vinkona mín. Með henni er gengin mikilhæf mannkostakona. Maður heldur sig ríkan, með gnótt vina. En þegar spilin eru stokkuð vaknar maður við að aðeins fáir eru manni sér- lega kærir og eftirminnilegir, sem skilja eftir sig spor sem aldrei fennir í. Þannig var hún Gréta. Við kynntumst í kvenfélaginu Keðjunni, félagi eiginkvenna vél- stjóra, og áttum þar margar góðar stundir. Við sátum saman í stjórn félagsins í nokkur ár, m.a. þegar Keðjan réðist í smíði sumarhúss á Laugarvatni. Gréta var svo sann- arlega betri en enginn í slíkum framkvæmdum. Dugleg, atorku- söm og klár. Hún vílaði ekkert fyr- ir sér, alltaf glöð og gott var að vera í návist hennar. Ég á ótal góðar minningar um samveru okkar Grétu sem ylja nú að henni genginni. Gréta veiktist fyrir 30 árum og höfðu þau veikindi mikil áhrif á allt hennar líf. Þrátt fyrir það gaf hún aldrei eftir, ferðaðist innan- lands og utan og naut samvista við fjölskyldu sína, Þráin og krakk- ana. Fráfall hennar nú er þyngra en tárum taki og missirinn er mik- ill. Ég mun sakna hennar mjög en á sama tíma er ég þakklát fyrir all- ar glaðar og góðar stundir sem við áttum saman. Þráinn, börnin og fjölskyldur þeirra sjá nú á bak eiginkonu og móður sem bar umhyggju fyrir þeim og studdi þau í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Minningin um Grétu og allt sem hún var þeim styður þau í sorg þeirra og ég veit að hún verður þeim styrkur og hvatning til framtíðar. Þeim votta ég mína innilegustu samúð. Sigríður Smith. Margrét Björgvinsdóttir ábyrgðarstöðum fyrir Hægriflokk- inn og tvö kjörtímabil var hann næstráðandi í flokksstarfinu. Á kjörtímabilinu 2003 til 2007 var hann kjörinn varamaður í borgar- stjórn og kjörtímabilið 2007 til 2011 sat hann þar sem kjörinn fulltrúi, ásamt því að taka sæti í stýrinefnd flokksins. Jón Steinar naut almennrar virðingar. Það var ekki aðeins vegna stöðu hans sem fræðimanns heldur einnig fyrir framlag hans til stjórnmálanna. Hann var maður rökfastur og færði rök fyrir máli sínu á grunni staðreynda og þekk- ingar, sem hann var fús að deila með öðrum. Hann var félagslyndur, opinn og áhugasamur um það sem fólk hafði fram að færa á fundum. Það var auðvelt að slaka á, brosa og njóta góðra samræðna í félagsskap Jóns Steinars. Hann beitti í sér mörgum málaflokkum og helstu áhugamál hans voru borgarskipulag og um- hverfismál. Jón Steinar talaði fullkomna norsku, með einkennandi íslensk- um hreim. Það gerði hann að góð- um sendiherra fæðingarlands síns og þá sérstaklega Íslands nú- tímans. Við erum þakkát fyrir framlag Jóns Steinars til samfélagsins í Þrándheimi. Fyrir hönd Hægriflokksins í Þrándheimi, Ingrid Skjøtskift. Það var mikill heiður að fá að vera vinur Jóns Steinars Guðmundssonar. Þegar dauðinn beið við dyrnar hittumst við í Þrándheimi til að kveðjast. Jón Steinar sendi mér kennslu- bók í olíuverkfræði í haust. Vegna veikinda föður míns og andláts gat ég ekki gert bókinni viðunandi skil í Morgunblaðinu. Á dánarbeðinum reisti Jón Steinar sig upp og skrif- aði falleg orð í bókina. Það var eina eintakið sem hann undirritaði og það síðasta sem hann skrifaði. „Vertu trúr vinum þínum, nú og alltaf,“ skrifaði hann. Áttum við síðan stutt samtal sem urðu drög að viðtali. Jón Steinar var hógvær þegar spurt var hvað stæði upp úr á ferl- inum. Sagðist ekki vilja mikla eigin verk. Það væri skylda vísinda- mannsins að miðla þekkingu til al- mennings. Tilviljanir hefðu ráðið miklu um líf hans. Hann sagði svo dæmisögu af pípulagningamanni og flæði efna um rör. Vegna slíkra rannsókna skipaði Jón Steinar sér í fremstu röð olíuverkfræðinga í Noregi. Það var mikið afrek. Þegar olíudraumar Íslendinga risu sem hæst var Jón Steinar mér innan handar við greinarskrif í Morgunblaðið. Leyndi sér þá ekki að hann þekkti marga áhrifamenn í olíuiðnaðinum. Jón Steinar hafði yfirburða- þekkingu á orkumálum. Hann fylgdist vel með heimsmálum og tók þátt í störfum Hægri flokksins í Noregi. Þessi blanda gerði hann að sérstaklega skemmtilegum félaga. Hann hafði mikla hæfileika til að útskýra flókna hluti og hefur sem kennari áreiðanlega breytt lífi fjölda fólks. Hann gerði þá kröfu að menn rökstyddu mál sitt. Þannig urðu samræður á góðri stundu með Jóni Steinari og syni hans, Magn- úsi Ara, eins og kennslustund. Nú bíður það okkar Magga að halda minningu hans á lofti. Jón Steinar var höfðingi heim að sækja og glæsilegur á velli. Af- burðagreindur og fullur sjálfsör- yggis smitaði hann út frá sér lífs- orku og metnaði. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöld eitt þegar hann var á leið á samkomu í Þrándheimi. Rifjuðust þá upp frá- sagnir af því hvernig Einar Bene- diktsson skáld skar sig úr fjöldan- um. Maður kynnist aðeins nokkrum svona mönnum á lífsleið- inni. Jón Steinar sýndi mikið æðru- leysi þegar óvæginn sjúkdómur tók sig upp á ný. Áður en við kvöddumst gekk ég eftir aðalgöt- unum í Þrándheimi og hugsaði hversu stór hluti af manni deyr þegar góður vinur fellur frá. Það er virkilega sárt. Baldur Arnarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.