Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ Ester Gísla-dóttir fæddist 13. október 1926 í Reykjavík og ólst þar upp og starf- aði alla tíð, m.a. við verslunarstörf. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 22. desem- ber 2017. Foreldrar Est- erar voru Gísli Þorkelsson, f. 1857, d. 1943, steinsmiður og múrari, og Rannveig Jónsdóttir, f. 1898, d. 1978, húsfreyja, búsett í Reykjavík. Systkini Esterar voru Sigurður Svavar, f. 1920, d. 1988, Tryggvi f. 1922, d. 2000, Guðríður Sigrún, f. 1924, d. 1998, Gísli Þorkell, f. 1928, d. 1943, Þorkell Jón, f. 1934, d. 1997, og Garðar, f. 1938, d. 1941. Ester giftist þann 14. júní 1947 Valtý Guðmundssyni f. Guðrún, f. 2017. d) Styrmir, f. 1990. 2) Guðmundur Hafþór, f. 1953. Maki Jónína Jóhanns- dóttir, f. 1957. Börn: a) Bjarki Freyr, f. 1976, í sambúð með Gunnhild Haslerud, f. 1979. Börn Bjarka: Helena Björk, f. 1998, Birta, f. 2001, Eiður Breki, f. 2006. b) Dagmar Dögg, f. 1980, d. 1981. c) Fann- ar Þór, f. 1982, í sambúð með Ylfu Björgu Jóhannesdóttur, f. 1984. Börn: Dagbjört Nína, f. 2015, Auður Örk, f. 2017. d) Dagný, f. 1988, d. 1989. 3)Hörður Már, f. 1959. Maki Helga Hrönn Hilmarsdóttir, f. 1964, börn: a) Berglind Björg, f. 1978, maki Ásgeir J. Ás- geirsson, f. 1972, börn: Sindri Freyr, f. 1996, Fannar Páll, f. 2003. b) Hjalti, f. 1990 c) Signý, f. 1992 d) Anna, f. 1996. 4) Edda Valdís Valtýsdóttir, f. 1968, maki Kjartan Tumi Bi- ering, f. 1973, dóttir þeirra er Hildur Júlía Biering, f. 2014. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. janúar 2018, klukkan 13. 1925, d. 1991, skip- stjóra hjá Reykja- víkurhöfn. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson, f. 1894, d. 1963, skipstjóri, og Guðlaug Gríms- dóttir, f. 1890, d. 1982, húsfreyja, búsett í Reykjavík. Börn Esterar og Valtýs eru: 1) Gísli Sævar, f. 1947, börn: a) Hanna Berglind, f. 1971, maki Ragnar Guðmannsson, f. 1971, börn: Jökull Ágúst, f. 1999, Sóldís Rós, f. 2005, Heið- dís Brá, f. 2009, Blædís Lukka, f. 2013. b) Rúnar Gíslason, f. 1971, maki Ásdís Björg Pálma- dóttir, f. 1976, börn: Blær, f. 1997, Andrea Líf, f. 2003, Alex- andra, f. 2005, Ísabella, f. 2010. c) Bergdís Ester, f. 1981, maki Kristian Jensen, f. 1981, börn: Bjarki Noel, f. 2010, Friða Ævin er full af litlum molum sætum og beiskum, súrum og sterkum. Molum sem veita nýja sýn, og reynslu sem þú berð. Þetta geta verið fúlir molar, jafnvel harðir, meiðandi og ógeðslegir. Stundum fylgja þeim ný tækifæri og stundum geta þeir leitt til nýrra kynna. Jafnvel kanntu að upplifa mikla gleði vegna þeirra, allavega um stundarsakir. Sumir molarnir geta jafnvel orðið að gullmolum sem þú hefðir ekki viljað missa af. Ævin er full af svona molum. Hún er samansett af litlum brotum sem púslað er saman á óskiljanlegan, jafnvel öfugsnúinn hátt. Útkoman er algjörlega einstök ævi einnar manneskju. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þetta ljóð kallast á við hug- renningar mínar við andlát móð- ur minnar sem ég var samferða í 65 ár. Takk fyrir samfylgdina, mamma mín. Guðmundur. Ég ætla að skrifa nokkrar lín- ur til minningar um tengdamóð- ur mína til tæplega 40 ára. Ester hafði einstaklega mikla ánægju af því að glugga í minn- ingargreinar og spá í lífshlaup og sögu, að ég tali nú ekki um ætt- fræði samferðafólks og landa sinna. Hún var afskaplega vel lesin og þekkti vel sögu lands og þjóð- ar og þjóðanna í kringum okkur. Ester var fædd 1926 í Aust- urbæ Reykjavíkur og ólst upp að Urðarstíg 14, og bjó þar til tví- tugs eftir því sem ég best veit. Það voru mjög erfiðir tímar á Íslandi og í heiminum þegar hún var að alast upp því heimskreppa var skollin á. Þetta hafði miklar afleiðingar fyrir okkur Íslend- inga, og þarna var Ester ung- lingur. Seinni heimsstyrjöldin tók svo við og má nærri geta að það að alast upp á svona víðsjárverðum tímum eins og þarna, hafi mótað skoðanir hennar og lífsviðhorf. Hún þekkti Reykjavík afskap- lega vel, sérstaklega á öldinni síðustu. Hún kynntist flottum strák á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1944, við stofnun íslenska lýð- veldisins. Valtýr Guðmundsson hét sá strákur, innvígður Vest- urbæingur. Ester og Valtýr giftust og eignuðust fjögur velheppnuð börn. Ég kynntist Ester tengda- mömmu þegar hún var liðlega fimmtug og ég um tvítugt. Við Ester gerðum margt sam- an, fórum í bæjarferðir og á tón- leika og fleira. Ég var mjög hissa á því hvað hún þekkti marga, en hún var að sjálfsögðu innfæddur Reykvíkingur úr Þingholtunum og var ákaflega stolt af því. Ég á minningu frá einni slíkri bæjarferð þar sem við vorum á gangi á Lokastígnum og gengum fram á ungan mann sem var að vinna í garðinum sínum í góða veðrinu. Ungi maðurinn var tek- inn tali og kom þá í ljós þegar hún fór að grennslast fyrir um ættfræði hans að Ester kannað- ist við pabba hans en nauða- þekkti afa mannsins og var meira að segja með sögur af hon- um, unga manninum til sérstakr- ar skemmtunar. Fjölskyldan var á tímabili dugleg að fara í sumarbústaða- ferðir sem við höfðum sérlega gaman af og er ég nú bara að láta hugann reika og eru góðar minn- ingar sem koma upp í huga minn. Ég man eitt sinn eftir því að farið var að Úlfljótsvatni og borðað og drukkið og farið í laut- arferð út í móa og dinglað sér við lækjarnið og kyrrð. Þetta var Ester alveg til í, og að leika með sprek og eldspýtur og fikta smá. Ég á sjálf margar góðar minn- ingar úr minni bernsku úti í nátt- úrunni að tína ber. Það sem við gerðum einu sinni, við Ester, var að fara í kvöldgöngu hérna rétt upp við Rauðavatn með Útivist, minnir mig, og gengum og geng- um í halarófu náttúrulega en það gleymdist nestið í ferðina góðu og voru bara borðuð berin blá á leiðinni. Ég man hvað ég var glöð að hún skyldi nenna að koma með mér í þessa ferð, sem var svo einstaklega vel lukkuð fannst okkur báðum. Hún Ester hafði sérlega gam- an af að ferðast og það var eig- inlega betra að það væri hærra hitastig en 10° þangað sem hún fór. Fóru þau hjón í margar slík- ar ferðir með góðum vinum sín- um. Nú hefur hún farið í sína síð- ustu ferð, elsku Ester mín, ég þakka fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning þín, Kveðja Jónína. Virðuleg tengdamóðir mín kvaddi þennan heim tveimur dögum fyrir jól. Mig langar að skrifa nokkur orð til að minnast hennar. Fyrir rétt tæpum þrettán ár- um var ég svo lánsamur að kynn- ast eiginkonu minni, Eddu Val- týsdóttur. Fljótlega eftir að það samband hófst var ég drifinn í heimsókn til Esterar svo hún gæti fengið að hitta nýja kærasta dóttur sinnar. Ég verð að við- urkenna að ég var frekar stress- aður fyrir þann fund. En þær áhyggjur reyndust ástæðulaus- ar. Ester tók mér afar vel og það eyðilagði ekki fyrir mér að Ester mundi eftir öfum mínum og ömmum frá því í gamla daga í Reykjavík. Ester var nefnilega Reykjavíkurmær, fædd og upp- alin í smábæ sem óx og dafnaði með henni uns hún bjó í borg. Það var alltaf gaman að ræða hlutina við Ester enda var hún vel inni í flestum málum. Hún las öll dagblöð frá upphafi til enda, eins og um skyldulesningu væri að ræða. Skemmtilegast þótti mér að vera ósammála henni, hvort sem ég var það eða ekki. Í þannig rökræðum fékk maður, oftar en ekki, að njóta kímnigáfu og skemmtilegrar sýnar hennar á hin ýmsu mál. Allra skemmti- legast þótti mér að ræða við hana um stöðu einstæðra mæðra sem þurftu jafnvel að búa í fé- lagslegu húsnæði, en ekki meira um það hér. Ester kunni þá list að njóta lífsins, hún ferðaðist, fór á tón- leika, leikhús, las bækur, horfði á sjónvarp og kunni vel að meta það sem vel var gert. Hún kunni líka ágætlega þá list að segja skoðun sína á því sem betur hefði mátt fara. Hún hafði nefnilega skoðanir, hún Ester mín. Skoð- anir á listum, fréttum, pólitík, fólki og því sem fólk tók sér fyrir hendur. Ester var í einu orði sagt vel hugsandi manneskja sem bjó yfir ríkum skilningi á mörgum hlutum. Hún var hins vegar umfram allt alveg hrika- lega skemmtileg. Elsku Ester mín, eða eins og ég kallaði þig stundum til að stríða þér, virðuleg tengdamóðir mín; ég vona svo innilega að þú sért komin á betri stað og hafir fundið þann frið í sálu þinni sem ég veit að þú þráðir svo mjög síð- ast þegar við hittumst. Þakka þér fyrir samfylgdina. Ég mun sakna þín. Kjartan Tumi Biering. Hún amma Ester verður alltaf í mínum huga skemmtilega hressa amman sem virtist geta flestallt. Það mátti ekki gefa í skyn að hún væri neitt gamal- menni, enda var hún það ekki. Einu sinni þegar ég var táningur fórum við til Portúgal með ömmu. Ég var ansi fótfúin í hin- um og þessum útsýnisferðum en þegar ég kvartaði var bara bent á ömmu, sem nánast skokkaði fremst í flokki. Þegar ég var tvítug flutti ég til útlanda og hef búið erlendis síð- an. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn var hún létt í lund, tilbúin með kaffið og spurningar um það hvað á daga mína hefði drifið. Seinna hef ég svo komið með börnin mín og þrátt fyrir að Bjarki talaði enga íslensku var Rauðhetta og úlfurinn dregin fram og þau skemmtu sér vel saman. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og allar skemmtilegu samveru- stundirnar. Mun alltaf minnast þeirra. Bergdís Ester Gísladóttir. Á vegamótum þegar æskan endar og æskudraumar hverfa bak við ský. Hve margar gamlar myndir eru brenndar, hve margt sem aldrei vaknar upp á ný. Þeir heiðu morgnar hárra sólardaga þau hljóðu kvöld, er sáu nýjan dag. Það blóm, hvar geymist lítið ljóð og saga, það lauf sem féll í haust við sólarlag. (H.K.) Þegar við minnumst föður- systur okkar, Esterar Gísladótt- ur, koma þessar ljóðlínur upp í hugann. Einstakur vinskapur var alla tíð á milli foreldra okkar, Sísíar og Kolla, og þeirra Ester- ar og Valla og samgangur mikill á milli Granaskjólsins og Mela- brautarinnar. Öll höfðu þau yndi af því að syngja og alltaf tóku þau undir hvert hjá öðru. Það var á slíkum stundum sem við börnin á Melabrautinni áttuðum okkur á því hversu nátengd systkinin á Urðarstígnum voru. Ester var einnig mikil vinkona mömmu okkar og góður ferða- félagi hennar eftir lát pabba. Þær höfðu báðar mjög gaman af því að ferðast og fóru oft til sól- arlanda. Mikil vinna var lögð í skipulagningu ferðanna og ferðasögurnar margar. Ester var einnig heiðursfélagi í klúbbi sem stofnaður var fyrir nokkrum árum, en félagar í klúbbnum voru auk okkar systra og mömmu, eiginkona Gísla Þórs, og dætur Tryggva, bróður pabba og Esterar. Þrátt fyrir töluverðan aldursmun á félögum klúbbsins, Ester að sjálfsögðu aldursforsetinn, fannst það ekki þegar við komum saman. Það var alltaf fjörugast þegar aldurs- forsetinn mætti á fund og mikið sungið. Ester var fróð og vel gef- in kona og alltaf gaman að hitta hana. Hún lét sér annt um okkur systkinin alla tíð og vorum við alltaf velkomin til hennar, til að leita ráða eða bara til að spjalla. Ester var aufúsugestur í fjöl- skylduboðum, aldursforseti og höfuð ættarinnar, og öllum þótti gaman að hitta hana. Nú er kom- ið að vegamótum hjá Ester og munum við öll sakna hennar mikið. Við viljum þakka Ester frænku okkar fyrir samfylgdina í gegnum árin því það var mann- bætandi að þekkja hana. Við sendum, Gísla, Gumma, Herði, Eddu og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur því þeirra er missirinn mestur. Svava Kristín, Rannveig Björk og Gísli Þór, Þorkelsbörn. Í dag kveð ég góða vinkonu, Ester Gísladóttur, sem ég hitti fyrst fyrir 43 árum. Fyrsta minning mín um Ester er um hana í eldhúsinu á heimili hennar í Granaskjóli. Hún heldur á litlu desilítramáli úr stáli með mjólk í. Hávaxin og bein í baki með bux- urnar uppbrettar yfir hné svo skín í granna, slétta og áberandi glansandi leggi. Þegar hún sér undrunarsvip minn segir hún kímin á svip, eins og henni einni er lagið. „Mjólkin er svo miklu betri þegar maður drekkur úr stáli“. Álíka góð og áhugaverð ráð átti ég eftir að fá frá henni þegar fram liðu stundir. Ester var mamma Eddu, bestu vinkonu minnar. Ég var heimagangur á heimili hennar í Granaskjóli 42 alla mína barn- æsku og unglingsár og í raun líka þegar hún flutti á Afla- granda. Ester ýtti fast í öxlina manns þegar hún hló og hún var mjög hláturmild manneskja. Hún vann í Miðbæjarmarkaðn- um hjá Maríu, hafði sterkar skoðanir á öllu, ekki síst pólitík- inni og hún spáði í bolla. Það gerði hana bæði veraldarvana og dularfulla fyrir mér. Hún leyfði okkur Eddu líka allt sem við vildum. Hvort sem um var að ræða að draga allar sængur heimilisins fram á gang til að búa til barbíveröld, leika okkur með gamla skó- og hattasafnið sitt á stigapallinum eða að fá kettling til að leika við. Ég minnist þess ekki að hún hafi sett uppátækj- um okkar neinar hömlur. Alltaf var komið fram við mann af virð- ingu og svigrúm fyrir frelsi var ekki af skornum skammti í Granaskjólinu þar sem Ester rak heimilið af miklum myndar- brag. Samskipti okkar á milli voru mikil og opin alla tíð þrátt fyrir aldursmun og ólíkar heim- ilisaðstæður. Ég verð henni æv- inlega þakklát fyrir það. Ég er síðan óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá henni og kveðja hana daginn sem hún skildi við. Það var einlæg og fal- leg stund. Ester var svo tilbúin hvíldinni. Ég get vel séð hana fyrir mér á hlýjum stað hlæjandi með uppbrettar skálmar svo skín í glansandi leggi. Minning um sterka og góða konu lifir. Ingibjörg Anna. Elsku Ester mín. Þá er komið að leiðarlokum. Upp á síðkastið varð þér tíðrætt um að nú væri komið nóg, þú varst búin að lifa góðu og inni- haldsríku lífi. Okkar kynni hóf- ust fyrir 35 árum þegar við Edda urðum vinkonur, mál þróuðust með þeim hætti að við tvær urð- um líka bestu vinkonur. Þegar Edda flutti til Danmerkur og mamma mín dó tókst þú mér eins og þinni eigin dóttur. Hjá þér átti ég ávallt skjól og þú varst alltaf til staðar á góðum tímum eins og þeim erfiðu. Margs er að minnast og margt ber að þakka, svo margar góðar stundir sem við áttum saman. Við sóttum saman tónleika, leik- hús og kaffihús en fyrst og fremst sátum við og spjölluðum. Að eiga góðan vin eins og þig sem var með meiri reynslu af líf- inu en maður sjálfur hefur verið ómetanlegt. Að koma til þín að leita ráða og diskútera lífið og tilveruna voru yndisstundir. Ég væri ekki í dag það sem ég er nema fyrir þig, þú varst minn klettur. Takk fyrir mig og mína. Sjáumst hressar í næsta lífi. Kveðja, þín Brynja. Ester Gísladóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUNNARS VALS ÞORGEIRSSONAR brunavarðar. Dætur, tengdasynir og aðrir aðstandendur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÓLAFSSON frá Syðra-Velli í Flóa, Unnarstíg 6, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi mánudaginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. janúar. klukkan 13. Guðný Kristjánsdóttir Gísli Kristjánsson Þorvaldur Kristjánsson Jóna Ólafsdóttir Flosi Kristjánsson Ragna Þórhallsdóttir Sævar Kristjánsson Pétur Kristjánsson Ólafur Grétar Kristjánsson Íris Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku litla ljósið okkar, HEIÐRÚN ELÍSABET LEÓSDÓTTIR, lést föstudaginn 12. janúar á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 22. janúar klukkan 13. Júlíana Karvelsdóttir Leó Baldursson og aðrir aðstandendur Okkar elskulega INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Goðheimum 22, Reykjavík, lést föstudaginn 12. janúar á Landspítala. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Jennýjar Lilju. Geir Ágústsson Ágúst Geirsson Ingibjörg Sigurðardóttir Ingi Örn Geirsson Soffía St. Sigurðardóttir Guðmundur Geirsson Ásta Snorradóttir Magni Þór Geirsson Fjóla Halldórsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.