Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ Helga Stein-unn Ólafs- dóttir fæddist á Akureyri 14. júlí 1937. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 11. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Guðmundsson, f. 15.5. 1918, d. 5.3. 2005, og Svein- björg Baldvinsdóttir, f. 6.12. 1916, d. 9.3. 2011. Systkini Helgu eru Þórey, f. 1942, (lát- in), Herdís, f. 1944, Lilja Rósa, f. 1947, Magnús, f. 1950, og Aðalheiður, f. 1956. Helga giftist árið 1957 Jens Ólafssyni verslunarmanni frá Stærri-Árskógi, f. 11.3. 1936, d. 15.8. 1998, og saman eign- uðust þau fjögur börn. 1) Ólaf- ur, f. 8.2. 1959, maki: Hanna Maídís Sigurðardóttir, f. 11.5. Barnabarnabörnin eru 13 tals- ins. Helga ólst upp á Naustum og gekk í skóla á Akureyri þar sem hún lauk gagnfræða- prófi. Eftir skólagöngu hóf Helga störf hjá POB á Akur- eyri þar sem hún vann í nokkur ár. Auk þess að sinna barnauppeldi vann hún ýmis verslunarstörf, meðal annars hjá matvöruverslunum víða um land. Helga starfaði einnig í nokkur ár hjá gullsmiðunum Sigtryggi og Pétri á Akureyri. Síðustu æviár Jens bjuggu þau á Höfn í Hornafirði. Eftir and- lát hans flutti Helga aftur á heimaslóðir þar sem hún vann í Bónus til starfsloka. Helga var mikil hannyrðakona, söng í kór og hafði yndi af dansi. Síðustu æviárin átti hún mjög kæran vin, Kristján Þórðar- son. Síðastliðna sex mánuði bjó Helga á Grenihlíð á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem hún lést. Útför Helgu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Stærra-Árskógskirkjugarði. 1960. Börn: Jens, f. 25.4. 1978, Erna Hrönn, f. 15.6. 1981, og Brynjar, f. 17.8. 1985. 2) Guðný Björg, f. 26.1. 1961, maki: Gunnar Þór Þór- arnarson, f. 18.2. 1959. Börn: Lovísa Þóra, f. 6.5. 1981, og Ey- þór Jens, f. 10.11. 1988. 3) Sigrún, f. 26.12. 1962, maki: Stefán Sigurðsson, f. 13.12. 1975. Börn: Salome Gunnur, f. 19.10. 1980, Helga Rut, f. 9.7. 1984, Andri Geir, f. 30.7. 1992, og Eva Lind, f. 29.1. 1995. 4) Halldór, f. 19.1. 1964, maki: Margrét Ármann, f. 10.10. 1965. Börn: Helgi Steinar, f. 21.9. 1984, Arndís, f. 30.1. 1997, og Björn, f. 22.4. 1998. Fyrir átti Jens Ásthildi Eygló, f. 1.10. 1957. Elsku mamma mín. Nú hefur verið blásið á logann á kertinu þínu, þú ert komin á betri stað og laus við þennan ömurlega sjúkdóm sem alzheimer er. Þú komst nú víða við á þinni lífsleið þar sem þið pabbi bjugguð í öll- um landshlutum mestmegnis við það að vinna hjá kaupfélögum landsins. Ég veit að þú varst ekki sátt við mig þegar ég vildi ekki fara með ykkur frá Akur- eyri heldur flutti til ömmu og afa þá 11 ára gamall, en við hitt- umst nú alltaf samt reglulega þegar ég kom í heimsóknir til ykkar eða þið komuð til Akur- eyrar. Á Höfn bjugguð þið er pabbi lést árið 1998, aðeins 62 ára gamall. Árið 2000 fluttir þú aftur til Akureyrar þar sem við Hanna bjuggum ásamt börnum okkar þeim Jenna, Ernu Hrönn og Brynjari. Þá má segja að hafi byrjað nýr kafli í okkar lífi þar sem við áttum saman miklar og góðar ánægjustundir. Við hitt- umst nánast daglega eða töl- uðum saman í síma, fórum sam- an í sumarbústaði, vorum saman á jólum og áramótum. Mátti helst aldrei fara neitt án þess að amma væri með eða „hver hugs- ar þá um ömmu ef hún er ekki með,“ sögðu börnin mín sem nutu þess að hafa þig með eða fara til þín í heimsókn. Síðan fæðast Máni Steinn 2001 og Silja Sól 2003. Varst þú mikil partur í uppeldi þeirra frá upp- hafi og þau elskuðu ömmu sína mikið. Eftir að við fjölskyldan flutt- um suður 2005 en þú varst eftir á Akureyri, varst þú mjög dug- leg að koma til okkar og dvelja jafnvel í nokkrar vikur. Þú varst að vinna í Bónus þar sem þú naust þín vel og vildir ekkert fara frá Akureyri. Fyrstu árin töluðum við saman að lágmarki annan hvern dag en síðan höfð- um við aðeins lengra á milli þar sem þú hafðir oft varla tíma til að tala eftir að þú varst komin með kærasta, Kristján Þórðar- son, sem reyndist þér ákaflega vel og þið áttuð saman fallegt samband. Í veikindum þínum reyndist Kristján þér mjög vel og gerði þér kleift að vera eins lengi heima og hægt var. Viljum við þakka Kristjáni innilega fyr- ir allan stuðninginn við þig. Í byrjun júlí fluttist þú á Grenihlíð á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, þar sem þú bjóst til æviloka. Um miðjan júlí héldum við 100 manna veislu í tilefni 80 ára afmælis þíns þar sem þú naust þín í botn enda hafðir þú alltaf gaman af þegar slegið var upp veislu og þú hafðir allt fólk- ið þitt, fjölskyldu og vini í kring- um þig og var þetta góður dag- ur. Fljótlega upp úr því fór þér að versna og það frekar hratt. Síðasta samverustund sem við áttum saman var um jólin þegar við komum norður og héldum með þér jólin á Hlíð. Erum við Hanna, Brynjar, Erna Hrönn, Máni Steinn, Silja Sól, Elín og litla skottan hún Júlía Dís, sem elskaði að fá að skreppa norður að hitta ömmu sína, mjög þakklát fyrir þessa daga sem við áttum saman. Á Grenihlíð naust þú mikillar um- hyggju og vináttu hjá starfsfólk- inu sem reyndist þér mjög vel. Viljum við þakka Jóhönnu, Katrínu og starfsfólkinu öllu, kærlega fyrir þeirra frábæra starf. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allar okkar stundir sem ég minnist með gleði í hjarta þó að sorgin sé þar núna. Minning þín lifir. Þinn sonur Ólafur Jensson. Elsku mamma mín. Ekki átti ég nú von á að þú værir á förum strax en við vitum ekki hvaða tíma við höfum hér. Þegar ég fer að rifja upp okk- ar tíma kemur margt í hugann en sumt geymi ég með mér. Þú vannst mikið úti og hugsaðir um heimilið, þú saumaðir á okkur systkinin föt og prjónaðir peys- ur, varst mikil hannyrðakona, alltaf með prjóna eða saumadót þér við hlið. Þú saumaðir púða handa öllum langömmubörnun- um þínum sem þau munu eiga til minningar um langömmu sína. Alltaf þegar þú áttir von á okkur í heimsókn voru bakaðir staflar af kleinum og soðbrauði því þú vissir að okkur þætti það svo gott og svo bjóstu til heims- ins bestu kjötbollur úr saltkjöts- farsi. Þið pabbi flökkuðuð mikið um landið, við fluttum á Hornafjörð 1975 og þið voruð þar í nokkur ár en ég varð eftir og bjó þar í 30 ár. Sá staður átti mikið í ykk- ur og margar góðar minningar þaðan. Aðalvinnan þín í gegnum ár- um var í verslun, þú hafðir mik- ið gaman af að vera á kassa og ég veit að þú varst mjög vel lið- in við þau störf. Þú hafðir mjög gaman af músík og var harmonikkan í uppáhaldi og varst dugleg að fara á böll og dansa og þar kynntist þú Kristjáni sem var þér mikil stoð og stytta og þið fóruð í húsbílaútilegur og á böll og svo nutuð þið bara samvista hvort annars, vil ég þakka hon- um alla þá hlýju og umhyggju sem hann veitti þér, elsku mamma. Síðastliðið sumar héldum við upp á 80 ára afmælið þitt og þú varst svo glöð að sjá hve margir mættu til að fagna með þér og þú varst búin að hlakka til af- mælisins í marga mánuði. Þú fórst inn á Hlíð um mitt sumar 2017 og undir þér vel þar þótt þú ætlaðir alltaf heim aftur en dvölin þín þar var ekki löng, rétt um sex mánuðir. Þú hélst reisn þinni og vildir alltaf vera í fínum fötum passa að hárið væri fínt og flottar neglur og það var vel passað upp á það á Grenihlíð. Ég vil þakka öllu starfsfólki á Greni- hlíð fyrir ástúð og umönnun í garð mömmu og einnig öllum í heimahjúkrun og heimaþjónustu Akureyrar fyrir frábæra að- hlynningu og þjónustu sem mamma fékk þegar heilsu henn- ar hrakaði. Gunnar Þór, Lovísa og Eyþór þakka þér öll árin og góðar minningar og einnig litlu lang- ömmubörnin þín. Elsku yndislega mamma mín, nú hefur pabbi takið á móti þér og þið munuð dansa saman í draumalandinu, ég veit þú verð- ur fallegasta konan á ballinu. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Þín dóttir, Guðný Björg Jensdóttir. Þá er komið að kveðjustundu, mín kæra amma Helga. Þannig týnist tíminn og minningarnar sitja eftir. Hugurinn hefur verið á fleygiferð alveg síðan ég kvaddi þig vitandi að þetta yrði okkar síðasta kveðjustund. Þú varst mér svo dýrmæt, svo dásamleg vinkona alveg frá því ég var lítil stelpa. Pennavinkon- ur frá því að ég var sjö ára og þar til ég varð fimmtán. Í dag eru bréfin mínar gersemar sem ég geymi á góðum stað. Á sama stað geymi ég úrklippurnar sem þú safnaðir og tárin streymdu þegar ég sá að þú klipptir út hverja einustu auglýsingu, viðtal og mynd sem birtist af mér. Takk fyrir að vera svona stolt, elsku amma. Þú fylgdist með úr fjarska og varst fljót að láta heyra í þér ef þú sást mig í blöðunum eða heyrðir röddina mína í útvarp- inu. „Ferðu ekki að koma norð- ur Erna mín?“ hljómaði ósjaldan og sem betur fer lá leiðin oft til Akureyrar vegna vinnunnar. Þá nýtti ég tækifærið og fékk að kúra eftir gigg og þó stoppin væru yfirleitt stutt náði ég þó allavega kvöld- eða morgunsp- jalli. Hvað þú geislaðir að fá að hafa Ernuna þína hjá þér, það gladdi hjartað mitt. Hlýjan, hláturinn, gráturinn... við rædd- um gleði og sorgir og jafnvel það sem yfirleitt aldrei var rætt. Trúnaðarvinkonur þó að aldurs- munurinn hlypi á rúmlega fjór- um tugum. Við treystum hvor annarri án þess að dæma og bárum virðingu. Töluðum líka löngum stundum saman í sím- ann um allt og ekki neitt. Svo varð erfiðara fyrir þig að tala í símann og svo hætti hann alveg að hringja. Grimmi sjúkdómur- inn náði tökum á þér. Hljóðlát stóðum við hjá og gátum lítið gert nema vera til staðar. Fjar- lægðin var nístandi og svo erfitt að vera svona langt í burtu frá þér. Að við skyldum fara norður um jólin og vera með þér var svo dýrmæt ákvörðun, á bakvið eyrað blundaði sú hugsun að mögulega yrðu þetta þín síðustu jól. Börnin eru þakklát fyrir ömmu sína sem þau voru svo lánsöm að fá að alast mikið upp með og við biðjum góðan Guð að geyma þig á góðum stað. Við vitum að þú vakir yfir okkur og ert aldrei langt undan. Tónlist var þitt líf og yndi og sama hvaða verkefni ég tók þátt í vildirðu alltaf koma og sjá, hvort sem það væri Meat Loaf, Villi Vill, Hárið eða bara nokkur lög á Glerártorgi. Í dag eru tón- leikarnir þér til heiðurs og þú á fremsta bekk. Hvíldu í friði, fagri engill. Guð blessi þig og varðveiti þar til við hittumst á ný. Þín Erna Hrönn Ólafsdóttir. Elsku hjartans amma mín, nú ert þú farin frá okkur og í huga mínum er ég þess fullviss að afi tekur á móti þér opnum örmum. Hjartað mitt er kramið þessa dagana en ég er svo heppin að eiga fullt af góðum minningum um þig sem er svo ótrúlega dýr- mætt. Þegar ég og Bjössi bróðir vorum lítil, og mamma og pabbi voru í stórum verkefnum, vorum við systkinin svo heppin að amma Helga flaug suður til Reykjavíkur, flutti inn til okkar í nokkrar vikur til að hugsa um okkur og hlaupa undir bagga fyrir mömmu og pabba. Minn- ingarnar mínar um mig og ömmu Helgu eru margar og ljúfar. Við áttum ófáar stund- irnar þar sem við sátum við eld- húsborðið og spiluðum á spil. Uppáhaldsspilið okkar var veiði- maður og ég átta mig á því í dag að amma „leyfði“ mér næstum alltaf að vinna – ég sem hélt að ég væri algjör spilameistari. Amma var borinn og barnfædd- ur Akureyringur og þegar við fjölskyldan renndum norður þá kaus ég ávallt að gista hjá ömmu því það var svo gott að kúra saman. Hún var heldur aldrei að flýta sér og hafði næg- an tíma til að spjalla og bralla Helga Steinunn Ólafsdóttir ✝ Dóra Friðleifs-dóttir fæddist á Leifsstöðum við Kaplaskjólsveg 11. desember 1930. Hún lést á Landspítal- anum 12. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Friðleifur I. Friðriksson, f. 25. ágúst 1900, d. 9. mars 1970, og Hall- dóra K. Eyjólfsdóttir, f. 14. októ- ber 1902, d. 14. ágúst 1997. Dóra giftist 8. desember 1951 Guðjóni Árna Ottóssyni, f. 8. desember 1928, d. 16. apríl 2017. Foreldrar hans voru Ottó Eðvarð Guðjónsson, f. 10. október 1904, d. 16. mars 1971, og Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 8. september 1907, d. 21. desember 1977. Dóra var næstyngst systkina sinna en þau voru, Ingileif, f. 1921, látin, Frið- rik, f. 1922, látinn, Hjörleifur, f. 1923, látinn, drengur fæddur and- vana 1924, Margrét, f. 1924, látin, f. 1969. 6) Ottó Eðvarð, f. 9. apríl 1971, maki Valdís Ólafsdóttir. Synir þeirra eru Stefán Kári, f. 2001, og Tómas Magni, f. 2006. 7) Hulda, f. 20. maí 1975, maki Sveinn Albert Sigfússon. Barn þeirra er Freydís Katla, f. 2008. Fyrir átti Hulda soninn Daníel Ottó, f. 1997, með Michael Viney. Stjúpbörn Huldu eru Anton Ingi, f. 1994, Andri Freyr, f. 1996, d. 2014, Aldís Elva, f. 2000, og Írena Þöll, f. 2003. Barnabarnabörnin eru 13. Dóra ólst upp á Leifsstöðum við Kaplaskjólsveg fram til 14 ára aldurs er fjölskyldan flutti á Lind- argötu 60 en þar hófu þau Guðjón sinn búskap. Hún naut hefðbund- innar skólagöngu, var heimavinn- andi meðan börnin voru ung en vann ýmis störf seinna meir. Dóru var margt til lista lagt og liggja eftir hana sögur, ljóð, málverk og glerverk auk þess sem hún spilaði á gítar, píanó og munnhörpu. Helsta ástríða hennar var að spila brids. Þá átti golfið hug hennar á tímabili. Útför Dóru fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 19. janúar 2018, klukkan 11. Guðjón, f. 1926, og Franklín, f. 1945, látinn. Börn Dóru og Guðjóns eru: 1) Birna, f. 24. nóvem- ber 1953, maki Þor- steinn Garðarsson. Sonur þeirra er Garðar, f. 1979. 2) Heimir Jón, f. 14. september 1954, maki Kristrún Sig- urðardóttir. Börn þeirra eru Hlynur Már, f. 1993, og Sunna Rún, f. 1996. Fyrir átti Heimir Sigrúnu Grétu, f. 1978, og Halldór, f. 1980, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Erlu Halldórs- dóttur. 3) Bylgja Björk, f. 16. jan- úar 1960. Börn hennar með fyrr- verandi eiginmanni, Steinari Þór Ólafssyni, eru Árni Þór, f. 1979, Daníel Örn, f. 1981, og Dóra Björk, f. 1987. 4) Halldóra Kristín, f. 1. júlí 1964, maki Sigurður Sig- urðarson. Börn þeirra eru Guðjón Ingi, f. 1988, og Sara Diljá, f. 1995. 5) Tvíburastúlkur andvana, Fyrir rúmum þremur og hálfu ári var fótum mínum kippt undan mér og það að hugsa sér að lifa áfram var óhugsandi. Nú gerist það aftur, það sem virðist vera svo einfalt er orðið svo erfitt og ég efast um að komast í gegnum það lifandi. Það að anda veldur mér verkjum, stór hnútur í mag- anum ýtir undir ógleði og engin löngun í að næra mig. Sorgin er eitthvað sem enginn á að ganga í gegnum en því mið- ur verður ekki hjá því komist. Ég hélt ég væri tilbúin að sleppa mömmu, virða óskir henn- ar um að fara. Hún þráði hvíld- ina. Og ég var það við dánarbeð hennar, beið eftir að hún fengi hvíldina sína. En svo kom skell- urinn, nei nei og aftur nei. Ég vil fá mömmu aftur, tárin brjótast fram í tíma og ótíma. Ég leyfi þeim að koma hvar sem ég er stödd, mér er alveg sama. Mamma var fyndin og skemmtileg kona, fannst fátt eins skemmtilegt og að heyra góða brandara eða horfa á ófarir ann- arra á Facebook. Ég minnist hláturs hennar og mér hlýnar inn að hjartarótum. Mamma átti líka alltaf til „ónýta“ peninga sem hún bara varð að koma í hendurnar á öðr- um, þeir voru ekkert ónýtir held- ur var hún bara svo gjafmild og mátti aldrei sjá neitt aumt. Mánudaginn fyrir andlátið var hún hress, settist upp um leið og hún sá mig – tilbúin að fara heim. Aðfaranótt fimmtudagsins fæ ég hringingu frá spítalanum um að henni hraki mikið og það verði að tengja hana við öndun- arvél, þar sem mettunin fellur alltaf. Aðfaranótt föstudagsins 12. janúar er hún farin. Ég vissi að hún væri að fara en ekki að hún færi svona snöggt, ég var ekki tilbúin. Að horfa á hana í þessu ástandi var sárt, svo hrikalega sárt. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að vera með mömmu minni síðustu klukkutímana, mínúturnar og sekúndurnar fyr- ir brottför hennar. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að vera með henni síðasta andar- drátt hennar, að strjúka henni. Hún er komin til pabba, nú sitja þau við stóra tréð í garð- inum og hlusta á tónlistina sem þar er spiluð og syngja saman. Geta sig hreyft án nokkurra verkja, ég samgleðst þeim. Elsku mamma, hvíldu í friði og njóttu lífsins fyrir handan með pabba. Ég bið að heilsa Andra. Þín dóttir Hulda. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Við ævilok ástvinar reikar hugurinn víða og minningarnar hrannast upp. Nú þegar þú hefur kvatt þetta líf er gott að hugsa til samtals okkar nú í desember þar sem ég rifjaði upp atburði úr æsku og hvað við hlógum yfir barnslegri sýn minni á atburði og hluti. Ég sagði þér frá því hvað mér fannst þú falleg í svarta og bleika síðkjólnum á leið á Krummaball. Og hvað mér fannst þú klár og flink, spilandi á gítar nú eða munnhörpuna, hvað þú málaðir og teiknaðir flott og svo gastu skrifað, hvort sem það voru sögur eða ljóð. Já, ég var sko stolt af henni mömmu minni og er enn. Við leiðarlok er mér þakklæti efst í huga en einnig söknuður. Söknuður yfir því sem aldrei verður meir. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. (Höf. ók.) Halldóra Kristín. Dóra Friðleifsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.