Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 25

Morgunblaðið - 19.01.2018, Side 25
með mér. Mér fannst amma stórkostleg hannyrðakona og hún hafði þá þolinmæði að kenna mér að prjóna þó að það liggi ekki eftir mig miklar hann- yrðir. Fyrir nokkrum árum komst ég að því að amma væri búin að eignast góðan vin. Það var þá um sumarið sem ég kom í heim- sókn í Snægilið til ömmu og þegar enginn svaraði, opnaði ég dyrnar sem voru ólæstar og gekk inn. Þar fann ég ömmu úti á palli að drekka kaffi í sum- arblíðunni og við hliðina á henni sat vinur hennar, hann Kristján, og spilaði á harmonikkuna fyrir ömmu. Þetta var svo sæt og krúttleg sjón að ég gleymi henni aldrei, þau voru svo ham- ingjusöm og sæl þarna saman á pallinum. Fyrir um tveimur árum veiktist amma og síðastliðið sumar flutti hún inn á Dvalar- heimilið Hlíð. Hún átti við ólæknandi sjúkdóm að etja og hrakaði heilsu hennar mjög hratt. Ég var svo heppin að geta flogið norður og fá að vera hjá henni síðustu dagana henn- ar og kvatt hana. Ég þakka ömmu fyrir samfylgdina er ég kveð hana nú i hinsta sinn og er ég þess fullviss að henni verður tekið opnum örmum á himnum. Ég þakka fyrir allt og allt. Guð blessi sál elsku ömmu. Arndís Ármann Halldórsdóttir. Elsku Helga amma er farin upp í sumarlandið til Jenna afa þar sem alltaf er sól. Amma var mikill unnandi sólarinnar og naut þess að setjast í sólstólinn sinn og ná sér í nokkra geisla þegar færi gafst. Amma var alltaf vel til höfð. Hún hafði unun af því að vera í fallegum fötum og var alltaf með nýlagt hár og lakkaðar neglur. Hún var ákaflega stolt af sínu fólki og talaði reglulega um hversu mörg barnabörn hún ætti og að alltaf bættist í lang- ömmuhópinn. Þegar ég var þrettán ára gömul byrjaði ég að vinna í kaupfélaginu á Höfn. Afi var þá verslunarstjóri og amma vann á kassa. Hún fékk það hlutverk að kenna mér á afgreiðslukass- ann svo ég gæti leyst þar af. Hún varð kannski svolítið stressuð þegar tæknin vann ekki nógu vel með henni, en það leystist alltaf á endanum. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar ég leysti ömmu af í mat. Færibandið á kassanum hennar var alltaf tandurhreint, enda var hún þar reglulega með úðabrús- ann og tusku á lofti. Þegar hún kom til baka var bandið skítugt eftir mjólkurfernu sem lak og ég fékk langan pistil um að þetta væri ekki boðlegt. Ég hafði aldr- ei séð ömmu reiða áður svo ég passaði mig sérstaklega vel eftir þetta atvik. Það er ekki hægt að minnast ömmu án þess að hugsa um kleinurnar hennar og soðna brauðið sem var best með glás af smjöri. Hún gerði einnig heimsins bestu saltkjötsbollur og passaði alltaf upp á að allir fengju nægju sína áður en hún tók til matar síns. Elsku amma, ég trúi því að í sumarlandinu þínu sé eilíft harmonikkuball þar sem þú dansar svo listavel um skýin. Takk fyrir allt. Þín Lovísa Þóra. Til elsku Helgu systur minnar. Þú ert ljós í myrkri minnar sálar, minningarnar ylja á sorgarstund. Er þræddi eg ljósi byrgðar brautir hálar birti upp þín hlýja og góða lund. Þú gafst mér von í veður lífsins dróma, vinur, sem að aldrei gleymist mér, með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma, lífið varð mér sælla nærri þér. Þú verður hér í draumi dags og nætur ef dreyra þakinn hugur kvelur mig, ef sorgir á mig herja og hjartað grætur huggunin, er minningin um þig. Ég kveð þig nú með djúpan harm í hjarta. Þú hefur lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna Guðfinnsdóttir) Blessuð sé minning þín, ynd- islega systir. Guð vaki yfir að- standendum þínum og sendi þeim styrk á erfiðum tímum. Þín systir Herdís (Dísa). MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Í dag kveðjum við Dóru Frið- leifsdóttur. Leiðir okkar Dóru lágu saman fyrir rúmlega fjöru- tíu árum er ég fór að draga mig eftir Birnu dóttur þeirra Adda. Dóra tók mér vel frá fyrsta degi og bar aldrei skugga á okkar kynni. Dóra ólst upp í stórum hópi systkina, fyrstu árin á Sel- tjarnarnesi, en síðan á Lindar- götunni. Skólagangan var hefð- bundin og það sama má segja um fyrstu störfin, hún fór að passa börn og fara í sendiferðir um leið og hún hafði aldur til, síðan tóku við afgreiðslustörf. Leiðir þeirra Adda lágu saman á fiðluballi í bragga í Nauthóls- vík, þar sem stelpurnar og strák- arnir sátu á móti hvort öðru. Og er fiðlarinn byrjaði að spila var boðið upp, Addi bauð Dóru upp og síðan dönsuðu þau saman í hartnær sjö áratugi, dansinum lauk er Addi féll frá fyrir tæpu ári. Samband þeirra bar ríkulegan ávöxt, þau eignuðust og komu upp sex börnum. Búsetusaga þeirra sveiflaðist í takt við stærð fjölskyldunnar; þau hófu búskap sinn í húsi for- eldra Dóru og bjuggu þar á með- an þau voru að byggja íbúð í Ljósheimum. Er börnunum fjölgaði stækkuðu þau við sig og festu kaup á húsi í Grundargerði og bjuggu þar í um aldarfjórðung og ólu þar upp börn sín. Er börn- in flugu úr hreiðrinu minnkuðu þau við sig og keyptu íbúð í Hvassaleiti. Þegar starfslokin nálguðust festu þau kaup á íbúð í Gullsmára og að lokum fluttu þau í þjónustuíbúð í Boðaþingi. Verkaskiptingin þeirra á mili var samkvæmt venjum þess tíma, Dóra var heima og sá um heimilið, en Addi starfaði sem rafvirkjameistari í eigin fyrir- tæki. Sameiginlegt áhugamál þeirra var brids sem þau stunduðu af kappi, kepptu á mótum við góðan orðstír og spiluðu einnig heima við. Golfið heillaði þau einnig og höfðu þau mikla ánægju af að iðka og horfa á golf. Dóra var vel gefin kona, hafði yndi af að lesa bækur og var list- ræn í sér; málaði, skar út í gler og á yngri árum greip hún í gítar. Dóra hafði góðan húmor, hafði gaman af að leika sér að orðum og velta þeim fyrir sér, hún var slungin í að leysa krossgátur og átti létt með að tjá sig. Heilsa Dóru hafði verið með ágætum, þar til sl. haust að bera fór á þreytu hjá henni og er kom- ið var fram undir jól var ljóst í hvað stefndi. Dóra óttaðist dauðann ei og var sátt við að kveðja, það var létt yfir henni og húmorinn sá sami sem fyrr. Dóra kvaddi okkur með bros á vör og góðum óskum og þannig munum við hana. Blessuð sé minning Dóru Friðleifsdóttur. Þorsteinn Garðarsson. ✝ GuðlaugurHjörleifsson fæddist í Reykja- vík 23. júlí 1931. Hann lést á Land- spítalanum 4. jan- úar 2018. Foreldar hans voru Hjörleifur Hjörleifsson fjár- málastjóri, f. 1906, d. 1979, og Soffía Fransiska Guðlaugsdóttir leikkona, f. 1898, d. 1948. Hálfsystir Guðlaugs, sam- mæðra, var Edda Kvaran leikkona, f. 1920, d. 1981. Eiginkona Guðlaugs er Halla Gunnlaugsdóttir hús- móðir, f. 1932. Eiga þau tvær dætur, Soffíu Bryndísi banka- starfsmann, f. 1955, og Hildi matreiðslumeistara, f. 1958. Soffía Bryndís er gift Hauki Má Stefánssyni verkfræðingi, börn þeirra eru Lilja Björk, Guðlaugur Örn og Edda Þur- íður. Hildur er gift Nirði Þegar Íslenska járnblendið var stofnað var Guðlaugur ráðinn til félagsins en á byggingartíma þess var hann staðarverkfræðingur og stjórnaði allri uppbyggingu á Grundartanga og síðar var hann deildarstjóri viðhalds- deildar hjá Íslenska járn- blendinu. Guðlaugur og Halla flutt- ust að Hagamel í Skilmanna- hreppi og gegndi Guðlaugur þar hreppstjórastöðu um nokkurra ára skeið. Árið 1991 var Spölur hf. stofnaður og var Guðlaugur verkefnastjóri Spalar hf. samhliða starfi deildarstjóra og verklegra framkvæmda hjá Íslenska járnblendinu. Árið 1996 varð Guðlaugur verkefnastjóri Spalar hf. og byggingastjóri við byggingu mannvirkja fyrir ofn 3 hjá Ís- lenska járnblendifélaginu. Hvalfjarðargöngin voru fyrsta einkaframkvæmd í samgöngumálum á Íslandi. Aðalverkefni árin 2001-2002 var vinna fyrir forsætisnefnd Alþingis vegna byggingar Þjónustuskála Alþingis. Útför Guðlaugs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. janúar 2018, klukkan 13. Snæland húsa- smiði. Börn henn- ar af fyrra hjóna- bandi eru Halla Hjördís og Eyjólf- ur. Guðlaugur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stundaði nám í verkfræði við St. Andrews University í Skotlandi 1950 til 1954. Eftir nám hóf Guðlaugur störf hjá RARIK og voru fyrstu verkefni hans að kynna sér vatnsaflstækni og búnað til virkjunar fallvatna hjá Kalmar Mekaniska Verks- tad í Svíþjóð. Eftir heimkomu starfaði Guðlaugur fyrstu ár- in áfram hjá RARIK við upp- setningu virkjana á ýmsum stöðum á landinu. Guðlaugur var skipaður forstjóri Land- smiðjunnar 1962 og starfaði þar til 1975. Elsku afi. Þú varst alltaf góð- ur afi. Og enn betri langafi. Börnin mín voru alltaf spennt að fara og hitta ykkur ömmu enda sérstaklega vel tekið á móti þeim með kökum og kruð- eríi. Að ógleymdu „nestinu“ sem þau fengu við heimför. Þetta var ákveðin athöfn sem þau voru farin að kunna og bú- ast við. Nammi og lítil gjöf fyrir hvert þeirra. Eins og þín var von og vísa þá var lítill lager af „nesti“ til reiðu uppi í skáp þeg- ar við kíktum við um daginn til að taka niður jólaskrautið fyrir ömmu og var venjunni því að sjálfsögðu haldið við og öll fengu þau með sér poka heim. Við frændsystkinin fimm, afabörnin, eigum það afa sér- staklega að þakka hversu auð- velt við eigum með að rifja upp æskuárin, en þau voru vel skrá- sett af honum þar sem hann var sérstaklega duglegur með vídeókameruna. Við getum horft á fjölda afmæla, jóla- og páskahátíða, sumarleyfa og annarra fjölskylduviðburða lið- inna ára af DVD-diskum sem hann lét útbúa og eru frasarnir úr þessum myndböndum sem gripið er til þegar við hittumst óteljandi. Þetta eru dýrmætar minningar. Takk fyrir allar minningarn- ar elsku afi, þín er sárt saknað, af stórum sem smáum afkom- endum. Lilja. Elsku besti afi minn. Það er skrýtið að þú sért allt í einu farinn svona fljótt og erfitt að hafa ekki fengið að kveðja þig almennilega. Ég er þakklát fyr- ir aukaknúsið okkar á gamlárs- kvöld og fyrir að hafa getað þakkað þér fyrir liðna árið. Þú varst alltaf svo góður afi og langafi, alveg fram á síðasta dag. Meira að segja á gamlárs- kvöld; með okkur og krökkun- um í partíleikjum og að skrá hjá þér gjafaóskir fyrir kom- andi afmæli í janúar. Það var alltaf gott að koma í sveitina til ömmu og afa þegar við vorum yngri. Sem yngst af barnabörnunum var ég svo heppin að fá að fara ein í viku dekur til ömmu og afa á sumr- in, en hin þurftu að fara tvö og tvö saman. Afi lagði sig þá allan fram við að dekra við mig og sjá til þess að dvölin yrði sem allra best. Sérvalinn vikumat- seðill, nammi, ís og ofurlaun fyrir að hjálpa til við auðveld- ustu húsverkin. Í seinni tíð hafði ég gaman af því að fara í heimsókn til ömmu og afa, með- al annars til þess að hlusta á sögurnar hans afa og ræða mál- efni líðandi stundar. Afi var fróður um svo margt og hafði alltaf frá einhverju áhugaverðu að segja. Rakel og Arnar Darri höfðu ekki minna gaman að því að hitta langafa og fá nesti að heimsókn lokinni, en afi sá allt- af til þess að búið væri að kaupa lögguhringi og fylla á nestisskápinn. Afi var stoltur af fjölskyld- unni og ég fann það. Hann lagði sig fram við að gera vel við okk- ur, alla tíð, og var til staðar. Afi lagði líka sérstaklega mikinn metnað í að velja gjafir sem myndu gleðja og hann og amma mættu fyrst í allar veislur og afmæli. Minningarnar um afa eru ótrúlega margar og góðar. Í dag þykir mér dýrmætt að eiga fjölskylduspólurnar, allar ljós- myndirnar sem þið amma voruð búin að skanna inn fyrir okkur og öll heftin sem þið gáfuð okk- ur. Það mun ylja um alla fram- tíð. Elsku afi, takk fyrir sam- veruna. Ég mun sakna þín. Edda Þuríður Hauksdóttir. Þau stækka nú óðum skörðin sem höggvin eru í hópinn sem setti upp hvítu kollana í Hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík 16. júní 1950. Minn góði vinur og skóla- bróðir Guðlaugur Hjörleifsson andaðist á LHS 4. janúar síð- astliðinn á 87. aldursári. Við settumst báðir í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, eða Ágústarskólann eins og hann var og nefndur, haustið 1944. Með okkur tókust fljótt góð kynni, kannski ekki síst vegna þess að við áttum heima skammt hvor frá öðrum og gát- um verið samferða smáspotta á leið heim úr skólanum. Guð- laugur bjó í Kirkjustræti, í öðru húsi vestan við Alþingishúsið, en ég í Þingholtsstræti þannig að þegar við skildum á horni Lækjargötu og Skólabrúar átt- um við álíka langa göngu fyrir höndum, hvor til síns heima. Fyrsta árið okkar í skólanum vorum við álíka háir, en þegar við hittumst á ný í skólanum að loknu sumri 1945, var Guðlaug- ur orðinn höfðinu hærri en ég og var svo alla tíð. Þegar við vorum í 2. bekk var skólinn fluttur úr Lækjar- götunni í gamla hús Stýri- mannaskólans, vestur á Stýri- mannastíg. Við vorum þar til loka þriðja bekkjar en þá leiðin aftur í Lækjargötuna og þá í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík. Að stúdentsprófi loknu skildu leiðir um tíma, en Guðlaugur hélt til Skotlands, til náms við St. Andrews-háskólann, en það- an útskrifaðist hann sem véla- verkfræðingur árið 1954. En þá var ég kominn til Kaupmanna- hafnar ásamt konu minni Önnu og þangað heimsóttu þau ný- giftu hjónin, Halla og Guðlaug- ur, okkur á leið þeirra til Sví- þjóðar, en þar starfaði Guðlaugur um eins árs skeið áður en snúið var heim á ný. Vináttuböndin endurnýjuðust og styrktust er ég kom heim frá námi síðla árs 1955 og hafa haldist alla tíð. Guðlaugur var maður fríður sýnum og myndarlegur á velli og bar höfuð og herðar yfir flesta samferðamenn sína. Hann var fastur fyrir í skoð- unum sínum og vann öll sín verkefni af mikilli alúð og vand- virkni, enda var honum falinn fjöldi ábyrgðastarfa á lífsleið- inni. Hann starfaði mikið með skátunum, var félagi í Frímúr- arareglunni og sinnti sveitar- stjórnarmálum og var hrepp- stjóri um skeið í Skilmanna- hreppi. Guðlaugur er í mínum huga einn sá heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst. Ég hef stundum látið mér þau orð um munn fara, ef ég hef þurft að lýsa honum, að ég myndi óhikað afhenda honum veskið mitt án þess að telja í því. Mikil þáttaskil urðu í sam- skiptum okkar er hann réðst til starfa hjá Íslenska járnblendi- félaginu á Grundartanga og þau hjónin fluttu búferlum að Haga- mel 12 í Skilmannahreppi. En þannig er gangur lífsins. Að- stæður breytast og tíminn á milli samfundanna lengist og nú er kveðjustundin runnin upp og nærri þriggja aldarfjórðunga samferð og vinátta á enda. Ég þakka mínum góða vini Guðlaugi fyrir langa og góða samferð, vináttu og tryggð. Innilegar samúðarkveðjur færir ég Höllu, dætrunum Bryndísi og Hildi svo og fjöl- skyldum þeirra. Werner Rasmusson. Vinur minn og fjölskyldunn- ar, Guðlaugur, er fallinn frá. Minningar koma í hugann um þann tíma sem við áttum saman, við karlarnir í vinnu og svo fjölskyldurnar í heimsókn- um, ferðum um landið og einu sinni til London, sem var uppá- haldsborg Guðlaugs og hann þekkti vel. Kynni okkar hófust þegar ég fékk leyfi yfirmanna Rarik til að fá að vera með við lokafrágang í Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík. Guðlaugur var þá þegar starfandi við uppsetn- ingu vélbúnaðar þar. Þetta átti að vera stutt ferð, ca vika af desember, en úr varð vera á staðnum til loka marsmánaðar 1959, þegar vélin hafði endan- lega verið fullprófuð og nauð- synlegar lagfæringar gerðar. Við vorum níu manns sem unnum þennan tíma við virkj- unina og bjuggum í skúr við hlið stöðvarhússins verðandi. Veturinn var mjög snjóaþungur svo við komumst aðeins tvisvar eða þrisvar niður í Bolungavik og á Ísafjörð. Við vorum þvi saman nánast allan sólarhring- inn og það er ekki hægt að kynnast mönnum betur á neinn hátt en við slíkar aðstæður. Og þar hófst vinátta okkar Guð- laugs, sem stóð síðan, þó að vegna ytri aðstæðna skildu leið- ir og fundum fækkaði. Guðlaugur var traustur í öllu sem hann tók fyrir og mjög fastheldinn á alla reglusemi, svo að stundum fannst manni nóg um, en þetta var aldrei til að auka eigin veg eða afla sér vinsælda, heldur hans eðli. Rétt var rétt. Þetta kom vel fram þegar hann eftir að vera orðinn forstjóri Landsmiðjunnar, fékk það verkefni að reisa olíutan- kana í Hvalfirði, og heyrði frá samkeppnisaðilum að hann gæti boðið lágt þar sem hann hefði ríkiskassann á bak við sig. Þetta sveið Guðlaugi mjög, því hann átti ekki til að vilja sinn hlut meiri á kostnað annarra. Ég var á þessum árum að kenna skipulagningu verka, og Guðlaugur spurði hvort ég gæti skoðað þetta verk. Við gerðum það svo með hans mönnum og verð úr ein skemmtilegasta verkáætlun sem ég kom nærri. Landsmiðjan kom vel frá verk- inu, sem tók tæpt ár, og var innan tímaáætlunar og ekkert fé sótt í ríkiskassann, því að kostnaður var undir tilboðs- verðinu. Guðlaugi var mjög létt, ekki bara vegna hins fjárhags- lega árangurs, heldur fyrst og fremst vegna orðstírsins. Það er bjart yfir minningum sem tengjast Guðlaugi og hans fjölskyldu, og erum við hjónin þakklát fyrir allar samveru- stundir og að hafa verið svo lánsöm að okkar vegir lágu saman um langan tíma. Við hjónin vottum Höllu og dætrunum Bryndísi og Hildi og afkomendum öllum okkar inni- legustu samúð við fráfall Guð- laugs. Egill Skúli Ingibergsson og Ólöf Elín Davíðsdóttir. Guðlaugur Hjörleifsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.