Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Ég fæ nærfjölskylduna í mat í dag en svo verður uppvaskið og allurfrágangur skilinn eftir og við hjónin förum upp í flugvél áleiðis tilLondon og þar verður legið í lúxus alla helgina,“ segir Jón Hreið-
ar Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, en hann á 50 ára afmæli í dag.
„Við ætlum í leikhús að sjá Músagildruna eftir Agöthu Christie og fara á
slóðir Harrys Potters.“
Jón er einn af eigendum PricewaterhouseCoopers á Íslandi, en um 100
manns starfa hjá fyrirtækinu og meðeigendur eru 16. Jón sinnir innri
endurskoðun félaga og heldur utan um þá starfsemi hjá PwC og vinnur
jafnframt við ytri endurskoðun.
Jón hefur gaman af útiveru og ferðast mikið. „Við eigum sumarbústað í
Grímsnesi í landi sem heitir Syðri-Brú sem er niðri við Sogið. Þar er mjög
skjólsælt svæði og hægt að komast þangað árið um kring. Það eru mikil
forréttindi að eiga slíkt aðsetur og við reynum að nýta það sem mest.
Við hjónin förum oft tvö saman til útlanda og eigum gæðaferðir þar
sem við njótum okkar, síðast vorum við í Amsterdam í byrjun desember.
Svo stefnum við fjölskyldan að því að vera fjórar til fimm vikur í fríi næsta
sumar, og er stefnan sett á Ítalíu.“
Eiginkona Jóns er Freyja Sigmundsdóttir, kennari í Foldaskóla, og
eiga þau fjögur börn. Þau eru Sindri Snær, f. 1991, master í hafefnafræði,
Sigurður Ívar, f. 1998, nemandi í MR, Jenný, f. 2000, skiptinemi í Tékk-
landi, og sparigrísinn Hreiðar Freyr, f. 2010. „Svo vil ég taka fram í tilefni
dagsins að ég verð uppfærður af elsta barninu og á von á fyrsta afa-
barninu í byrjun ágúst.“
Feðgar Jón ásamt tveim yngstu sonunum í Frakklandi sumarið 2017.
Stingur af til Lund-
úna með konunni
Jón H. Sigurðsson er fimmtugur í dag
E
lías Hergeirsson
fæddist í Reykjavík
19.1. 1938 og ólst upp
við Kaplaskjólsveg-
inn í Vesturbænum.
Hann var í Landakotsskóla, Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar við
Hringbraut, stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands og lauk
þaðan verslunarprófum árið 1957.
Elías var þrjú sumur í sveit hjá
frændfólki sínu að Varmadal á
Kjalarnesi. Hann starfaði í Slippn-
um í tvö sumur á verslunarskóla-
árunum.
Elías hóf störf við Útvegsbank-
ann 1957 og starfaði þar við
Elías Hergeirsson, fyrrverandi yfirbókari í Héðni – 80 ára
Myndarleg systkini Börn Elíasar og Valgerðar, þau Hergeir, Margrét, Ragnheiður og Jónas.
Hefur alltaf gaman af
góðum knattspyrnuleik
Hjónin Afmælisbarnið, ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Önnu Jónasdóttur.
Reykjanesbær Theodór Óli
Kjartansson fæddist 19. jan-
úar 2017 kl. 17.03 og á því
eins árs afmæli í dag. Hann vó
3.950 g og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru Viktoría
Rún Eckard og Kjartan Óli
Ármannsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is