Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Skoðið vefverslun okkar casa.is Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 KAY BOJESEN LUNDI Verð 14.550,- stk. KAY BOJESEN SÖNGFUGL ERNEST Verð 10.750,- stk. ROSENDAHL Penta skálar Verð frá 4.750,- Penta hitakanna Verð 8.750,- KAY BOJESEN SEBRAHESTUR Verð 10.750,- stk. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skipulagsþrá þín á öllum sviðum smitar út frá sér og aðrir taka þig sér til fyrirmyndar. Frá og með deginum í dag muntu krefjast meiri gleði og skemmtunar í lífi þínu. 20. apríl - 20. maí  Naut Því betur sem þér tekst að halda til- finningum þínum utan við ágreining, því sterkari verður staða þín. Farðu varlega í viðkvæmum fjölskyldumálum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú finnur auðveldlega á þér hver mun hjálpa þér og hver ekki. Reyndu að mýkja skoðanir þínar þegar þú ert innan um viðkvæma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að forðast aðstæður í vinnunni sem leiða til þess að samstarfs- fólki finnst það afskipt eða vanmetið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er meiriháttar áætlun í gangi í vinnunni, og þú þarft ekki að stjórna öllu svo hún gangi upp. Notaðu tækifærið til að vinna að hugarefnum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nánustu. Líttu í kring um þig og taktu fullt tillit til þess sem þú sérð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst þú vera að drukkna í alls kyns misvísandi upplýsingum. Finndu lag til þess að vinsa úr það sem einhver veigur er í. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt enn langt í land með það verkefni, sem þú beinir mestri orku þinni að. Margt er utan þíns sviðs og alls ekki á þínu færi að fást við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fjölskyldumálin eru ekki ein- föld í dag. Farðu varlega í að samþykkja nokkuð. Við eigum auðvelt með að gleyma okkur í efnishyggju og amstri hversdags- ins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er sá tími að þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öðru svo þú náir að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Skipuleggðu tíma þinn vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Margar forvitnilegar hugmyndir rekur á fjörur þínar þessa dagana. Hugs- aðu málið í næði, og farðu af stað þegar þú ert tilbúinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt sennilega hitta áhugaverð- an einstakling í dag. Vertu opinn fyrir nýj- um hugmyndum úr óvæntri átt. Fjórði mánuður vetrar að ís-lensku misseristali hefst föstu- daginn í 13. viku vetrar sem er í dag 19. janúar. Ég gat ekki stillt mig um að fletta upp í „Veðurfræði Eyfell- ings“ hvað Þórður Tómasson hefði um þorrann að segja. Þar stendur: „Veðráttufar Þorra, Góu og einmán- aðar er bundið saman í gamalli vísu: Ef þurrt og kalt er Þorrafar, þeysin reyndist Góa og einmánuður votur var, vorið gladdi frjóa. Í „Sögu daganna“ eftir Árna Björnsson segir að á öndverðri 19. öld sé farið að kalla Hörpu dóttur Þorra og Góu, – „þessi hjúskapar- tengsl kallar Jón Árnason „boð- orðaslangur“ eða rugling, en það lifði langt fram á 20. öld í hús- göngum sem þessum: Þorri og Góa, grálynd hjú, gátu son og dóttur eina: Einmánuður sem bætti ei bú og blíða Hörpu að sjá og reyna. Á þriðjudaginn skrifaði Björn Ingólfsson í Leirinn að hann hefði rausnast til að reka saman vísu í morgun: Út að líta er aftur svalt ofan hvítu hleður. Sköflum grýtir út um allt íslenskt skítaveður. Björn bætti neðanmáls við þessari athugasemd: „Þetta byrjaði vel og sannleikanum samkvæmt en seinni- parturinn ýkti mjög veðurfarið, ein- göngu formsins vegna. Má segja að formið hafi farið að ráða innihald- inu. Þess vegna er þetta vond vísa en samt óaðfinnanleg.“ Næsta dag skrifaði Ingólfur Óm- ar: Lít ég snævi földuð fjöll, fellur ofan hríðin. Þyrlast fönn um freðinn völl, fimbul köld er tíðin. En tók sig á og sagði, „kannski í kaldara lagi að segja „fimbul köld“ leiðréttist og í staðinn „fremur köld er tíðin“. Í gær kvað svo við nýjan tón hjá Skírni Garðarssyni: Þorra sé ég þramma í hlað, þæfist færð á tyllingum. Súrmat þó og saltkjötsspað, sé ég nú í hillingum. Og við þetta glaðnaði yfir Ár- manni Þorgrímssyni: Eftir þessu einnig bíð á mig náðin skíni, draumar boða dýrðar tíð og dropa af messuvíni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á þorra er ort um veðrið og matinn „ÉG KANN AÐ META ÞAÐ MIKILS AÐ ÞÚ TELJIR SEKT MÍNA ENN EKKI HAFNA YFIR ALLAN VAFA.“ „SJÁÐU ILMVATNSFLÖSKUNA SEM HANN GAF MÉR Í AFMÆLISGJÖF!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að „sá eini rétti“ er þarna einhvers staðar. EF ÞÚ HEGÐAR ÞÉR Í DAG SKAL ÉG GEFA ÞÉR NAMMI AHÉG VELTI FYRIR MÉR AF HVERJU ÉG FÆ ALDREI NAMMI ENGAR ÁHYGGJUR! ÉG ER BÚINN AÐ REDDA ÞESSU!! VIÐ MUNUM SVELTA EF VIÐ FÁUM EKKI ÞJÓNUSTU BRÁÐUM! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Víkverji fékk sér kranavatn íReykjavík í gær. Lét bara vaða. Ef til vill er þetta áhættusækin hegð- un en Matvælastofnun eða Mast sendi frá sér fréttatilkynningu um að þetta ætti að vera í lagi hjá Víkverja. x x x Ágætt er að minna á hver skamm-stöfun Matvælastofnunar er. Þó ekki nema í þeim tilgangi að þeir sem finna hjá sér þörf fyrir að grýta bygg- ingu stofnunarinnar með eggjum viti þá hvert þeir eiga að fara. Brögð eru að því að fólk grýti þess í stað húsa- kynni Matís eins og gerðist í stóra Brúneggjamálinu. x x x Okkar glæsilegi borgarstjóri munvafalaust láta kanna málið og ekki þarf að efast um að „farið verði yfir alla verkferla“ eins og ávallt þeg- ar eitthvað bjátar á. Sem virðist vera nokkuð reglulega í Reykjavík. Sein- heppnin þar á bæ er nokkur. x x x Þessi frasi um að fara yfir alla verk-ferla virðist vera afskaplega vin- sæll í seinni tíð að Víkverja finnst. Hvernig komust íslenskir stjórn- málamenn af áður en einhverjum datt þetta afbragðsfína staðlaða svar í hug? x x x Víkverja þykir afskaplega fínt aðþamba vatn. Víkverji dagsins gerir það til dæmis á hverjum morgni á meðan reynt er að átta sig á hvaða dagur er, hvað maður heitir og hvar maður er staddur í veröldinni. x x x Í því felast auðvitað lífsgæði að fáágætis vatn úr krananum eins og við Íslendingar búum við svona yfir- leitt. Víkverja þætti afskaplega vænt um ef hægt væri að komast hjá því að klúðra þeirri stöðu. x x x Saurgerlar eiga auðvitað heima áheppilegri svæðum eins og sjósundsstöðum og öllum gönguleið- um á Ströndum en ekki í neysluvatni. Verkferlarnir allir umtöluðu hljóta að geta séð til þess. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34:9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.