Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 44
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Lögreglan lokaði verslunum … 2. Varð úti á Sólheimasandi 3. Þetta var mjög lúmsk gildra … 4. Bjóða ferðamönnum nýsteikt … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sellóleikarinn, tónskáldið og spunatónlistarkonan Gyða Valtýs- dóttir heldur tónleika í menningar- húsinu Mengi í kvöld kl. 21. Hún hóf feril sinn með hljómsveitinni múm á táningsaldri og hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningar og dansverk og starfað með fjölda lista- manna úr ólíkum listgreinum. Morgunblaðið/RAX Gyða leikur í Mengi  Myndlistar- konan Auður Óm- arsdóttir opnar á morgun kl. 16 sýn- inguna ZOOM í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýning- una vinnur Auður út frá ljósmynd- um sem hún fann á filmum sem ókunnugt fólk hafði tekið en ekki framkallað, gleymt því að filmurnar voru í vélunum sem síð- an enduðu á mörkuðum, hér á landi sem erlendis. Gleymdar ljósmyndir í Gallerí Úthverfu  Söngkonan Janis Joplin hefði orðið 75 ára í dag og af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar henni til heiðurs í Gamla bíói í kvöld kl. 21. Andrea Jónsdóttir útvarpskona mun fræða gesti um Joplin og átta manna hljómsveit leikur lög hennar við söng fimm söngkvenna en þær eru Andrea Gylfa, Salka Sól, Bryndís Ás- mundsdóttir, Stefanía Svavars- dóttir og Lay Low. Tónleikar til heiðurs Joplin í Gamla bíói Á laugardag Breytileg átt 3-8 m/s, en norðan 8-13 NV-lands fram yfir hádegi. Él fyrir norðan en að mestu bjart S- og A-til. Á sunnudag Stíf austanátt með slyddu eða snjókomu um landið SA-vert en úrkomulítið annars staðar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 8-15 NV-lands, annars hægari. Snjókoma eða él á N-verðu landinu en bjartviðri syðra. VEÐUR „Maður hugsaði ekkert um þetta þegar leikurinn var í gangi. Við ætluðum okkur alltaf að vinna leikinn við Króata og vorum með það í huga að þannig fengjum við tvö stig með okkur í millirið- ilinn,“ sagði Kristján Andrés- son, landsliðsþjálfari Svía, við Morgunblaðið en hans menn sáu til þess að Ísland féll úr keppni á Evrópu- mótinu í handknattleik í Split á þriðjudagskvöldið. »1 Hugsaði ekki um þetta í leiknum Tveir af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu skiptu um félag í gær og báðir færðu sig um set innanlands. Rúrik Gíslason fór frá Nürnberg til Sand- hausen í Þýskalandi og Ragnar Sigurðsson fór frá Rubin Kazan til Rost- ov í Rússlandi en báðir eru þeir lausir allra mála hjá sínum fyrri félögum, Nürn- berg og Fulham. »4 Ragnar og Rúrik skiptu báðir um félag ÍR-ingar eru einir á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum KR, 87:78, í Seljaskól- anum í gærkvöld. Þeir eru nú tveimur stig- um á undan KR, Haukum og Tindastóli. Haukar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Þór í Þorlákshöfn og nýkrýndir bikarmeistarar Tindastóls lentu í basli með Þór á Akur- eyri en unnu nauman sigur. Stjarnan vann Njarðvík í spennuleik. »2-3 ÍR-ingar skelltu KR og eru einir á toppnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. „Við erum báðar í stjórn Skot- íþróttafélags Kópavogs. Ég kemst nú ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana,“ segir Guðrún og hlær við. Guðrún hefur náð glettilega góðum árangri á skömmum tíma, þrátt fyrir að hafa byrjað seinna á lífsleiðinni en margur, en hún hef- ur unnið silfur- og bronsverðlaun hérlendis. „Við Bára erum góðar vinkonur og erum mikið saman. Þegar hún byrjaði í þessu varð hún alveg for- fallin og var alltaf að reyna að fá mig með. Ég byrjaði á að baka vöfflur á mótum. En ég fór að prófa og byrjaði með loftskamm- byssu. Svo fór ég að skjóta með loft- riffli, 22 kalibera skammbyssu en síðan enskum riffli, þar sem mað- ur skýtur pínulítinn hring á 50 metra færi liggjandi, þetta er nokkuð krefjandi grein. Enskur riffill uppáhaldsgrein Guðrún segist vera í nokkrum greinum og misjafnt hvað fólk taki þátt í mörgum. Karlar og konur keppi saman í sumum greinum, t.d. skammbyssu, en ekki í öðrum. „Mínar uppáhaldsgreinar eru enski riffillinn og loftriffill.“ Guð- rún á fimm skotvopn og hefur far- ið þrisvar á InterShoot, alþjóðlegt árlegt og opið loftbyssumót í Hol- landi, og orðið í þriðja sæti í liða- keppni þar. „Áhuginn hefur vaxið í ýmsar áttir, eins og t.d. veiðar. Við för- um stelpuhópur saman til Eist- lands á haustin, ég hef farið tvisv- ar. Ég skaut 400 kg elg í síðustu ferð.“ Þær fengu ekki að taka kjötið með en Guðrún kveður það vera ljúffengt og það sé sent í kjöt- vinnslu og selt, engu sé hent. Hún bíður nú eftir að fá hornin send en þau eru verkuð úti. Á Íslandi hef- ur Guðrún farið á gæs og skotið fimm en hefur enn ekki farið á hreindýraveiðar. Aðspurð segir hún sportið ekki þurfa að vera eins dýrt og maður gæti haldið, a.m.k. ekki loftbyssur. Guðrún kveður skotfimina vera skemmtilegan félagsskap, en nokkur skotfimifélög eru víða um land. „Skotfimin veitir mér svo mikla ánægju, ég mun halda þessu áfram á meðan ég get.“ Úr vöfflubakstri í skotfimi  Vinkonurnar Guðrún og Bára féllu fyrir skytteríi Morgunblaðið/Árni Sæberg Vígalegar Þær Guðrún Hafberg og Bára Einarsdóttir báðar í vesti með enskan riffil við skotskífurnar. „Vinur minn, Jónas í lögreglunni, kynnti skotfimi fyrir mér. Ég byrj- aði árið 2013 og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Bára Einarsdóttir, skytta og varaformaður Skot- íþróttafélags Kópavogs, hress í bragði. Hún segir misskilning að skotíþróttir séu tóm læti, frekar eins og hugleiðsla og hvetur konur til þátttöku. „Ég hef veitt rjúpur, endur og gæsir á Íslandi og rádýr í Eist- landi,“ segir Bára sem hefur stund- að veiðar síðan 2003. Bára var valin „skotíþróttakona ársins“ 2015, 2016 og 2017 hjá félaginu sínu og er nú í vali fyrir „íþróttakonu Mosfellsbæjar“. Hún hefur sett nokkur Íslands- met og verið Íslandsmeistari í loft- skammbyssu og enskum riffli ásamt því að hafa æft með norska landsliðinu í skotfimi. Skotfimi eins og hugleiðsla BÁRA EINARSDÓTTIR Á NOKKUR ÍSLANDSMET Bára Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.