Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 26

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Endurskoðendaráð hefur í þriðja sinn lagt til við ráðherra, að Guðmundur Jóelsson, löggiltur end- urskoðandi, verði sviptur atvinnuréttindum sínum sem löggiltur endurskoðandi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, hafnaði tillögu ráðsins í tvígang, um að svipta Guðmund atvinnuréttindum sínum, líkt og Morgunblaðið fjallaði ítarlega um á sínum tíma. Til upprifjunar skal greint frá því að Guð- mundur á yfir 40 ára vammlausan starfsferil að baki. Hann hefur ávallt neitað að samþykkja að nota alþjóðlega endurskoðunarstaðla, sem endur- skoðendaráð vill styðjast við þegar til eftirlits með störfum endurskoðenda kemur. Alþjóðlegu staðl- arnir hafa ekki lagagildi hér á landi. Fyrst lagði ráðið til við ráðherra 28. apríl 2014 að Guðmundur yrði sviptur starfsréttindum sín- um. Ráðherra synjaði erindi ráðsins. Öðru sinni lagði endurskoðendaráð 2016 til við ráðherra að Guðmundur yrði sviptur starfsréttindum sínum og ráðherra tilkynnti ráðinu með bréfi í nóvember 2016 að tillaga þess yrði ekki tekin til meðferðar og vísaði til þess að með hliðsjón af meðalhófsreglu stjórnsýslulaga hefði verið rétt að áminna Guð- mund áður en lagt yrði til við ráðherra að réttindi hans til endurskoðendastarfa yrðu felld niður. Guðmundur ritaði grein um stöðu endurskoð- endaráðs hér í Morgunblaðið þann 2. janúar 2017, eftir að ráðherra hafði hafnað kröfunni um að svipta hann atvinnuréttindum sínum í nóvember 2016. Í kjölfar þeirrar greinar skrifaði endurskoð- endaráð ráðherra harðort bréf, sem fjallað er um hér í hliðargrein. Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi í maí í fyrra verið kvaddur í þriðja sinn í gæðaeftirlit og þriðja lota þar með hafin. „Nafn yð- ar kom fram í úrtaki hjá endurskoðendaráði vegna eftirlits 2017“ hafi verið orðalagið í bréfinu, og spyr af því tilefni hvort það hafi verið tilviljun að nafn hans kom upp í því sem eigi að vera slembiúr- tak. Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði, áhugamaður um bætta stjórnsýslu, skrifaði grein hér í Morg- unblaðið þann 15. september 2017 undir fyrirsögn- inni „Opið bréf til ráðherra endurskoðunarmála“. Þar sagði Eiríkur m.a.: „Ástæða þess að ég, al- gjör leikmaður á þessu sviði, blanda mér í þessa umræðu er sú að ég hef um fjögurra áratuga skeið fylgst með störfum þessa manns fyrir þau fyrir- tæki sem ég hef starfað fyrir, þ. á m. Loðnuvinnsl- una hf. á Fáskrúðsfirði, og mér hreinlega rennur til rifja að horfa upp á þessa framgöngu og dug- leysi ráðuneytisins til að leysa þetta mál á mannlegan og skyn- samlegan hátt. Þar sem ég hef þekkt Guð- mund og hans störf í langan tíma veit ég að þau eru vamm- laus og nákvæmari manni hef ég ekki kynnst. Því skil ég ekki þessa kröfu og sérstaklega ef rétt er að þessar reglur séu ekki í gildi og hafi aldrei verið. Maður veltir fyrir sér hvort það séu einungis tilviljanir að nafn Guðmundar hafi nú í þrjú skipti verið dregið upp úr hattinum í fyrstu útdráttum hjá endurskoðendaráði. Kannski svipað miklar tilviljanir og að skipaðir nefndar- menn ráðsins séu starfsmenn hjá stórfyrirtækjum, þ. á m. landsins stærstu endurskoðunarfyrir- tækjum, stórri lögmannsstofu, alþjóðlegu stórfyr- irtæki og banka? Sé þetta sett í samhengi er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri hættu að hagsmunir lítilla og með- alstórra fyrirtækja séu fyrir borð bornir. Áður- nefndar reglur munu verða mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki enda ljóst að endur- skoðendur myndu þurfa að rukka mun hærri upp- hæðir fyrir reikningsskil og endurskoðun. Þar liggur kannski hundur grafinn, allir vilja maka krókinn meira en nauðsyn krefur. Þá vil ég ekki rekja þátt stóru endurskoðunarfyrirtækjanna í hruninu, það er lýðnum ljóst.“ Þriðja tillaga endurskoðendaráðs um að Guð- mundur verði sviptur atvinnuréttindum sínum er nú til umfjöllunar í iðnaðar- og nýsköpunarráðu- neytinu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvernig hún muni afgreiða tillögu endurskoðendaráðs segir Þórdís Kolbrún: „Almennt séð hvílir að mínu mati ótvíræð laga- skylda á endurskoðendum að sæta lögbundnu eft- irliti. Endurskoðendur gegna afar þýðingarmiklum störfum og áritun þeirra er eins konar heilbrigðis- vottorð fyrir viðskiptalífið. Þess vegna er öllum ljóst hvers vegna gerðar eru miklar kröfur til end- urskoðenda og eftirlits með þeim. Ég fæ ekki séð að hægt sé að víkja sér undan lögbundnu eftirliti með því að gera ágreining um hvort einhver hluti reglnanna sem eftirlitið byggist á séu í gildi eða ekki. Umboðsmaður Alþingis virð- ist taka undir þetta sjónarmið í öðru máli, þar sem hann féllst ekki á að ógilda áminningu sem endur- skoðanda hafði verið veitt fyrir að neita að undir- gangast lögbundið eftirlit. Möguleg óvissa um beint lagagildi alþjóðlegra reglna um endurskoðun virðist því ekki ráða úrslitum um eftirlitsskylduna. Varðandi þá óvissu má þó taka fram að almennt virðist vera talið að alþjóðareglurnar séu hluti af góðri endurskoðunarvenju og þess vegna beri end- urskoðendum að fara eftir þeim, jafnvel þótt óvissa kunni að vera um beint lagagildi þeirra. Félag end- urskoðenda hefur lýst þessari skoðun og hún var einnig sett fram í grein í Tímariti lögfræðinga vorið 2014. Ég get þó tekið undir að æskilegt væri að þýða reglurnar á íslensku og gera þær aðgengilegar og við erum að kanna hvernig best sé að standa að því. Hvað varðar einstök atriði í málefnum ein- staklinga sem eru til meðferðar í ráðuneytinu get ég eðli málsins samkvæmt ekki tjáð mig um þau.“ Leggur enn til sviptingu starfsréttinda  Ráðherra neitaði í tvígang að svipta Guðmund Jóelsson, löggiltan endurskoðanda, starfsréttindum Morgunblaðið/Eggert Endurskoðandi Guðmundur Jóelsson á næstum 45 ára starfsferil að baki sem löggiltur endurskoðandi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Í grein sinni spurði Eiríkur Ólafs- son ráðherra endurskoðunarmála eftirfarandi spurninga: „Er það virkilega vilji þinn að stjórnvöld á þínum vegum vinni með þeim hætti sem endurskoð- endaráð hefur orðið uppvíst að gagnvart þessum einstaklingi, þar sem óbilgirni, yfirvöltun, valdníðsla og hefnigirni virðist eiga algjöran forgang umfram almenna skyn- semi? Er ekki eðlilegt að endurskipa í ráðið þar sem embætti þitt hefur neyðst til þess að leiðrétta afglöp þess í tvígang? Var þér ekki kunnugt um þessi afglöp við skipunina og eða kynntu embættismennirnir þér þau ekki? Finnst þér eðlilegt að við handa- hófskennt úrtak sem ráðið segist beita komi sami endurskoðandinn upp þrisvar í röð í fyrstu út- dráttum? Er þetta ekki á mörkum þess að teljast einelti?“ Spurningar til ráðherra „Valdníðsla og hefnigirni“ Fram kemur í bréfi endurskoð- endaráðs til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þá viðskiptaráðherra, 10. janúar 2017, eftir að ráðherra hafði hafnað því öðru sinni, að fella niður starfsréttindi Guðmundar Jó- elssonar, að ráðið er hvergi nærri sátt við þessa ákvörðun ráðherrans og varla hægt að lesa bréfið án þess að álykta að ráðið sé að veita ráðherra ákveðið tiltal, og jafnvel væna ráðherra um að brjóta lög. Endurskoðendaráð heyrir undir valdsvið iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra (áður iðnaðar- og við- skiptaráðherra). Bréfi ráðsins lýkur með þessari setningu: „Þá er það mat endur- skoðendaráðs að niðurstaða ráðu- neytisins í málinu sé andstæð lög- um og alþjóðlegum skuldbindingum.“ Áslaug Árnadóttir hrl. er for- maður endurskoðendaráðs. Þegar Morgunblaðið spurði Áslaugu hvort það tíðkaðist í bréfaskriftum endurskoðendaráðs, sem væri stjórnvald, sem heyrði undir ráð- herra endurskoðunarmála að ráðið segði ráðherranum til syndanna, samanber tilvitnanir í ofangreint bréf ráðsins til ráðherra, sagði hún: „Ég get ekki tjáð mig um ein- stök mál.“ Endurskoðendaráð Veitir ráðherra tiltal „Ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Guðmundur Jóelsson þegar hann var spurður, hvað hann segði um þá tillögu endurskoðendaráðs í þriðja sinn, að ráðherra svipti hann stjórnarskrárvörðum starfsrétt- indum sínum. „Það sem ég visa fyrst og fremst til á þessu stigi málsins eru stjórn- sýslulögin, sem endurskoðendaráð virðir í þriðja sinn gjörsamlega að vettugi. Í þeim er að finna reglu sem heitir meðalhófsregla. Það er eins og ráðið átti sig ekki á því, að hvað sem líður öðrum laga- ákvæðum, eins og t.d. 17. gr. laga um endurskoðendur, þá er endur- skoðendaráð aldrei laust við stjórn- sýslulögin og að ævinlega skal beita vægasta úrræði sem völ er á,“ sagði Guðmundur. Meðalhófsreglan er svohljóðandi: „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lög- mætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og væg- ara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“ Guðmundur Jóelsson „Á ekki til orð“ „Það óskiljanlegasta af öllu í þessu máli er þó það að ráðu- neytið og aðrir sem málið varðar hafa með öllum ráðum komið sér undan því að svara þeim grund- vallarspurningum sem deila þessi snýst um, þ.e. um gildi alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna á Ís- landi,“ sagði Guðmundur Jóels- son, löggiltur endurskoðandi, í samtali við Morgunblaðið í sept- ember 2015. Í maí 2016 kom fram í frétta- skýringu hér í Morgunblaðinu að ágreiningur Guðmundar við end- urskoðendaráð hefur staðið um, að hann hefur hafnað því að end- urskoðendaráð styddist við al- þjóðlega endurskoðunarstaðla við endurskoðun á störfum hans. Hann hefur vísað í orð nefndar á vegum viðskiptaráðherra sem sagði m.a. á sínum tíma: „Nefndin telur að óvissa sé um lagalegt gildi alþjóðlegra endurskoðunar- staðla og því nauðsynlegt að efnahags- og viðskiptaráðuneyti kanni hvort þeir hafi verið inn- leiddir með fullnægjandi hætti. Ástæða þessarar óvissu snýr einkum að þýðingu, skuldbinding- argildi og formlegri birtingu staðlanna.“ Guðmundur dregur í efa að al- þjóðlegir endurskoðunarstaðlar, sem ráðið styðst við í endur- skoðun sinni á störfum endur- skoðenda, hafi lagalegt gildi, þar sem þeir hafi hvorki verið þýdd- ir, né formlega birtir. Nefnd á vegum viðskiptaráðherra Óvissa um gildi Meira til skiptanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.