Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkefnastaðan er góð út þetta ár og svo er margt í pípunum sem þó er ekki endanlega frá- gengið. Ef helmingurinn af því endar með samn- ingum erum við góðir næstu þrjú árin,“ segir Guðmundur H. Hannesson, sölu og markaðs- stjóri Kælismiðjunnar Frosts. Hann segir að í Rússlandi séu miklar fjárfestingar og uppbygg- ing framundan og spennandi tækifæri. Þar séu viðræður í gangi um fleiri uppsjávarverksmiðjur og nýsmíði skipa, en einnig víðar um heim. Framundan á næstu vikum hjá Frosti er upp- setning á búnaði á risauppsjávarfrystihúsi fyrir Varðann á Þvereyri í Færeyjum. Að því loknu tekur við bygging uppsjávarfrystihúss á Kúril- eyjum í Rússlandi, austur við Kyrrahaf. Guð- mundur segir að starfsmenn Frosts hafi fyrst í stað fæstir vitað hvar Kúrileyjar eru. Eftir kynn- ingu á verkefninu, tilhögun vinnu, ferðalögum og aðstæðum á staðnum hefði gengið vel að manna verkefnið. Guðmundur áætlar að Frost sé með um fjórðung þess, en greint var frá samningi Skagans 3X, Frosts og Rafeyrar í Morgun- blaðinu í síðustu viku. Aukinn styrkur með samstarfi „Norðmenn eru helsti keppinautur okkar um verkefni í Rússlandi, sérstaklega í nýsmíði skipa,“ segir Guðmundur. Þeir eru bæði sterkir og þekktir á Rússlandsmarkaði og hafa verið lengi inni á þeim markaði. Þá búa norsk fyrir- tæki að því að geta fjármagnað sig í gegnum út- flutningssjóði. Nokkuð sem við höfum ekki.“ Guðmundur segir að samstarf Skagans 3X, Rafeyrar og Frosts hafi á undanförnum árum skilað miklu og hafi virkað eins og klasasamstarf. Þau hafi m.a. unnið saman að byggingu uppsjáv- arfrystihúsa í Færeyjum, Eskifirði, Hornafirði, Vestmanneyjum, Neskaupstað og á fleiri stöðum. Fyrirtækin þrjú eru hluti af Knarr Maritime en þar innanborðs eru einnig skipahönnunar- fyrirtækin Nautic ehf og Skipatækni ehf., auk Naust Marine og Brimrúnar. „Knarr hefur unnið að markaðssetningu víða um heim, en þó sérstaklega í Rússlandi,“ segir Guðmundur. „Þessi regnhlíf gerir hópinn miklu öflugri heldur en fyrirtækin hvert í sínu lagi. Við getum í sameiningu boðið heildarlausnir, en við- skiptavinurinn óskar einmitt oft eftir því að verk- efni sé lokað með einum samningi. Þetta er leiðin til þess að við séum samkeppnishæfir við erlenda aðila, sem bjóða stórar lausnir, sérstaklega Norðmenn. Það er lykilatriði að reynd þekking- arfyrirtæki í hátækniiðnaði eins og sjávarútvegi sameini krafta sína til að ná árangri á alþjóð- legum vettvangi.“ Kerfi í frystihús og fjölda nýrrra skipa Unnið hefur verið að framleiðslu á búnaði fyrir frystihús Varðans á Þvereyri síðustu fjóra mán- uði og fyrstu starfsmenn héldu til Færeyja í vikubyrjun til að setja hann upp. Þar verða 10-15 manns næstu vikurnar og um 20 manns þegar mest verður umleikis í vor. Framleiðsla er byrjuð á búnaði fyrir frysti- húsið á Shikotan á Kúrileyjum. Guðmundur áætlar að verklok verði í Færeyjum um það leyti sem fyrstu menn fara til Kúrileyja. Hann segist reikna með að verkefnin renni nokkurn veginn saman. Á síðustu fimm árum hafa starfsmenn Frosts sett frysti- og kælikerfi í sjö frystiskip erlendis; stórt rækjufrystiskip fyrir fyrirtæki í Nýfundna- landi, eitt skip fyrir P&P í Hollandi, annað eins fyrir P&P og Samherja fyrir Bretland, fjóra nýja frystitogara í raðsmíði hjá Myklebust í Noregi og eru tveir af þeim fyrir dótturfyrirtækis Sam- herja í Þýskalandi, Cuxhaven og Berlín, einn fyr- ir franska útgerð í eigu P&P og Samherja í sam- starfi við franska eigendur og svo einn fyrir breska útgerð P&P og Samherja. Þá er verið að hanna búnað í nýtt frystiskip HB Granda sem verið er að smíða í Gijon á Spáni. Fyrirtækið sá um kælibúnað í alla sjö ísfisk- togarana sem komu til landsins frá Tyrklandi á síðasta ári; Björgu, Björgúlf, Kaldbak, Drangey, Engey, Viðey og Akurey. Þar voru gerðar miklar kröfur um hraða niðurkælingu á fiski um leið og hann kemur um borð og að því hitastigi sé við- haldið fram að löndun. Gott að reka tæknifyrirtæki á Akureyri Höfuðstöðvar og uppruni Kælismiðjunnar Frosts eru á Akureyri, en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Garðabæ og á Selfossi. „Eftir að Frost keypti fyrirtækið Frostmark í Kópavogi verður starfsemin í Garðabæ umfangsmeiri en á höfuðbólinu á Akureyri,“ segir Guðmundur. Hann segir gott að reka tæknifyrirtæki eins og Frost á Akureyri. Fyrirtækið eigi í góðu sam- starfi við sjávarútvegsfyrirtæki við Eyjafjörð og reyndar um allt land. Það hafi verið nauðsynlegt fyrir tæknifyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg- inn að vinna mjög náið með fyrirtækjunum. Frost hafi notið trausts og tekið þátt í þróun verkefna hjá mjög mörgum aðilum sem hafi skapað reynslu og þekkingu. „Frost og Rafeyri eru stór fyrirtæki í þessum tækni- og þekkingargeira, en einnig er Slipp- urinn á Akureyri stórt iðn- og tæknifyrirtæki. Hér eru fleiri smiðjur og í heildina er þessi iðn- aður blómlegur við Eyjafjörðinn. Það þarf líka töluvert til að þjóna sjávarútvegi hér fyrir norð- an, einnig bæði austan og vestan við okkur og í raun um allt land. Uppsetning á verksmiðjunni á Bakka hefur tekið talsvert til sín og verksmiðja Bekromal kallar á þjónustu og viðhald. Þessu til viðbótar höfum við tekið að okkur verkefni víða um heim þannig að við erum engan veginn bund- in við Norðurlandið,“ segir Guðmundur. Mikilvægt að bjóða heildarlausnir Kælismiðjan Frost Sigurður Bergsson tæknistjóri og Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri. Kælismiðjan Frost á Akureyri og í Garðabæ hefur sinnt atvinnulífinu á Íslandi í langan tíma. Verkefnum til sjós og lands erlendis hefur stöðugt fjölgað og nú er meðal annars horft til spennandi tækifæra í Rússlandi. Fullkominn Togarinn Victor frá Nýfundalandi er eitt þeirra skipa sem eru með búnað frá Frosti. Sérfræðingar Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjón- ustu í öllu sem viðkemur kæli- og frystikerfum. Rússneska sjávarútvegsskrifastofan Rosrybolovstvo hefur fengið 34 um- sóknir um smíði á fiskiskipum og sama fjölda umsókna um byggingu fiskvinnsluhúsa. Frá þessu er greint í Fiskeribladet í Noregi og segir þar að þetta sé niðurstaðan í nýrri áætl- un stjórnvalda um fjárfestingar í sjávarútvegi. Heildarfjárfestingin sé upp á um 230 milljarða ísl. króna. Fram kemur í blaðinu að áformað sé að reisa 18 fiskiðjuver austast í Rússlandi. Einnig sé á döfinni að smíða tíu ný skip á því svæði og eigi sjö þeirra að vera yfir 105 metrar á lengd. Frá norðurhluta Rússlands hafi komið umsóknir um 24 ný skip og 16 um fiskvinnsluhús. Haft er eft- ir Ilya Shestakov, forstjóra Rosrybo- lovstvo, að yfirvöld í Rússlandi vænti mikillar endurnýjunar á flota og fiskvinnsluhúsum á næstu árum. Reiknað sé með að yfir 100 hátækni- fiskiskip verði smíðuð innanlands og að minnsta kosti tíu stórar verk- smiðjur eða stór fiskvinnsluhús. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að í gangi sé áætlun rússneskra stjórnvalda um endurnýjun fiski- skipaflotans og uppbyggingu land- vinnslu. Þetta hafi m.a. verið gert á þann hátt að heimildir hafi verið inn- kallaðar nú í lok 10 ára úthlutunar. Í staðinn taki við 15 ára úthlutun með hvata um að þeir sem ráðist í upp- byggingu fái aukinn kvóta. Mikil endurnýj- un í Rússlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.