Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 54
Rafeyri, sem er í grunn-
inn fyrirtæki rafvirkja á
Akureyri, stendur í stór-
ræðum um þessar
mundir. Að loknu stóru
verkefni í Færeyjum tek-
ur við uppbygging á
Kúrileyjum við Kyrrahaf,
um 10 þúsund kílómetra
frá Akureyri
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Frá upphafi hefur þjónusta við út-
gerð og fiskvinnslu verið grunn-
stoðin í starfsemi rafverktakafyrir-
tækisins Rafeyrar ehf. á Akureyri.
Fyrirtækið hefur þó víða komið að
störfum og má nefna vinnu fyrir
RARIK, Landsnet og Lands-
virkjun, nú síðast á Þeistareykjum,
auk verkefna fyrir iðnfyrirtæki á
Akureyri. Framundan eru verkefni
við byggingu stórra uppsjávar-
frystihúsa á Þvereyri á Suðurey í
Færeyjum og á Shikotan á Kúril-
eyjum austast í Rússlandi.
Kristinn Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Rafeyrar, segir að
talsverð áskorun felist í verkefninu í
Shikotan við framandi aðstæður
meira en 10 þúsund þúsund kíló-
metra frá Akureyri. „Þetta verður
ævintýri sem endar vonandi vel eins
og góð ævintýri gera,“ segir Krist-
inn.
Undirbúningur fyrir verkefnið
austur við Kyrrahaf er í fullum
gangi, en á einhverjum tímapunkt-
um í sumar verða um 20 af 80
starfsmönnum Rafeyrar bundnir við
vinnu á Kúrileyjum eða í ferðalög-
um á milli Íslands og Shikotan.
Reiknað er með fjórum vikum í
vinnu á staðnum, viku í ferðalög og
eðlilega kalla svo langar fjarvistir á
frídaga þegar heim er komið.
Til að kanna áhuga starfsmanna
var sendur út listi til að kanna
áhuga og aðstæður manna til fjar-
veru í svo langan tíma, ekki ólíkt því
sem gerist á stærstu frystitogurum.
Áður hafði verið miðað við að starfs-
menn væru yfirleitt ekki meira en
2-3 vikur við vinnu fjarri höfuð-
stöðvunum á Akureyri.
Flestir tilbúnir í slaginn
„Við vissum ekkert um hug
manna til þessa verkefnis og eðli-
lega veltu menn ýmsu fyrir sér, til
dæmis þáttum eins og löngum fjar-
vistum, samskiptum á samfélags-
miðlum eða í síma, tungumálinu,
veðri og mataræði því margt er
ólíkt á Kúrileyjum og á Akureyri.
Niðurstaðan varð sú að flestir voru
tilbúnir að taka slaginn, enda fylgja
góðar tekjur svona verkefnum,“
segir Kristinn.
Fyrirtækið var stofnað 1994 af
sex starfsmönnum rafmagnsdeildar
Slippstöðvarinnar, sem verið var að
leggja niður. Þau skilaboð fylgdu
breytingunum að ef sexmenning-
arnir stofnuðu fyrirtæki myndu þeir
ganga fyrir vinnu í Slippnum. Allt
gekk þetta eftir og fyrirtækið hefur
vaxið jafnt og þétt.
Starfsmenn eru nú 65-70 yfir
vetrartímann, en 80-85 yfir sumar-
tímann. Fyrirtækið hefur sérhæft
sig í sterkstraum og háspennuraf-
virkjun, en minna sinnt húsaraf-
magni. Um verkefnastöðuna segir
Kristinn að mikið sé að gera næstu
mánuði, en einhvern veginn hafi
starfsemin þróast þannig að eitt
hafi tekið við af öðru þó svo að stað-
an eftir eitt ár liggi ekki fyrir.
Mörg handtök og
kílómetrar í lögnum
Nokkurra vikna seinkun hefur
orðið á framkvæmdum við frysti-
húsið í Færeyjum, sem verður eitt
það stærsta í heimi. Kristinn segir
að þeir hafi ætlað að vera byrjaðir í
Færeyjum, en nú geti farið svo að
verkefnin þar og í Rússlandi skar-
ist. Í þessum verkefnum sé Skaginn
3x með stærsta hluta búnaðarins og
Kælismiðjan Frost sé einnig stór.
Hlutur Rafeyrar gæti verið um
10%, en handtökin mörg og raf-
lagnametrarnir mældir í kílómetr-
um.
Innanlands hefur Rafeyri tekið að
sér verkefni um allt land. Erlendis
hafa starfsmenn Rafeyrar unnið í
Noregi og víðar, auk verkefna í
Rússlandi og Færeyjum. „Ástkæra
Akureyri er þó alltaf heimavöllurinn
okkar, en með þennan starfsmanna-
fjölda þurfum við að leita fyrir okk-
ur víðar,“ segir Kristinn.
Ævintýri sem vonandi endar vel
Mörg handtök Kristján Valur Kristjánsson, starfsmaður Rafeyrar, við vinnu í uppsjávarfrystihúsi Eskju.
Kristinn Hreinsson Framundan hjá
starfsmönnum Rafeyrar eru meðal
annars verkefni á Kúrileyjum.
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
Á þriðjudag dúraði á loðnumið-
unum fyrir sunnan land og fengu
mörg skipanna góðan afla, að því er
segir á heimasíðu Síldarvinnslunn-
ar. Vilhelm Þorsteinsson EA kom
til Neskaupstaðar í gærmorgun
með 1.480 tonn og verður hluti
aflans frystur fyrir Japansmarkað.
Börkur NK var væntanlegur í kjöl-
far Vilhelms með 1.430 tonn og er
einnig ætlunin að afli hans fari í
Japansfrystingu.
Polar Amaroq skipaði frystri
loðnu um borð í flutningaskip í
Norðfjarðarhöfn á þriðjudag en
hélt síðan til veiða norður fyrir land
þar sem norski loðnuflotinn hefur
haldið sig.
Frysta loðnu fyrir Japansmarkað
Rafvirkjar eru uppistaðan í
starfsmannahópi Rafeyrar, en
meðal réttindaheita sem
starfsmenn hafa borið má
nefna vélstjóra, vélvirkja, raf-
vélavirkja, rafiðnfræðinga,
iðnaðarrafvirkja, vélfræðinga,
rafvélavirkjameistara og
vélvirkjameistara. Sérstök
tæknideild er starfrækt innan
fyrirtækisins sem annast til-
boðsgerð, teikni- og hönn-
unarvinnu ásamt því að leiða
tæknihluta verkefna.
Undanfarið hafa 10-12 nem-
ar í rafvirkjun starfað hjá Raf-
eyri og segir Kristinn að fyr-
irtækið eigi góð samskipti við
Verkmenntaskólann á Akur-
eyri. Mikil þróun hafi orðið í
rafvirkjun á síðustu árum og
á stundum séu óljós mörk á
milli rafvirkjunar og raf-
eindavirkjunar. Tæknibúin
skip nútímans séu í raun
fljótandi verksmiðja með
miklar tölvustýringar, sem
krefjist mikillar tækniþekk-
ingar innan fyrirtækisins.
– En hvernig skyldi kynja-
skiptingin vera innan fyrir-
tækisins?
„Hér eru þrjár konur í fullu
starfi. Tvær eru á skrifstofu
og ein er að læra rafvirkjun.
Óneitanlega er þetta mjög
karllægt samfélag og ekki
annað að gera en að hvetja
konur til að læra fagið,“ segir
Kristinn.
Krefst mik-
illar tækni-
þekkingar
FJÖLDI STARFSHEITA
INNAN FYRIRTÆKISINS