Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 78
78 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 ✝ Kristín fæddistá Máná í Úlfsdölum 17. októ- ber 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð 12. febr- úar 2018. Foreldrar Krist- ínar voru Aðal- heiður Þorsteins- dóttir, f. 15.9. 1873, d. 30.12. 1957, og Aðalbjörn Björns- son, f. 22.1. 1876, d. 14.12. 1961. Kristín var yngst átta systkina en þau voru: Jóna, Guðbjörg Kristín, Björn Jóhann, Guðrún, Þorsteinn Zophanías, Sigríður og Guðný Sigríður. Þau eru öll látin. Kristín giftist Þorsteini Guðna Einarssyni frá Ólafsfirði, sjó- manni og verkamanni, f. 3.5. 1908, d. 27.7. 1987. Þau áttu þrjá syni: 1) Jón f. 10.6. 1940, d. 20.5. 2010, Björn, f. 19.2. 1943, d. 14.4. 2013, eftirlifandi maki er Erla Sigurlaug Indriðadóttir, og Ey- þór, f. 12.10. 1946. Börn Jóns eru: Gunnar Þór, Anna Kristín, Sól- rún Helga og Mar- grét Hjördís. Móðir Elín Gunnur Birgis- dóttir. Sumarliði, móðir Arndís Sum- arliðadóttir, Að- alheiður Íris (látin), móðir Kolbrún Ámundadóttir. Börn Björns eru: Indriði og Kristín, móðir Erla Sig- urlaug Indriðadóttir. Sonur Eyþórs er Anton Páll, móðir Karolína Sigurjónsdóttir. Langömmubörnin eru 26 og eitt langalangömmubarn. Kristín fluttist ung til Siglufjarðar og þau Þorsteinn bjuggu mestallan sinn búskap á Siglufirði. Kristín vann til fjölda ára við fiskvinnslu á Siglufirði, allt til loka ársins 1991. Hún fluttist til Kópavogs árið 1992. Kristín verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 22. febr- úar 2018, klukkan 13. Elsku amma mín, nú ertu farin í sumarlandið að hvíla þig. Ég á eftir að sakna þín og er sorgmædd yfir að fá ekki að sjá þig aftur með hlýja geislandi brosið þitt og fá ekki að faðma þig að mér. En á sama tíma er ég sátt og glöð fyrir þína hönd að þú hafir fengið langþráða hvíld. Þú sagðir oft síðustu tvö árin að það væri óþarfi að vera að teygja þetta líf svona þar sem þú værir orðin svo gömul og mikill „ræfill“ eins og þú orðaðir það, hálf heyrnarlaus og búin að missa mikið bæði minni, sjón og lúin, enda má maður nú vera farinn að gefa aðeins eftir 98 ára. Það var mikið ólán þegar þú slasaðir þig rétt fyrir jól og þurftir að gangast undir aðgerð og svæfingu og ekki höfðu marg- ir trú á að þú hefðir það af en þú varst ekki lengi að rísa á fætur og fara að storma um gangana á Sunnuhlíð eins og kraftar þínir leyfðu og komst öllum á óvart. En svo kom flensan og hafði yf- irhöndina, enda ekki mikið mót- stöðuafl eftir í þínum aldna og lúna líkama, elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar á síðustu áratugum og að þú varst alltaf til staðar fyrir mig og okkur barna- börnin þín og langömmubörnin sem voru öll sem eitt þér svo kær og þú gerðir aldrei upp á milli. Meira gæðablóð og óeigin- gjarnari manneskju hef ég aldrei hitt og það eru ekki margir sem fara í skóna þína hvað það varðar. Þú varst líka svo mikill jaxl í vinnu bæði innan og utan heim- ilisins og áttir þinn eigin verkfæ- ralager með sög og öllu, þar sem þú gerðir alltaf allt sjálf sem þurfti að gera. Það er okkur öllum hulin ráð- gáta hvernig þú náðir eitt sinn að klifra upp í langa mjóa gluggann í Vogatungunni (tæpir tveir metrar upp) og skríða inn um hann þegar þú í eitt af mörgum skiptum læstir þig úti, þá orðin 90 ára! Þú kunnir sko að bjarga þér, amma mín. Þú varst alltaf með hlaðborð af mat og bakkelsi handa okkur og elskaðir að veita og gefa en gerðir allt of lítið fyrir sjálfa þig, hundskammaðir okkur þegar við vorum að gefa þér ein- hverjar gjafir og sagðir „þið eigið ekki að vera að eyða svona pen- ingum í mig“. Og þegar þú varst orðin gömul og lúin en bjóst ennþá heima kom ég stundum með mat sem ég hafði eldað handa þér og borðaði með þér. Þá skammaðirðu mig fyrir að bera svona mat inn í húsið, eins og þú orðaðir það. En alltaf svo þakklát og naust þess að láta eitthvað stjana smá við þig þó þér þætti það erfitt, svo sjálfstæð alltaf. Þegar ég var í grunnskóla kom ég svo oft til þín með lær- dóminn og þú hjálpaðir mér, hlýddir mér yfir og hvattir mig, takk fyrir það. Og alltaf áttirðu kex og kökur. Fíkjukexið þitt var í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar við vorum orðin unglingar og far- in að fikta við að reykja áttirðu það til að gauka að okkur smá aur og þá sagðirðu oft: „Og verið þið svo ekki að sleikja þessar síg- arettur!“ Snillingur, amma. Þú varst alla tíð stök bindind- ismanneskja og mikil skíðakona þegar þú varst ung og hugsaðir svo vel um heilsuna alla tíð og hraust eftir því. Ég vil þakka starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir að hugsa svo vel um þig. Elska þig, amma mín, hvíldu í friði. Þín Sólrún. Kristín Marsibil Aðalbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma mín. Ég þakka mikið fyrir ár- in þín. Þú varst mér alltaf svo kær. Þegar þú birtist mér sem ferskur blær í minningum mínum ég hlæ. Man þær góðu stundir er við spiluðum og borðuðum kökur eða sátum saman og þú sagðir mér sögur. Þó þú sért farin þá veit ég að í minningum mínum þú lifir, þann síðasta dag sem ég kvaddi þig þá bað ég Guð að geyma þig og finn hann hefur hlustað, tekið á móti þér og gefið þér frið. Hvíldu í friði, elsku langamma Kveðja, Jón Ragnar og Davíð Sigurðssynir. FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Faðir, tengda- faðir og afi er fall- inn frá. Margar eru minningarnar sem ég á um föður minn Bestu stundirnar með pabba voru veiðiferðir þar sem við stóð- um steinsnar hvor frá hvorum úti í guðsgrænni náttúrunni eða niðri á bryggju að kasta fyrir fisk. Pabbi byrjaði nefnilega að fara með mér að veiða á stóru bryggjunni í Súðavík þegar ég var smápolli. Alltaf fékk hann stærsta fisk- inn á rauðan spinner. Eftir að hafa flutt til Hafnar- fjarðar var kyrrðin við Kleifar- vatn nokkuð sem pabbi sótti í. Pabbi naut sín svo vel úti í nátt- úrunni en best þótti honum samt að vera í Súðavík. Pabbi var mikill tónlistarunn- andi og mjög liðtækur á gítar og hljómborð. Hann kynnti mig fyr- ir tónlist. Fyrst með því að hlusta á „Með grátt í vöngum“ með Gesti Einari og svo síðar þegar plötuspilari kom aftur á heimilið voru gömlu vínilplöt- urnar hans dregnar fram. Queen, Zeppelin, Stones, Bítl- arnir, Elvis, Blondie, Madness og Billy Joel svo eitthvað sé nefnt. Tengdadóttir hans Sveins, Hulda, minnist hans með þess- um orðum: Ég man alltaf eftir því þegar ég hitti Svenna í fyrsta sinn. Mér hafði verið boðið í mat að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Til dyra kom brosmildur, stór og mikill maður í engri skyrtu. Hann breiddi út stóra faðminn sinn, faðmaði mig og kyssti mig á kinnina og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Það má segja að þetta sé rétt lýsing á Svenna, hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Sagði það sem hann meinti, fór ekki í kringum hlut- ina og stóð við það sem hann sagði. Það var alltaf hægt að leita til hans ef okkur vantaði einhverja aðstoð, hvort sem það var að leggja parket, gera við bíl eða sjá um barnabörnin. Sveinn var vinnusamur maður með stór hjarta og mikla ást á fjölskyldu sinni. Þegar mér verð- ur hugsað til hans sé ég hann alltaf fyrir mér að dytta að ein- hverju í bílskúrnum, garðinum eða í einhverri á, vatni eða bara á bryggjunni með veiðistöng að njóta lífsins. Það sem barnabörnin hans pabba, Michael og María Rós, muna helst eftir er að hafa farið með afa sínum á bryggjuna í Súðavík til að veiða. Michael minnist þess þegar hann var lítill á leikskóla og afi hans kom með fullan kassa af Sveinn Kristján Pétursson ✝ Sveinn Krist-ján Pétursson fæddist 22. ágúst 1954. Hann lést 2. febrúar 2018. Útför hans fór fram 14. febrúar 2018. alls konar fiski til að sýna honum og hin- um krökkunum. Afi var að tryggja sér framtíðarveiði- félaga. Michael og afi hans voru líka byrj- aðir að safna sér fyrir bát með mótor sem þeir ætluðu að vera með í Súðavík svo þeir gætu róið til fiskjar Álftafirði. Maríu Rós þótti mjög gaman að fara með afa sínum í Ragga- garð enda fátt skemmtilegra en að leika sér við afa. Mann sem var svo fullur af lífi og hrókur alls fagnaðar. Þin verður sárt saknað. Halldór Sigurbergur Sveinsson, Hulda Guðrún Bjarnadóttir, Michael Halldórsson, María Rós Halldórsdóttir. Elsku tengdapabbi. Ég hitti þig í fyrsta sinn í jólaboði hjá ykkur hjónum. Ég var svo stressuð að koma til ykkar enda hafði ég aldrei hitt ykkur en þið létuð mér strax líða eins og ég væri hluti af ykkar hópi. Við urð- um fljótt góðir vinir og ég vissi snemma að þarna væri ég búin að hitta mann sem ætti eftir að verða klettur í mínu lífi og það áttir þú sannarlega eftir að verða. Við áttum svo margar stundir sem við sátum bara og spjölluð- um saman og þegar ég var kas- ólétt að Daníel þá komstu oft á morgnana þegar þú varst í landi og hjálpaðir mér með stelpurn- ar. Mér fannst skemmtilegast þegar þú labbaðir inn að sjá hvernig andlitin á stelpunum ljómuðu þegar þær sáu afa sinn. Þær hafa alltaf verið miklar afastelpur enda hefur þú alltaf verið svo góður við þær. Þegar Daníel fæddist var hann ekki lengi að heillast af afa sínum. Þegar við þurftum svo að fá ein- hvern til að passa Daníel þegar ég fór aftur að vinna varstu ekki lengi að bjóða fram aðstoð þína. Þú og Daníel áttuð svo yndisleg- ar stundir saman og mér leið svo vel að vita af honum í góðum höndum. Daníel græddi svo mik- ið á þessum stundum með þér og við munum hjálpa honum að rifja þær upp þegar fram líða stundir. Okkur Stjána fannst eins og þið tveir væruð tengdir einhverjum sérstökum böndum sem verða aldrei rofin. Mér hefur alltaf fundist svo dásamlegt að fylgjast með þér og börnunum saman. Þú varst alltaf svo þolinmóður við þau og eyddir miklum tíma í að leika og kenna þeim. Þú eyddir mjög miklum tíma í að kenna Daníel að ganga því hann var svo seinn til. Börnin eru öll svo heill- uð af þér og þau spyrja svo mikið um þig núna þó að þau viti ekki ennþá að þau muni aldrei hitta afa sinn aftur. Missir þeirra er svo gríðarlega mikill og það er sárt að hugsa til þess að þau munu missa af svo miklu með þér. Ég á eftir að sakna húmorsins þíns. Þér fannst svo gaman að gantast í okkur og fá okkur til að hlæja. Ég mun sakna þess að fá gott faðmlag hjá þér en faðmur þinn var svo fullur af styrk og hlýju. Ég mun sakna þess að horfa á þig með fjölskyldunni þinni. Það var svo dásamlegt að sjá hvað þið Bogga elskuðuð hvort annað mikið og hvað það var mikill vinskapur ykkar á milli. Ég veit að þið hjónin mun- uð elska hvort annað þó að þið getið ekki lengur verið saman en ég veit og finn að ást ykkar er ódauðleg. Mér fannst svo gaman að sjá ykkur Stjána saman. Þið áttuð svo mikið sameiginlegt og voruð svo rosalega líkir á margan hátt. Mér fannst gaman að sjá hvað Stjáni dáðist að pabba sínum og hvað þú varst stoltur af honum. Mest mun ég þó sakna þess að sjá svipinn á þér þegar þú varst að tala og leika við barnabörnin þín. Þér fannst svo gaman að eyða tíma með þeim og maður sá hvað þú elskaðir þau og dáðist að þeim. Elsku tengdapabbi minn, mig langar ekki til að kveðja þig núna. Mér finnst ég ekki hafa fengið nægilega langan tíma til að kynnast þér. Það er svo margt sem ég hefði getað lært af þér enda var lífs- sýn þín svo ótrúlega góð og þú svo einstaklega góðum gáfum gæddur. Ég mun sakna þín meir en orð fá lýst. Sandra Lind Valsdóttir. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Takk fyrir þolinmæðina og umhyggjuna sem þú sýndir okkur. Þú hefur verið svo stór hluti af okkar lífi og við söknum þín svo mikið. Okkur langar svo mikið til að sjá þig aftur og spyrjum um þig á hverjum degi. Andlitin á okkur ljóma í hvert skipti sem mamma og pabbi sýna okkur myndir af þér. Þú hefur átt svo stóran hlut í að móta og kenna okkur. Mamma og pabbi munu passa að við gleymum ekki hvað við áttum góðan afa og þau munu rifja upp með okkur allar þær minningar sem við höfum átt með þér. Elsku afi, nú ertu farinn og við verðum að kveðja þig. Við getum illa sætt okkur við að þú sért farinn og viljum bara hafa þig hjá okkur. Okkur finnst eins og að tími okkar með þér hafi ekki verið búinn og okkur finnst þetta svo ósanngjarnt. Við kveðjum þig því með miklum og ólýsanlegum söknuði. Við elsk- um þig meira en miklu meira og rúmlega það. Harpa Lind, Andrea Lind og Daníel Kári. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það var frekar óstýrilátur gaur sem kom í litla þorpið okk- ar fyrir vestan á áttunda ára- tugnum síðasta. Ekki svo að við værum nokkuð að velta því fyrir okkur sérstaklega, fólk kemur og fer eins og gengur. En það átti eftir að breytast umtalsvert því Bogga systir okkar fór að gefa þessum náunga hýrt augna- tillit. Bogga var elsta systirin en við strákarnir vorum nú allir eldri og þó það væri nú ekki eins og í amerískum bíómyndum þá var ekki örgrannt um að við teldum þetta henni ekki fyrir bestu. En Bogga er þver og sem betur fór reyndust hugrenningar okkar ekki hafa þann grunn sem við héldum. Þessi gaur reyndist vera ein- stakt gæðablóð eins og kom á daginn. Sveinn Kristján Pétursson, þessi sómapiltur sem við kveðj- um hér hinstu kveðju, varð mág- ur okkar og sjöundi bróðirinn í fjölskyldunni á Litlabæ. Hann féll nánast strax inn í hópinn enda í sjálfu sér ekki erfitt því við erum jú gæðablóð líka. Hann meira að segja átti Land Rover eins og pabbi og ósjaldan var hann að huga að gripnum í bílskúrnum hans pabba enda margvísleg tæki og tól þar, sem auðvelt var að grípa til. En Svenni, eins og hann var jafnan kallaður eða Svenni henn- ar Boggu, var mikill fjölskyldu- maður og var ávallt tilbúinn til að leggja lið eða taka þátt ef eftir því var leitað. Og það var alltaf stutt í strák- inn í honum alveg fram undir það síðasta. Þegar hann var kominn heim þar sem hann dvaldi síðustu dag- ana var hann eitt sinn á fótum og Bogga kemur á móti honum, hann horfir á hana og segir graf- alvarlegur: „Hver ert þú?“ og þegar hann sá svipinn á Boggu hló hann stríðnishlátri. Það er svo mikilsvert að eiga góðar minningar og það eigum við svo sannarlega þar sem Svenni er. Elsku Bogga, Halldór og Stjáni og fjölskyldur, það er huggun harmi gegn að vera þess fullviss að hann hefur fengið góðar og hlýjar móttökur á nýj- um stað. Hans verður sárt sakn- að. Megi Guð og allir heilagir styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd strákanna á Litlabæ, Hálfdán Kristjánsson. Í lífi flestra eru það útvaldir einstaklingar og sérvalin augna- blik sem eiga sér stað í hjarta hvers og eins. Ég elst upp á ástríku heimili með báðum foreldrum en ég var samt svo heppin að fá aukapar af foreldrum. Þegar foreldrar mín- ir voru að klára nám, bjó ég nefnilega hjá Boggu og Svenna. Þar fékk ég aldrei að finna fyrir öðru en að ég væri fullkomlega eðlilegur hluti af fjölskyldunni. Ég man ennþá gleðina þegar Svenni kom heim af sjónum og þegar hann kom eldsnemma að morgni á rúmstokkinn og faðm- aði mig bless áður en hann fór á sjóinn. Ég man innileikann og hlýjuna í faðmlaginu og skilyrð- islausa ást og umhyggju. Ég man eftir húmornum og kraft- inum og hvað hann var seigur í boltanum. Og þó að ég viti að hann hafi pottþétt þurft að skamma mig einhvern tímann, því skammastrik okkar Stjána (eða Þorvaldar og Dísu eins og Svenni kallaði okkur oft) voru ófá, þá man ég ekki eftir einu einasta skipti þar sem hann var reiður. Trúið mér … ég er samt búin að reyna, þetta eru bara ekki minningarnar sem sitja eft- ir. Ég er þakklát fyrir að Bogga og Svenni fundu hvort annað. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þeirra fjölskyldu. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera „fósturdóttir“. Ég er þakklát fyrir að Matti og dætur okkar fengu að kynnast Svenna og ég er þakklát fyrir allar minn- ingarnar og öll bókstaflega sjóð- heitu faðmlögin. Þó það sem ég nefni hér að ofan sé aðeins lítið brot af öllu sem Svenni gaf mér, þá skýrir það vonandi af hverju Svenni er einn þeirra sem eiga frátekinn stað í hjarta mínu og ég get aðeins vonað að mér hafi tekist að gefa, þó ekki væri nema hluta þess til baka. Yndislega fjölskylda, Bogga, Halldór, Stjáni og fjölskyldur ykkar. Missir ykkar er mikill og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Svenni var yndisleg manneskja og heimurinn er svo miklu fátækari nú en hann var fyrir nokkrum dögum. Kristín Harpa Hálfdánardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.