Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Módel: Sandra Ósk Aradóttir „Hafa skal það, sem sannara reynist“ er fyrirsögn greinar Gunnars G. Magnús- sonar í Morgunblaðinu, þar sem grein mín um virkjanir og þjóðgarða fær harðan dóm: „Það verður að gera þá kröfu að hann fari með rétt mál og dylgi ekki um þau verkefni, sem hann hefur ekki kynnt sér nægilega vel.“ Sem sagt: fávís fréttaræfillinn og vettvangsferðir hans í 30 þjóð- garða og 18 virkjanasvæði í 7 lönd- um og áratuga kannanir á náttúru og þjóðlífi eru léttvægar fundnar því að Gunnar veit betur. Hann seilist til Ástralíu til að sýna fram á fávísi mína og nefnir Bogong-virkjunina, sem hafi verið byggð inni í miðjum þjóðgarðinum Alpine National Park 20 árum eftir að þjóðgarðurinn var stofnaður. Þótt ég hafi ekki farið í vettvangsferð þangað, fór ég þó á fyrirlestur Louise Crossley í Reykjavík 2005 um virkjanir og náttúru- verndarbar- áttu í Ástr- alíu. Ekki minnist ég að hafa séð Gunnar eða hans líka þar. Í fyr- irlestrinum rakti Cross- ley hin hörðu átök í Ástralíu 1978-1983, sem skóku svo þing, ríkisstjórn og hæstarétt, að ríkisstjórnin féll, hætt var við virkjunina og svæðið sett á Heims- minjaskrá UNESCO. Þarna urðu straumhvörf í náttúruverndar- málum í Ástralíu og Crossley ráð- lagði Íslendingum að læra af þessu. Rök Gunnars fyrir því „sem sannara reynist“ að hans mati, eru svipuð nú og skoðanbræður hans í Ástralíu notuðu fyrir 40 árum og biðu lægri hlut. Hrópandi munur á Bogong- virkjun og Hvalárvirkjun 1938-1962 var framkvæmd svo- nefnd Kiewa-virkjanaáætlun, löngu áður en Alpine-þjóðgarðurinn var stofnsettur 1989. Ný viðbótar- virkjun, Bogong, árið 2009, sem Gunnar nefnir sem hliðstæðu Hval- árvirkjunar, átti að vera með stíflu og miðlunarlón, en því var hafnað vegna náttúruverndarsjónarmiða! Til að fá virkjunina í gegn er leitt vatn neðanjarðar án stíflu og lóns niður frá McKay Creek-virkjuninni fyrir ofan Bogong og niður í neðan- jarðarstöðvarhús, þannig að ekkert rask er ofan jarðar. 140 megavatta feluvirkjun, einkum notuð á álags- tímum. Þegar þetta er borið saman við Hvalárvirkjun með sínar 5, allt að 33ja metra háu stíflur, 4 miðlun- arlón, fossa sem skerðast eða hverfa og víðerni, sem skerðast um 226 fer- kílómetra, er himinhrópandi munur á Bogong í Ástralíu og Hvalá. Og hver seildist til Ástralíu til að finna vopn í rökræðu til að afhjúpa fá- visku manns, sem færi ekki með rétt mál? Í hugann kemur vopn frum- byggja Ástralíu, búmerang eða bjúgverpill, sem getur snúið við á fluginu eftir að því er kastað og lent á þeim sem kastaði því. Stórvirkjun á vestfirskan mælikvarða „Norðmenn virkja og virkja“ seg- ir Gunnar og nefnir skrá NVA yfir hugmyndir um virkjanir, sem sanni að lítið sé að marka yfirlýsingu for- sætisráðherra Noregs 2002 um að tími stórra vatnsaflsvirkjana sé lið- inn þar í landi. Hér á landi er líka til skrá yfir meira en hundrað hugsanlega virkjanakosti án þess að hún sé talin sönnun fyrir því að allt verði virkjað út í eitt. Það stendur óhaggað að áformin um að virkja á hálendisvíðernum Noregs hafa verið slegin út af borðinu. Það eru hin óbyggðu víðerni sem skipta máli, – líka á Vest- fjörðum, því að ef við lítum á Vestfjarðakjálkann eins og eyju með aðeins 9 kílómetra breitt haft sem tengingu við meginhluta landsins, eru Hvalárvirkjun og mikil áhrif hennar ígildi stórvirkjunar á vestfirskan mælikvarða. Stefnumarkandi kort? Gunnar birtir kort, sem sýna á ystu mörk miðhálendisþjóðgarðs, og gert hefur verið til glöggvunar á umfangi hans, en þar má sjá hvaða mannvirki og hugmyndir í ramma- áætlun gætu snert viðfangsefnið. Hann lætur að því liggja að þetta þýði að öll þessi mannvirki og hugs- anlegir virkjanakostir verði hluti af þjóðgarðinum. Þá yrði meira að segja Hálslón hluti af þjóðgarðinum, þótt hjá Landsvirkjun dytti mönn- um ekki annað í hug á sínum tíma en að hafa mörk hugsanlegs þjóð- garðs í hæfilegri fjarlægð frá lóninu. Núna er lónið að sjálfsögðu ekki hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og Hágöngulón ekki heldur. Hin gríð- arlega óafturkræfa umhverf- isröskun þessara lóna gerir það ómögulegt. Hluti af draumsýn? Þegar horft er yfir Hálslón í bjartviðri snemmsumars í hlýjum hnjúkaþey blasir við ófögur sjón, gríðarlegt leirfok sem er afleiðing þess að meira en helmingur lón- stæðisins er þurr eftir að hleypt var úr því yfir veturinn, og á þurru lón- stæðinu liggja milljónir tonna af leir, sem framburður Jöklu og Kringilsár bera í það á hverju sumri. Er þetta hluti draumsýn- arinnar um að virkjanir geti verið hluti af þjóðgörðum? „Þjóðgarður á norðanverðum Vestfjörðum verður ekki að veruleika í náinni framtíð,“ segir Gunnar, „hátt í 30 ár tók að koma Snæfellsjökulsþjóðgarði á fót“. Hvað er satt? Jú, 1994 var skipuð nefnd til að undirbúa stofnun þjóðgarðsins og hann var stofnsett- ur 2001. Þetta var 7 ára starf en ekki tæp 30. Gunnar telur kalt veð- urfar hindra starfsemi þjóðgarðs og tekjur af honum á Vestfjörðum. Af hverju frekar þar en á miðhálend- inu? Í fávísi minni fór ég um Lappl- and 2005 í febrúar. Þar selja þeir túristum fernt: Myrkur, kulda, þögn og ósnortna náttúru; það sem fólk frá suðlægari löndum sækist eftir. Búmerang frá Ástralíu? Eftir Ómar Ragnarsson »Hálslón og Hágöngu- lón eru ekki innan Vatna- jökulsþjóð- garðs af því að þessi manngerðu lón valda svo miklum nei- kvæðum óaft- urkræfum umhverfis- spjöllum. Ómar Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um kjör og jafnrétti borinna og óborinna kynslóða. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Ysti hluti Hálslóns í sól og hlýjum hnjúkaþey í júlíbyrjun. Leirfok af mannavöldum, stíflurnar á kafi í kófinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.