Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Módel: Sandra Ósk Aradóttir
„Hafa skal það, sem
sannara reynist“ er
fyrirsögn greinar
Gunnars G. Magnús-
sonar í Morgunblaðinu,
þar sem grein mín um
virkjanir og þjóðgarða
fær harðan dóm: „Það
verður að gera þá
kröfu að hann fari með
rétt mál og dylgi ekki
um þau verkefni, sem
hann hefur ekki kynnt sér nægilega
vel.“ Sem sagt: fávís fréttaræfillinn
og vettvangsferðir hans í 30 þjóð-
garða og 18 virkjanasvæði í 7 lönd-
um og áratuga kannanir á náttúru
og þjóðlífi eru léttvægar fundnar því
að Gunnar veit betur. Hann seilist
til Ástralíu til að sýna fram á fávísi
mína og nefnir Bogong-virkjunina,
sem hafi verið byggð inni í miðjum
þjóðgarðinum Alpine National Park
20 árum eftir að þjóðgarðurinn var
stofnaður. Þótt ég hafi ekki farið í
vettvangsferð þangað, fór ég þó á
fyrirlestur
Louise
Crossley í
Reykjavík
2005 um
virkjanir og
náttúru-
verndarbar-
áttu í Ástr-
alíu. Ekki
minnist ég
að hafa séð
Gunnar eða
hans líka
þar. Í fyr-
irlestrinum
rakti Cross-
ley hin
hörðu átök í
Ástralíu
1978-1983,
sem skóku
svo þing, ríkisstjórn og hæstarétt,
að ríkisstjórnin féll, hætt var við
virkjunina og svæðið sett á Heims-
minjaskrá UNESCO. Þarna urðu
straumhvörf í náttúruverndar-
málum í Ástralíu og Crossley ráð-
lagði Íslendingum að læra af þessu.
Rök Gunnars fyrir því „sem sannara
reynist“ að hans mati, eru svipuð nú
og skoðanbræður hans í Ástralíu
notuðu fyrir 40 árum og biðu lægri
hlut.
Hrópandi munur á Bogong-
virkjun og Hvalárvirkjun
1938-1962 var framkvæmd svo-
nefnd Kiewa-virkjanaáætlun, löngu
áður en Alpine-þjóðgarðurinn var
stofnsettur 1989. Ný viðbótar-
virkjun, Bogong, árið 2009, sem
Gunnar nefnir sem hliðstæðu Hval-
árvirkjunar, átti að vera með stíflu
og miðlunarlón, en því var hafnað
vegna náttúruverndarsjónarmiða!
Til að fá virkjunina í gegn er leitt
vatn neðanjarðar án stíflu og lóns
niður frá McKay Creek-virkjuninni
fyrir ofan Bogong og niður í neðan-
jarðarstöðvarhús, þannig að ekkert
rask er ofan jarðar. 140 megavatta
feluvirkjun, einkum notuð á álags-
tímum. Þegar þetta er borið saman
við Hvalárvirkjun með sínar 5, allt
að 33ja metra háu stíflur, 4 miðlun-
arlón, fossa sem skerðast eða hverfa
og víðerni, sem skerðast um 226 fer-
kílómetra, er himinhrópandi munur
á Bogong í Ástralíu og Hvalá. Og
hver seildist til Ástralíu til að finna
vopn í rökræðu til að afhjúpa fá-
visku manns, sem færi ekki með rétt
mál? Í hugann kemur vopn frum-
byggja Ástralíu, búmerang eða
bjúgverpill, sem getur snúið við á
fluginu eftir að því er kastað og lent
á þeim sem kastaði því.
Stórvirkjun á
vestfirskan mælikvarða
„Norðmenn virkja og virkja“ seg-
ir Gunnar og nefnir skrá NVA yfir
hugmyndir um virkjanir, sem sanni
að lítið sé að marka yfirlýsingu for-
sætisráðherra Noregs 2002 um að
tími stórra vatnsaflsvirkjana sé lið-
inn þar í landi. Hér á landi er líka til
skrá yfir meira en
hundrað hugsanlega
virkjanakosti án þess
að hún sé talin sönnun
fyrir því að allt verði
virkjað út í eitt. Það
stendur óhaggað að
áformin um að virkja á
hálendisvíðernum
Noregs hafa verið
slegin út af borðinu.
Það eru hin óbyggðu
víðerni sem skipta
máli, – líka á Vest-
fjörðum, því að ef við
lítum á Vestfjarðakjálkann eins og
eyju með aðeins 9 kílómetra breitt
haft sem tengingu við meginhluta
landsins, eru Hvalárvirkjun og mikil
áhrif hennar ígildi stórvirkjunar á
vestfirskan mælikvarða.
Stefnumarkandi kort?
Gunnar birtir kort, sem sýna á
ystu mörk miðhálendisþjóðgarðs, og
gert hefur verið til glöggvunar á
umfangi hans, en þar má sjá hvaða
mannvirki og hugmyndir í ramma-
áætlun gætu snert viðfangsefnið.
Hann lætur að því liggja að þetta
þýði að öll þessi mannvirki og hugs-
anlegir virkjanakostir verði hluti af
þjóðgarðinum. Þá yrði meira að
segja Hálslón hluti af þjóðgarðinum,
þótt hjá Landsvirkjun dytti mönn-
um ekki annað í hug á sínum tíma
en að hafa mörk hugsanlegs þjóð-
garðs í hæfilegri fjarlægð frá lóninu.
Núna er lónið að sjálfsögðu ekki
hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og
Hágöngulón ekki heldur. Hin gríð-
arlega óafturkræfa umhverf-
isröskun þessara lóna gerir það
ómögulegt.
Hluti af draumsýn?
Þegar horft er yfir Hálslón í
bjartviðri snemmsumars í hlýjum
hnjúkaþey blasir við ófögur sjón,
gríðarlegt leirfok sem er afleiðing
þess að meira en helmingur lón-
stæðisins er þurr eftir að hleypt var
úr því yfir veturinn, og á þurru lón-
stæðinu liggja milljónir tonna af
leir, sem framburður Jöklu og
Kringilsár bera í það á hverju
sumri. Er þetta hluti draumsýn-
arinnar um að virkjanir geti verið
hluti af þjóðgörðum? „Þjóðgarður á
norðanverðum Vestfjörðum verður
ekki að veruleika í náinni framtíð,“
segir Gunnar, „hátt í 30 ár tók að
koma Snæfellsjökulsþjóðgarði á
fót“. Hvað er satt? Jú, 1994 var
skipuð nefnd til að undirbúa stofnun
þjóðgarðsins og hann var stofnsett-
ur 2001. Þetta var 7 ára starf en
ekki tæp 30. Gunnar telur kalt veð-
urfar hindra starfsemi þjóðgarðs og
tekjur af honum á Vestfjörðum. Af
hverju frekar þar en á miðhálend-
inu? Í fávísi minni fór ég um Lappl-
and 2005 í febrúar. Þar selja þeir
túristum fernt: Myrkur, kulda, þögn
og ósnortna náttúru; það sem fólk
frá suðlægari löndum sækist eftir.
Búmerang frá Ástralíu?
Eftir Ómar
Ragnarsson
»Hálslón og
Hágöngu-
lón eru ekki
innan Vatna-
jökulsþjóð-
garðs af því
að þessi
manngerðu
lón valda svo
miklum nei-
kvæðum óaft-
urkræfum
umhverfis-
spjöllum.
Ómar Ragnarsson
Höfundur er áhugamaður
um kjör og jafnrétti borinna
og óborinna kynslóða.
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Ysti hluti Hálslóns í sól og hlýjum hnjúkaþey í júlíbyrjun. Leirfok af
mannavöldum, stíflurnar á kafi í kófinu.