Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Sendiráðum Íslands í Mapútó í Mós- ambík og Vín í Austurríki verður lok- að. Nýtt sendiráð verður opnað í Genf í Sviss, þar sem áður var fastanefnd og sendiráðin í Brussel, Genf, Kam- pala, London og París gegna hlut- verki fastanefnda gagnvart tilteknum alþjóðastofnunum. Þetta er meðal þess sem felst í for- setaúrskurði um sendiráð, fasta- nefndir hjá alþjóðastofnunum og ræð- isskrifstofur sem tók gildi í fyrradag. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni og sveigjanleika, stuðla að sparnaði og nýta betur mannauð. Þær má rekja til skýrslu um utanríkisþjón- ustu til framtíðar sem kom út í sept- ember síðastliðnum og inniheldur rúmlega 150 tillögur um „bætta hags- munagæslu í síbreytilegum heimi,“ eins og komist er að orði í skýrslunni. Í breytingunum felst m.a. að um- dæmi sendiráða breytast nokkuð. Til dæmis bætast Afríkuríkin Djibútí, Eþíópía, Kenía, Malaví og Namibía við umdæmi sendiráðsins í Kampala í Úganda. Þá fækkar þeim löndum sem eru í umdæmi sendiráðsins í London um tvö og þeim sem eru í umdæmi sendiráðsins í Nýju-Delhi fækkar um sex. Utanríkisráðuneytið mun, eftir breytingarnar, fara með fyrirsvar ríf- lega þrjátíu ríkja og hefur verið stofn- uð sérstök deild sendiherra í ráðu- neytinu með búsetu á Íslandi. Loka tveimur sendiráðum og stofna deild hér  Utanríkisráðuneytið vill lækka kostnað og auka skilvirkni  Umdæmi sendiráðanna breytast  Lokað í Mapútó og Vín Morgunblaðið/Einar Falur Sendiráð Talsverðar breytingar verða nú á íslensku utanríkisþjónustunni. 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem að- alorkugjafa. Fjöldi þeirra sem kjósa helst að eignast raf- magnsbíl hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2015, þegar 20% þeirra sem íhuguðu að kaupa nýjan bíl sögðust helst vilja að hann væri aðallega knúinn rafmagni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bílakaupakönnun MMR. Nokkur munur er á svörum eftir búsetu. Áhugi fyrir rafknúnum bíl- um mældist 46% meðal íbúa höfuð- borgarsvæðisins en á landsbyggð- inni var hann 34%. Þá reyndust þeir sem eldri eru, með hærri tekjur og lengri skólagöngu að baki hafa meiri áhuga fyrir rafbílum en yngra, tekjulægra fólk með minni menntun. Breytileikinn reyndist hins vegar einna mestur þegar litið var til stjórnmálaskoðana fólks. 15% stuðn- ingsmanna Flokks fólksins sögðust helst kjósa rafknúinn bíl, en yfir 60% þeirra sem sögðust styðja Pírata, Samfylkingu eða VG sögðust helst kjósa rafmagn sem aðalorkugjafa fyrir nýjan bíl. Þarna var hlutfall stuðningsmanna Pírata hæst, 66%. Könnunin var gerð dagana 9.-17. janúar og svöruðu 1.594 henni. Ríkir og rosknir vilja rafbíla Rafbílar Sífellt fleiri kjósa þá.  42% vilja að nýi bíllinn sinn sé rafbíll Úlfar Bragason, rannsóknar- prófessor hjá Árnastofnun, og Gunn- laug Birta Þorgrímsdóttir, háskóla- nemi og fyrrverandi þátttakandi í Snorra West verkefninu, flytja er- indi á næsta fræðslufundi Þjóðrækn- isfélags Íslendinga, ÞFÍ. Fundurinn verður í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, og hefst klukkan 16.30 í dag. Árnastofnun gaf út í fyrra bókina Frelsi, menning, framför: Um bréf og greinar Jóns Halldórssonar eftir Úlfar og fjallar hann um hana í er- indi sínu. Jón flutti til Bandaríkj- anna 1872 og bjó lengstum í Nebr- aska. „Forsetninganotkun vestur- íslenskra erfðarmálshafa, af- brigðileg eða eðlileg?“ er yfirskrift erindis Gunnlaugar Birtu, en hún skrifaði lokaritgerð í íslensku til BA- prófs við Háskóla Íslands um málið, eins og fram kom í viðtali við hana í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Tvö erindi flutt á fræðslu- fundi ÞFÍ E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? Það er alltaf ódýrara að bóka bílastæði við Keflavíkurflugvöll fyrir fram á kefairport.is. Einfaldaðu lífið, tryggðu þér stæðið og borgaðu minna í leiðinni. W W W . K E FA I R P O R T. I S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.