Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 10

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í byrjun þessarar viku höfðu verið tilkynnt 145 innbrot á höfuð- borgarsvæðinu frá áramótum, þar af 90 í janúar og 55 það sem af er febr- úar. Þetta er lítilsháttar aukning miðað við fyrstu tvo mánuðina í fyrra og verður hlutfallslega enn meiri þar sem þessi febrúarmánuður er ekki liðinn. Allan febrúar 2017 voru 49 innbrot tilkynnt. Tölurnar ná yfir innbrot í heimili, fyrirtæki, stofnanir og ökutæki. Þó að tölfræði lögreglunnar bendi til fjölgunar innbrota á síðustu vikum er fjöldi innbrota enn töluvert langt frá því sem tíðkaðist á árunum eftir hrun. Þá náði árið 2009 algjörum toppi, eða 2.883 innbrotum á höf- uðborgarsvæðinu. Eftir það fækkaði þessum afbrotum jafnt og þétt og sama tala á síðasta ári var 895. Ef þetta ár heldur hins vegar áfram eins og janúar og febrúar þá stefnir í talsverða aukningu miðað við síðasta ár. Fæst á Seltjarnarnesi Á meðfylgjandi korti sést hvernig þróunin hefur verið í einstaka hverf- um og sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins. Þróunin er í flestum til- vikum nokkuð svipuð en þó sést að tíðni innbrota er mun minni á Sel- tjarnarnesi en öðrum svæðum. Inn- brotum virðist vera að fjölga í Vest- urbænum, Háaleitishverfi, Grafar- vogi og Kópavogi en að fækka í miðborg Reykjavíkur, Árbæ, Grafarholti, Breiðholti og Hafn- arfirði. Á öðrum svæðum hefur fjöldi tilkynntra innbrota haldist svipaður. Skipt eftir hverfisstöðvum lög- reglunnar benda tölur þessa árs til þess að byrjunin hafi verið kröftug í Kópavogi, Grafarvogi og Hlíðum ef mið er tekið af innbrotum síðasta árs (sbr. súluritið). Fylgir efnahagsástandinu Rannveig Þórisdóttir, félags- fræðingur og deildarstjóri hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, seg- ir þróun síðustu ára vissulega athyglisverða. Fyrst og fremst sýni hún að innbrot fylgi jafnan efnahags- ástandinu hverju sinni og eftirspurn eftir varningi. Það sé stóri hluti skýr- ingarinnar en ekki sá eini. „Á fyrstu árunum eftir hrun hækkaði verðlag, markaður með not- aða muni jókst og einnig hækkaði hlutfall þeirra sem tilkynntu innbrot. Það þótti meiri hagur af því að til- kynna innbrot og þjófnað og fá munina bætta. Fyrir hrun var það hlutfall lægra. Í góðærinu tilkynntu færri innbrot og það virtist ekki eins mikill söknuður eftir hlutum sem teknir voru. Sjálfsábyrgðin var há og það kostaði til dæmis ekki mikið að endurfjármagna reiðhjól ef það hvarf af heimilinu,“ segir Rannveig. Hún segir vísbendingar uppi um að innbrotum sé að fjölga á ný, til skamms tíma litið. Aukningin sé þó óveruleg miðað við lengra tímabil, enda hafi fjöldi innbrota sveiflast töluvert á undanförnum árum. Þann- ig hafi ríflega 2.000 innbrot verið til- kynnt á höfuðborgarsvæðinu árið 2004, svipað og árið 2010. Rannveig bendir einnig á að á undanförnum árum hafi ferðamönn- um fjölgað verulega, þeir verði einn- ig fyrir innbrotum á hótelherbergi og í bílaleigubíla. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu að undanförnu hefur lög- reglan varað íbúa við skipulögðum þjófagengjum sem hafa verið á ferli í vissum hverfum. Þar hafa skart- gripir og peningar aðallega horfið úr svefnherbergjum fólks og minna tekið af stærri raftækjum eins og tölvum og sjónvörpum. Rannveig segir þetta sýna að eftir- spurn sé eftir gulli og silfri í undir- heimum, sem og beinhörðum pen- ingum. Eftir hrunið hafi svipuð staða verið uppi varðandi peninga, þá hafi margir geymt fjármuni sína heima og ekki treyst bönkunum fyrir þeim. Að sögn Rannveigar gengur lög- reglunni ágætlega að upplýsa inn- brotin og hlutfall upplýstra innbrota sé mjög svipað hér á landi og í öðrum löndum Evrópu. Enn langt frá toppnum eftir hrun  Vísbendingar um að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu sé að fjölga á ný  Fjöldi innbrota þó langt frá árunum eftir hrun  Mismunandi þróun í einstökum hverfum  Eftirspurn eftir gulli og silfri Innbrot á höfuðborgarsvæðinu frá 2008 til 2017* Höfuðborgarsvæðið Árbær og Grafarholt Breiðholt Garðabær og Álftanes Grafarvogur Hafnar- fjörður Háaleiti Hlíðar Kópavogur Laugardalur Miðborg Mosfellsb., Kjalarn., Kjós Sel- tjarnarnes Vesturbær 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 13 10 20 13 9 14 31 9 62 81 38 58 54 54 64 37 9 51 2017* Það sem af er 2018* *Bráðabirgðatölur Önnur svæði: 2017=2, 2018=1 6 110 169 106 7 5 3 4 Árbær og Grafarholt 300 250 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 160 62 Breiðholt 300 250 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 217 81 Garðabær og Álftanes 150 125 100 75 50 25 0 2008 2011 2014 2017 107 38 Grafarvogur 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 162 58 Hafnarfjörður 350 280 210 140 70 0 2008 2011 2014 2017 199 54 Háaleiti 150 125 100 75 50 25 0 2008 2011 2014 2017 96 110 Hlíðar 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 158 54 Kópavogur 400 300 200 100 0 2008 2011 2014 2017 234 169 Laugardalur 300 250 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 249 106 Miðborg 400 300 200 100 0 2008 2011 2014 2017 64 340 Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós 150 125 100 75 50 25 0 2008 2011 2014 2017 103 37 Seltjarnarnes 20 15 10 5 0 2008 2011 2014 2017 9 20 Vesturbær 200 150 100 50 0 2008 2011 2014 2017 51 140 *Lokatölur fyrir öll ár nema 2017 og 2018 sem eru bráða- birgðatölur. Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Önnur svæði 100 75 50 25 0 2008 2011 2014 2017 10 2 Höfuðborgarsvæðið samtals 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 2008 2011 2014 2017 895 2.185 2017 samtals: 895 Það sem af er 2018: 145 Morgunblaðið/Eggert Innbrot Tölur lögreglunnar sýna að innbrotum er að fjölga á ný í vissum hverfum. Fjöldinn er þó enn óverulegur miðað við fyrstu árin eftir hrun. Nýr kjarasamningur var undirrit- aður milli Flugfreyjufélags Íslands og WOW air ehf. í fyrrinótt. Kjarasamingurinn gildir til 29. febrúar 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun hefjast á næstu dögum. Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW air hafa nú þegar fellt tvo kjarasamninga. Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Ís- lands, gat lítið tjáð sig um efni samninganna á meðan atkvæða- greiðsla stendur yfir en að sögn hans í samtali við Morgunblaðið í gær snerist ágreiningurinn sem leystist með samkomulaginu í fyrri- nótt að mestu leyti um yfirmenn um borð. Haft var eftir Orra á mbl.is í gær að helsti munurinn á þessum samn- ingi og hinum tveimur væri sá að kjör yfirmanna um borð í flug- vélum bötnuðu umtalsvert. FFÍ og WOW air und- irrita kjarasamning Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Ný sending af flottum yfirhöfnum Str. 38-58 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Kr. 6.990 Kr. 4.990

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.