Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
„Strax eftir námið mitt við Listahá-
skóla Íslands fór ég í starfsnám til
New York, að starfa fyrir Evu Þóru
sem rekur textílverkstæði í borg-
inni,“ segir hún og útskýrir að text-
ílverkstæði þjóni mörgum af stóru
tískuhúsunum, með því að hanna
prentmynstur og selja.
„Það var æðislegur tími að búa í
miðri New York-borg, í fatahring-
iðunni í þeim hluta sem kallaður er
Garment District. Það opnaði augu
mín að starfa í borg þar sem hönn-
unar- og tískuiðnaðurinn er bæði
stórt afl í hagkerfinu og aðdráttarafl í
sjálfu sér fyrir borgina.“
Eftir starfsnámið í New York flutti
Signý til London þar sem hún hlaut
Lenoardo-styrkinn og fór í starfsnám
eitt sumar til Eley Kishimoto. „Á
þessu tímabili hafði ég ekki gert upp
við mig hvort mig langaði að leggja
meiri áherslu á textíl eða fatahönnun,
svo það voru mikil forréttindi að fá
tækifæri til að starfa á stóru prent-
verkstæði í borginni.“
Signý segir að lífleg og litrík hönn-
un heilli hana, enda sé tískan í Lond-
on mjög litrík í eðli sínu og það hafi
án efa haft áhrif á hana. „Tískuhönn-
unarheimurinn er mjög falinn heim-
ur, það er mikið um milliliði og haug-
ur til af flottum verkstæðum sem
selja þjónustu til stóru tískuhús-
anna.“
Starfar fyrir Vivienne Westwood
Í dag starfar Signý sem fatahönn-
uður fyrir Vivienne Westwood, og
leggur áherslu á hönnum kvenfata-
línu á Japansmarkað. „Ég hef starfað
hjá Westwood í þrjú ár. Fatnaðurinn
sem við erum að gera er lágstemmd-
ari en það sem almennt þekkist hjá
tískuhúsinu. Þetta er hefðbundnari
fatnaður, sem er ekki of fleginn og
ekki of stuttur,“ segir hún.
Hjá Vivienne Westwood starfa 150
manns, á milli 20 og 30 hönnuðir á
hverjum tíma, en í teyminu hennar
Signýjar eru þær tvær. „Við erum
náttúrlega með fjöldann allan af lín-
um, fylgihlutum og skóm sem gerir
það að verkum að hönnunarverk-
stæðið er stórt.“
Ertu í draumastöðunni í dag? „Já,
ég myndi segja það. Ég starfa í litlu
teymi og við höfum frelsi til að gera
það sem okkur finnst fallegt. Ég
starfa í skapandi og örvandi umhverfi
fyrir fatahönnuð sem ég hef mikla trú
á. Vivienne Westwood er flott kona
sem hefur áhrif á menninguna í fyrir-
tækinu. Hún er ennþá að vinna mikið
og er vel inni í hlutunum sem ég tel
vera mjög jákvætt fyrir fyrirtækið.“
Með sterkar taugar til Íslands
Signý býr í London með kærast-
anum sínum, Birgir Erni Jónssyni
sem er arkitekt. „Já, svona er maður
tengdur landinu sínu. Ég kynntist
kærastanum mínum einmitt hér í
London. Ég er með miklar taugar til
Íslands og horfi mikið til þess sem
er að gerast á Íslandi. Ég tel mikla
grósku um þessar mundir tengda
hönnun og tísku á Íslandi og horfi
heim þegar kemur að framtíð minni.
En mig dreymir um að stofna fyr-
irtæki sjálf ásamt fleira fólki á sviði
tísku og hönnunar.“
Það er augljóst að Signý hefur
orðið fyrir áhrifum við að starfa í
stóru fyrirtæki, hún hefur sumsé
ekki áhuga á að gera allt sjálf? „Nei,
og ég sé fyrir mér möguleika á mun
meiri samvinnu á Íslandi, en nú þeg-
ar er. Enda af hverju að gera hlutina
einn, þegar betur sjá augu en auga?“
Með góða reynslu
af tískuheiminum
Vissir þú alltaf að þú yrðir fata-
hönnuður? „Nei, í raun og veru ekki.
Ég hef alltaf haft áhuga á
greininni, og var ung
farin að sauma sjálf föt.
En ég taldi jafnmiklar
líkur á að hægt væri að
starfa sem fata-
hönnuður og að
starfa sem
geimfari. Ef-
laust af því
fáar fata-
hönn-
unarstöður
voru í boði í
mínu nær-
umhverfi á Ís-
landi. Síðan fór
systir mín í
myndlistarnám
við Listahá-
skólann á Ís-
landi og sagði
mér frá nám-
inu í fata-
hönnun svo
eftir það varð
ekki aftur
snúið.“
Aðspurð um
tískuna í dag
segir hún margt
í gangi og að
hún finni fyrir
pólitískum óró-
leika í gegnum
tískulínurnar.
En einnig telur hún ákveðna skyn-
semi koma fram í gegnum þennan
iðnað, þegar kemur að því að velja
umhverfisvænar aðferðir og vönduð
efni.
„Ég hef bara starfað hjá góðum
fyrirtækjum í tísku, svo ég hef ein-
ungis kynnst góðu starfsumhverfi.
Ég held að við höfum oft bjagaða
mynd af þessum geira í gegnum fjöl-
miðla, en því hef ég ekki kynnst á
eigin skinni. Þó að ég verði að við-
urkenna að fyrir starfsnám sé litla
aura að fá.“
Suðupottur menningar
og listar
Hún segir Bretland suðupott
menningar og listar og það sé góð
stemning sem fylgi því að lifa í
borginni.
„Þetta er eins og að hoppa upp í
lest, það er bara allt á fullri ferð og
svo mikill innblástur og drifkraftur
í umhverfinu. Maður þarf bara að
halda sér fast! Ég heyrði ein-
hvern tímann sagt að í Hack-
ney, í austurhluta borg-
arinnar væru fleiri
listamenn samankomnir
en nokkurs staðar
annars staðar í
Evrópu. Það er
magnað og veistu
að maður finnur
það.“
Getur þú gef-
ið ungum fata-
hönnuðum ráð
sem eru að feta
sín fyrstu skref í
greininni? „Já, hik-
laust að prófa sig
áfram í gegnum
starfsnám. Þannig
fann ég hvar ég
ætti best heima,
og það var ein-
mitt í gegnum
starfsnám sem
ég landaði
vinnunni hér.
En ég fann að
hér var gott að
starfa, teymið var
að mínu skapi og
hæfileikarnir mín-
ir fengu best not-
ið sín hér,“
segir hún að
lokum.
Í suðupotti menningar og listar
Fatahönnuðurinn Signý
Þórhallsdóttir er búsett
í norðurhluta London og
hefur búið í Bretlandi í
sex ár. Hún útskrifaðist
úr Listaháskóla Íslands
árið 2011 og starfar nú
fyrir tískuhús Vivienne
Westwood í Bretlandi.
Tíska Úr vetrarlínu Vivienne Westwood 2017 sem Signý hannaði.Á uppleið Signý Þórhallsdóttir fatahönnuður er að gera það gott í London.
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.