Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Elínrós Líndal elinros@mbl.is „Strax eftir námið mitt við Listahá- skóla Íslands fór ég í starfsnám til New York, að starfa fyrir Evu Þóru sem rekur textílverkstæði í borg- inni,“ segir hún og útskýrir að text- ílverkstæði þjóni mörgum af stóru tískuhúsunum, með því að hanna prentmynstur og selja. „Það var æðislegur tími að búa í miðri New York-borg, í fatahring- iðunni í þeim hluta sem kallaður er Garment District. Það opnaði augu mín að starfa í borg þar sem hönn- unar- og tískuiðnaðurinn er bæði stórt afl í hagkerfinu og aðdráttarafl í sjálfu sér fyrir borgina.“ Eftir starfsnámið í New York flutti Signý til London þar sem hún hlaut Lenoardo-styrkinn og fór í starfsnám eitt sumar til Eley Kishimoto. „Á þessu tímabili hafði ég ekki gert upp við mig hvort mig langaði að leggja meiri áherslu á textíl eða fatahönnun, svo það voru mikil forréttindi að fá tækifæri til að starfa á stóru prent- verkstæði í borginni.“ Signý segir að lífleg og litrík hönn- un heilli hana, enda sé tískan í Lond- on mjög litrík í eðli sínu og það hafi án efa haft áhrif á hana. „Tískuhönn- unarheimurinn er mjög falinn heim- ur, það er mikið um milliliði og haug- ur til af flottum verkstæðum sem selja þjónustu til stóru tískuhús- anna.“ Starfar fyrir Vivienne Westwood Í dag starfar Signý sem fatahönn- uður fyrir Vivienne Westwood, og leggur áherslu á hönnum kvenfata- línu á Japansmarkað. „Ég hef starfað hjá Westwood í þrjú ár. Fatnaðurinn sem við erum að gera er lágstemmd- ari en það sem almennt þekkist hjá tískuhúsinu. Þetta er hefðbundnari fatnaður, sem er ekki of fleginn og ekki of stuttur,“ segir hún. Hjá Vivienne Westwood starfa 150 manns, á milli 20 og 30 hönnuðir á hverjum tíma, en í teyminu hennar Signýjar eru þær tvær. „Við erum náttúrlega með fjöldann allan af lín- um, fylgihlutum og skóm sem gerir það að verkum að hönnunarverk- stæðið er stórt.“ Ertu í draumastöðunni í dag? „Já, ég myndi segja það. Ég starfa í litlu teymi og við höfum frelsi til að gera það sem okkur finnst fallegt. Ég starfa í skapandi og örvandi umhverfi fyrir fatahönnuð sem ég hef mikla trú á. Vivienne Westwood er flott kona sem hefur áhrif á menninguna í fyrir- tækinu. Hún er ennþá að vinna mikið og er vel inni í hlutunum sem ég tel vera mjög jákvætt fyrir fyrirtækið.“ Með sterkar taugar til Íslands Signý býr í London með kærast- anum sínum, Birgir Erni Jónssyni sem er arkitekt. „Já, svona er maður tengdur landinu sínu. Ég kynntist kærastanum mínum einmitt hér í London. Ég er með miklar taugar til Íslands og horfi mikið til þess sem er að gerast á Íslandi. Ég tel mikla grósku um þessar mundir tengda hönnun og tísku á Íslandi og horfi heim þegar kemur að framtíð minni. En mig dreymir um að stofna fyr- irtæki sjálf ásamt fleira fólki á sviði tísku og hönnunar.“ Það er augljóst að Signý hefur orðið fyrir áhrifum við að starfa í stóru fyrirtæki, hún hefur sumsé ekki áhuga á að gera allt sjálf? „Nei, og ég sé fyrir mér möguleika á mun meiri samvinnu á Íslandi, en nú þeg- ar er. Enda af hverju að gera hlutina einn, þegar betur sjá augu en auga?“ Með góða reynslu af tískuheiminum Vissir þú alltaf að þú yrðir fata- hönnuður? „Nei, í raun og veru ekki. Ég hef alltaf haft áhuga á greininni, og var ung farin að sauma sjálf föt. En ég taldi jafnmiklar líkur á að hægt væri að starfa sem fata- hönnuður og að starfa sem geimfari. Ef- laust af því fáar fata- hönn- unarstöður voru í boði í mínu nær- umhverfi á Ís- landi. Síðan fór systir mín í myndlistarnám við Listahá- skólann á Ís- landi og sagði mér frá nám- inu í fata- hönnun svo eftir það varð ekki aftur snúið.“ Aðspurð um tískuna í dag segir hún margt í gangi og að hún finni fyrir pólitískum óró- leika í gegnum tískulínurnar. En einnig telur hún ákveðna skyn- semi koma fram í gegnum þennan iðnað, þegar kemur að því að velja umhverfisvænar aðferðir og vönduð efni. „Ég hef bara starfað hjá góðum fyrirtækjum í tísku, svo ég hef ein- ungis kynnst góðu starfsumhverfi. Ég held að við höfum oft bjagaða mynd af þessum geira í gegnum fjöl- miðla, en því hef ég ekki kynnst á eigin skinni. Þó að ég verði að við- urkenna að fyrir starfsnám sé litla aura að fá.“ Suðupottur menningar og listar Hún segir Bretland suðupott menningar og listar og það sé góð stemning sem fylgi því að lifa í borginni. „Þetta er eins og að hoppa upp í lest, það er bara allt á fullri ferð og svo mikill innblástur og drifkraftur í umhverfinu. Maður þarf bara að halda sér fast! Ég heyrði ein- hvern tímann sagt að í Hack- ney, í austurhluta borg- arinnar væru fleiri listamenn samankomnir en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Það er magnað og veistu að maður finnur það.“ Getur þú gef- ið ungum fata- hönnuðum ráð sem eru að feta sín fyrstu skref í greininni? „Já, hik- laust að prófa sig áfram í gegnum starfsnám. Þannig fann ég hvar ég ætti best heima, og það var ein- mitt í gegnum starfsnám sem ég landaði vinnunni hér. En ég fann að hér var gott að starfa, teymið var að mínu skapi og hæfileikarnir mín- ir fengu best not- ið sín hér,“ segir hún að lokum. Í suðupotti menningar og listar Fatahönnuðurinn Signý Þórhallsdóttir er búsett í norðurhluta London og hefur búið í Bretlandi í sex ár. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2011 og starfar nú fyrir tískuhús Vivienne Westwood í Bretlandi. Tíska Úr vetrarlínu Vivienne Westwood 2017 sem Signý hannaði.Á uppleið Signý Þórhallsdóttir fatahönnuður er að gera það gott í London. Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.