Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 18
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég gæti varla hugsað mér til- veruna öðruvísi en vera í kór. Söng- urinn er ákaflega gefandi og svo er mikil hvíld í því að mæta á æfingar í kórnum. Í því starfi hef ég líka eign- ast margar af mínum bestu vinkon- um,“ segir Ásdís Björnsdóttir for- maður kvennakórsins Vox Feminae. Um þessar mundir er kórinn 25 ára. Frá upphafi hafa íslensk þjóð- og sönglög verið áberandi á efnisskrá kórsins svo sem á tónleikum næst- komandi laugardag 24. febrúar kl. 16. Þeir verða í Veröld – húsi Vig- dísar og bera yfirskriftina Veginn man hún. Af ást og öllu hjarta Víða er leitað fanga í efnisskrá tónleikanna á laugardag. Þar má nefna ljóðið Konur sem er úr bók- inni Þorpinu eftir Jón úr Vör en Þorkell Sigurbjörnsson samdi tón- listina árið 1996. Vox Feminiae hef- ur oft sungið þetta ljóð og lag sem er kórkonum afar kært, enda er lag- ið gáskafullt en um leið krefjandi. Þá eru á efnisskrá fallegir sálmar eftir Kolbein Tumason og Hallgrím Pétursson við tónlist Þorkels Sig- urbjörnssonar og Tryggva M. Bald- vinssonar. Í tilefni af afmælisári var svo leitað til ungrar tónlistarkonu, Svanfríðar Hlínar Gunnarsdóttur og hún fengin til að semja þrjú verk fyrir kórinn. Verður það fyrsta, Af ást og öllu hjarta, frumflutt á laug- ardaginn. Konurnar í Vox Feminae hafa ný- lokið þátttöku í tónleikaröð Hörpu Sígildir sunnudagar þar sem flutt voru meðal annars verk eftir Bach, Haydn, Fauré, Jórunni Viðar og fleiri. Eftir tónleikana nú á laugar- daginn er svo margt áhugavert á döfinni, enda má segja að í Veröld á laugardaginn sé gefinn tóninn fyrir það sem verða skal á afmælisári. Þann 16. maí verða tónleikar í Há- teigskirkju þar sem flutt verða trúarleg og klassísk verk frá ýmsum tímum og svo verða tónleikar á Húsavík dagana 19. – 22. júlí undir heitinu Hásláttur þar sem sungin verða ýmis lög sem meðal annars tengjast sumri, sól og sveit. Í haust mun kórinn taka upp þráðinn að nýju og minnast tímamótanna með ýmsum hætti. Felur öðrum stjórnina Margrét Pálmadóttir hefur frá byrjun verið stjórnandi Vox Fem- inae en í lok þessa árs hverfur hún úr því hlutverki. „Kórinn og kon- urnar eiga mikið í mér og eru stór partur af lífi mínu, en núna finnst mér tímabært að fela öðrum stjórn- ina. Bæði kórinn og ég sjálf höfum gott af slíkri breytingu eftir frábært samstarf í kvartöld,“ segir Margrét sem mun áfram stýra kórnum Cantabile. Er það einmitt einn kór- anna sem tilheyra Domus vox þar sem undir einu þaki sameinast söngskóli og kórastarfsemi sem Margrét rekur. Hún hefur unnið mikið starf til eflingar á starfi stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hefur fyrir það fengið margvíslegar viðurkenningar. Morgunblaðið/Eggert Söngur Kvennakórinn Vox Feminae á æfingu hjá Margréti Pálmadóttur sem lætur af stjórninni í lok þessa árs. Kvennasöngur í kvartöld  Vox Feminae syngur í Veröld á laugardag  Fallegir sálmar og íslensk þjóðlög  Síðasta starfsár Margrétar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Innlent Formleg opnun 100 ára afmælis- hátíðar Háskólans á Bifröst í Borg- arfirði verður í dag, 22. febrúar með athöfn í Hriflu, hátíðarsal skólans, og hefst hún klukkan 14. Þar fara með framsögu þau Þórir Páll Guðjónsson fyrir hönd Hollvinasamtaka Bifrast- ar, Jón Sigurðsson fv. rektor skól- ans, Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, og Sigrún Jóhannesdóttir, lektor við skólann. Tíminn vinnur með Bifröst „Í framtíðinni munu miklar sam- félagsbreytingar hafa vaxandi áhrif á starfsskilyrði háskóla sem í auknum mæli þurfa að þjóna fólki á öllum aldri vegna þess að störf munu verða til og hverfa með meiri hraða en áð- ur,“ segir Vilhjálmur Egilsson í sam- tali við Morgunblaðið. Það fyrir- komulag að fólk byrji í skóla 6 ára gamalt og endi samfellda skólagöngu á þrítugsaldri, tilbúið undir eitt ævi- starf, verður úr sögunni. Sífellt fleiri þurfa að sækja endurnýjaða háskóla- menntun oftar en einu sinni á starfs- ævinni. Skólar þurfa með fjarnámi að þjóna fólki sem er á vinnumark- aði. Að þessu leyti vinnur tíminn með skóla eins og er á Bifröst. „Allar stofn- anir og fyrirtæki sem ná 100 ára aldri hafa þurft að breytast og að- lagast kalli tím- ans. Með öðrum orðum þýðir þetta að starfsemi sem ber sig ekki er hætt og í staðinn er fundin starf- semi sem ber sig. Þetta hljómar ein- falt og auðvelt en er erfitt enda er það heilmikið afrek að skólinn skuli hafa náð að starfa í heila öld,“ segir Vilhjálmur sem lítur svo á að ár erfiðleikar í starfi skólans séu að baki. Fjármálin séu komin í góðan farveg og þróaðar hafi verið náms- brautir sem svari kalli tímans. Alþjóðavæðing Á haustdögum var stefnumót- unarfundur á Bifröst þar sem leitað var eftir sjónarmiðum um framtíð skólans. Mörg ólík viðhorf komu fram og í framhaldinu tók stjórn skólans ákvarðanir. Meðal þeirra er að skólinn skuli skilgreindur sem viðskiptaháskóli, sem marki honum skýra sérstöðu. Þróað verður nýtt námslíkan fyrir þá nemendur sem kjósa að búa á Bifröst og lögð áhersla á að skólinn verði áfram í far- arbroddi í fjarnámi. Þá vill Bifra- starfólk eiga frumkvæði að nánari samskiptum við Landbúnaðarhá- skóla Íslands um sameiginleg hags- munamál og tækifæri. Skólinn verð- ur áfram á Bifröst, stigin verða skref til frekari alþjóðavæðingar með námslínum á ensku – auk alþjóðlega sumarskólans – og leitað eftir nánu samstarfi við erlendan háskóla. Sam- starf við atvinnulífið verður þétt og sótt fram í símenntun. Eitt mikil- vægasta verkefnið er svo að ljúka gerð nýs þjónustusamnings við menntamálaráðuneytið sem verði traustur grunnur fyrir starfsemi skólans. sbs@mbl.is Aldargamall skóli hafi áfram skýra sérstöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifröst Háskólinn í hrauninu.  Fjarnám þjóni þörf vinnumarkaðar Vilhjálmur Egilsson ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Laguna Park I Apartments Iberostar Bouganville Playa SBH Monica Beach Resort Hotel Stökktu Occidental Jandia Playa Hotel Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M 8 6 6 8 9 Frá kr. 99.730 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 149.730 m/morgunmat innif. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 110.945 m/allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 79.995 m/ekkert fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Frá kr. 116.845 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í gistingu. 5. mars í 10 nætur. Bókaðu sól TENERIFE & FUERTEVENTURA Frá kr. 79.995 2FYRIR1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 FY RI R2 1 TENERIFE FUERTEVENTURA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.