Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 46

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 46
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á75. afmælisdegi Bobb-ys Fischer hinn 9. marsnæstkomandi mun Skák-samband Íslands standa fyrir Evrópumóti í Fischer- slembiskák. Mótið verður haldið í tengslum við Reykjavíkurskákmót- ið í Hörpu en það er jafnframt minningarmót um hinn heims- fræga skákmeistara. Á Evrópumótinu í Hörpu verða tefldar 9 umferðir. Umhugs- unartími er 10 mínútur í hverri umferð að viðbættum þremur sek- úndum fyrir hvern leik. 1. verð- laun verða jafnvirði 250 þúsund ís- lenskra króna. Að sögn Gunnars Björns- sonar, forseta Skáksambands Ís- lands, verður Evrópumótið í Hörpu merkileg tilraun. Að því er hann best veit verður það fyrsta opinbera Fischer-slembiskákmótið. Býst hann við að allar helstu stjörnur Reykjavíkurskákmótsins taki þátt. Ýmsir viðburðir verða í tengslum við mótið til minningar um hinn mikla skákmeistara. Önnur uppröðun taflmanna Fiscer random-skák eða slembiskák var kynnt til sögunnar af meistaranum Bobby Fischer ár- ið 1996. Honum fannst hin hefð- bundna skák orðin fremur fyrir- sjáanleg og stakk því upp á að taflmönnum í fyrstu og áttundu reitaröð yrði raðað upp með slembiúrtaki. Á þann hátt kæmu upp 960 möguleikar á stöðu tafl- manna í stað hins hefðbundna fyr- irkomulags. Manngangurinn er hins vegar óbreyttur. Nýlega tefldu tveir ofur- skákmeistarar fimm daga einvígi í Fischer-slembiskák í Noregi. Þetta voru norsku heimsmeistarinn Magnus Carslsen og Bandaríkja- maðurinn Hikaru Nakamura. Tefldar voru skákir með venjuleg- um umhugsunarfresti og síðan hraðskákir síðasta daginn. Fóru leikar svo að Carlsen vann með 14 vinningum gegn 10 og telst því vera óopinber heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Þetta var að sögn Gunnars ekki opinbert heimsmeistaraeinvígi. Alþjóðaskáksambandið FIDE hef- ur ekki staðið fyrir neinu Fischer- slembiskákmóti og hefur ekki við- urkennt hana. Samt eru reglur um hana í FIDE-reglum og kallað þar Chess960 en mögulegar upphafs- stöður eru 960 sem fyrr segir. Að sögn Gunnars virðist Fischer-skákin vera að ryðja sér til rúms. Norska ríkissjónvarpið var með beinar útsendingar alla daga nýliðins einvígis og vakti það mikla athygli. „Það að Magnus Carlsen taki þátt í Fischer-skák gæti aukið mjög vinsældirnar sem og áhuga á mótinu okkar í Hörpu. Verður fróðlegt að fylgjast með framvind- unni,“ segir Gunnar Björnsson. Í viðtölum eftir mótið lýstu báðir skákmennirnir yfir ánægju sinni með einvígið. Tölvuvæðing nútímans gerði það að verkum að venjulegar skákir væru tefldar hálfsjálfvirkt fram að 20.-25. leik. Með því að raða mönnum upp með slembivali dygði ekki að beita teoríum sem væru fundnar upp í tölvum. Magnus Carlsen kvaðst þess fullviss að Fischer-skákin ætti framtíð fyrir sér. Þann 25. janúar sl. stóð Skáksamband Ís- lands að fyrsta Íslands- mótinu í Fischer- slembiskák. Alls tóku 29 skákmenn þátt í þessu fyrsta opinbera Íslandsmóti og varð Hjörvar Steinn Grétarsson hlutskarpastur, hlaut 6½ vinning af 7 mögu- legum. Minnast meistarans með slembiskákmóti Ljósmynd/Maria Emelianova/chess.com Sögulegt einvígi Hikaru Nakamura og Magnus Carlsen að tafli í Ósló á dögunum. Á myndinni í bakgrunninum má sjá leiði Bobbys Fischer. 46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ástand mála íÚkraínu ersjaldan fyr- irferðarmikið í fréttum núorðið, enda hefur það lítið breyst síðustu árin. Vopnahlé á að heita í gildi, en það mun vera brotið margoft á dag af báðum deilendum, þrátt fyrir að fjór- um sinnum hafi verið undir- ritað samkomulag til þess að halda ástandinu nokkurn veg- inn í föstum skorðum. Ástandið er á margan hátt eins slæmt og hugsast getur fyrir bæði stjórnvöld í Kænu- garði og hina rússneskumæl- andi uppreisnarmenn í austur- hluta landsins. Það ríkir nokkurs konar þrátefli, án mikillar vonar um að sam- komulag náist sem komið geti á varanlegum friði. Þá gerir það stöðuna óneitanlega flókn- ari að nauðsynlegar umbætur á stjórnarskrá Úkraínu og að- gerðir gegn spillingu hafa ekki átt sér stað. Virðist raun- ar sem lítill vilji standi til þess að ná fram breytingum á þess- um sviðum. Þá má nefna að um tvær milljónir Úkraínumanna eru á vergangi vegna átakanna, margir þeirra innan landa- mæra Rússlands, en hvorugur deilenda virðist reiðubúinn til þess að gera ástandið nógu stöðugt til þess að þetta fólk geti snúið aftur til síns heima. Ekki bætir úr skák, að báðir að- ilar deilunnar njóta stuðnings stórveldanna, en inngrip þeirra flækja allar sáttaumleitanir, þar sem hags- munir þeirra fara ekki endi- lega saman við hagsmuni Úkraínumanna sjálfra, hvor- um megin sem þeir eru víglín- unnar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvorki vesturveldin né Rússar telja sig geta gefið þumlung eftir í Úkraínu. Staða Krímskagans er svo við- bótarhöfuðverkur, þar sem vesturveldin hafa lagt mikið undir í yfirlýsingum sínum um að honum verði að skila. Fátt bendir til þess að Pútín Rúss- landsforseti sjái nokkra ástæðu til þess að verða við slíkum kröfum, hvað svo sem hertum refsiaðgerðum líður. Það eru því ýmsir kraftar að verki í Úkraínudeilunni, bæði innanlands og utan. Þeir verka þó nærri allir í sömu áttina, það er til þess að teygja deiluna enn frekar á langinn svo engin lausn virðist í sjónmáli. Valdatafl stórveld- anna í Úkraínu mun því að öll- um líkindum halda áfram lengi enn og þeir sem bera fórn- arkostnaðinn verða Úkraínu- menn sjálfir. Úkraínudeilan gæti varað mörg ár enn}Engin lausn í sjónmáli Diosdado Ca-bello, vara- formaður Sósíal- istaflokks Venesúela, lagði það til á þriðjudaginn að kosn- ingum til þjóðþings landsins yrði flýtt um tvö ár, þannig að þær gætu farið fram samhliða forsetakosningum sem boðaðar hafa verið hinn 22. apríl næst- komandi. Skiljanlega þykir Ca- bello brýnt að efna til þing- kosninga, þar sem stjórnarandstaðan vann þar glæsilegan sigur síðast þegar kosið var á haustmánuðum 2015. Viðbrögð Nicolas Maduro, forseta Venesúela, við þeim ósigri voru hins vegar þau að reyna fyrst að láta hæstarétt landsins taka sér löggjafarvald af þinginu, og þegar það gekk ekki upp, að skipa sérstakt „stjórnlagaráð“ sem tók þegar til við að draga tennurnar úr þjóðþinginu með skipulegum hætti. Á sama tíma hafa stjórn- völd haldið uppi herferð gegn stjórnarandstæðingum, varpað mörgum þeirra í fangelsi fyrir upplognar sakir og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þá þykir sérstaklega hent- ugt að halda þingkosningarnar nú, þar sem stjórn- arandstöðuflokkar landsins hafa þeg- ar gefið það út að þeir muni snið- ganga forsetakosningarnar í mótmælaskyni. Verði þing- kosningarnar haldnar sama dag, má því gefa sér að hin hræðilegu „mistök“ lýðræð- isins síðast, þegar almenningur í landinu reyndi að hrista chav- ismann af höndum sér, verði nú leiðrétt svo um muni. Vert er að hafa það í huga, að sósíalistar hafa nú haft stjórn- artaumana í Venesúela í nærri tvo áratugi. Á þeim tíma hafa þeir tekið eitt auðugasta land Suður-Ameríku og breytt í þurfaling, sem varla getur borgað skuldir sínar. Lífskjör almennings fara hríðversn- andi, á meðan yfirstétt chavist- anna makar krókinn. Hugo Chavez heitinn talaði gjarnan um stjórnarstefnu sína sem „sósíalisma 21. ald- arinnar“, stefnu sem gæti gengið upp jafnvel þó að fyr- irrennararnir hefðu allir farið fyrir lítið. Sést nú gjörla, að munurinn á stjórnarfarinu í Venesúela og í þeim ríkjum sem dagaði uppi í lok kalda stríðsins er nánast enginn. Chavistar vilja flýta þingkosningum}Barið í brestina L eigubílaþjónusta hér á landi felur í sér einokun, stöðnun og skort á nýsköpun sem kemur helst niður á neytendum en líka á bílstjórunum sjálfum. Í fyrra skipaði Jón Gunn- arsson, þáv. samgönguráðherra, starfshóp um breytingar á markaði leigubílaþjónustu, sér í lagi vegna þess að núverandi aðgangshindranir brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins. Það verður því ekki hjá því komist að breyta þessu ástandi og ég bind miklar vonir við að þar verði sjónarmið um aukið valfrelsi í öndvegi. Margvísleg rök eru fyrir að breyta núverandi ástandi og það ætti að vera öllum ljóst að mark- aður með eins miklum hindrunum og þessi er ekki besti kosturinn. Afnám hindrana myndi hafa jákvæð áhrif í för með sér. Að afnema tak- mörk á fjölda leigubílaleyfa myndi bæði fjölga þeim sem sinna þjónustunni, lækka verð og opna fyrir aukinni nýsköpun í greininni. Aukin nýsköpun mun stuðla að auknu öryggi, meiri sveigjanleika, fjölbreyttari þjónustu, meiri samnýtingu bíla, bættri umferðarmenningu o.s.frv. Umræðan um þessi mál snýst gjarnan um eitt ákveðið fyrirtæki sem hefur víða um heim stækkað hratt. Umræðan um frelsi á leigubílamarkaði á ekki að snúast um einstök fyrirtæki heldur um þau tækifæri sem frelsið býður upp á. Málið snýst til dæmis um atvinnufrelsi og tækifæri til að þróa nýjar lausnir sem núverandi regluverk kemur í veg fyrir. Málið snýst líka um valfrelsi einstaklingsins og tak- mörkuð inngrip ríkisins í heilbrigða samkeppni. Leigubílaleyfum hefur fjölgað um rétt 11% á síðustu 15 árum. Á sama tíma hefur Íslend- ingum fjölgað um rúmlega 17% auk þess sem fjöldi erlendra ferðamanna hér hefur meira en sexfaldast. Núverandi fyrirkomulag er ósveigj- anlegt og hamlandi fyrir bílstjórana sjálfa og ekki síður fyrir neytendur, sem líta ekki á leigu- bíla sem hluta af sínum daglegu samgöngu- kostum. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að drag- ast aftur úr þegar kemur að þessum málum. Við sjáum skýr merki þess, til að mynda með inn- komu Costco, H&M og fleiri verslana, að lands- menn vilja eiga val þegar kemur að verslun og þjónustu. Það er ekki hlutverk ríkisins að gæta að einkaleyfum í verslun og þjónustu heldur að búa þannig um að leikreglur veiti öllum færi á að taka þátt – almenningi til hagsbóta. Stundum er hlutunum stillt upp þannig að þeir sem tala fyrir auknu frelsi þurfi að færa fram bestu rökin fyrir því af hverju það ætti að auka frelsi. Þessu þarf að snúa við. Þeir sem tala fyrir því að viðhalda forn- eskjulegum kerfum með takmörkunum og hindrunum þurfa að færa fyrir því sannfærandi rök af hverju svo ætti að vera áfram. Um leigubílaakstur þurfa að gilda sömu lög- mál og reglur og gilda um aðra verslun og þjónustu. Fyrsta skrefið er að afnema þær hömlur sem ríkið hefur sett á greinina. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Einn góðan bíl, takk Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Bobby Fischer er að marga áliti mesti skákmaður allra tíma. Hann varð skákmeistari Bandaríkjanna kornungur. Og svo varð Fischer heims- frægur þegar hann varð heimsmeistari árið 1972 eftir að hafa lagt Boris Spassky að velli í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík. Á seinni árum ævinnar var hann útlægur ger frá heimalandi sínu. Hann hlaut íslenskan ríkis- borgararrétt árið 2005 og bjó hér á landi síðustu ævi- árin. Bobby Fischer lést á Landspítalanum 17. janúar 2008, 64 ára að aldri. Hann var lagður til hinstu hvíldar í Laugardælakirkjugarði við Selfoss. Mynd af leiði hans var í bakgrunni í einvíginu í Noregi á dögunum. Á Wi- kipediu má finna mikið efni um Fischer og hans frægustu skákir. Íslenskur ríkisborgari MEISTARI BOBBY FISCHER Bobby Fischer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.