Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 79
MINNINGAR 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Æskuvinkona
mín og fermingar-
systir, Guðmunda
Anna Eyjólfsdóttir,
fædd í Ólafsvík, var kvödd frá
Lindakirkju í Kópavogi mánu-
daginn 19. febrúar. Á kveðju-
stundu er margs að minnast þeg-
ar litið er yfir farsælt lífshlaup
Guðmundu.
Foreldrar Guðmundu, þau
Anna og Eyjólfur, stofnuðu heim-
ili í gamla læknishúsinu Borg í
Ólafsvík um 1940 og bjuggu í því
húsi ásamt foreldrum mínum og
okkur systkinunum. Þar unnu
fjölskyldurnar tvær samhentar
við að endurgera húsið og koma
upp fallegum heimilum í því
reisulega húsi sem gnæfði að
okkur fannst yfir byggðina og
setti svip á staðinn. Í landi Borg-
ar og á túnunum undir Tvísteina-
hlíðinni voru bæði fjárhús og fjós
þar sem báðar fjölskyldurnar
stunduðu búskap. Við börnin vor-
um þátttakendur í því daglega
amstri sem fylgdi því að sinna
bæði sauðfjárbúskap og kúabú-
Guðmunda Anna
Eyjólfsdóttir
✝ GuðmundaAnna Eyjólfs-
dóttir fæddist 1.
maí 1945. Hún lést
11. febrúar 2018.
Útför Guðmundu
fór fram 19. febr-
úar 2018.
skap í miðju þorpinu
við hlið trésmíða-
verkstæðis föður
míns sem var einnig
vettvangur leikja og
samveru okkar
barnanna í nágrenn-
inu. Við Guðmunda
nutum barnæsku
okkar á Borg og
tókum út þroska við
góðar aðstæður í
nánu sambýli fjöl-
skyldnanna og gengum saman
hvern dag til skóla þorpsins allt
fram yfir fermingu. Guðmunda
var námfús og hélt undirrituðum
vini sínum við efnið hvað skóla-
göngu og lærdóm varðar og átti
létt með að tileinka sér allt sem
skólagöngunni fylgdi. Snemma
kom í ljós að hún var einstaklega
samviskusöm gagnvart þeim
verkefnum og störfum sem hún
tókst á við á sinn hljóðláta hátt og
hún var vinur vina sinna.
Eftir að Guðmunda settist að í
Reykjavík og stofnaði fjölskyldu
héldum við ætíð sambandi og
miðluðum af reynslu okkar og
það gilti í raun um allan barna-
hópinn frá Borg. Það var ekki
ónýtt að eiga hana að. Ég vil með
þessum línum minnast Guð-
mundu með virðingu og miklu
þakklæti og senda fjölskyldunni
samúðarkveðjur.
Sturla Böðvarsson.
✝ Jóna Sigurlás-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
11. júlí 1940. Hún
lést á heimili sínu
10. febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurlás
Þorleifsson verka-
maður í Vest-
mannaeyjum, f. á
Miðhúsum í Hvol-
hreppi 13.8. 1893,
d. 27.11. 1986, og Þuríður Vil-
helmína Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 31.10. 1907 í Garðabæ
í Vestmannaeyjum, d. 27.11.
1992. Þau bjuggu lengst af á
Reynistað í Vestmannaeyjum.
Jóna var tíunda í röð 15 alsystk-
ina frá Reynistað. Systkini Jónu
eru: Sigurlaug (látin), Eggert
(látinn), Þorleifur, Kristín, Ásta
(látin), Anna (látin) Ólöf, Gúst-
af, Helgi, Reynir (látinn), Erna
(látin), Margrét, Geir og Linda.
Einnig átti hún þrjú hálfsystk-
ini samfeðra: Margréti Freyju,
Huldu og Baldur, en þau er öll
látin.
Jóna giftist hinn 5.6. 1960
Haraldi Gestssyni, f. 8.8. 1938,
d. 25.11. 2014. Þau áttu fjögur
börn, þau eru: 1) Gestur, f. 9.2.
1959, eiginkona Kristbjörg Óla-
dóttir, þau eiga þrjár dætur,
þær eru a) Agnes Kristín, sam-
býlismaður Alfreð Pálsson,
börn Agnesar eru Júlíana,
Kjartan Þór og Elva Natalie b)
Karen, eiginmaður Gunnar
Steinþórsson, sonur Karenar er
Eiríkur Freyr c)
Elín, sambýlis-
maður hennar er
Magnús Már Ólafs-
son, sonur Elínar
er Gestur Helgi 2)
Erla, f. 9.2. 1962,
eiginmaður Krist-
inn Bjarnason,
börn þeirra eru a)
Jóna Guðrún, gift
Guðjóni Júlíussyni,
börn þeirra eru
Kristinn Snær, Svavar Steinn
og Alexandra Erla, b) Hjálmar
Már, sambýliskona Sara Hrönn
Rúnarsdóttir, sonur Hjálmars
er Tristan Elí. 3) Sigþór, f. 12.3.
1964, börn hans eru Sigmar og
Sylvía Ósk. 4) Birgir, f. 11.10.
1965 eiginkona Margrét Auð-
unsdóttir, börn þeirra eru a)
Haraldur, sambýliskona hans er
Katrín Sigurðardóttir, b) Bryn-
dís Helga, sambýlismaður henn-
ar er Axel Björn Clausen og
eiga þau Kolbrúnu Ósk, c)
Konný Lára.
Jóna og Halli byrjuðu búskap
sinn í Vestmannaeyjum þar sem
Jóna ólst upp í stórum systk-
inahópi en þau fluttust fljótt á
Selfoss, þar sem þau bjuggu
alla tíð eftir það. Fyrst um sinn
vann Jóna í Straumnesi á Sel-
fossi, þá tók húsmóður-
hlutverkið við. Síðar vann hún í
mörg ár í Kjötvinnslunni Höfn á
Selfossi.
Útför Jónu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 22. febrúar
2018, klukkan 14.
Mín fyrstu kynni af Jónu
voru þegar Birgir sonur hennar
og Margrét dóttir mín rugluðu
saman reytum. Jóna var ljúf og
yndisleg kona, ég vil þakka
henni samfylgdina gegnum
árin. Elsku börn, fjölskylda og
aðrir ástvinir Jónu, innilegar
samúðarkveðjur. Hennar er
sárt saknað. Blessuð sé minning
hennar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Helga Halldórsdóttir.
Jóna Sigurlásdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍSU GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR.
Jón Hannesson
Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir
Guðrún Iðunn Jónsdóttir
Ólafur Axelsson
barnabörn og barnabarnabörn
✝ Páll Sigurðs-son fæddist á
Ísafirði 11. október
1927. Hann lést 24.
janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Ragna Pét-
ursdóttir húsmóðir,
f. 1904 í Þúfum í
Vatnsfirði, d. 1955,
og Sigurður Krist-
jánsson frá Ófeigs-
stöðum í Kinn, f.
1885, d. 1968, skólastjóri,
kennari, alþingismaður og
framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins og forstjóri Sam-
ábyrgðar Íslands á fiskiskip-
um.
Systkini Páls eru Arndís, f.
1924, Kristján, f. 1930, lést í
æsku, Kristján, f. 1933, Krist-
ín, f. 1934, Sigurður, f. 1935,
látinn, Sigríður, f. 1937, Geir,
Börn þeirra eru Ragna, f.
1958, gift Páli Þorsteinssyni
og eiga þau tvö börn. Unni
Rögnu, f. 1984, í sambúð með
Halldóri Ása Stefánssyni og
eiga þau eina dóttur, Júlíu, f.
2013, og Sverrir Örn, f. 1992.
Sigurður, f. 1966, kvæntur
Erlu Þorsteinsdóttur. Börn
Sigurðar úr fyrra hjónabandi
eru Andri Páll, f. 1986, Alex-
ander, f. 1992, og Aron Emil,
f. 1995. Einnig á Sigurður
Alexöndru, f. 1988, í sambúð
með Boga Hrafni Guðjónssyni
og eiga þau Ísak Mána, f.
2010, og Viktoríu Sif, f. 2014.
Dóttir Erlu er Gabriella, f.
2001, og saman eiga Sigurður
og Erla Arnar Loga, f. 2007.
Páll starfaði allan sinn
starfsaldur hjá Samábyrgð Ís-
lands á fiskiskipum og var for-
stjóri félagsins frá 1956 og
þar til hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir 1997.
Útför Páls fór fram í kyrr-
þey.
f. 1939, Ragna, f.
1941, Pétur, f.
1943, og Auður, f.
1945.
Páll bjó á Ísa-
firði til þriggja
ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan
á Öldugötu 59 í
Reykjavík. Páll
gekk í Landakots-
skóla og síðar í
Reykjanesskóla í
Ísafjarðardjúpi. Einnig var
hann í Gagnfræðaskólanum í
Reykjavík, Ingimarsskóla.
Fjölskyldan bjó lengst af í
Vonarstræti 2 eða allt þar til
húsið brann árið 1967 í stór-
bruna sem kallaður hefur ver-
ið Lækjargötubruninn.
Hinn 7. júlí 1956 kvæntist
Páll Júlíönu Sigurðardóttur, f.
1936.
Þá hefur Páll tengdafaðir
minn kvatt. Hann var á besta
aldri þegar ég kynntist honum
og hann kom mér strax fyrir
sjónir sem virðulegur, hljóðlát-
ur og traustur maður og sú
mynd sem ég fékk af honum í
upphafi hefur ekkert breyst í
gegnum tíðina. Samleiðin með
Palla hefur verið einstaklega
ánægjuleg.
Á sinn hljóðlega hátt var
Palli alltaf til staðar. Hann
hugsaði einstaklega vel um sína
nánustu, konu, börn, tengda-
börn, barnabörn og börnin
þeirra.
Það er þó varla hægt að
nefna Palla án þess að nefna
tengdamóður mína Júlíönu um
leið. Þau voru glæsileg hjón og
þeir sem til þekkja vita að það
var sérstakur ljómi yfir Júllu
og Palla. Saman hafa þau auðg-
að líf fólksins í kringum sig,
hún á sinn opna og sjarmerandi
hátt, hann með sterkri og
traustri nærveru. Hann var
alltaf tilbúinn að létta undir
með sínum nánustu og virtist
aldrei sjá á eftir þeim kröftum
og tíma sem hann varði til að
hjálpa fjölskyldu sinni. Hann
var gjafmildur og örlátur.
Það er auðvelt að nota öll
fallegu orðin um Palla. Hann
var auðmjúkur og tók lífinu af
mikilli ró og yfirvegun. Hann
sýndi alltaf þakklæti því sem
lífið gaf honum þó að hann væri
einnig fylginn sér og bæri
hagsmuni sinna nánustu ávallt
fyrir brjósti. Hann var alltaf
sáttur með sitt og kvartaði ekki
undan því sem ekki fékkst.
Palli fór vel með það sem hann
átti, hugsaði vel um húsið sitt
og hreinni bíla hef ég ekki séð.
Heilsunni hrakaði töluvert
hin síðari ár og undanfarið hef-
ur hann búið á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni.
Það var sérstök reynsla að
fylgja Palla síðasta spölinn á
meðan hann bjó á Sóltúni.
Þrátt fyrir að veikindin settu
honum verulegar skorður
kvartaði hann aldrei og reyndi
alltaf að gera það besta úr að-
stæðum sínum. Í stað þess að
lesa bækur hlustaði hann á
hljóðbækur og hann naut þess
að fá heimsóknir og fannst
gaman að fara í stutta bíltúra á
meðan heilsan leyfði.
Á Sóltúni náði hann vel til
starfsfólksins og var því æv-
inlega þakklátur fyrir um-
hyggjuna. Starfsfólki Sóltúns
er þakkað fyrir að hugsa vel
um Palla og alla þá hlýju sem
það sýndi honum á meðan hann
bjó þar.
Páll Þorsteinsson.
Við andlát Páls bróður míns
rifjast upp fjölmargar minning-
ar frá æskuárum okkar. Við
Palli vorum elst af ellefu börn-
um foreldra okkar, Sigurðar
Kristjánssonar kennara, rit-
stjóra, alþingismanns og for-
stjóra, og konu hans, Rögnu
Pétursdóttur húsfreyju. For-
eldrar okkar kynntust á Ísa-
firði, þar sem faðir okkar starf-
aði sem kennari við
barnaskólann, og þau giftust
þegar hún var aðeins nítján ára
en hann nítján árum eldri eða
38 ára. Þau bjuggu fyrstu sjö
ár hjúskapar síns á Ísafirði og
þar fæddumst við Palli og
Kristján bróðir okkar, sem lést
aðeins 18 mánaða gamall. Móð-
ir okkar var ekki heilsuhraust
og þurfti að dveljast langdvöl-
um sér til lækninga á Vífils-
staðaspítala en okkur Palla var
komið fyrir hjá vinahjónum for-
eldra okkar, Lofti Gunnarssyni
og Ragnhildi Guðmundsdóttur
frá Æðey.
Árið 1930 flutti fjölskyldan
til Reykjavíkur og bjuggum við
fyrst á Öldugötu 59 í Reykja-
vík. Við áttum frábæra æsku á
Öldugötunni, neðst í götunni
var sjórinn og þar í fjörunni
vorum við að leika okkur öllum
stundum. Við gengum með
mjólkurbrúsa og keyptum
mjólk hjá Sveini bakara og
sníktum volga vínarbrauðsenda
hjá Jóni Sím bakara. Þegar
skóla lauk á vorin vorum við
send með skipi vestur á Ísa-
fjörð og þaðan inn í Djúp þar
sem við dvöldum yfir sumarið,
Palli í Þúfum hjá Páli afabróð-
ur okkar.
Árið sem Palli fermdist 1941
var óttast að nasistar myndu
gera loftárás á Reykjavíkur-
höfn. Við fjölskyldan vorum þá
flutt í Vonarstræti 2 sem var
ekki langt frá höfninni. Faðir
okkar ákvað því að senda móð-
ur okkar með yngstu börnin úr
bænum til öryggis. Faðir okkar
var í Þingvallanefnd ásamt
Haraldi Guðmundssyni og
fengu þeir leyfi til að eiginkon-
ur þeirra ásamt yngstu börnum
beggja fengju að eyða hluta
sumarsins í gestaíbúð í Þing-
vallabænum. Palli átti að ferm-
ast þetta vor en svo bar við að
allir vegir til Þingvalla lokuðust
í apríl og faðir okkar fór þá á
bíl eins langt og hann komst en
fékk svo lánaða tvo hesta á bæ
einum, reið yfir heiðina til að
sækja móður okkar en hún
treysti sér ekki á hestbak og að
ríða í söðli þessa leið og því
vorum það bara við pabbi sem
vorum viðstödd í Dómkirkjunni
þegar sr. Bjarni fermdi Palla.
Við systkinin tíu vorum svo
lánsöm að eiga yndislega æsku
alveg fram á fullorðinsár í Von-
arstræti 2. Foreldrar okkar
voru einstök ljúfmenni og
heimilið okkar var ávallt opið
öllum, bæði ættingjum og vin-
um, enda var alla daga fjöl-
menni bæði í mat, kaffi og jafn-
vel gistingu. Það voru rædd
stjórnmál við matarborðið og
faðir okkar kenndi flestum okk-
ar að lesa. Móðir okkar var ljúf
kona, feimin og lítillát en féll
frá fyrir aldur fram aðeins 51
árs og var okkur öllum harm-
dauði. Það voru forréttindi að
fá að alast upp á heimili okkar
og ég held að við systkinin öll
séum þakklát fyrir þessi ár, við
eigum dýrmætar minningar frá
þessum árum.
Palli bróðir minn var ein-
staklega geðgóður og blíður
alla tíð. Hann var svo heppinn
að kynnast og giftast frábærum
lífsförunaut, henni Júllu, og
saman hafa þau átt hamingju-
ríkt líf og mikið barnalán.
Það hefur ekki síst sýnt sig
með einstakri umönnun barna
þeirra undanfarin ár.
Fyrir hönd systkina minna
kveð ég bróður minn með sökn-
uði, þakka fyrir samfylgdina í
þessu lífi og votta Júllu, börn-
um þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð
mína.
Blessuð sé minning Palla
bróður.
Arndís
(Addý systir).
Páll Sigurðsson
Enn er höggvið
skarð í frændgarð-
inn á Grímsstaða-
torfunni, nú er það
Erlingur okkar sem laut í lægra
haldi fyrir krabbameininu.
Eftir sitja ótal minningar, allt
frá litlum ljóshærðum dreng sem
kom með foreldrum sínum fyrst
á sumrin og síðan eftir að fjöl-
skyldan flutti í sitt eigið hús á
Grímsstöðum og til síðasta dags.
Erlingur var yngstur og
minnstur af okkur krökkunum á
torfunni og fékk alveg að vita af
því en það lét hann ekki á sig fá
og skákaði okkur í mörgu, t.d.
kunni hann að spinna á rokk og
það var nú eitthvað sem við hin
kunnum ekki. Á þessum tíma var
alltaf sólskin í minningunni og
fullt af krökkum úti að leika því
allmörg börn voru fyrir utan
okkur í sveit á Grímsstöðum. En
Erlingur
Ragnarsson
✝ Erlingur Ragn-arsson fæddist
11. febrúar 1964.
Hann lést 2. nóv-
ember 2017.
Útför Erlings fór
fram 11. nóvember
2017.
stundum kom það
fyrir að Erlingur
reiddist við okkur
krakkana og þá
heyrðist gjarnan
þessi gullvæga
setning „það er
aldrei hægt að leika
við ykkur krakkana
þarna vestur frá“.
Hann var átta og
níu ára gamall þeg-
ar hann eignaðist
systur sínar, Þórunni Birnu og
Sigríði Lilju, og þá kom strax í
ljós kletturinn sem hann var
þeim alla tíð. Margar ferðirnar
fór hann með fjölskyldu sinni í
Laxárdalinn (en þar ólst hann
upp fyrstu árin) til móðurfólks
síns bæði í Birningsstaði og
Auðnir og þar naut hann sín vel.
Eftir skólagönguna fluttist hann
til Reykjavíkur og keypti sér
íbúð að Kóngsbakka 7 ásamt
sambýliskonu sinni, Hólmfríði,
og eignuðust þau eina dóttur,
Guðrúnu Ösp 1993. Þau slitu
seinna samvistum og síðar
keypti hann í Krummahóla 2.
Erlingur keypti jörðina og íbúð-
arhúsið á Grímsstöðum af móður
sinni.
Erlingur vann um tíma í
Reykjavík áður en leið hans lá á
sjóinn og þegar hann átti frítúra
kom hann alltaf norður til móður
sinnar sem var þá orðin ein eftir
að faðir hans dó árið 2000. Maður
fann það glöggt hvað hann naut
þess að koma heim og taka þátt í
öllu sem var að gerast á Gríms-
stöðum, hjálpa til í sauðburði,
heyskap, gera við tól og tæki,
vitja um net, hann og Biggi að
dunda í „dótakassanum“ (í Rana-
húsum), einnig var hann mjög
hjálplegur á verkstæðinu hjá
okkur Kalla og vildi allt fyrir alla
gera.
Hann var foreldrum sínum og
systrum stoð og stytta alla tíð,
traustur og góður vinur og fékk í
arf þétta og hlýja faðmlagið frá
móður sinni sem sýndi svo sann-
arlega væntumþykju hans og því
gleymum við aldrei. Erlingur var
einstakur faðir og augasteinninn
hans hún Guðrún Ösp var honum
allt.
Öðrum stærra áttir hjarta,
æ þín stjarna á himni skín.
Myndin geymir brosið bjarta,
blessuð veri minning þín.
(Friðrik Steingrímsson
Grímsstöðum)
Elsku Guðrún, Teddi, Þórunn,
Sigga og fjölskyldur, minnumst
góðs vinar með þakklæti og
gleði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Herdís og Elín Steingríms-
dætur (Dísa og Ella).