Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 28

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 28
Arnar Þór Ingólfsson Þórunn Kristjánsdóttir „Davíð Þór Björgvinsson er eldklár og harðduglegur, svo við skulum vona að hann fari með þetta allt rétt,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, einn þeirra sex sem dæmd voru fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti árið 1980 um settan ríkis- saksóknara, sem lagði í gær fram greinargerð til Hæstaréttar vegna málsins. Í greinargerðinni er þess krafist að mennirnir fimm sem voru dæmdir fyr- ir aðild sína að hvarfi Geirfinns Ein- arssonar og Guðmundar Einarssonar árið 1974 verði sýknaðir af öllum sök- um. Mennirnir eru Sævar Marinó Cie- sielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Guð- jón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Erla Bolladóttir var einnig dæmd í málinu, en ekki var fallist á kröfu hennar um endurupptöku. Þau voru á aldrinum 20-32 ára þeg- ar þau voru handtekin og sátu samtals í 6.146 daga, tæp 17 ár, í gæsluvarð- haldi á meðan rannsókn málanna tveggja stóð á áttunda áratugnum. Davíð Þór byggir sýknukröfuna á mati endurupptökunefndar, sem braut til mergjar sönnunarmat Hæstaréttar í þeim dómi sem féll fyrir sléttum 38 árum. Sú greining sýndi að verulegar líkur væru á því að sönnunarmat í mál- inu hefði ekki verið í samræmi við þá meginreglu sakamálaréttarfars að fram hefði verið komin sönnun um sekt dómfelldu, sem ekki yrði véfengd með skynsamlegum rökum. Það er, sekt þeirra hefði ekki verið hafin yfir skynsamlegan vafa. Kemur verjendum ekki á óvart „Hann krefst sýknu og það í sjálfu sér kemur ekki á óvart, miðað við til- urðarsögu þessa máls og hvernig þetta mál hefur þróast. Einhvern tím- ann hlutu menn nú að sjá ljósið í sam- bandi við þetta,“ segir Jón Magnús- son, verjandi Tryggja Rúnars Leifssonar heitins. Hann segir að nú muni Hæstiréttur væntanlega skammta verjendum ákveðinn tíma til þess að skila sínum greinargerðum vegna málsins. Að hans mati er eðlilegt að ákæruvaldið hafi ákveðið að fara þessa leið og að við því hafi verið búist. Sýknudómur rétti þeirra hlut „Miðað við kannanir sem gerðar hafa verið og niðurstöðu endurupp- tökunefndar og annað hefði manni nú fundist það svolítið ankannalegt ef ákæruvaldið hefði farið að krefjast sakfellingar á nýjan leik í þessum mál- um,“ segir Jón. Ef niðurstaða Hæstaréttar verður á þá vegu sem ákæruvaldið fer fram á og fimmmenningarnir verða sýknaðir af öllum sökum segir Jón að búið verði að rétta hlut þeirra vegna málsins. Ekki sé ástæða til þess að fara í gegn- um málið með ítarlegri hætti, eins og einhverjir hafi kallað eftir, „þegar hlutirnir blasa við“. Stór hópur beðið skaða Jón segir of snemmt að fara að ræða mögulegar skaðabætur til handa fimmmenningunum sem fengu mál sín tekin upp á ný, þótt það sé alveg ljóst að þarna hafi mjög stór hópur fólks beðið mikið tjón af. „Þeir eru nú þónokkrir sem eru ekki lengur í þessari jarðvist til að heimta þær skaðabætur, en það er eins og það er.“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Marinós Ciesielski heitins, hefur kall- að eftir heildarendurskoðun málsins og gerði það enn á ný í samtali við mbl.is í gær. „Það eina sem dugar er heildaruppgjör, heildaruppgjör er það og heildaruppgjör skal það heita,“ sagði Hafþór. Hann sagði jafnframt sárt að faðir sinn hefði ekki fengið að lifa þann dag er ákæruvaldið fór fram á sýknu yfir honum. Málsmeðferðin óafsakanleg Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjón Skarphéðinssonar, hefur verið leiðandi í baráttunni fyrir endurupp- töku málsins fyrir Hæstarétti. Hann sagði við mbl.is í gær að það kæmi honum ekki mjög á óvart að krafist væri sýknu af hálfu setts ríkissak- sóknara. „Þetta skiptir miklu máli fyrir al- menning í landinu sem hefur aldrei gleymt þessu máli. Þetta skiptir líka máli fyrir dómstólana þó að það sé aldrei hægt að leið- rétta slíkt mistök en það er þó hægt að gera þá bragar- bót sem myndi fel- ast í því að kveða upp sýknudóma,“ sagði Ragnar. Jón segir það rannsóknar- og réttarkerfinu hér- lendis til „töluvert mikils vansa“ hversu mikinn tíma það hefur tekið að komast á þennan stað í málinu. „Það hefði verið æskilegt ef það hefði verið hægt að brjóta þetta upp fyrir mörgum áratugum, en það því miður gerðist ekki. Það er meðal ann- ars vegna þess að það hafa ýmsir að- ilar átt heiður að verja, sem jafnvel gegndu háum stöðum í réttarkerfinu,“ segir Jón. Málsmeðferð sakborninga í þessum málum hafi verið fyrir neðan allar hellur – óafsakanleg. „Ég hef verið í sambandi við Sævar í gegnum tíðina, alltaf öðru hvoru, og hafði aldrei nokkra trú á því að þær ávirðingar sem voru bornar á hann eða þessa helstu vini hans ættu við nokkur rök að styðjast,“ segir Jón. Hópurinn sem sakfelldur var hafi verið „krim- inaliseraður“ af þjóðfélaginu. Hann segist alltaf hafa haft mikla samúð með Sævari. Ranglátir dómar leiðréttir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur Kristjáns Viðars, lýsti í gær yfir ánægju með sýknukröfu setts ríkis- saksóknara í samtali við mbl.is. Hann segir að Hæstarétti sé ekki heimilt að gera annað en það sem saksóknarinn krefst. „Þetta er stór áfangi í að leiðrétta þessa ranglátu dóma sem gengu á þessum tíma, sagði Jón Steinar. Guðjón Skarphéðinsson segir að al- menningur vilji geta treyst því að dómarnir sem felldir séu í sakamálum séu réttir. Raunar hafi hann mátt upp- lifa það, í gegnum tíðina, að menn hafi hringt heim til hans í misjöfnu ástandi og lýst þeirri skoðun að dómur Hæsta- réttar frá 1980 hafi verið réttur. „Það hafa verið uppi raddir um að þetta væri hinn rétti dómur og ætti að standa og það ætti að þegja. En þær raddir eru ekki margar og ekki í fjöl- miðlum. Menn hafa þá frekar hringt að kvöldi til, misjafnlega á sig komnir og haldið ræður,“ segir Guðjón. Sýknudómur rétti hlut fimmenninga  Sekt þeirra sögð ekki vera hafin yfir skynsamlegan vafa Dómur Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu féll þann 22. febrúar árið 1980, fyrir sléttum 38 árum síðan. Jón Magnússon Davíð Þór Björgvinsson Ragnar Aðalsteinsson 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.