Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 85
DÆGRADVÖL 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
Ljós og lampar
Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Rasaðu ekki um ráð fram og skoð-
aðu málin frá öllum hliðum áður en þú tekur
ákvörðun sem varðar framtíðina.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu engan hafa svo mikil áhrif á þig
að þú gerir eitthvað sem stangast á við rétt-
lætiskennd þína. Haltu ró þinni, brjóttu mál-
in til mergjar og framkvæmdu svo.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Verkefni dagsins ganga eins og vel
æft dansatriði á sviði. Láttu ekki aðra
stjórna ferðinni heldur fylgdu eigin sannfær-
ingu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt auðvelt með að laða fram
það besta í öðrum sem og að miðla málum
þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Hrósaðu
þér vel fyrir framsýnina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvers vegna að eyða öllum skipulags-
hæfileikunum í vinnuna? Einkalífið hefði gott
af því að njóta þeirra hæfileika. Leystu málin
og þá líður þér betur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hvernig væri að gerast félagi ein-
hvers sem hefur aðra hæfileika en þú? Sam-
vinna ykkar verður meiriháttar. Hvernig þú
setur mál þitt fram ræður úrslitum um ár-
angurinn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hugsanlegt er að þú verðir með hug-
mynd tengda tekjum og fjármálum á heil-
anum í dag. Ekki lofa meiru en þú getur
staðið við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Árangur þinn í starfi fer nú ekki
lengur framhjá yfirmönnum þínum svo þú
mátt eiga von á umbun í einhverri mynd. Nú
er komið að því að þú uppskerir laun erfiðis
þíns.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Passaðu vel upp á leyndarmálin
þín. Nú er mikilvægt að innsigla samninga
og viðurkenna virðingu þína fyrir öðrum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Rómantíkin ræður ríkjum þessa
dagana og þú ert í sjöunda himni því allt
virðist ætla að ganga upp hjá þér. Dekraðu
við sjálfan þig í kvöld.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það fer afskaplega mikill tími í
alls konar vangaveltur hjá þér. Reyndu að ná
heildarsýn til þess að þú getir vegið og met-
ið aðstæður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Næsta mánuð munu samskipti við
aðra kenna þér margt um þig. Kynntu þér
fólk frá framandi menningarsvæðum, þú
laðar að þér fólk sem bætir viðskiptin og
gerir líf þitt enn fegurra.
Helgi R. Einarsson yrkir:
Ég gleðst yfir góðum mægðum
og geðjast að normal hægðum,
en fengið hef nóg
af frosti og snjó
og fjöldanum öllum af lægðum.
Rokinúum nasir er núið,
frá næðingnum ekki er flúið
er lægðirnar stríðar
streyma um hlíðar.
Að snúa þeim við er, jú, snúið.
Á þriðjudagsmorgun varð það
óhapp á Sæbraut að gámur féll af
flutningabíl með þeim afleiðingum
að 120 svínaskrokkar dreifðust um
götuna. Þetta olli miklum umferð-
artöfum. Til marks um það er, að
það tók lögregluna 90 mínútur að
aka ofan úr Mosfellssveit niður á
lögreglustöðina við Hlemm. Hösk-
uldur Búi orti á Leir:
Meyr er fæðan, mjúk og völtuð
og mött með ögn af ryki.
Puran reykta, pækilsöltuð
með prýðiskeim af biki.
Hallmundur Kristinsson sagði á
Boðnarmiði:
Geysast um og götur teppa
gömlu brýnin;
býsna mörg til borgar skreppa
bölvuð svínin.
Fía á Sandi opnaði fésbókina til
að gá að fréttum:
Sitthvað er í fésbók fært
af fréttum brýnum.
Nú er hvergi ferðafært
fyrir svínum.
Og Sigmundur Benediktsson
bætti við:
Í Reykjavík er rosa mikið ríkidæmi,
fyrst að gálaust fólkið þar
fleygir mat á göturnar.
Jón Atli Játvarðarson orti:
Engan svínin fengu frið,
fylgdu skipunum að handan.
Náðu að stoppa vagninn við
valdbjóðandi moskufjandann.
Í fyrradag orti Magnús Hall-
dórsson og ekki að ástæðulausu:
Nú er stutt í næstu skil,
nóg af lægðafóðri,
enda von á einni til,
ótrúlega góðri.
Helgi Björnsson sver sig í ætt við
aðra hagyrðinga:
Til að hægist hugarkvöl
og hryggð í sálu dvíni
gott er að súpa áfengt öl
og ögn af brennivíni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Veðralimrur og
svín á götum
„HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ Í HVERT
SINN SEM ÞÚ FERÐ Í HUNGURVERKFALL
ÞYNGIST ÉG UM 10 KÍLÓ?“
„HVAÐ FINNST ÞÉR? LÍTA VÍÐU HORNIN
BETUR ÚT Á MÉR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá framtíð þína
alveg kristaltæra.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MYNDIRÐU ENN ELSKA
MIG EF ÉG VÆRI
VARÚLFUR?
ÉG BÝST
VIÐ ÞVÍ…
FÆRI EFTIR ÞVÍ
HVERSU MIKIÐ ÞÚ
FÆRIR ÚR HÁRUM
ÞÁ BJÓÐUM VIÐ UPP Á
FULLA ENDURGREIÐSLU!
ÞESSI TÖFRASKJÖLDUR MUN
BJARGA LÍFI ÞÍNU 98% TÍMANS!
HVAÐ MEÐ
HIN
2 PRÓ-
SENTIN?
VELKOMINN
Í VERÖLD
MÍNA
Vatnselgurinn mikli var eflaustmörgum lesendum hugleikinn í
gær. Sjálfur velti Víkverji því fyrir
sér hvers vegna hann hefði ekki farið
í vöðlur frekar en venjulegu skóna
sína þegar hann gekk út úr húsi í
gærmorgun og sá að Saxelfur sjálf
var komin með útibú í götunni hans.
x x x
Víkverji náði þó að komast til-tölulega þurrum fótum í bílinn
sinn, en þá tók við næsta þolraun, að
koma honum alla leið út í Móa. Lík-
lega hefði Víkverji ekki verið lengur
á leiðinni til vinnu sinnar í gær, hefði
hann ákveðið að fara á kanó fremur
en bílnum. Víkverji gerðist þó ekki
svo kræfur að reyna að sökkva bíln-
um sínum í sæ, líkt og einhverjir öku-
menn gerðu víst við Smáralind, enda
veit Víkverji sem er, að bílar sem
geta líka siglt í kafi sjást eiginlega
bara í bíómyndunum um njósnara
hennar hátignar, 007, og ekki í
Lindahverfinu í Kópavogi.
x x x
Víkverji játar að hann væri eig-inlega alveg til í að losna við
þetta vatnsveður, en það er svo sem
ekki mikið sem hægt er að gera við
legu landsins eða árstíðunum. Hann
skilur þó betur og betur þá sem á
endanum fá nóg og fljúga suður heið-
ar með fjaðraþyt, söng og yfirdrætti
á kortinu bara til þess að losna undan
þessu veðurfari í skamma stund.
x x x
Verður Víkverji líklega kominnsjálfur í þeirra tölu áður en um
langt líður, þar sem miðaldurinn
skríður sífellt nær, en það er helst á
honum sem það helst í hendur, pirr-
ingurinn á veðurfarinu og svo bol-
magn til þess að koma sér af landi
brott til suðrænna eyja, þó ekki sé
nema eina helgi.
x x x
Verst er, að Víkverja þykja slíkareyjar og strendur eiginlega hálf-
leiðinlegir áfangastaðir. Það skiptir
því litlu hvort hann er á Fróni eða
Tenerife, allt virkar þetta álíka leið-
inlegt á hann. Eini munurinn er að á
öðrum staðnum er honum of kalt og
hinum of hlýtt. Þess vegna eru víst
ofnar gerðir. vikverji@mbl.is
Víkverji
Annan grundvöll getur enginn lagt en
þann sem lagður er, sem er Jesús Krist-
ur.
(Fyrra Korintubréf 3.11)