Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 22
og ís. Þá er hellirinn í yfir 800 metra hæð yfir sjó og í slíkri hæð er allra veðra von. Sömuleiðis er hætta á hruni úr lofti hellisins og þangað inn ætti enginn að fara nema vera með hjálm. Í frosti og vetr- arhörkum er þessi hætta þó ekki mikil, að sögn Páls. Setja sig ekki í hættu Sú hætta við íshellinn sem mest hefur verið fjallað um snýr þó að styrk brennisteinsvetnis þar. Sam- kvæmt því sem Veðurstofan greindi frá í síðustu viku hefur styrkur vetnisins mælst um 60 á móti 1.000.000 í rúmmetra (PPM) en ef styrkurinn fer yfir 100 eru að- stæður lífshættulegar. „Ég fór þarna um helgina og nokkuð langt inn í hellinn. Þó fór gasið aldrei að styrk hærra en 22 PPM. Auðvitað getur alltaf gerst að við svona aðstæður finni fólk fyrir sviða í augum og hálsi, höfuðverk og hugsanlega sljóleika en verði styrkur gassins ekki meiri og fólk ekki lengur en klukkustund inni í hellinum ætti þetta að sleppa. Eng- inn ætti þó að fara inn í hellinn nema með mæli, enda eru gasteg- undir almennt hættulegar,“ segir Páll og að lokum: „Svæðið milli Hofsjökuls og Kerl- ingarfjalla er jafnan snjóþungt, enda blæs snjór af Hofsjökli þarna fram þegar stendur af austri. Því er auðvelt að aka þarna um núna yfir hjarnbreiðurnar – en þegar snjóa leysir er svæðið lokað öðrum en göngufólki. Hafi ekki fennt fyrir hellinn er vel þess virði að skoða hellinn og fara þar stutt inn, án þess að setja sig í mikla hættu. Auð- vitað verður fólk þó að sýna nátt- úruöflunum virðingu og rasa ekki um ráð fram.“ Heitur reitur á reginfjöllum  Nýfundinn íshellir dregur að hundruð ferðamanna  Er á afskekktum stað í 800 metra hæð  Jarðhitinn bræddi hvelfingu sem er 160 metra löng  Gasið er hættulegt og varúð skal höfð Ljósmynd/Páll Gíslason Fjallamenn Eins og aðstæður eru nú er auðvelt að aka yfir hjarnbreiðurnar úr Kerlingafjöllum að Blágnípujökli, þar sem er íshellirinn sem svo mikla athygli hefur vakið. Þegar snjóa leysir er svæðið lokað öðrum en göngufólki, enda engir vegir á þessum afskekktu slóðum sem eru nærri miðju Íslands. Blátt Falleg litbrigði eru inni í íshellinum og endurkast ljóss frá ísnum kem- ur út í bergvatnsbláma sem liggur í loftinu, í orðsins fyllstu merkingu. Blágnípujökull Loftmyndir ehf. Kerlingarfjöll Blágnípu- jökull HOFSJÖKULL íshellir SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hraðar breytingar á öllum stað- háttum eiga sér nú stað við íshellinn sem fannst á dögunum í Blá- gnípujökli sem fellur suðvestur af Hofsjökli. Hellirinn er inni á regin- fjöllum, neðst í langri brekku á jökl- inum sem snýr mót vestri og í aust- lægum áttum að undanförnu hefur snjó mjög skafið að öðrum af tveimur munnum hellisins. Er sá nú nánast lok- aður. Því fer að verða torgengt í hellinn, þangað sem margir hafa lagt leið sína að undanförnu. „Þarna hafa komið hundruð bíla og sjálfsagt nokkuð á annað þúsund manns að undan- förnu,“ segir Páll Gíslason hjá Fannborg ehf. sem stendur að rekstri hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum. Leysingavatnið braut sér rás Talsvert af heitu vatni kraumar nú undir hellu Blágnípujökuls sem síðustu ár eða áratugi hefur grafið geil við jörðina undir jökulísnum. Þegar leysingavatn sem rann niður af jöklinum fór svo að streyma nið- ur í rýmið varð atburðarásin hrað- ari. „Mér sýnist þetta hafa atvikast svo að þegar jökullinn þynntist hafi komið op í þak hvelfingarinnar. Þangað hafi leysingavatn leitað og brotið sér rás fram að jökuljaðr- inum og í lón sem er fyrir framan hann. Við það spýttust fram jakar sem enn sjást. Eftir stendur svo þessi geil eða jökull sem er með þaki yfir að hluta,“ segir Páll Gísla- son. Hann er gjörkunnugur þessum slóðum og hafði vísbendingar um að undir Blágnípujökli væri heitt vatn. Sagði sig sjálft að hitinn bræddi jökulísinn frá sér svo úr yrði geil eða hellir eins og kom á daginn. Hellishvelfingin er um 160 metra löng og er innan marka Friðlands- ins í Þjórsárverum. Öllum er heimil för að nafnlausum hellinum en frá Árskarði í Kerlingarfjöllum að jökl- inum eru 13 kílómetrar. Það er leið sem aka má greiðlega þegar snjór er yfir öllu. Hins vegar þarf að fara með gát yfir nokkrar ár og læki sem volgra er í og bræða af sér snjó Páll Gíslason 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Á málþinginu verður velt upp ýmsum þáttum sem lúta að minjavernd, fornleifarannsóknum, minjum, framtíðarsýn og nýjum uppgötvunum í landi Skálholts. Erindi flytja: Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar: Hlutverk ríkis, kirkju og sveitarfélaga í minjavernd. Dr. Gavin Lucas, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands: Archaeological Excavations at Skálholt 2002- 2007. (Um niðurstöður fornleifarannsókna í Skálholti 2002-2007) Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur á Fornleifastofnun Íslands ses: Minjar í landi Skálholts – nýjar uppgötvanir og framtíðarsýn. Erlendur Hjaltason varaformaður Skálholtsfélagsins hins nýja stýrir málþinginu. Fornleifar í Skálholti Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis Skálholtsfélagið hið nýja efnir til málþings um fornleifar í Skálholti föstudaginn 23. febrúar kl. 16:00–18:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu „Íshellirinn er magnaður staður. Það er áhugavert að sjá hvernig öfl náttúrunnar sjálf breyta landinu sem fær sífellt nýjan svip,“ segir Reynir Lýðsson á Skagaströnd í samtali við Morgunblaðið. Hann var í hópi manna úr Húnavatnssýsludeild Ferðaklúbbs- ins 4 x 4 sem um helgina fóru inn á hálendið og dvöldust í Ströngukvíslarskála nærri Blöndulóni. Þaðan er stutt að Blágnípujökli. Best er, segir Reynir, að aka að íshellinum til norðvesturs frá Kerlingarfjöllum enda er sú leið mörgum jeppamönnum orðin kunn samanber að nærri 50 bílar voru á svæðinu þegar mest var síðastliðinn laugardag. Gera má svo ráð fyrir því að ýmsir leggi leið sína á þennan stað á næst- unni, enda er oft frábært færi á fjöllum á útmánuðum þegar snjór liggur yfir öllu. Skynsemin gildir „Ég kom fyrst að hellinum fyrir þremur vikum og aftur um síðustu helgi. Aðstæður höfðu breyst í millitíðinni; fennt að munna hellis- ins og dregið í skafla. Þegar er svo farið inn í hellinn er hætta vegna gasmengunar alltaf til staðar en þá gildir bara skynsemin; að stíga ekki lengra en öruggt er. Það kæmi mér síðan ekki á óvart úr því jarðhiti er undir Blágnípujökli að hann sé víðar. Þá gætu líka verið fleiri íshellar á þessum slóðum og það væri spennandi að taka þátt í leit að þeim,“ segir Reynir. Spennandi að leita fleiri hella MENN Á FIMMTÍU JEPPUM VORU Á SVÆÐINU UM HELGINA Reynir Lýðsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.