Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 52

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkefnastaðan er góð út þetta ár og svo er margt í pípunum sem þó er ekki endanlega frá- gengið. Ef helmingurinn af því endar með samn- ingum erum við góðir næstu þrjú árin,“ segir Guðmundur H. Hannesson, sölu og markaðs- stjóri Kælismiðjunnar Frosts. Hann segir að í Rússlandi séu miklar fjárfestingar og uppbygg- ing framundan og spennandi tækifæri. Þar séu viðræður í gangi um fleiri uppsjávarverksmiðjur og nýsmíði skipa, en einnig víðar um heim. Framundan á næstu vikum hjá Frosti er upp- setning á búnaði á risauppsjávarfrystihúsi fyrir Varðann á Þvereyri í Færeyjum. Að því loknu tekur við bygging uppsjávarfrystihúss á Kúril- eyjum í Rússlandi, austur við Kyrrahaf. Guð- mundur segir að starfsmenn Frosts hafi fyrst í stað fæstir vitað hvar Kúrileyjar eru. Eftir kynn- ingu á verkefninu, tilhögun vinnu, ferðalögum og aðstæðum á staðnum hefði gengið vel að manna verkefnið. Guðmundur áætlar að Frost sé með um fjórðung þess, en greint var frá samningi Skagans 3X, Frosts og Rafeyrar í Morgun- blaðinu í síðustu viku. Aukinn styrkur með samstarfi „Norðmenn eru helsti keppinautur okkar um verkefni í Rússlandi, sérstaklega í nýsmíði skipa,“ segir Guðmundur. Þeir eru bæði sterkir og þekktir á Rússlandsmarkaði og hafa verið lengi inni á þeim markaði. Þá búa norsk fyrir- tæki að því að geta fjármagnað sig í gegnum út- flutningssjóði. Nokkuð sem við höfum ekki.“ Guðmundur segir að samstarf Skagans 3X, Rafeyrar og Frosts hafi á undanförnum árum skilað miklu og hafi virkað eins og klasasamstarf. Þau hafi m.a. unnið saman að byggingu uppsjáv- arfrystihúsa í Færeyjum, Eskifirði, Hornafirði, Vestmanneyjum, Neskaupstað og á fleiri stöðum. Fyrirtækin þrjú eru hluti af Knarr Maritime en þar innanborðs eru einnig skipahönnunar- fyrirtækin Nautic ehf og Skipatækni ehf., auk Naust Marine og Brimrúnar. „Knarr hefur unnið að markaðssetningu víða um heim, en þó sérstaklega í Rússlandi,“ segir Guðmundur. „Þessi regnhlíf gerir hópinn miklu öflugri heldur en fyrirtækin hvert í sínu lagi. Við getum í sameiningu boðið heildarlausnir, en við- skiptavinurinn óskar einmitt oft eftir því að verk- efni sé lokað með einum samningi. Þetta er leiðin til þess að við séum samkeppnishæfir við erlenda aðila, sem bjóða stórar lausnir, sérstaklega Norðmenn. Það er lykilatriði að reynd þekking- arfyrirtæki í hátækniiðnaði eins og sjávarútvegi sameini krafta sína til að ná árangri á alþjóð- legum vettvangi.“ Kerfi í frystihús og fjölda nýrrra skipa Unnið hefur verið að framleiðslu á búnaði fyrir frystihús Varðans á Þvereyri síðustu fjóra mán- uði og fyrstu starfsmenn héldu til Færeyja í vikubyrjun til að setja hann upp. Þar verða 10-15 manns næstu vikurnar og um 20 manns þegar mest verður umleikis í vor. Framleiðsla er byrjuð á búnaði fyrir frysti- húsið á Shikotan á Kúrileyjum. Guðmundur áætlar að verklok verði í Færeyjum um það leyti sem fyrstu menn fara til Kúrileyja. Hann segist reikna með að verkefnin renni nokkurn veginn saman. Á síðustu fimm árum hafa starfsmenn Frosts sett frysti- og kælikerfi í sjö frystiskip erlendis; stórt rækjufrystiskip fyrir fyrirtæki í Nýfundna- landi, eitt skip fyrir P&P í Hollandi, annað eins fyrir P&P og Samherja fyrir Bretland, fjóra nýja frystitogara í raðsmíði hjá Myklebust í Noregi og eru tveir af þeim fyrir dótturfyrirtækis Sam- herja í Þýskalandi, Cuxhaven og Berlín, einn fyr- ir franska útgerð í eigu P&P og Samherja í sam- starfi við franska eigendur og svo einn fyrir breska útgerð P&P og Samherja. Þá er verið að hanna búnað í nýtt frystiskip HB Granda sem verið er að smíða í Gijon á Spáni. Fyrirtækið sá um kælibúnað í alla sjö ísfisk- togarana sem komu til landsins frá Tyrklandi á síðasta ári; Björgu, Björgúlf, Kaldbak, Drangey, Engey, Viðey og Akurey. Þar voru gerðar miklar kröfur um hraða niðurkælingu á fiski um leið og hann kemur um borð og að því hitastigi sé við- haldið fram að löndun. Gott að reka tæknifyrirtæki á Akureyri Höfuðstöðvar og uppruni Kælismiðjunnar Frosts eru á Akureyri, en fyrirtækið er einnig með starfsemi í Garðabæ og á Selfossi. „Eftir að Frost keypti fyrirtækið Frostmark í Kópavogi verður starfsemin í Garðabæ umfangsmeiri en á höfuðbólinu á Akureyri,“ segir Guðmundur. Hann segir gott að reka tæknifyrirtæki eins og Frost á Akureyri. Fyrirtækið eigi í góðu sam- starfi við sjávarútvegsfyrirtæki við Eyjafjörð og reyndar um allt land. Það hafi verið nauðsynlegt fyrir tæknifyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg- inn að vinna mjög náið með fyrirtækjunum. Frost hafi notið trausts og tekið þátt í þróun verkefna hjá mjög mörgum aðilum sem hafi skapað reynslu og þekkingu. „Frost og Rafeyri eru stór fyrirtæki í þessum tækni- og þekkingargeira, en einnig er Slipp- urinn á Akureyri stórt iðn- og tæknifyrirtæki. Hér eru fleiri smiðjur og í heildina er þessi iðn- aður blómlegur við Eyjafjörðinn. Það þarf líka töluvert til að þjóna sjávarútvegi hér fyrir norð- an, einnig bæði austan og vestan við okkur og í raun um allt land. Uppsetning á verksmiðjunni á Bakka hefur tekið talsvert til sín og verksmiðja Bekromal kallar á þjónustu og viðhald. Þessu til viðbótar höfum við tekið að okkur verkefni víða um heim þannig að við erum engan veginn bund- in við Norðurlandið,“ segir Guðmundur. Mikilvægt að bjóða heildarlausnir Kælismiðjan Frost Sigurður Bergsson tæknistjóri og Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri. Kælismiðjan Frost á Akureyri og í Garðabæ hefur sinnt atvinnulífinu á Íslandi í langan tíma. Verkefnum til sjós og lands erlendis hefur stöðugt fjölgað og nú er meðal annars horft til spennandi tækifæra í Rússlandi. Fullkominn Togarinn Victor frá Nýfundalandi er eitt þeirra skipa sem eru með búnað frá Frosti. Sérfræðingar Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjón- ustu í öllu sem viðkemur kæli- og frystikerfum. Rússneska sjávarútvegsskrifastofan Rosrybolovstvo hefur fengið 34 um- sóknir um smíði á fiskiskipum og sama fjölda umsókna um byggingu fiskvinnsluhúsa. Frá þessu er greint í Fiskeribladet í Noregi og segir þar að þetta sé niðurstaðan í nýrri áætl- un stjórnvalda um fjárfestingar í sjávarútvegi. Heildarfjárfestingin sé upp á um 230 milljarða ísl. króna. Fram kemur í blaðinu að áformað sé að reisa 18 fiskiðjuver austast í Rússlandi. Einnig sé á döfinni að smíða tíu ný skip á því svæði og eigi sjö þeirra að vera yfir 105 metrar á lengd. Frá norðurhluta Rússlands hafi komið umsóknir um 24 ný skip og 16 um fiskvinnsluhús. Haft er eft- ir Ilya Shestakov, forstjóra Rosrybo- lovstvo, að yfirvöld í Rússlandi vænti mikillar endurnýjunar á flota og fiskvinnsluhúsum á næstu árum. Reiknað sé með að yfir 100 hátækni- fiskiskip verði smíðuð innanlands og að minnsta kosti tíu stórar verk- smiðjur eða stór fiskvinnsluhús. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að í gangi sé áætlun rússneskra stjórnvalda um endurnýjun fiski- skipaflotans og uppbyggingu land- vinnslu. Þetta hafi m.a. verið gert á þann hátt að heimildir hafi verið inn- kallaðar nú í lok 10 ára úthlutunar. Í staðinn taki við 15 ára úthlutun með hvata um að þeir sem ráðist í upp- byggingu fái aukinn kvóta. Mikil endurnýj- un í Rússlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.