Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hafnarfjarðarbær sendi frá sér
yfirlýsingu í gærkvöldi vegna
fréttaflutnings um aðkomu bæjarins
að málum tengdum húseigninni á
Austurgötu 36, en eignin er timb-
urhús sem var dæmt ónýtt í apríl í
fyrra eftir að upp komst um veggja-
títlur og myglu í því.
Bærinn vill koma því á framfæri
að bæjarráð samþykkti 10. maí í
fyrra að styrkja húseigendurna um
allt að 3,7 milljónir króna til niður-
rifs hússins. Sú ákvörðun standi og
með henni komi fram stuðningur
bæjarins við húseigendur.
Þá hafi umsókn um niðurrif verið
samþykkt á fundi skipulags- og
byggingarfulltrúa 11. október í
fyrra og það standi. Rangt sé sem
komið hafi fram í fjölmiðlum að
leyfi til niðurrifs hafi verið aftur-
kallað, heldur standi á lóðarhöfum
að uppfylla öll ákvæði byggingar-
reglugerðar, s.s. að tilgreina bygg-
ingarstjóra.
Auk þess hafi bæjarstjórn sam-
þykkt á fundi sínum 14. mars sl.
breytingu á deiliskipulagi vegna
lóðarinnar í samræmi við umsókn
lóðarhafa, sem hyggjast byggja
steinhús á lóðinni.
Hafnarfjarðarbær segir að máls-
meðferð bæjarins hafi verið í sam-
ræmi við lög og reglur og máls-
meðferðartími hafi ekki verið lengri
en eðlilegt geti talist í svona máli.
Nánar er hægt að lesa um þetta
mál á mbl.is. athi@mbl.is
Niðurrifsleyfi
ekki afturkallað
Áréttingar frá Hafnarfjarðarbæ
Fjórir einstaklingar sækjast eftir
því að gegna formennsku hjá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar. Það eru
þau Róbert Guðfinnsson, Bjarn-
heiður Hallsdóttir, Þórir Garð-
arsson og Margeir Vilhjálmsson.
Grímur Sæmundsen, sem hefur
gegnt formennsku undanfarin fjög-
ur ár, tilkynnti um miðjan febrúar
að hann hygðist ekki gefa kost á
sér að nýju.
Róbert Guðfinnsson hefur fjár-
fest fyrir milljarða í atvinnu-
uppbyggingu á Siglufirði. Hann
stóð að uppbyggingu Sigló hótels,
sem hefur gistirými fyrir allt að 140
manns, og er aðaleigandi líftækni-
fyrirtækisins Genis. Bjarnheiður
Hallsdóttir er framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI.
Bjarnheiður var stundakennari við
Háskóla Íslands og eins við Ferða-
málaskóla Kópavogs. Þórir Garð-
arsson er stjórnarformaður ferða-
þjónustufyrirtækisins Gray Line
Iceland. Hann situr bæði í stjórn
Samtaka atvinnulífsins og Samtaka
ferðaþjónustunnar. Margeir Vil-
hjálmsson er framkvæmdastjóri
bílaleigunnar Geysis. Hann var
einnig framkvæmdastjóri Golf-
klúbbs Reykjavíkur á árunum 1998
til 2006.
Fjögur vilja
formanns-
stólinn í SAF
Grímur gefur ekki
kost á sér að nýju
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í
því að kynna nýja treyju knattspyrnulandsliðs
Íslands í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli í
gær. Treyjan er framleidd hjá ítalska sportvöru-
framleiðandanum Errea og valdi fyrirtækið
hönnun ítalska íþróttavöruhönnuðarins Filippos
Affanis, en hönnun hans þótti koma best út mið-
að við þarfir og óskir knattspyrnusambandsins.
Tekið var tillit til óska landsliðsfólks um snið og
efni. Treyjan hefur almennt fengið nokkuð góð-
ar viðtökur hjá þjóðinni og verður eflaust
skyldueign stuðningsmanna er nær dregur HM.
Morgunblaðið/Eggert
Ný landsliðstreyja kynnt í Laugardal
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýjar skyldur verða lagðar á fyrirtæki með
persónuverndarlögum sem taka eiga gildi 25.
maí. Samtök atvinnulífsins (SA) segja mikil-
vægt að stjórnendur fyrirtækja kynni sér vel
væntanlegar breytingar. Einnig þurfi þeir að
laga starfsemi sína að nýja regluverkinu. Brot
á reglunum getur varðað sekt allt að 4% af ár-
legri heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði
eða 20 milljónum evra (2,47 milljörðum ÍSK)
eftir því hvort er hærra.
„Þetta eru verulega íþyngjandi lög,“ sagði
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri SA. Samtökin hafa birt fræðsluefni um
breytinguna á þjónustuvef sínum. Þá efndi SA
til fræðslufundar í samvinnu við KPMG í haust
um nýju persónuverndarlöggjöfina. Aðildar-
fyrirtæki SA hafa einnig staðið fyrir fræðslu.
„Mjög mörg fyrirtæki þurfa að leggja í um-
talsverða vinnu. Ég óttast að of mörg fyrirtæki
séu enn vanbúin að takast á við breytinguna,
því miður. Samtök atvinnulífsins hafa vakið at-
hygli sinna félagsmanna á þessu og reynt að
aðstoða þá,“ sagði Halldór. Hann segir að eðli
málsins samkvæmt snerti breytingin mest at-
vinnugreinar sem vinna með upplýsingar fólks
og um fólk. Á því sviði verði veruleg breyting.
Breytingin sé verulega kostnaðarsöm fyrir at-
vinnulífið. Í mörgum tilvikum þurfi að þróa
áætlanir og eins þurfi að breyta kerfum. Hall-
dór telur að flest stór íslensk fyrirtæki séu
komin býsna langt í undirbúningi fyrir gildis-
töku nýju laganna. Það eigi ekki við um þau öll
enda hefur reglugerðin ekki enn verið lögfest
hérlendis. Drög að frumvarpinu birtust fyrst
opinberlega í síðustu viku.
Mjög ríflegur refsirammi
Halldór segir að sektarrammi laganna sé
mjög ríflegur. Hann bendir á að hér á landi séu
til fyrirtæki sem falla undir ákvæðið um 4%
sekt af veltu á heimsmarkaði. „Maður vill trúa
því að gefinn verði aðlögunartími,“ segir Hall-
dór. „Aðalatriðið er að fyrirtækin þurfa að geta
sýnt fram á áætlanir í maí um hvernig þau ætla
að bregðast við.“
Í frétt á vef SA í gær kom fram að nýju lögin
byggðust á reglum Evrópusambandsins.
„Markmið þeirra er að auka vernd og réttindi
einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu.
Einstaklingar munu, innan ákveðinna marka,
eiga rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýs-
inga og óska eftir aðgangi, afriti, flutningi, leið-
réttingu, takmörkun og eyðingu persónuupp-
lýsinga um sig. Þá munu þeir geta afturkallað
samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga,
í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupp-
lýsinga styðst við samþykki.“
Fyrirtækjum verður gert skylt að halda
skrá yfir vinnslu persónuupplýsinga, setja sér
auðskiljanlega persónuverndarstefnu og sjá til
þess að persónuvernd sé innbyggð í nýjan hug-
búnað og upplýsingakerfi. Einnig verði gert
mat á áhrifum á persónuvernd ef vinnsluaðferð
er áhættusöm. Öll öryggisbrot verður að til-
kynna Persónuvernd tafarlaust.
Lögin sögð verulega íþyngjandi
Nýjar skyldur lagðar á fyrirtækin með nýjum persónuverndarlögum Eiga að taka gildi 25. maí
Breytingin kostnaðarsöm fyrir atvinnulífið SA undirbýr félagsmenn sína fyrir gildistöku laganna
Fimm heppnir áskrifendur unnu í
gær ferð fyrir tvo með WOW air til
Dallas í Texas í Bandaríkjunum.
Vinningshafarnir eru þau Edda
Hallsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Axel
Kvaran, Hulda Halldórsdóttir og
Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur var í skýjunum þegar
Morgunblaðið hafði samband og til-
kynnti honum að hann hefði unnið
flug fyrir tvo til Dallas. „Ég var að
gantast í konunni minni í síðustu
viku að ég yrði nú bara að fara að
segja Mogganum upp, ég fengi
aldrei vinning,“ segir Ólafur og hlær.
Hann ætlar að bjóða konu sinni,
Þórdísi Jónsdóttur, með í ferðina.
„Ég hef aldrei komið til Dallas, það
verður spennandi að geta bætt enn
einu ríkinu við. Það má ekki gleyma
því að á þessum slóðum í Texas eru
heimkynni suðurríkjarokksins,“ seg-
ir Ólafur, sem er mikill aðdáandi
þess háttar rokks og stefnir á að fara
á slóðir hljómsveitarinnar ZZ Top
sem er frá Texas og ein af uppá-
haldshljómsveitum Ólafs.
Áskrifandi frá 1973
„Ég hef lengi verið áskrifandi með
einhverjum smáhléum; þegar það
viðraði sem verst fyrir vestan fór ég
í sunnudagsáskrift en ég hef aldrei
sagt upp Morgunblaðinu. Þá erum
við að tala um að ég hef verið áskrif-
andi frá 1973,“ segir Ólafur, ennþá
alveg í skýjunum með vinninginn.
„Ég á ennþá ekki til orð. Sérstaklega
af því að við vorum í algjöru gríni að
gantast með það að vinna aldrei
neitt,“ segir Ólafur léttur í bragði að
lokum.
Fimm áskrifendur unnu
ferð til Dallas í Texas
Dregið í áskrifendaleik Morgunblaðsins og WOW air
Ljósmynd/Wikimedia
Bandaríkin Stórborgin Dallas í
Texas hefur upp á margt að bjóða.