Morgunblaðið - 16.03.2018, Page 24

Morgunblaðið - 16.03.2018, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Smáratorgi 1, Kópavogi, s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 afsláttur boxum, skúffum... 20% af Port-Bag töskum,TILB OÐ Framsóknarflokk- arnir tveir eru hvor með sína stefnuna í þessum málum. Hinn aldargamli flokkur vill hafa flugvöllinn í Hvassahrauni, þar sem vel að merkja er vatns- verndarsvæði að sögn og flestum þyki það ekki koma til greina af ýmsum öðrum ástæð- um. Miðflokkurinn vill háskólasjúkrahúsið burt af Hring- brautinni og suður í Vífilsstaðaland. Skoðum þetta aðeins nánar. Ef Landspítalinn á að fara þangað suðureftir, þá er dagljóst, að hann getur ekki gegnt stöðu háskóla- sjúkrahúss. Það liggur í augum uppi, nema ætlun Miðflokksins sé, að háskólinn fari þangað suðureftir líka burt úr Vatnsmýrinni, því að hvar sem ég hef komið í borgir, þá eru háskólasjúkrahús vanalegast í göngufæri og nágrenni við há- skólana, ef þau eru ekki beinlínis inni á háskólalóðunum. Það er því augljóst, að háskólasjúkrahús verð- ur að vera á þeim stað, þar sem það er nú, ef Landsspítalanum er ætlað að þjóna sem slíku samtímis því að vera ríkisspítali þjóðarinnar. Annað væri gjörsamlega út í hött. Það seg- ir sig sjálft. Reykjavíkurflugvöllur verður líka að vera til staðar þar sem hann er, sjúkrahússins vegna, og þjóna sem sjúkraflugvöllur í ná- grenni sjúkrahússins, ef ekki vill annað, því að það er bráðnauðsyn- legt að hafa flugvöll í næsta nágrenni sjúkra- hússins eða hafa flug- brautir þar nálægt, svo að hægt sé að flytja sjúklinga utan af landi sem allra fyrst á sjúkrahúsið, enda um mannslíf að tefla þar. Því vona ég, að hæst- virtur samgöngu- ráðherra, sem jafn- framt er formaður Framsóknarflokksins, afskrifi ekki Reykjavíkurflugvöll með öllu vegna þess, enda á hann sem utanbæjar- maður að gera sér grein fyrir þýð- ingu Reykjavíkurflugvallar í Vatns- mýrinni fyrir sjúkrahúsið í ná- grenninu og nauðsynjar hans fyrir sjúkraflutninga utan af landi, þegar um mannslíf er að tefla, og láta helst norðvesturbrautina eða svokallaða neyðarbraut standa opna á veturna, – það er að segja, ef hann er ekki sammála Miðflokksfólki um, að sjúkrahúsið eigi að vera suður í Víf- ilsstaðalandi, og afnema það þá sem háskólasjúkrahús. Það er samt bráðnauðsynlegt, að hvort tveggja sé á þeim stað, sem þau eru nú, eins og allir eiga að vita, enda er vitað mál, að meirihluti þjóðarinnar vill það. Hvað Miðflokkurinn vill svo gera í þessu máli, hefur ekki komið fram ennþá, enda lítið um það talað. Nema þeir vilji flytja hvort tveggja, spítalann og flugvöllinn, á sama stað, en þá verður háskólinn að fara sömu leið, eins og ég gat um hér að ofan. Framsóknarflokkurinn getur tæplega haft flugvallarvini inni í nafni sínu, ef stefna hans er orðin sú að koma flugvellinum burt úr Vatns- mýrinni, þar sem allir sannir vinir flugvallarins, hvort sem þeir eru innan eða utan samtakanna, sem kenna sig við hann, vilja hafa hann þar sem hann er og hefur verið í 75 ár, nálægt sjúkrahúsinu, enda hefur hann ekki truflað neinn í nágrenn- inu til þessa mér vitanlega. Ég hef áður minnst á, að maður tók varla eftir flugvélahávaðanum, þegar ég var í háskólanum, og aðrir nágrann- ar hafa ekki kvartað enn mér vitan- lega, enda hafa menn lifað við flug- vélahávaðann til þessa og litið á hann sem hvern annan umhverfis- hávaða. Það má líka segja, að öllu megi venjast, svo gott þyki, eða eins og sungið var hér einu sinni: „Það er vont, en það venst.“ Mér persónu- lega fyndist eitthvað vanta, ef flug- völlurinn væri ekki þarna, og svo er um fleiri, veit ég. Ef til þess er svo ætlast, að verndarsvæði fugla sé á þessum stað líka, þá færi betur, að flugvöllurinn sé þar sem hann er, heldur en að fjölmennri íbúabyggð sé hrófað þar niður í mýrarfenið. Það gefur að skilja. Flugvöllur í Vatnsmýri er nauð- synlegur þar sem hann er í nágrenni við sjúkrahúsið og aðra þjónustu, og háskólasjúkrahús getur hvergi ann- ars staðar verið en nálægt háskól- anum. Svo einfalt er það mál. Það er því útilokað fyrir framsóknarflokk- ana tvo að bjóða upp á aðra kosti í þessum efnum. Því miður. Hvar eiga háskólasjúkrahús og flugvöllurinn að vera? Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Flugvöllur í Vatns- mýri er nauðsyn- legur þar sem hann er í nágrenni við sjúkra- húsið og aðra þjónustu. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræði- maður. Á fundi borgar- stjórnar 6. mars sl. lagði ég fram tillögu um að Reykjavíkur- borg samþykkti bann við notkun snjallsíma í grunnskólum borgar- innar. Áður hafði ég rætt við fjölmarga kennara um áhrif símanotkunar á skóla- starf og nemendur. Þeir kennarar sem ég ræddi við voru al- mennt þeirrar skoð- unar að símanotkun truflaði kennslu og að nemendur væru marg- ir hverjir háðir sím- unum. Nemendur teldu sér heimilt að nota símana í kennslu- stundum og algengt væri að upp kæmi ágreiningur milli kennara og nem- enda af þeim sökum. Sífellt yrði erfiðara að fanga athygli nemenda. Einn kennaranna kvaðst hafa leitað eftir leiðbeiningum skólastjóra um heimild sína til banna símanotkun og vísa nemendum úr kennslustund en skólastjórinn vísað til þess að ekki væru til reglur í þessum efn- um frá skólayfirvöldum. Skaðleg áhrif símanotkunar á skólastarf Á undanförnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri staðfest að símar hafa skaðleg áhrif á nem- endur og skólastarf. Þá staðfestir nýleg rannsókn að áhrifin eru ekki bundin við þann nemanda sem not- ar símann heldur truflar notkun hans jafnframt kennara og sam- nemendur. Niðurstöður rannsóknanna eru áhugaverðar. Rannsóknirnar stað- festa að þeir nemendur sem hafa aðgang að síma í skólastofum telja almennt að það efni sem þeir geta nálgast í símanum sé áhugaverðara en það námsefni sem er til umfjöll- unar, að þessir nemendur eiga erf- iðara með að halda athyglinni á því sem kennarinn segir, að þeir eyða minni tíma en áður í að vinna með námsefnið í skólstofunni og að þeir fá lægri einkunnir og eru óánægð- ari með frammistöðu kennarans en þeir nemendur sem fá ekki að hafa síma í skólastofunni. Eru þessi áhrif einkum tengd við notkun nem- enda á samfélags- miðlum, svo sem Snapchat, Instagram, Facebook og You- Tube. Kemur það ekki á óvart enda viður- kenna hönnuðir þess- ara samfélagsmiðla að þeir eru hannaðir með það í huga að notand- inn verði háður því að nota þá. Það er því engin tilviljun að unga fólkið ánetjast. Frumkvæði skóla- yfirvalda skortir En það eru ekki að- eins kennarar sem bíða eftir frumkvæði skólayfirvalda. Eftir að ég lagði fram tillög- una í borgarstjórn hafa fjölmargir foreldrar haft samband við mig. Það sem einkennir viðhorf foreldr- anna er að þeir telja að frumkvæðið verði að koma frá skólayfirvöldum og skólastjórnendum. Foreldrarnir benda á að erfitt sé að útskýra fyr- ir sínu eigin barni að það megi ekki nota símann í skólanum þegar barnið bendi á móti á að önnur börn megi nota símann í skólanum. Ákvörðunin um að banna snjallsíma í grunnskólum verði þess vegna að vera tekin af skólayfirvöldum. Hver er afstaða borgarstjóra? Það vakti óneitanlega athygli við- staddra að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ákvað að taka ekki til máls þegar tillaga mín var tekin til umræðu í borgarstjórn. Það gerðu Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, ekki heldur. Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru þess vegna engu nær um afstöðu borgarstjóra og skólayfirvalda þegar kemur að símanotkun grunnskólabarna í Reykjavík. Nema að það sé afstaða þeirra að engin þörf sé að setja samræmdar reglur í þessum efn- um. Enga snjallsíma í skólastofum Eftir Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir » Ákvörðunin um að banna snjallsíma í grunnskólum verður að vera tekin af skóla- yfirvöldum. Höfundur er óháður borgarfulltrúi sveinbjorgbs@reykjavik.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Ótrúlegt en satt! Það er eins og það ríki þöggun um mesta mengunar- valdinn í umferðinni og aðal- skemmdarvarg gatna- og vegakerf- isins: nagladekkin. Eru gatna- málayfirvöld hrædd við atkvæða- missi grunnhygginna og kærulausra nagladekkjabílstjóra? Á síðustu tveimur árum hefur orð- ið aukning í notkun nagladekkja eins og gatna- og vegakerfið ber vitni um, eftir að þeim hafði fækkað árin á undan. Nagladekkjanotendur hljóta að vita að undanfarin ár hefur verið til úrval af vetrardekkjum án nagla sem flestum sem nota þau finnst betri en nagladekk og þau hvorki menga né skemma eins og nagla- dekkin. Þau fáu lönd sem leyfðu nagladekk eru fyrir löngu búin að banna þau eða skattleggja. Ragnheiður L. Sig. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ágæta borgarstjórn Morgunblaðið/Golli Malbikað Vonandi verður þetta algeng sjón í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.