Morgunblaðið - 16.03.2018, Side 30

Morgunblaðið - 16.03.2018, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 ✝ Magnús Haga-lín Gíslason var fæddur á Borg í Skötufirði 20. apríl 1927 en ólst upp í Önundarfirði. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 4. mars 2018. Foreldrar hans voru Gísli Þor- steinsson, f. 29. september 1895 á Þórðareyri, Ögurhreppi, d. 18. desember 1961, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 24. mars 1900 á Ísafirði, d. 3. júlí 1985. Magnús var næstelstur átta systkina. Látin eru Guðmundur Ísleifur, Bjarni Ásmundur, Guð- björg María og Gunnar en Þor- steinn, Sólveig og Guðmundur Helgi lifa bróður sinn. Magnús kvæntist 24. júlí 1948 Helgu Jónsdóttur, f. 15. janúar 1928 í Reykjavík, d. 3. september 1994. Foreldrar Helgu voru Jón Hjörtur Vil- hjálmsson, f. 17. júlí 1900, d. 24. ágúst 1938, og Kristjana Þor- steinsdóttir, f. 26. september 1900, d. 30. júní 1959. Börn Magnúsar og Helgu: 1) Jón Hjörtur, f. 25.9. 1948, vinkona dís, f. 1989, hún á tvo syni. 7) Magnea Helga, f. 31. mars 1964, gift Sigurði Hjaltasyni. Þeirra börn eru a) Andrea Rak- el, f. 1992, hún á einn son, b) Alexander Helgi, f. 1996, c) Að- alsteinn Freyr, f. 2002. 8) Hrafn, f. 17. mars 1968, kvænt- ur Hildi Þorkelsdóttur. Þeirra dætur eru a) Helga, f. 2006, b) Freyja, f. 2009. Fyrir átti Hrafn c) Arnór Rafn, f. 1989, með Lilju Guðjónsdóttur. Hann á eina dóttur. d) Birnu Kristínu, f. 1994, og e) Daníel Inga, f. 1996, með fyrri konu sinni Heiðu Jónsdóttur. Magnús nam við Sjómanna- skólann, útskrifaðist þaðan og starfaði lengst af sem stýrimað- ur og skipstjóri á bátum og tog- urum. Var með eigin útgerð um margra ára skeið. Frá því Magnús hætti sjómennsku og fram að sjötugu starfaði hann sem næturvörður í Húsdýra- garðinum. Meðfram þeirri vinnu hannaði hann og setti upp troll ásamt því að sinna netaviðgerðum. Magnús og Helga bjuggu lengst af á höfuðborgarsvæðinu en einnig um skeið á Ísafirði og í Neskaupstað 1952-1959. Sambýliskona Magnúsar til hartnær tuttugu ára var Jó- hanna Jónsdóttir, f. 5. nóv- ember 1918, d. 24. júní 2016. Magnús verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, 16. mars 2018, klukkan 15. hans er Steinunn María Jónsdóttir. Dætur Jóns og Ídu Atladóttur (skilin) eru a) Eva, f. 1977, hún á þrjú börn, b) Nanna, f. 1982, hún á tvö börn. 2) Ing- ólfur Már, f. 15.10. 1951, kvæntur Sig- rúnu Agnesi Njáls- dóttur. Synir þeirra eru a) Brynjar Helgi, f. 1975, hann á þrjú börn, b) Óli Njáll, hann á fjögur börn. 3) Rúnar Þröstur, f. 8. maí 1955, kvæntur Herdísi Hafsteinsdóttur. Þeirra börn eru a) Aron, f. 1987, hann á tvö börn, b) Bjarki, f. 1991, og Íris, f. 1992. Fyrir átti Herdís soninn Tómas Árna, f. 1976, hann á þrjú börn. 4) Sigrún, f. 10. febr- úar 1957, gift Jóhanni Hauks- syni. Þeirra börn: a) Magnús Örn, f. 1975, hann á fjögur börn b) Sólveig Helga, f. 1982, hún á tvö syni c) Hallgrímur Andri, f. 1994. 5) Ólafur Gísli, f. 28. október 1960, d. 15. desem- ber 1978. 6) Edda, f. 28. júní 1962, gift Arnari Sverrissyni. Þeirra dætur a) Berglind, f. 1981, hún á þrjú börn b) Hjör- Tengdapabbi var vestfirskur sjómaður. Tilheyrði kynslóðinni sem fór að vinna fyrir sér í síð- asta lagi um fermingu. Ham- hleypa til vinnu en sjálfur sagð- ist hann vera latur. Fór fyrst á vertíð frá Akranesi, 14 eða 15 ára gamall. Fór í Sjómannaskól- ann og lauk þaðan prófi og varð kornungur skipstjóri. Kynntist því vel af eigin raun að það „gef- ur á bátinn við Grænland“. Var svo gæfusamur að eiga stóran þátt í að bjarga bróður sínum úr sjávarháska 1955, en upplifði líka að skipsfélagi færi fyrir borð. Hann ræddi þó ekki þátt sinn í björguninni fyrr en síðustu árin. Magnús var fiskinn og þótti fara vel með bæði skip og áhöfn. Orðljótur stundum en líka orð- heppinn. Kunni best við að stjórna sjálfur. Hann var spila- maður, tapsár, gleðimaður og fantagóður dansari. Það var geysilega gaman að dansa við hann gömlu dansana þegar hann hló og sveiflaði mér í vals og polka. Hann hafði yndi af dans- tónlist og karlakórsöng, en ég heyrði hann aldrei syngja sjálf- an. Tengdó kunni að „glingra við stút“, en honum og Bakkusi varð þó fullvel til vina á tímabili en slitu svo vináttunni. Karlremba var hann tengdó og íhaldssamur. Þó var Magnús fyrsti karlinn sem ég þekkti og sá taka til, þvo gólf og elda mat óbeðinn. Hann var snyrtipinni og pjattrófa, svo við kölluðum hann gjarnan pá- fuglinn og ég sé þau gen erfast í beinan karllegg, rétt eins og keppnisskapið. Þegar Magnús hætti sjó- mennsku seint á níunda áratug síðustu aldar gerðist hann næt- urvörður í Húsdýragarðinum. Meðfram vann hann við að hanna og setja upp troll sem og að gera við net enda annálaður netamaður. Ungur kvæntist hann tengda- mömmu, Reykjavíkurdísinni Helgu Jónsdóttur. Börnin urðu átta á tuttugu árum. Heimili áttu þau á Ísafirði, Neskaupstað, Garðabæ og Reykjavík. Verka- skiptingin var hefðbundin. Helga sá um heimilið, Magnús stundaði sjóinn og „skaffaði“. Hjónaband þeirra varði þar til Helga varð bráðkvödd 1994. Magnús var að vonum nokkuð brotinn eftir andlát Helgu en kynntist svo á dansgólfinu Jó- hönnu Jónsdóttur, og saman áttu þau mörg góð ár. Magnús varð ungur í annað sinn og dekraði við Hönnu sína á alla lund. Þau fóru lengi í daglega göngutúra, dönsuðu, spiluðu, fóru til sólar- landa og nutu lífsins meðan heilsan leyfði. Hanna lést sum- arið 2016. Og kallinn leyndi á sér, á átt- ræðisaldri lærði hann að mála sem veitti honum mikla ánægju og hann hélt meira að segja sýn- ingar, t.d. í Gerðubergi. Við Magnús tengdumst fjöl- skylduböndum í hartnær 45 ár. Við deildum oft, stundum harka- lega, um póltík, jafnrétti, fjöl- skyldumál og fleira. Enda ekki undarlegt, svo ólík sem við vor- um á margan hátt. En væntum- þykja okkar var, þrátt fyrir það, gagnkvæm og náðum við sáttum jafnharðan. Tengdapabbi var trúaður á þann hátt sem stundum er kallað að menn eigi sína barnatrú, Og nú hefur sjóarinn, sem Magnús var fyrst og fremst, kvatt, sadd- ur lífdaga, siglt heim, látið akk- erið falla og er í höfn. Sigrún Agnes. Magnús Hagalín Gíslason ✝ HólmfríðurSalóme Gests- dóttir fæddist í Hróarsholti í Vill- ingaholtshreppi 20. febrúar 1937. Hún andaðist á Landa- koti 3. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Gestur Jón- son, f. 14. desember 1901, d. 1. maí 1993, og Guðrún Arn- fríður Tryggvadóttir, f. 13. sept- ember 1900, d. 26. janúar 1988. Systkini Hólmfríðar eru Ragnheiður, f. 12. febrúar 1932, maki Einar Þórarinsson, d. 20. júní 2010. Tryggvi, f. 8. maí 1933, maki Alda Hermannsdótt- ir, Guðjón, f. 7. maí 1934, maki Rannveig Einarsdóttir, Har- aldur, f. 8. ágúst 1938, d. 25. nóv- ember 2004, maki Jóna Sig- urlásdóttir, d. 10. febrúar 2018. Kristín, f. 6. ágúst 1941, maki Gylfi Ólafsson. Hólmfríður giftist Tómasi Kristjánssyni þann 28. desember 1958. Foreldrar hans voru Krist- ensa Jóhanna Tómasdóttir og Þórarinn Kristján Þorsteinsson frá Tungu í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi. Tómas lést 16. mars 2003. Hólmfríður og Tómas eign- uðust þrjár dætur: a) Kristrún Ólafía, f. 25. september 1958, maki Pétur Oddgeirsson, f. 13. desember 1952, synir þeirra eru Tómas Þórarinn, f. 12. janúar 1981, og Arnar Oddgeir, f. 24. mars 1983. b) Jóhanna Kristín, f. 14. nóvember 1960, maki Páll Gunnarsson, f. 31. ágúst 1958, d. 3. júní 1992, dóttir þeirra er Marta, f. 21. maí 1985. c) Guðlaug, f. 5. ágúst 1967, maki Steingrímur Sig- urðsson, f. 10. mars 1963, börn þeirra eru Steinar Páll, f. 23. júní 1992, Sara Ósk, f. 11. maí 1996, og Tómas Breki, f. 28. mars 2005, fyrir á Stein- grímur Sindra Þór, f. 2. desem- ber 1987, sambýliskona Dom- inika Majewska, f. 6. júlí 1988. Hólmfríður ólst upp í Hróars- holti í Flóa með foreldrum og systkinum. Hólmfríður fór að heiman um 16 ára aldur og flutti til Reykjavíkur að vinna. Stuttu síðar kynntist Hólmfríður Tóm- asi og byrjuðu þau búskap í Reykjavík og giftu sig árið 1958. Hólmfríður og Tómas byggðu sér heimili á Hraunbraut 32 í Kópavogi árið 1963 og bjuggu þau þar alla sína tíð. Hólmfríður vann ýmis þjónustustörf en upp úr 1970 átti vélprjón allan hug hennar og útbúin var vinnuað- staða í kjallaranum og vann hún þar eftir heima fyrir, ásamt því að sinna barnauppeldinu. Hún hannaði og prjónaði ýmsan varn- ing sem hún seldi í handverks- búðum um land allt. Hún stund- aði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og fylgdist alltaf vel með öllum íþróttamótum í seinni tíð. Útför Hólmfríður fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 16. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma Fríða, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við kveðjum þig með söknuði í huga og munum alltaf geyma minninguna um þig í hjarta okkar. Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll, Sara Ósk og Tómas Breki. Hólmfríður Gestsdóttir Nýir vinir eru silfur, gamlir vinir gull. Ég kynntist Einari á sjöunda áratugnum og hófst með okkur kunningsskap- ur sem hélst meira eða minna með nokkrum hléum. 1984 smíðaði hann eftir minni teikn- ingu hringa úr hvítagulli og rúmlega tuttugu árum seinna smíðaði hann aftur fyrir mig tryggðapanta úr gulli. Á þessu tímabili keypti hann svo af mér fimm myndir. Lítið olíumálverk, portrettmynd af konu með skotthúfu með gíg í bakgrunni og tvær rauðkrítar- Einar Garðar Þórhallsson ✝ Einar GarðarÞórhallsson fæddist 10. júlí 1946. Hann lést 30. janúar 2018. Útför hans fór fram 15. febrúar 2018. myndir og þrjár blýantsteikningar því hann var mikill listunnandi og áhugamaður um myndlist. Á náms- árum sínum í MR og í læknanámi á háskólaárum mál- aði hann málverk sem hann síðar seldi öll til að létta undir með náminu eins og hann sagði mér síðar. Því miður átti hann ekki neinar ljósmyndir af þessum verkum. Einar hóf nám í læknisfræði en hætti og fór í gullsmíðanám í staðinn sem hann nálgaðist allt- af af hundrað prósent fag- mennsku og smekkvísi. 1995 var skotthúfumálverkinu stolið og dýrmætu frímerkjasafni sömuleiðis af heimili hans við Hagamel 52. Þessir hlutir komu aldrei í leitirnar. Taki þeir til sín sem hlut eiga að máli. Oft er skammt stórra högga á milli því góðvinur Einars Garðars til margra ára og fyrr- verandi vinnufélagi minn og senumaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó við Vonar- stræti á blómaskeiði leikfélags- ins á sjötta áratugnum, Magn- ús Bergmann Ásgeirsson, lést einnig fyrir nokkrum vikum. Þeir Einar Garðar og Magnús voru jafnaldrar. Nú eru þessir höfðingjar horfnir á vit feðra sinna og verður saknað. Á níunda áratugnum átti Einar heima á Hagamel 52 og bjó einn í óskiptu dánarbúi móður sinnar um tíma en á því heimili var hann að hluta til al- inn upp. Hugðist kaupa íbúðina en tókst ekki. Í nokkur ár hírð- ist hann svo í smákompu, þak- herbergi, í sama stigagangi. Nokkrum árum seinna eftir hæðir og lægðir í einkalífi og demóníska glímu við Bakkus tókst honum að feta sig út úr þeim dimma dal með viljann einan að vopni og sumum til undrunar keypti hann sér góða 80 fm íbúð við Kirkjuvöll í út- jaðri Hafnarfjarðar sem hefur verið mikið átak og viðsnún- ingur fyrir hann Vesturbæing- inn en auðvitað á jarðhæðinni því hann var of lofthræddur til að leita hófanna ofar í háhýs- inu. Með þessu var hann á vissan hátt horfinn gömlum vinum og kunningjum og Melabúðinni sem var langt frá vinnustaðn- um á Laugaveginum gamla og nýja. Einar Garðar var höfðingi heim að sækja, bóngóður, art- arlegur og örlátur við vini sína og kunningja, viðræðugóður þótt hann hafi ætíð verið þjak- aður af feimni og hugsanlega hefur hann haft of lágt sjálfs- mat sem stóð honum án efa fyr- ir þrifum í lífinu, en var ástæðulaust því honum var margt til lista lagt og hafði margt til brunns að bera sem bæði var gott og virðingarvert. Ég fannst af þeim sem leituðu mín ekki og sýndi mig þeim sem spurðu ekki eftir mér. (Isaia 65:1) Blessuð sé minning Einars Garðars Þórhallssonar. Sigurður Eyþórsson listmálari. Hún Inga vin- kona mín lést hinn 12. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík. Mig lang- Ingibjörg Magnúsdóttir ✝ Ingibjörg Matt-hildur Guðrún Magnúsdóttir fæddist 27. ágúst 1938. Hún lést 12. febrúar 2018. Útför Ingibjarg- ar fór fram 22. febrúar 2018. ar að minnast hennar með örfáum orðum. Við kynnt- umst fyrst 16 og 17 ára gamlar þegar við unnum saman á Hótel Vík árið 1956. Þar nutum við þess að vera ungar og kátar stúlkur og unnum saman í u.þ.b. ár. Eftir það skildi leiðir okkar í 17 ár eða þar til við fluttum báðar í sama stiga- gang í Írabakka í Breiðholti. Þá vorum við báðar giftar konur og báðar eignuðumst við sjö börn. Þar endurnýjuðum við kynnin og oft var glatt á hjalla þegar við hittumst í kaffi og sígó hvor hjá annarri. Mikill samgangur var á milli hæða og voru börnin okkar á ferð upp og niður stig- ana í leik og vináttu. Síðan upp- götvaðist það að maður Ingu, hann Halldór, var skyldur mér og ekki dró það úr vináttunni. Seinna fluttu Inga og Halldór í Hólahverfið og þangað heimsótti ég þau alla tíð. Síðan fluttu þau í Vesturberg og að síðustu á Hrafnistu og þangað heimsótt- um við hjónin þau einnig. Inga var alltaf jákvæð og hlý og gott að koma til hennar. Rúmri viku áður en hún lést hittumst við í hinsta sinn og þótti mér vænt um að hitta hana þá. Ég mun sakna hennar ætíð. Fjölskyldu hennar votta ég samúð mína og var gott að hitta þau öll í jarð- arförinni og rifja upp gamlar minningar. Megi Guð fylgja ykkur um ókomna tíð. Svanhildur G. Jónsdóttir. Fyrstu minningar mínar um ömmu Guðnýju eru frá fjöl- skyldustundum í Skógarlundinum hjá henni og afa. Skemmtikvöld á sjónvarpslausum fimmtudagskvöldum, laufabrauðsskurður, dansað í kringum jólatréð og pylsupartí í garðinum. Malt og appelsín í gleri opnað með grænum upptakara. Þá fannst mér amma þegar orðin gömul kona sem hún var auðvitað Guðný Aradóttir ✝ Guðný Ara-dóttir fæddist 10. apríl 1919. Hún lést 9. febrúar 2018. Útför Guðnýjar fór fram 23. febr- úar 2018. ekki. Núna tæpum fjörutíu árum síðar kveð ég ömmu sem gaf nebbakossa og var alltaf svo fín. Mér fannst hún í raun eilíf og það er ómetanlegt að vera rúmlega fertug og hafa fengið að eiga ömmu og afa að svona lengi. Ég er þakklát fyrir að hafa getað komið með syni mína í heim- sókn til þeirra; þar sem alltaf var til ís og dáðst var að afrekum strákanna, stórum sem smáum. Það væri langt mál að telja upp allar minningarnar sem koma upp í hugann en ég geymi þær vel og kveð með söknuði. Guðný Camilla Aradóttir. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.