Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
Elsku Hadda
amma er farin frá
okkur. Nú fær hún
hvíldina sem hún á skilið. Amma
var mögnuð kona en ég kunni
ekki að meta það fyrr en ég
komst á fullorðinsaldur. Ég skildi
til dæmis ekki þegar ég var ung-
lingur þegar hún spurði mig
hverra manna vinur minn væri.
Ég hafði bara ekki hugmynd um
það og hafði aldrei velt því fyrir
mér.
Hún bar hag allra sinna af-
komenda fyrir brjósti fram til
enda, vissi hvað allir voru að gera
og spurði um hagi okkar þegar
við komum í heimsókn og hvern-
ig hefði gengið síðan síðast. Fyrir
henni var eðlilegt að spyrja
hverra manna einhver væri, það
var ein af þessum spurningum
sem hún spurði til að fylgjast
með fólkinu sínu.
Nú ylja ég mér við minningar
um ömmu. Öll skiptin sem hún
dró fram bókina þar sem hún
safnaði saman úrklippum, ljós-
myndum og teikningum eftir
barnabörnin og barnabarnabörn-
in. Í bókinni var að finna kvæði
sem ég orti sennilega 8-9-10 ára
gömul í eitt af þessum skiptum
þar sem ég fékk að gista í græna
sófanum inni í stofu á Víðimeln-
um.
Stundum dró hún fram bókina
til að sýna mér, stundum bað ég
hana að finna bókina að sýna mér
og stundum bað ég hana að finna
bókina og sýna stelpunum mín-
um.
Ég fæ mér kakómalt og tekex
með osti og hugsa um þig, amma
mín, og kvæðið og öndina.
Erla Stefánsdóttir.
Hörn
Sigurðardóttir
✝ Hörn Sigurðar-dóttir fæddist
3. desember 1922.
Hún lést 4. mars
2018.
Hörn var jarð-
sungin 13. mars
2018.
Elsku amma mín
er látin. Hún var
yndisleg kona og ég
á eftir að sakna
hennar mjög mikið.
Amma var mjög
sterk kona sem vissi
alltaf hvað hún vildi
og lét ekkert mót-
læti stoppa sig.
Þegar ég var
yngri var ég svo
heppin að við fjöl-
skyldan áttum heima nálægt
ömmu og afa. Það er nokkuð á
milli okkar systkinanna og þegar
við vorum á þeim aldri að skólinn
var í löngu fríi og lítið að gera þá
fengum við oft að koma við hjá
ömmu og afa. Þá fékk maður að
hjálpa ömmu að brjóta saman
þvott en af einhverri ástæðu
fannst mér algjört ævintýri að
fara niður í kjallara í þvottahúsið.
Eins fengum við að hjálpa til í
garðinum við að hreinsa beðin og
skemmtilegast fannst mér að
sópa innkeyrsluna og í eitt skipti
fékk ég að mála hliðið sem var
auðvitað æðislegt. Bakgarðurinn
var líka einhvers konar ævintýra-
staður sem ekki var hægt að fara
inn í nema með því að opna dyrn-
ar með lykli sem mér fannst al-
veg magnað. Eftir smá vinnu
fengum við okkur oft tekex með
smjöri og osti og síðan var raðað
inn í litlu uppþvottavélina sem
var geymd inni í skáp. Amma
hafði gott lag á að gera þessa
hversdagshluti spennandi og
skemmtilega og hún hafði alltaf
svo góða nærveru. Einnig man
ég eftir að meðan afi var við
skrifborðið sitt að leggja kapal
sátum við amma við borðstofu-
borðið þar sem hún kenndi mér
að leggja kapal. Þessi tími sem
ég fékk með ömmu þegar ég var
yngri er ómetanlegur og er ég af-
ar þakklát fyrir hann.
Þegar ég varð eldri þá breytt-
ust tímarnir sem við áttum sam-
an og þykir mér alveg jafn vænt
um þá. Mér fannst svo yndislegt
hvað það skipti ömmu miklu máli
að litlu stelpurnar mínar væru
vel klæddar og þeim væri ekki
kalt en hún hafði líka hugsað
þannig um okkur systkinin þegar
við vorum lítil.
Þegar eldri dóttir okkar fædd-
ist vildum við að hún yrði skírð í
höfuðið á sterkum konum og fékk
hún nafnið Guðrún Hörn og þyk-
ir mér mjög vænt um nafnið
hennar. Þegar ég fór að skrifa
þessi minningarorð og Guðrún
Hörn sat hjá mér og var að lesa
sagði hún að amma Hadda hefði
alltaf verið svo góð, góð við sig og
okkur öll. Sagði hún að amma
hefði líka alltaf átt súkkulaði uppi
í skáp og hefði alltaf gefið sér
með.
Þín verður sárt saknað og mun
minning þín lifa.
Elsku amma mín, hvíl í friði.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Jóhanna Kolbrún
Guðmundsdóttir.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku Hadda amma er farin.
Ein af fyrstu minningum mínum
er að fara með ömmu í kaffi til
konunnar sem bjó í kjallaranum
á Víðimelnum. Þar fékk ég kaffi í
gullbolla, eða eins ég kallaði hann
gulla-bolla. Löngu eftir að konan
í kjallaranum flutti var það föst
venja að fá kaffi hjá ömmu, fyrst
var auðvitað aðallega mjólk í boll-
anum með örlitlu kaffi rétt til að
lita mjólkina en smám saman
varð innihaldið dekkra. Amma
gerði heimsins besta ristaða
brauð með smjöri. Ég hef aldrei
skilið hvernig, en það var bara
þannig. Ég hef aldrei getað rist-
að brauð eins fullkomlega og
amma þrátt fyrir ófáar tilraunir.
Amma gerði líka bestu vöfflurn-
ar. Frá því ég man eftir mér og
alveg þangað til afi og amma
fluttu af Víðimelnum var það
fastur punktur í tilverunni að
fara til ömmu og afa og sitja í litla
eldhúsinu, drekka kaffi og borða
ristað brauð eða vöfflur með
sultu og rjóma. Eftir kaffið var
svo sest inn í stofu, ég að lesa í
bók, Finnur afi að leggja kapal og
Hadda amma að sauma út.
Hadda amma vann sem gæslu-
kona á Þjóðminjasafninu þegar
ég var barn og unglingur. Ég fór
reglulega í heimsókn í vinnunna
til hennar og kunni suma hluta
sýningarinnar utan að. Þá þegar
var ég staðráðin í að verða forn-
leifafræðingur og ég vil meina að
amma hafi átt stóran þátt í því að
það gekk eftir.
Það er svo margt sem situr
eftir í minningunni. Að gista á
Víðimelnum, fyrst í holunni á
milli í hjónarúminu og svo þegar
ég var orðin of stór á sófanum í
stofunni. Ísbíltúrar í Hveragerði.
Systurnar saman Auður, Gústa,
Guðný, Hadda amma og Finna
þegar hún var á landinu. Sum-
arbústaðaferð með ömmu og afa í
Húsafell. Heimsókn til ömmu og
afa á aðfangadagskvöld eftir
matinn og pakkana og sitja með
nýjustu bókina og lesa. Hlusta á
plöturnar sem amma og afi
keyptu á Spáni. Sitja með ömmu
og skoða myndaalbúmin með
myndum af börnum, barnabörn-
um og utanandsferðum og síðan
bættust langömmubörnin við og
loks langalangömmubörn.
Amma átti ekki alltaf auðvelda
ævi og síðustu árin var líkaminn
búinn að gefast upp, en hugurinn
var alltaf skýr og hún fylgdist vel
með bæði því sem var að gerast í
fjölskyldunni og almennt í sam-
félaginu. Síðustu skiptin sem við
hittumst var hún mikið að hugsa
um þá sem höfðu farið á undan,
sérstaklega um litla bróður sinn
hann Guðmund Emil sem lést á
fyrsta aldursári. Ég trúi því að
núna líði ömmu loksins vel og að
hún sé sameinuð systrum sínum
fimm og litla bróður.
Agnes (Agga) Stefánsdóttir.
Við kveðjum
ömmu Betu með
söknuði, rík af góð-
um minningum um
lífsglaða og hlýja
konu sem hélt reisn sinni allt til
dauðadags.
Amma var barngóð, það var
gott að koma til hennar og afa
og okkur leið alltaf vel eftir að
hafa heimsótt þau. Það var
aldrei lognmolla í kringum þau.
Þegar við vorum hjá þeim á
Kálfafellsstað var farið á
fjörur, ferðast og leikið sér. Á
ferðalögum hafði amma þann
sið að koma aldrei við í sjopp-
um á leiðinni heldur útbjó alltaf
nesti og svo var sest einhvers
staðar á góðum stað og borðað.
Þegar við vorum lítil var
amma mikið í því að láta okkur
föndra og virtist alltaf eiga til
nóg af vattkúlum, pípuhreins-
urum og litum til að við gætum
búið til hin ýmsu „listaverk“.
Hún var líka mikill fagur-
keri. Sjálf alltaf mjög glæsileg
og lagði metnað í að halda fal-
legt heimili. Hún fór um fjöll og
fjörur til að finna fallega
steina, skeljar, rekaviðar-
drumba eða annað til að föndra
úr og fegra umhverfi sitt.
Amma var sterkur persónu-
leiki. Hún myndaði sér eigin
skoðanir og hafði ákveðin gildi í
heiðri, var jafnaðarmanneskja
og kvenréttindakona allt sitt líf.
Það er að vissu leyti erfitt að
fjalla um ömmu án þess að afi
komi þar fyrir líka. Þau voru
svo samheldin. Gáfu mikið til
samfélagsins hvar sem þau
komu. Heimili þeirra var líflegt
og skemmtilegt og gestagangur
mikill. Heimsins málefni voru
rædd og þó svo að fólk væri
ekki sammála var alltaf jákvætt
andrúmsloft heima hjá þeim.
Það var líka mikið spilað og þá
helst bridds. Sú heilaleikfimi á
örugglega sinn þátt í því hve
vel hún amma eltist.
Amma og afi hafa verið okk-
ur góðar fyrirmyndir. Amma
kenndi okkur hvernig á að haga
sér í kirkjum og kökuboðum.
Að borða ekki alltaf af sömu
sortinni í kaffitímum heldur
„fara hringinn“. Hún var alltaf
að hvetja til einhvers konar
sköpunar, hvort heldur var að
spila á hljóðfæri, föndra eða
mála.
Síðastliðin ár hafa þau afi og
amma umfram allt sýnt okkur
að maður þarf ekki að vera
hræddur við að eldast. Ef mað-
ur eldist með aðeins brot af
þeirri lífsgleði sem skein af
ömmu á maður gott í vændum.
Heimurinn er tómlegri án
ömmu Betu.
Guðrún Beta, Gunnar
Steinn og Fjalarr Páll
Mánabörn.
Ég var svo heppin að fara til
ömmu og afa á hverjum degi
eftir leikskóla þegar ég var lítil
og fá að verja miklum tíma með
ömmu í uppvextinum. Hún var
meðal minna bestu vinkvenna
síðan þá og það var mikið lán
að hafa hana í næstu götu.
Andrúmsloftið heima á Lang-
holtsvegi var svo notalegt.
Stundvíslegur tetími með
heimabökuðum herragarðskök-
um, bridgeheimsóknir, líflegar
umræður og föndurskorpur.
Hver veggur þakinn list og út-
saumi eftir ömmu. Hún var list-
ræn, skapandi og vel lesin. Hún
þoldi hins vegar ekki hól í sinn
garð eða sinna nánustu. Hún
var alltaf skreytt sjálf. Með
stóra skartgripi og talaði fyrir
Beta Einarsdóttir
✝ Beta Einars-dóttir fæddist
17. apríl 1923. Hún
lést 2. mars 2018.
Útför Betu fór
fram 13. mars 2018.
að klæðast sterk-
um litum. Það er
auðvelt að sjá
ömmu fyrir sér í
rauðu.
Við fórum líka
saman í fjölmörg
ferðalög um landið.
Amma var farar-
stjóri og leiddi til
dæmis fjörugöngur
þar sem við stúd-
eruðum rekavið og
leituðum að fígúrum í viðar-
mynstrinu sem var svo skerpt á
með málningu þegar heim var
komið. Verkin skreyttu síðan
garðinn ásamt steinum úr
fjallaferðum.
En amma ræktaði garðinn
sinn. Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um það til
þeirra sem þekkja til. Amma
kallar á stór orð. Hún hafði
sterkar skoðanir, var réttsýn
og bar virðingu fyrir öllum og
talaði fyrir réttindum þeirra
sem henni fannst undiroka eða
minna mega sín. Hún var sjálf
svo þakklát og talaði fyrir því
að velja gleðina. Hún minntist
oft á tíma sinn í Hrísey og
Suðursveit þar sem hún var svo
heppin að kynnast svo góðu og
tryggu fólki en það er mér
nokkuð augljóst að það gekk í
báðar áttir.
Henni fylgdi mikill drifkraft-
ur enda kenndi hún handa-
vinnu, stóð að uppsetningu leik-
rita og sá um sunnudagskaffi
eftir messur til að nefna nokkra
hluti.
Hjúkrunarfræðin var líka
stór hluti af ömmu og hún tal-
aði ósjaldan um hversu heppin
hún var að hafa skráð sig í
hjúkrun á sínum tíma. Hún
sinnti hjúkrun að mestu leyti í
sjálfboðavinnu þar til hún flutti
til Reykjavíkur en á vöktum á
Hrafnistu lagði hún mikið upp
úr því að spjalla og tengjast
fólki þar sem uppáhalds samtöl
hennar hófust oftar en ekki á
spurningunni „hverra manna
ert þú“. Svona var amma
áhugasöm um alla. Góð og
skemmtileg.
Ég sakna félagsskap hennar
og tek undir með afa. Það blasa
við skörðin þegar svona fólk
fer.
Anna Beta Gísladóttir.
Merk kona, Beta Einarsdótt-
ir, fyrrverandi prestfrú á
Kálfafellsstað í Suðursveit, er
fallin frá. Hennar er nú minnst
með söknuði og virðingu. Beta
var ákaflega mikil félagsmála-
kona og Kvenfélagið Ósk í Suð-
ursveit má muna sinn fífil fegri,
en það stóð í hvað mestum
blóma árin sem Beta dvaldi í
Suðursveit.
Hún með allan sinn fram-
kvæmdavilja og óþrjótandi
uppsprettur af alls kyns uppá-
komum var vakin og sofin í fé-
lagsstarfinu. Þau voru ófá nám-
skeiðin sem hún stóð fyrir á
vegum kvenfélaganna og kven-
félagasambandsins og þar
flæddi hugmyndaflugið óbeisl-
að, urðu þá til hinir ýmsu mun-
ir sem enn prýða heimili okkar
hér í sveitarfélaginu. Heimili
þeirra Betu og Fjalars stóð öll-
um opið og var gestrisni þar í
fyrirrúmi, ávallt til kaffi á
könnunni og óþrjótandi bakk-
elsi og naut kirkjukórinn þess
meðal annars óspart. Þau hjón-
in höfðu ákaflega gaman af að
spila og var bridge þar mjög í
hávegum haft.
Nú er komið að kveðjustund,
en við eigum eftir að mætast
aftur hinum megin við móðuna
miklu. Fjalar, Anna, Máni og
afkomendur, innilegar samúð-
arkveðjur.
Guð blessi Betu Einarsdótt-
ur.
Torfhildur Hólm
Torfadóttir.
✝ Ásta HlífÁgústsdóttir
fæddist 11. febr-
úar 1945 í Ölvis-
holtshjáleigu í
Holtum, Rangár-
vallarsýslu. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands 7. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar eru Jóhanna
Sigrún Árnadóttir, f. 1923, og
Ágúst Ingi Guðmundsson frá
Vestmannaeyjum, f. 1922, d.
1976.
Systkini Ástu eru: Brynja
Ágústsdóttir, f. 1944, eigin-
maður Eggert Simonsen, lést
2009, þau eiga fjögur börn,
Gestur Ragnar Bárðarson, f.
1953, kvæntur Ernu Steinu
Guðmundsdóttur, þau eiga
fjögur börn, og Kristinn Mar-
inó Bárðarson, f.
1957, kvæntur
Gerðu Arnadóttur
og eiga þau tvær
dætur.
Ásta flutti að
Torfastöðum í
Fljótshlíð á öðru
ári og 1953 á Sel-
foss.
Ásta flutti á
Sólheima 1960, þá
15 ára gömul, þar
sem hún bjó og starfaði alla
tíð síðan.
Ásta var listræn og teiknaði
og málaði bæði með olíu og
vatnslitum. Hún prjónaði og óf
teppi og dúka í vefstofunni.
Ásta Hlíf hafði glímt við
veikindi í nokkur ár sem að
lokum drógu hana til dauða.
Útför hennar fer fram frá
Sólheimakirkju í dag, 16. mars
2018, klukkan 15.
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
(Matthías Jochumsson)
Ásta Hlíf Ágústsdóttir var
þetta blíða blóm sem átti svo fal-
legt bros sem hún var dugleg að
gefa. Þegar hún brosti þá ljómaði
allt andlitið hennar og augun
sendu frá sér geisla kærleikans.
Ásta kom á Sólheima árið 1960,
þá 15 ára gömul. Hún var ein af
börnunum hennar Sesselju
Hreindísar, stofnanda Sólheima.
Ásta Hlíf var listræn og vinnu-
söm. Hún málaði, teiknaði, óf
teppi og dúka og prjónaði. Í lista-
smiðjunni á Sólheimum stóð hún
við málaratrönurnar og málaði
falleg verk. Hún beitti ákveðnum
aðferðum við listsköpun sína sem
hún hafði lært á Sólheimum. Hún
málaði ljósan grunnlit sem hún
vann síðan eftir ákveðnum aðferð-
um.
Hún var iðin við vefnaðinn í
vefstofunni þar sem hún óf mynd-
ir, dúka og teppi.
Ásta naut þess að hlusta á góða
tónlist sem leikin var á píanóið í
salnum á Sólheimum eða af hljóm-
diskum. Elvis Presley var í sér-
stöku uppáhaldi hjá henni.
Ástu er sárt sakað af heimilis-
fólki og starfsmönnum Sólheima.
Hún skilur eftir sig mynd kærleik-
ans og fallegt bros sem mun lifa á
meðal okkar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd íbúa og starfs-
manna á Sólheimum,
Sveinn Alfreðsson.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
(Þorsteinn Gíslason)
Ásta Hlíf Ágústsdóttir, frænka
okkar, hefur nú kvatt þessa jarð-
vist. Þegar fréttin um lát hennar
barst komu þessar línur upp í hug-
ann.
Ásta Hlíf bjó á Sólheimum í
Grímsnesi frá unglingsárum. Þar
var vel um hana hugsað, hún
stundaði vinnu og eignaðist þar
vini. Sólheimar voru hennar heim-
ili.
Við systurnar og Ásta og
Brynja, systir hennar, ólumst upp
saman austur í Fljótshlíð. Við
bjuggum í sama húsi og vorum
systradætur. Við minnumst því
æskuslóðanna, leikja og viðburða
bernskunnar þegar við hugsum
um hana frænku okkar.
Ásta Hlíf var hæglát stúlka og
sagði ekki margt. Hún var bæði
„blíð og björt“ eins og segir í
kvæðinu. Hún var mjög söngelsk
og lærði fljótt alla texta. Sem ung-
barn fékk hún heilahimnubólgu og
gekk ekki heil til skógar eftir það.
Það var sexbýli heima á torf-
unni og þar bjó stór hópur barna,
ekki síst á sumrin þegar sumar-
dvalarbörnin komu. Einnig bætt-
ust í hópinn frændsystkini okkar
úr Vestmannaeyjum. Öll vorum
við á svipuðum aldri og lékum
okkur saman þegar tími gafst til.
Við tókum einnig þátt í bústörf-
unum eins og aldur leyfði, við vor-
um ekki gömul þegar við gátum
farið að reka og sækja kýrnar í
haga svo dæmi sé tekið.
Ásta Hlíf var með okkur og tók
þátt í leikjum okkar. Eitt haustið
lékum við okkur uppi á túni. Það
hafði fryst og hún hrasaði og datt.
Þegar heim var komið kom í ljós
að hún var handleggsbrotin svo á
ýmsu gekk.
Það var afar kært á milli Ástu
og ömmu okkar Marsibil. Þær
komu oft austur í Fljótshlíð eftir
að fjölskyldan var flutt á Selfoss.
Erfitt hefur það verið fyrir hana
og hennar nánustu þegar hún var
send á Sólheima. En hún hefur
góðu heilli átt þar góða ævi.
Elsku Rúna, Bárður, Brynja,
Kiddi og Gerða, Gestur og Erna
Steina og fjölskyldur. Hugur okk-
ar og samúð er hjá ykkur. Við trú-
um því að nú leiðist þær um Sum-
arlandið litla amma Marsibil og
Ásta Hlíf. Blessuð sé minning
hennar.
Erna Marsibil og
Sigurlín Sveinbjarnardóttir.
Ásta Hlíf
Ágústsdóttir