Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
Páll Svavar Pálsson, deildarstjóri verkfræðideildar Isavia, á 50ára afmæli í dag. Hann hefur yfirumsjón með stækkunKeflavíkurflugvallar og varð deildarstjóri árið 2012, en hefur
alltaf unnið að því þegar flugvöllurinn hefur verið stækkaður síðan
1998. Páll er tæknifræðingur frá Tækniskólanum og lærði síðan iðn-
rekstrarfræði við sama skóla.
„Við erum að fara að stækka flugstöðina um 30.000-40.000 fer-
metra og erum að fjölga flugvélastæðum. Við erum að bjóða út hönn-
unina núna og reiknum með að hún hefjist eftir tvo og hálfan mánuð.
Þegar ég var að byrja í þessum stækkunum á sínum tíma þá sá maður
alls ekki fyrir sér þessa miklu fjölgun á ferðamönnum sem hefur orð-
ið.“
Þegar Páll er ekki í vinnunni þá finnst honum mest gaman að sinna
fjölskyldunni og svo hefur hann gaman af útivist og fjallgöngum. „Ég
reyni líka að labba eitthvað á veturna, en það er auðvitað minna en á
sumrin.“
En þarftu ekki að ferðast mikið vegna starfsins og skoða flugvelli
úti um allan heim? „Jú, maður þvælist reglulega á ráðstefnur og skoð-
ar hvað verið er að gera á öðrum flugvöllum en svo reyni ég líka að
taka fjölskylduna með í frí á hlýjar slóðir.“
Páll ætlar að njóta afmælisdagsins og býður heim til sín nánustu
vinum og nærfjölskyldunni í kvöld.
Eiginkona Páls er Birna Huld Helgadóttir, kjólameistari og starfs-
maður Myllubakkaskóla. Börn þeirra eru Jónína Lilja, 17 ára nemi í
Danmörku, og Eygló Ósk 15 ára.
Fjölskyldan Páll, Birna og dætur stödd í Mílanó síðasta sumar.
Sér um stækkun á
Keflavíkurflugvelli
Páll Svavar Pálsson er fimmtugur í dag
B
irna Guðrún Bjarna-
dóttir fæddist í
Reykjavík 16.3. 1948
og ólst þar upp. Hún
lauk námi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1965 og
kennara- og stúdentsprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1970, lauk
þriggja missera námi við Endur-
menntunarstofnun HÍ í stjórnun
og rekstri heilbrigðisstofnana
1998.
Birna var kennari í Garðabæ og
Flensborgarskóla í Hafnarfirði, við
námsflokka í Garðabæ og Kópa-
vogi. Hún sinnti námi og kennslu
við Norræna verkalýðsskólann í
Genf árin 1978 og 1982.
Birna var skólastjóri Bréfaskól-
ans 1978-88, framkvæmdastjóri
Heilsugæslustöðvar Kópavogs
1992-2000, jafnframt tímabundið
framkvæmdastjóri við Heilsugæsl-
una í Borgarnesi og síðan deildar-
stjóri eigna og innkaupa Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins til
2016.
Birna G. Bjarnadóttir, kennari og fyrrv. framkvæmdastj. – 70 ára
Fossagnýr Birna og Haukur við Iguazú-fossana, stærsta fossasvæði í heimi, á landamærum Argentínu og Brasilíu,
Málsvari eldri borgara
Tangósveifla Birna og Haukur rifja upp takta í tangóklúbbi í Buenos Aires.
Seltjarnarnes Lena Bjarkadóttir
fæddist 16. mars 2017 kl. 23.00
og á Lena því eins árs afmæli í
dag. Hún vó 4.260 g og var 53
cm löng. Foreldrar hennar eru
Katarzyna Stepniowska og
Bjarki Unnar Kristjánsson.
Nýir borgarar
Sandgerði Þorvaldur Rúrik
Símonarson fæddist 16. mars
2017 kl. 4.34. Hann vó 3.110 g
og var 50 cm langur. Foreldrar
hans eru Jóna Guðlaug Þor-
valdsdóttir og Símon Hall-
dórsson.
„Þorvaldur Rúrik, litli krafta-
kallinn hennar mömmu sín,
fæddist með hraði í Keflavík
16. mars. Mun hann halda upp
á 1 árs afmælið í faðmi fjöl-
skyldunnar. Móðir hans mun
sjá til þess að nóg verði á boð-
stólum á þessum merka degi.“
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.