Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rapparinn Joey Christ heldur heljar-
innar rappveislu, The Joey Christ
Show, með vinum sínum og sam-
starfsmönnum á tónlistarhátíðinni
Sónar Reykjavík í Hörpu á miðnætti í
kvöld. Joey hefur ástæðu til að fagna
því í fyrrakvöld hlaut hann tvenn
verðlaun þegar Íslensku tónlistar-
verðlaunin voru afhent, fyrir bestu
plötuna í flokki rapps og hip hops,
Joey, og besta rapplagið, „Joey Cyp-
her“.
Joey, eða Jóhann Kristófer Stef-
ánsson eins og hann heitir réttu nafni,
er spurður að því hvernig tilfinning
það hafi verið að hljóta verðlaunin og
segist hann hafa orðið nokkuð hissa.
Flokkarnir hafi verið afar sterkir,
vandaðar plötur og lög í flokki til-
nefndra og því þeim mun ánægju-
legra að hljóta verðlaunin. „Fínt að fá
staðfestingu á því að maður sé að
vinna gott menningarstarf,“ segir Jó-
hann.
Á vef Sónar Reykjavík segir að Jó-
hanni hafi verið hrósað fyrir hversu
auðvelt hann eigi með að leiða saman
tónlistarfólk og til samstarfs við sig
og þegar blaðamaður nefnir þetta
segir Jóhann að á plötunni Joey sé
aðeins eitt lag að finna sem hann
rappi einn í. „Þetta er algjör „colla-
borative“ plata,“ segir hann og að
gaman sé að leiða saman ólíka tónlist-
armenn.
Rappið tók við af poppi
Jóhann er 25 ára með stúdentspróf
frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
og BA-gráðu frá sviðshöfundabraut
Listaháskóla Íslands. Áhuga sinn á
sviðslistum á hann ekki langt að
sækja því foreldrar hans eru mennt-
aðir leikarar, Ásta Hlín Svavarsdóttir
og Stefán Jónsson.
„Það er sterkt „showbiz“ í blóðinu
hjá mér og þegar ég var hálfnaður
með námið í Listaháskólanum fór ég
af stað með Sturla Atlas verkefnið
með Sturlu, besta vini mínum og
Loga Pedro Stefánssyni. Þá fór ég að
koma fyrst fram og gera einhverja
músík og svo var það ekki fyrr en
nokkrum árum síðar að ég fór að gera
tónlist á íslensku. Þá kvað við annan
tón, Sturla Atlas er meira popp en
rappið er aðeins auðveldari leið fyrir
mig að vinna úr,“ segir Jóhann.
Margt til lista lagt
Jóhann er spurður að því hvenær
hann hafi byrjað að hlusta á rapp og
segist hann þá hafa verið í Austur-
bæjarskóla. „Mér datt aldrei í hug að
verða rappari þegar ég byrjaði að
hlusta á J Dilla og fleiri hjá Stones
Throw-útgáfunni í Bandaríkjunum
sem var aðeins meira „underground“
rapp. Svo tók ég miklu ástfóstri við
Kanye West, ég var ofuraðdáandi
hans og það sem ég aðhyllist hjá hon-
um er ekki bara tónlistin heldur líka
heimspekin,“ segir Jóhann. West
leggi mikið upp úr því að fólk sé ekki
hólfað niður, sett í ákveðna kassa.
Jóhann segist líka hafa leikið í
sjónvarpsþáttunum Föngum og
Stellu Blómkvist og leikstýrt tónlist-
armyndböndum og þá m.a. fyrir
Sturlu Atlas og rapparann Birni. Og
hann hefur líka leikstýrt uppfærslum
fyrir Herranótt, leikfélag Mennta-
skólans í Reykjavík, ásamt fyrr-
nefndum vini sínum Sturlu Atlasyni,
nú síðast Gísla sögu Súrssonar.
Flytur ný lög
Vinir og samstarfsmenn Jóhanns
koma fram með honum á Sónar
Reykjavík í kvöld, þeir Birnir, Lexi
Picasso og Krabba Mane en þegar
blaðamenn ræddi við Jóhann í gær-
morgun var listinn ekki fullmótaður
og því eflaust fleiri sem troða munu
upp.
Jóhann, eða öllu heldur Joey
Christ, mun flytja nýtt efni í bland við
eldra. „Ég hef verið að vinna nýja
músík með Marteini vini mínum sem
kallar sig líka Bngrboy. Við erum að
verða tilbúnir með eitt „project“ og
ég ætla að taka nokkur lög af því,“
segir Jóhann. Og það verður ekki
bara rappað heldur verður líka boðið
upp á glæsilega ljósasýningu. „Við
ætlum að vera á sama plani og hinir
listamennirnir sem eru að spila,“ seg-
ir Jóhann.
En um hvað er Joey Christ að
rappa?
„Stundum er þetta smá mont-rapp,
ég að tala um hvað ég er flottur en all-
ir hinir hallærislegir,“ segir Jóhann
sposkur og bætir við að hann reyni að
hafa góða blöndu af gríni og alvöru,
reyni að koma líka heiðarlega fram og
fjalla um tilfinningar sínar. „Það er
gullinn meðalvegur í þessu, að finna
hvað maður á að tala um. Líf mitt er
búið að vera frekar stabílt síðustu
mánuði og þá finn ég að þegar ég fer í
stúdíó veit ég ekki alveg hvað ég á að
tala um. Maður þarf oft að koma sér í
gír og reyna að finna eitthvert stef
eða þema sem mann langar að vinna
út frá.“
Morgunblaðið/Eggert
Viðurkenning Joey Christ, réttu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, með annan af tveimur verðlaunagripum sínum
á Íslensku tónlistarverðlaununum. Vinstra megin er rapparinn Birnir og hægra megin rapparinn Aron Can.
Staðfesting á góðu
menningarstarfi
Joey Christ blæs til rappveislu á Sónar Reykjavík í kvöld
Sænski listmálarinn Olle Medin hef-
ur opnað sýningu í Gallerí Göng,
sem staðsett er í göngunum milli
Háteigskirkju og safnaðarheimilis-
ins.
„Hann hélt nýlega sýningu á
verkum sínum á vegum sænska
sendiráðsins í Reykjavík. Hann
hlaut menntun sína í listaskólunum
í Örebro og Gautaborg og hefur
haldið fjölmargar einka- og sam-
sýningar í Svíþjóð og víðar. Verk
hans hanga víða í opinberum stofn-
unum og fyrirtækjum enda er hann
með þekktari málurum Svía af sinni
kynslóð. Myndir hans eru bæði fjör-
ugar og fjölbreytilegar og iða af
lífi. Hann leikur sér að formi og lit-
um á nýstárlegan hátt. Myndefnin
eru mörg en abstrakt verk undir
áhrifum frá ítölskum hughrifum
eru einkar áberandi,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum.
Þar kemur fram að sýningin
verður aðeins opin í dag, föstudag,
milli kl. 9 og 16, á morgun, laugar-
dag, milli kl. 14 og 17 og á sunnu-
dag, sem jafnframt er lokadagur
sýningar, á messutíma og til kl. 14.
Listmálarinn Olle Medin leikur sér með
form og liti í myndum sínum.
Olle Medin sýnir í Gallerí Göng
Grikklandsvina-
félagið Hellas
stendur fyrir
tveimur fyrir-
lestrum í Þjóð-
arbókhlöðu, í
fyrirlestrarsal á
2. hæð, á morg-
un kl. 14. Fyrst
fjallar dr. Rúnar
M. Þorsteinsson
um nokkur heimspekileg stef í
guðspjöllum Nýja testamentisins
sem virðast leggja áherslu á
heimspekilegt samhengi Jesú.
Síðan kynnir dr. Atli Harðarson
Grikkland í máli og myndum, „en
þar hefur hann víða farið um
héruð og eyjar á undanförnum
árum,“ eins og segir í tilkynn-
ingu.
Heimspeki Jesú og
Grikkland kynnt
Atli Harðarson
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s
Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn
Fim 22/3 kl. 19:30 Auka Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn
Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Heillandi verk um höfnun og hindranir, baráttuna við niðurrifsöflin í mannssálin
Faðirinn (Kassinn)
Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn
Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Ég get (Kúlan)
Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Efi (Kassinn)
Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200