Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 8
Á fimmtudag og föstudag fórufram í París „réttarhöld“ yf-ir ofsóknum tyrkneskra stjórnvalda á hendur Kúrdum. Rétt- arhöldin set ég í gæsalappir til að leggja áherslu á sérstöðu dómstóls- ins sem ekki er hluti af viðurkenndu alþjóðlegu réttarkerfi heldur er hann í anda stríðsglæpastóls sem breski heimspekingurinn og mannréttindabaráttumaðurinn Bertrand Russell og franski heim- spekingurinn Jean- Paul Sartre stóðu fyrir á sjöunda áratug aldar- innar sem leið til að draga fram í dagsljósið ofsóknir og ofbeldisverk framin í skjóli ríkisvalds. Dómstóll- inn ber nú heitið, í frjálslegri þýð- ingu, Dómstóll til varnar alþýðu, Permanent Peoples’ Tribunal, og hefur verið kallaður reglulega sam- an til að fjalla um aðskiljanleg mál frá því hann var settur á fót í Bol- ogna árið 1979 en áður hafði Russell- dómstóllinn fjallað um stríðsglæpi í Víetnam og Rómönsku Ameríku. Bertrand Russell-stofnunin er efst á blaði sem stuðningsaðili réttarhald- anna yfir tyrkneskum yfirvöldum þegar rétturinn var kallaður saman í vikunni. Réttarhöld fyrir dómstólnum fara fram með því að fram er sett form- leg ákæra, síðan eru kallaðir fyrir dóminn færustu sérfræðingar í al- þjóðalögum, lögum og sáttmálum á sviði mannréttindamála og ýmsum sviðum sem tengjast málefninu. Síð- an koma fyrir dóminn einstaklingar sem bera vitni um ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir sjálfir eða þekkja ná- ið til. Gerandinn lætur ekki sjá sig. Í dómnum sátu að þessu sinni sjö dómarar, allir með langa reynslu úr alþjóðlegu starfi, fræðimenn, dóm- arar úr fremstu röð. Allir hafa þeir getið sér orð fyrir að standa af ein- urð vörð um mannréttindi og ekki bognað þótt á móti hafi blásið. Þar má nefna Denis J. Halliday, sem sagði af sér sem æðsti eftirlitsmaður SÞ í Írak í mannréttindamálum und- ir aldamótin þegar Sameinuðu þjóð- irnar neituðu að verða við ákalli hans og annarra eftirlitsmanna í Írak um að beita sér fyrir afnámi viðskiptabanns á landið sem sannan- lega hafði valdið dauða hálfrar millj- ónar barna. Eftir stendur reiðin yfir lyginni, ekki síst hjá þeim sem létu blekkjast af lygaáróðri þeirra fóstbræðra Bush og Blairs. Ofsóknir á hendur Kúrdum hafa staðið linnulaust í áratugi en í réttarhöldunum tók ákæran hins vegar aðeins til tveggja ára, 2015 og þó einkum 2016, en á því tímabili voru framin hryllileg hrannvíg, morð, mannrán, aftökur án dóms og laga, fangelsanir og pyntingar í bæj- um og borgum í Kúrdahéruðum Suðaustur-Tyrklands. Í tvo daga hlýddum við, sem boðið hafði verið til að fylgjast með réttarhöldunum, á frásagnir vitna, horfðum á ljós- myndir og myndbönd svo ægileg að erfitt er að lýsa. Færðar voru sönn- ur á að allt þetta var gert að yfirveg- uðu ráði hryðjuverkamannanna sem stýra Tyrklandi, bandamanna Ís- lendinga í NATÓ. Öllu þessu hafði ég fengið að kynnast á ferðum mínum til þessara svæða og í frásögnum og skýrslum en þegar maður fékk þessa inngjöf í sálarlífið, skipulega fram setta og hlustað var á þau sem áttu alla þessa þjáningu í vitund sinni, þá held ég að það hafi verið sameiginleg viðbrögð allra sem á hlýddu, að nú væri komið að okkur; að gera allt sem í okkar valdi stæði til að stöðva hryllinginn. Þrjú hundruð áhorfendur grétu. Reyndar vissi heimurinn þetta allt. Hafði séð og skilið. En samt gerðist ekkert. Sameinuðu þjóðirnar töluðu um „alvarlega atburði“ en svo var það ekkert meira. Menn hrökkva stundum við þegar Sameinuðu þjóðirnar eru gagn- rýndar eða svokölluð mannréttinda- samtök sem gefa sig út fyrir að vera eftirlitsaðilar en eru stundum lítið annað en varðhundar stórvelda. Of- an af öllu þessu verður að fletta. Það á enginn að vera laus undan óvæg- inni gagnrýni og fjölmiðlar verða að nenna að kafa í málin, allir fjöl- miðlar, líka værukærir íslenskir. Í París var horft til liðinnar tíðar en sjónum manna var þó stöðugt beint að líðandi stund. Árásir Tyrkjahers á Afrin í Norður- Sýrlandi þessa dagana voru á allra vörum. Sá veruleiki hefur verið færður inn á okkar borð með morð- inu á ungum íslenskum hugsjóna- manni, Hauki Hilmarssyni, sem ný- lega féll í loftárásum á því svæði. Hann hafði svarað innra kalli um að berjast við hlið þeirra sem sótt var að. Hann má ekki hafa barist til einskis. Ábyrgðin á ofbeldi gegn varnarlausu fólki er okkar allra. Brot á Kúrdum skoðuð í anda Bertrands Russells ’Öllu þessu hafði égfengið að kynnast áferðum mínum til þessarasvæða og í frásögnum og skýrslum en þegar maður fékk þessa inngjöf í sálar- lífið, skipulega fram setta og hlustað var á þau sem áttu alla þessa þjáningu í vitund sinni, þá held ég að það hafi verið sameiginleg viðbrögð allra sem á hlýddu, að nú væri komið að okkur; að gera allt sem í okkar valdi stæði til að stöðva hryllinginn. Þrjú hundruð áhorfendur grétu. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Bertrand Russell VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Náttblinda • Augnþurrkur • Viðkvæm augu • Versnandi sjón Stuðlar að góðri h il Blue Berry töflurnar innihalda, auki valinna vítamína, náttúrulegt lútein í samsvarandi magni og er í 1. kg af íslenskum bláberjum en þetta fæðubótaefni hefur reynst mörgum vel við að stuðla að betri virkni augnanna. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu Kvikmyndagerðar- maðurinn Dagur Kári Pétursson tjáði sig um nýjan búning íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Mér líst vel á að mæta til leiks á HM í þessum sláturhúsagalla; blóðslettur á erm- unum og alles!“ Linda Björk Árnadóttir, lektor í fatahönnun við LHÍ, tjáði sig um treyjumálið en hún hefði kosið að íslenskur hönnuður hefði fengið að spreyta sig á verkinu. „Nú hefur kom- ið í ljós að ítalsk- ur hönnuður hef- ur hannað hina nýju treyju og hinni íslensku samkeppni stungið undir stól. Það eru augljóslega til peningar í þetta verkefni en samt má ALLS EKKI greiða íslenskum hönnuðum fyrir vinnu sína. Ég er mjög svekkt út í íslensk fótbolta- yfirvöld vegna þessa máls.“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason deildi myndbandi frá Leikfélagi Menntaskólans á Akur- eyri um uppsetninguna á Lovestar. „Akureyringar og nær- sveitamenn ættu endilega að mæta og fagna hæfileikafólkinu í Leikfélagi Mennta- skólans á Akur- eyri. Það er alltaf smá spenningur að mæta á frum- sýningu sem byggist á manns eigin verki en þarna fóru þau alveg fram úr björtustu vonum. Leikur- inn, söngurinn, lifandi tónlist, sviðsmyndin, leikstjórnin allt tókst eins og best verður á kosið. Söngleikjaformið hentaði stemn- ingunni sérlega vel. Takk fyrir mig MA og til ham- ingju Akureyri með þennan magn- aða hóp.“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.