Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 10
Gylfi meiddur en verður með á HM Gylfi Sigurðsson verður líklega frá keppni í sex til átta vikur vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir snemma leiks með Everton, hélt þó áfram og hljóp meira en nokkur annar! Óttast var að Gylfi missti af HM í fótbolta í Rússlandi en hann verður með. Andri las best upp Andri Steinar Johansen, nem- andi í Setbergsskóla í Hafnar- firði, bar sigur úr býtum í lokakeppni Stóru upplestrar- keppninnar. Er þetta í 22. skipti sem keppnin er haldin og allir grunnskólar landsins með 7. bekk taka þátt í henni. Það er gott að búa í Hafnarfirði! Þrjár verslanir í Hafnarfirði voru með lægst verð á 22 vörutegundum af 24 sem Alþýðu- sambandið kannaði í fiskverslunum og fisk- borðum matvöruverslana víða um land. „Hafn- firðingar halda margar fastar utan um budduna en fólk í Reykjavík. Hér hefur fólk þekkingu á fiski og veit hvað hann á að kosta. Sums staðar pælir fólk ekki mikið í verðinu, þó svo að það geri það hér,“ sagði Jón Garðar Sig- urvinsson í Litlu fiskbúðinni við Helluhraun. Ný meinvörp í Stefáni Karli Leikarinn Stefán Karl Stefánsson greind- ist með krabbamein 2016 og nú hafa fund- ist ný meinvörp sem ekki er hægt að lækna. Við taka lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum, segir eiginkona hans, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, á Facebook. Ís-hokkí-kalt steypibað Ásynjur, eldra lið Skautafélags Akureyrar, urðu Íslandsmeist- arar í íshokkíi kvenna eftir sigur á yngra liði SA, Ynjum. Bart Mor- an þjálfari fékk ískalt steypibað en sá er siður þegar meistaratitill í íshokkíi er í höfn! Lúxusbílar renna út Leita þarf samanburðar við olíuríki til að finna jafnmikla sölu á Porsche miðað við höfðatölu og á Íslandi, segir Benedikt í Bílabúð Benna. For- ráðamenn BL spá því að lúxusbílar seljist eins og heitar lummur í ár. Morgunblaðið/Hari Daníel sigursæll Daníel Bjarnason tónskáld er maður ársins í íslensku tónlistarlífi. Hann hlaut fern verð- laun þegar Íslensku tónlistarverðlaun- in voru afhent. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð ColourFutures2018 Cobalt Night VETTVANGUR Íslenska þjóðin er þjóð átaka. Þá er ég ekki að tala umstríð heldur vitundarvakningar, eins og það er kallað.Bara á þessu ári erum við búin með meistaramánuð, veganúar og mottumars. Þá tek ég ekki með öll hin hefð- bundnu nýársátök þar sem fólk ætlar að breyta algjör- lega um lífsstíl á nýju ári. Hætta að drekka, reykja og jafnvel borða. Þegar nýjasta átakið byrjaði, #karlmennskan, þar sem karlmenn segja frá tilfinningum sínum, varð mér hugsað til brandarans um Finnann sem elskaði konuna sína svo mikið að hann var næstum búinn að segja henni það. Mér finnst hann fyndinn vegna þess að hann er svo fjarri mér og hvernig ég og mín fjölskylda erum. Við er- um hluti af kynslóð sem er óhrædd við að segja hvað okk- ur finnst, láta vita hvenær okkur líður illa og ekki síður hvenær okkur líður vel. Tala um allt mögulegt og við skömmumst okkur ekki fyrir að vera eins og við viljum vera. Ég var mikið hjá afa og ömmu. Ég veit ekki hvað ég hefði haldið ef þau hefðu sagt mér að þau elskuðu mig. Þau voru ekkert mikið að tala um svoleiðis hluti. En ég vissi alltaf hvað þeim fannst um mig og dró aldrei vænt- umþykju þeirra í efa. Það var bara enginn að fjasa um svoleiðis hluti daginn út og inn. Svo mátti auðvitað ekki nota þessa sögn, að elska, nema í mjög þröngum skiln- ingi. Börnin mín vita að ég elska þau. Af því ég segi þeim það á hverjum degi. Það er ekki eins og ég þurfi að gera það en mér finnst það betra. Það er eðlilegt fyrir mig og eðlilegt fyrir þau. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Karlar fyrri kynslóða voru aldir upp við að vera harðir. Til að skaffa, takast á við áföll og vera höfuð fjölskyld- unnar. Lífsbaráttan var erfiðari og tilfinningar voru ekki eitthvað sem menn flögguðu. Og menn voru þess vegna ekki grenjandi útum allt, eins og það hefði sennilega ver- ið kallað. En það er ekki þar með sagt að þeir hafi ekki elskað börnin sín og að þeir hafi ekki grátið. Það fékk bara enginn að vita af því. Kannski er málið að við höfum það svo gott núna að við höfum tíma til að hugsa um svona hluti, eins og tilfinn- ingar. Við höfum tíma til að hanga yfir börnunum okkar þar til þau fá alveg nóg og langar stundum bara meira til að tala við símana sína en okkur. Það sem skiptir þó máli er að fólk má vera eins og það vill. Að það átti sig á að það er eðlilegt að viðurkenna vandamál og að það er ekki veikleikamerki að leita sér hjálpar. Karlar mega hlæja og gráta og naglalakka sig og vinna á leikskóla og æfa dans og hlusta á Abba og bara allt sem þeim dettur í hug. Kannski gerum við okkur ekki almennilega grein fyrir því, en það hefur aldrei verið jafn mikið frelsi og nú til að vera bara eins og maður vill. En gleymum ekki að því fylgir líka frelsi manna til að vera tilfinningalega lokaðir, gamaldags karlmenn sem pissa standandi. Það skemmtilega við frelsi er að það virkar nefnilega í allar áttir. Grátandi karlmenn Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Kannski er málið að við höfum það svo gott núna að við höfum tíma til að hugsaum svona hluti, eins og tilfinningar. Við höfum tíma til að hanga yfir börnunumokkar þar til þau fá alveg nóg og langar stundum bara meira til að tala við símanasína en okkur. UMMÆLI VIKUNNAR ’Í raun er orðið jafn auðvelt að panta vændiskonu [íReykjavík] og að panta pítsu. Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. VIKAN SEM LEIÐ Bílar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.