Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 17
ig upp hættur frá Srí Lanka. „Þar heyrði ég
mikið í sprengjum. Það sprakk líka einu sinni
sprengja inni í Colombo tveimur húsalengjum
frá okkur. Svo sá ég þar mjög mikið ummerki
stríðs; sprengdar rútur í vegköntum og sund-
urskotin hús.“
Ekki hægt að væla
Solveig segir starfið oft og tíðum hafa verið
mjög krefjandi.
„Það reyndi mest á mann í Súdan af því að
ég bjó við þessar aðstæður, að lifa nánast eins
og flóttamaður í tjaldi. Og það var oft svo mikil
rigning að maður spólaði bara í drullu. Maður
komst ekkert áleiðis stundum,“ segir hún.
Hvernig var það, gátuð þið komist í sturtu?
„Það var settur upp tankur og hægt að fara í
kalda sturtu. Á tímabili vorum við bara með
fötur með vatni til að hella yfir okkur. En í
sturtunni var maður ekki lengi því það var
löng röð og takmarkað vatn. Ef ég var sein á
fætur þurfti ég að bíða lengi í röð. Yfir daginn
svitnaði maður svo mikið að það var súr lykt af
öllum en við vorum öll í sömu fýlunni svo það
var bara normið. Það var alltaf yfir 40°C hiti
og maður var alltaf sveittur. Og stundum var
ekki til drykkjarvatn í nokkra daga og þá var
bara drukkið kók,“ segir hún og hlær.
Blaðamanni verður á orði að þetta hljómi
eins og að búa í helvíti.
„Þegar þú ert í þessum aðstæðum þar sem
þú ert að hjálpa fólki, og þú getur í raun alltaf
farið, en ekki fólkið sem býr þarna, þá er mað-
ur ekki að væla. Það er einnig svo margt fal-
legt og alveg einstakt sem er svo dýrmætt að
hafa upplifað sem á eftir að næra mig ævi-
langt.“
Starf hennar í Súdan fólst í að vinna með
heimamönnum af ólíkum starfsstéttum; kenn-
urum, prestum og öðrum, til þess að fara í
þorpin og kortleggja aðstæður flóttafólksins
og meðal annars setja upp ferla til að hjálpa til
við sameiningu fjölskyldna en Unicef leggur
áherslu á að nýta þekkingu heimamanna, efla
og styðja þeirra starf.
„Því þegar átökin brutust út þá tvístruðust
oft fjölskyldur. Það flúðu allir. Og við fengum
upplýsingar um að einhver væri búin að „tína
upp“ börnin og fara með þau eitthvað og þetta
er það sem gerist. Þess vegna er barnavernd
svona mikilvæg, því um leið og barnið er orðið
viðskila við foreldra sína eða ættingja, þá er
það bara spurning um hver finnur það. Hver
verða örlög barnsins? Þau treysta næsta
manni sem réttir þeim höndina og sem betur
fer er margt gott fólk til staðar en ekki allir.
Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast hratt
við og forða þeim frá hættum alveg um leið,
því þetta er ekki síður mikilvægt en matvæla-
aðstoðin. Því miður er ekki hugað að verndinni
nægilega fljótt í neyðaraðstoð. Margt gerist
sem við sjáum ekki og börnin segja ekki þegar
á þeim er brotið. Verndin er ómælanleg og
ekki áþreifanleg eins og matarpakkinn,“ segir
Solveig.
Mun búa í ferðatösku
Nú styttist í Eþíópíu á ný. Hvernig leggst það
í þig?
„Maður heldur sig vera orðinn sjóaðan en
það er nauðsynlegt samt að undirbúa sig and-
lega. Ég hef hitt sálfræðing reglulega fyrir
brottför til að aðstoða mig við undirbúninginn.
Vinnan reynir á og það verður mikið um ferða-
lög. Ég verð í Addis Ababa en mun ferðast þó-
nokkuð. Ég kem til með að búa í ferðatösku
eins og ég hef oftast gert,“ segir Solveig.
„Að hossast í jeppum í sandi, drullu og
steikjandi hita?“ dettur út úr blaðamanni.
„Já!“ Hún skellihlær.
„Það kom sjálfri mér á óvart hvað maður
hefur mikla orku til að starfa í þessu.“
Langaði þig aldrei að grenja?
„Það kom alveg fyrir. Oft á tíðum. Þegar ég
horfði upp á eymdina, vannærð börn og upp-
lifði vanmátt gagnvart aðstæðum.“
Hvernig er þá tilfinningin að vita að maður
getur ekki hjálpað öllum?
„Hún er mjög erfið. Það er þessi vanmáttur
sem maður fyllist oft. Því þetta er svo stórt, og
ógjörningur að bjarga öllum. Stundum er
betra að vera lengur á stöðum því þá nær mað-
ur að sjá fyrir endann á verkefnum. Ég kem
svo oft og byrja á þeim en það er það sem
neyðaraðstoðin býður upp á, að koma verk-
efnum af stað. Svo fara hjálparstarfsmennirnir
og heimamenn taka við og við tekur þróunar-
aðstoð eftir neyðina,“ segir hún.
Að bjarga mannslífum
Hvað fær þig til þess að vinna þetta starf?
„Að lina þjáningar. Það er það mikil þjáning
í heiminum að ég vil leggja mitt af mörkum til
þess að lina þær. Ég veit að þessi hjálp er að
bjarga lífum. Ef maður getur komið í veg fyrir
að ein manneskja deyi, á maður ekki að reyna
að gera það? Líf er svo dýrmætt, maður getur
ekki setið aðgerðarlaus. Ég er bara eitt lítið
peð í þessu hjálparstarfi, ég er bara að reyna
að búa til betri heim, eins væmið og það hljóm-
ar,“ segir Solveig og skammast sín ekkert fyr-
ir væmnina, sem brýst fram í fleiri aðstæðum
að hennar sögn.
„Ég sendi endalaus SMS til stuðnings Ara í
söngvakeppninni og grét bara með honum,“
segir Solveig og hlær.
Það er liðið langt fram á eftirmiðdag og við
sláum botninn í samtalið. Enda nóg að gera
hjá Solveigu.
„Nú þarf ég að fara að pakka. Finna allan
mögulegan búnað gegn móskítóflugunum, eins
og moskítónet, sprey og spaða sem ég beiti
grimmt og hef náð að þjálfa upp svakalega
snerpu! Ef það er eitthvað sem gæti fengið
mig til að hætta við þá eru það helvítis mosk-
ítóflugurnar. Þær virðast elska mig í tætlur í
orðsins fyllstu merkingu!“
Morgunblaðið/Ásdís
’ Ég fékk eitthvert sníkjudýr ímagann frá menguðu vatnisem varð til þess að ég fékk enganæringu og missti mátt og mörg
kíló. Ég var einnig óheppin að fá
annars konar sníkjudýr eða
pöddu í kálfann sem byrjaði að
grafa sig inn hægt og rólega
þannig að í lokin varð til stærð-
ar hola inn að beini.
„Ef maður getur komið í veg fyrir að ein
manneskja deyi, á maður ekki að reyna
að gera það? Líf er svo dýrmætt, maður
getur ekki setið aðgerðalaus. Ég er bara
eitt lítið peð í þessu hjálparstarfi, ég er
bara að reyna að búa til betri heim, eins
væmið og það hljómar,“ segir Solveig.
og því betra að hlýða. Það var talið öruggast að
fara fyrstur úr aðstæðunum, en svo var það í
raun ekki vegna glundroðans og hávaðans sem
skapaðist þegar þyrlan hóf sig á loft. Við það
magnaðist spenna sem varð til þess að skotið
var á þyrluna en sem betur fer var botninn
skotheldur. Þetta var súrrealískt ástand. Skot-
hvellir bárust úr öllum áttum og fólk byrjaði
að hlaupa og sumir skriðu í skjól á bak við bíla
og vinnuvélar. Áður en ég fór í þyrluna, skreið
ég á bak við stórt dekk á vinnuvél en svo var
hrópað og mér bent á að ég væri við hliðina á
olíutanki þannig að ég skreið eitthvað annað,“
segir Solveig.
Varstu ekki hrædd?
„Jú, jú. Það er alveg sérstakt hvernig ég
brást við alveg ósjálfrátt og fór í einhverskon-
ar sjálfsbjargargír. Við fórum inn í þyrluna og
þegar skotin byrjuðu að dynja hentu sér allir á
gólfið og reyndu halda sig eins neðarlega og
hægt var. Ég lenti á „toppnum“ og fannst ég
vera auðvelt skotmark enda gat ég séð ástand-
ið út um kýraugað á þyrlunni áður en við tók-
um á loft og það tók nokkurn tíma. Mér fannst
ég alls ekki örugg!“ segir hún.
„Meðan á þessu stóð náði ég að halda ró
minni og einbeitingu þar sem ég var í sjálfs-
bjargargírnum en þegar ég var komin í skjól í
Kadugli, næstu borg frá átökunum, braust
hræðslan og skjálftinn fram. Það tók smátíma
að vinna úr þessari reynslu en besti stuðning-
urinn var að ræða atvikið og fara gegnum
þetta saman,“ segir hún.
„En það var ekkert hægt að staldra lengi við
því við tók hjálparstarfið; að sinna neyð heima-
manna sem þurftu að flýja á tveimur jafn-
fljótum í nærliggjandi bæi 60 km frá upp-
tökum átaka, í leit að skjóli frá kúlnahríðinni,“
segir hún.
„Svo var önnur skotárás í Súdan þegar við
vorum inni í tjaldi hjá Rauða krossinum. Það
var skotið fyrir utan og maður sá ekki hvað var
að gerast, heldur heyrði bara skothvellina. Ég
henti mér bara í gólfið en það er það fyrsta
sem maður lærir. Þetta var að kvöldi til en
þetta reyndust vera drukknir hermenn að
skjóta af byssum,“ segir Solveig og rifjar einn-
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17