Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
Þ
að var árið 1990 að Rumford greifi
kom inn í líf Jóns Eldons Logason-
ar arinmúrara og hafa þeir félagar
fylgst að síðan. Nú þegar Jón er
hættur að hlaða arna, sinnir aðeins
ráðgjöf, lítur hann á það sem sitt helsta hlutverk
að koma greifa þessum á framfæri við íslensku
þjóðina. Ævistarf hans hafi verið svo marg-
slungið og merkilegt. Það sem gerir vináttu
þessara tveggja manna óvenjulega er sú stað-
reynd að Rumford greifi var uppi um aldamótin
1800. Það breytir ekki því að áhrifa hans gætir
víða ennþá.
Svo notuð séu orð Jóns Eldons sjálfs þá
fæddist hann inn í starf arinmúrarans; tók við af
föður sínum, Loga Eldon, sem hlóð sinn fyrsta
arin árið 1929. Fyrir kurteisissakir sleppi ég því
að spyrja Jón Eldon um það hvort nöfn þeirra
feðga hafi gert útslagið þegar þeir ákváðu að
snúa sér að aringerð enda hefur hann örugglega
verið þráspurður um það gegnum tíðina.
„Pabbi átti eðli málsins samkvæmt mikið af
arinbókum og nafnið Rumford greifi bar oft fyr-
ir augu,“ segir Jón Eldon og skildi engan undra,
það var einmitt Rumford greifi sem fann upp
arininn. Það var þó ekki fyrr en árið 1990 að Jón
Eldon fór að kynna sér ævi og störf greifans að
nokkru gagni. „Þá var ég orðinn áhugasamur
um staðlaðan arin sem virkar alltaf; en ekki að
hlaða bara eftir einhverjum teikningum arki-
tekta sem hugsuðu ef til vill meira um útlitið en
hagkvæmnina. Þá blasti við að leita í smiðju til
Rumfords enda er hann þekktur fyrir að hafa
hannað sparneytnasta arininn og mesta hita-
gjafann. Það er engin tilviljun að hugmyndir
Rumfords gengu í endurnýjun lífdaga í olíu-
kreppunni upp úr 1970,“ segir Jón Eldon.
Vildi bæta loftið í Evrópu
Arnar Rumfords geta verið hvernig sem er að
utan en eldstæðið sjálft er alltaf eins í laginu;
hátt og grunnt og hliðarnar óbeinar til að varpa
hitanum fram í rýmið sem á að kynda. Jón Eld-
on sýnir okkur Árna Sæberg ljósmyndara þetta
í verki með því að kveikja upp í sínum „Rum-
ford“ í stofunni á heimili sínu. Það er tilkomu-
mikil sjón.
Fyrsti Rumford-arinninn kom á markað árið
1796 og var öllum frjálst að nota hönnunina. Jón
Eldon bendir á að greifinn, sem þá bjó í Þýska-
landi, hafi sett í gang fjöldaframleiðslu og dreift
arninum til fleiri landa Evrópu í því augnamiði
að bæta loftið í álfunni. „Það var allt á kafi í kol-
areyk á þessum tíma og sýnt hefur verið fram á
að arininn frá Rumford hafi minnkað mengun
eldsneytiseyðslu, það er kol og eldivið, um 70 %
bæði við upphitun og eldamennsku. Hann bætti
þar með loftgæðin jafnt úti sem inni og því má
því slá því föstu að Rumford hafi lengt líf býsna
margra, auk þess sem hann var auðvitað braut-
ryðjandi á sviði umhverfisverndar. Langt á und-
an öðrum,“ segir Jón Eldon en þess má geta að
Rumford greifi var líklega fremsti vísindamaður
heims á sviði hitarannsókna á þessum tíma.
Auk vísindastarfanna var hann afkastamikill
hönnuður og hannaði líka eldavélar og reykháfa
sem tóku fram öllu sem þá þekktist og breyttu
lífi fólks til hins betra.
Kominn af bændafólki
Rumford greifi fæddist í bænum Woburn í
Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1763. For-
eldrar hans voru bændur, breskir landnemar og
hlaut snáðinn nafnið Benjamin Thompson.
Hann var tápmikið og athugult barn sem veitti
sólmyrkva sérstakan áhuga. Thompson ólst upp
við nauman kost en hann missti föður sinn korn-
ungur. Hann nam eðlisfræði og gerðist farand-
kennari. Hann var ráðinn til starfa af auðugri
fjölskyldu í bænum Rumford og eftir að hafa
heillað hana upp úr skónum gekk hann að eiga
dótturina á heimilinu. Það reyndist að-
göngumiði hans inn í líf hinna ríku og merki-
legu, ef svo má að orði komast.
Rumford gekk í bandaríska herinn og vann
sig á methraða upp í majórstign. Hann reyndist
hins vegar úlfur í sauðargæru; því Rumford hélt
tryggð við Englandskonung og njósnaði fyrir
hann um landa sína. Sendi meðal annars bréf yf-
ir hafið með ósýnilegu letri. Þegar það komst
upp átti hann fótum sínum fjör að launa; flúði til
Englands en varð að skilja eiginkonu sína og
dóttur eftir. Við komuna þangað var hann sleg-
inn til riddara af Georg konungi III., Sir Ben-
jamin Thompson.
Nokkrum árum síðar sneri Rumford tíma-
bundið aftur til Bandaríkjanna til að stýra
kóngsmönnum gegn kólónistum. Fékk hers-
höfðingjatign og hvítan hest. Sú dvöl varð þó
ekki löng. Að sögn Jóns Eldons situr sviksemin
ennþá í Bandaríkjamönnum og fyrir vikið hefur
Rumford greifi aldrei notið sannmælis þar um
slóðir fyrir afrek sín á vísindasviðinu. „Sem er
synd,“ segir hann.
Stundaði tunglrannsóknir
Meðan á þessari stuttu dvöl í Bandaríkjunum
stóð hóf Rumford markvissar tunglrannsóknir
sem áttu eftir að standa lengi. Ekkert virðist
hafa verið honum óviðkomandi. Þess má til
gamans geta að gígur á tunglinu er nefndur
Rumford-gígur, eftir greifanum.
Þess má geta að arinhönnun Rumfords er
allsráðandi í Bretlandi en mun minna fer fyrir
henni vestra. Að vísu hefur maður að nafni Jim
Buckley frá Seattle, að sögn Jóns Eldons, verið
óþreytandi frá því um 1970 að kynna og setja
upp arna eftir Rumford víða um heim.
Rumford greifi vakti hvarvetna athygli fyrir
fas sitt og gáfur og komst svo til undantekning-
arlaust að æðstu mönnum á hverjum stað, svo
sem Napóleon keisara í Frakklandi. Sat með
honum margar veislur. „Það opnaðist allt fyrir
honum þar sem hann kom,“ segir Jón Eldon en
meðal landa sem Rumford sótti heim má nefna
Prússland, Austurríki og Ítalíu.
Hugurinn leitaði til Þýskalands og Rumford
setti á fót verksmiðju í Mannheim sem fram-
leiddi fallbyssur, púður og fatnað. Hann var þá
þegar orðinn kunnur fyrir metnaðarfullar púð-
urrannsóknir sínar. Rumford vann stöðugt að
því að rannsaka og bæta fallbyssur.
Sat ekki auðum höndum
Leiðin lá til München árið 1785, þar sem Rum-
ford vann hylli Karls Theódórs, kjörfursta af
Bæjaralandi, sem með tímanum gerði hann að
greifa af hinu helga rómverska heimsveldi og
þaðan kemur nafnið sem fylgdi honum æ síðan,
Rumford greifi, eftir bænum í Massachusetts
sem hann gifti sig í.
Rumford sat ekki auðum höndum í München,
hélt meðal annars áfram að gera nákvæmar
rannsóknir á eldi og eldstæðum. „Það fór ekkert
framhjá honum,“ segir Jón Eldon. „Það var til
dæmis Rumford sem hugkvæmdist að hafa
minnstu pottana næst eldinum og stærstu pott-
ana fjærst, auk þess sem hann var fyrstur til að
aðskilja eld og mat. Fram að því hafði eldurinn
bara leikið um bráðina,“ segir Jón Eldon og
bætir við að hann hafi líka hannað brauðgerð-
arofn sem ennþá standi fyrir sínu. Þá var það
var Rumford sem fyrstur manna mun hafa opn-
að eldhúsið á heimili sínu og látið það renna
saman við borðstofuna; eins og er svo vinsælt í
dag. Öllum þessum árum síðar.
Rumford setti einnig upp hitakerfi og arna í
húsum og höllum í Bæjaralandi og kenndi
heimamönnum að gjörnýta hitann. Allir áttu að
njóta góðs af þessari merku nýjung og þess
vegna hannaði Rumford minni arin sem hentaði
alþýðu manna. Hann fann líka leið til að láta
lofta vel og vandlega um híbýli fólks. „Það voru
ekki mygluvandamálin á þeim tíma,“ segir Jón
Eldon.
Kenndi Þjóðverjum að sjóða kartöflur
Rumford stúderaði einnig ljósfræði og jók ljós-
magnið á heimilum um aldamótin 1800. Þá hug-
kvæmdist honum tvöfalda glerið til að einangra
hús. „Hann áttaði sig á því fyrstur manna að
gler einangrar ekki, heldur loftið á milli gler-
janna,“ segir Jón Eldon.
Ekki nóg með það. Rumford var einnig langt
á undan sinni samtíð þegar kom að næring-
arfræði og nýtingu og geymslu matvæla. „Hann
kenndi Þjóðverjum til dæmis að sjóða kartöflur;
fram að því voru þær borðaðar hráar. Hann
þurrkaði þær einnig og breytti í flögur – löngu
áður en menn byrjuðu á því í Þykkvabænum,“
segir Jón Eldon með bros á vör.
Súpueldhús Rumfords voru víðfræg og
teygðu anga sína vítt og breitt um Evrópu. Þá
hannaði hann ferðaeldhús fyrir herinn. „Upp-
skriftin er ennþá til og ég hef smakkað þessa
súpu. Hún er mjög góð,“ fullyrðir Jón Eldon.
„Það er ekki ofmælt að kartöflusúpan hans
Rumfords hafi haldið lífi í þýsku þjóðinni eftir
báðar heimsstyrjaldirnar.“
Gufa var á þessum tíma hvimleitt vandamál
við suðu matvæla en Rumford fann lausn á því;
hannaði eftir þrotlausar tilraunir pottlok sem
héldu gufunni í skefjum.
Allir hlutir áskorun
Það voru ekki bara súpur, Rumford er einnig
eignaður forláta búðingur sem er heitur að inn-
an en kaldur að utan. „Hann var búinn að
brenna sig svo oft á tungunni að hann varð að
leysa þetta mál,“ segir Jón Eldon. „Hann var
stöðugt að hagræða og gera betur. Fyrir Rum-
ford voru allir hlutir áskorun.“
Kaffi var Rumford alla tíð hugleikið og rann-
sóknir hans bentu til þess að það hefði mun
meira næringargildi fyrir fólk en te. Spakmælið
„hver drekkur te þegar kaffi er á boðstólum?“
mun þó ekki vera frá greifanum komið.
Rumford greifi var ekki bara í tæknilegum
úrlausnum, heldur ekki síður félagslegum. Verk
var að vinna í Bæjaralandi og umbæturnar
hvíldu á herðum greifanum. Þannig setti hann á
laggirnar her fyrir Karl Theódór, úr svo-
nefndum leysingjalýð, en fram að því hafði kjör-
furstinn litla möguleika á því að verja sitt land
Ekkert var
honum óvið-
komandi
Nafnið Rumford greifi er ef til vill ekki á hvers manns
vitorði hér í fásinninu. Það er eigi að síður svo að sitthvað
sem þessi bresk/bandaríski vísindamaður fann upp fyrir
meira en tveimur öldum kemur reglulega við sögu í okkar
lífi öllum þessum árum síðar. Það er því ekki að ósekju að
Jón Eldon Logason arinmúrari hefur á seinni árum gert það
að köllun sinni að kynna greifa þennan fyrir fólki.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is